Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Side 10
10
Fréttir
Fimmtudagur 16. október 1997
-Segir Jóhann Jónsson Listó um lausn þeirra vandamála sem Vestmannaeyingar standa frammi
samfélagi og margar skoöanir hans hafa ekki átt upp á pallboröiö hjá samferöamönnum hc
Jóhann Jónsson eða Jói Listó, eins og Vestmannaeyingar
þekkja hann hefur búið í Vestmannaeyjum í rúmlega 30
ár. Honum er margt til lista lagt, eins og feLst í nafni hans,
Listó sem hann fékk snemma eftir að hann kom til Eyja.
Hann er fæddur og uppalinn í Kelduhverti í Norður-
Þingeyjarsýslu, en kom til Vestmannaeyja ungur maður
á vertíð, eins og margir. Hér kynntist hann konu sinni
(iuðbjörgu Engilbertsdóttur. Að því leyti skar hann sig
ú r félögum sínum sem komu til Eyja með honum að hann
var sá eini sem vildi vera áfram. Jói Listó hefur skoðanir
á öllu sein við kemur mannlegu samfélagi og margar
skoðanir hans hafa ekki átt upp á pallborðið hjá
samferðamönnuin hans. En það er ekki óalgengt með
menn sem hafa hugsjónir og eldmóð til að fylgja þeim
eftir.
Jóhann segir að Vestmannaeyjar og
ekki síst lífið í kringum höfnina hafi
snemma orðið eins og nafli alheimsins
fyrir honum og allt sem gerðist fyrir
ofan Strandveg var hjóm eitt og skipti
ekki máli. Hann segir að þetta hafi
mótað sig geysilega og hann hafi
gengist upp í þessu. Þetta álit hans
hefur þó breyst á undanfömum árum.
Jóhann segir að þetta breytist svo
með aukinni tæknivæðingu í fisk-
vinnslunni. Það verða ekki lengur
þessar stóru vertíðir, þótt það geti
verið mikið að gera í kringum síld og
loðnu. Það hafi borist þvílík óhemja
af fiski á stuttum tíma og þörfin fyrir
vinnuaflið verið gríðarleg. Sér-
staklega þegar helstu flutningatækin
hafi verið handvagnar og hjólbörur.
Sctmfélagið
hefur lokast
En hvernig hefur mannlífsbreytingin
orðið í bænum?
„Mér finnst samfélagið hafa lokast
dálítið. Og mér leiðist orðið hvernig
allt snýst um eitthvert kurteisishjal og
lognmollu núorðið. Það er fáum
málum fylgt eftir. Það er einkenni
hérna, eins og með bæjarblöðin til
dæmis. Menn eru orðinir svo við-
kvæmir fyrir öllu sem heitir samfé-
lagsgagnrýni. Gagnrýnin umræða og
skoðanaskipti eru að mínum dómi
bæði súrefni og næring fyrir eðlilega
framþróun, vöxt og viðgang bæjarins.
An þess deyr hann smám saman
Menn reyna að horfa framhjá
hlutunum og leiða þá hjá sér. Ef
einhver neikvæð þróun er í gangi, þá
má varla minnast á hana. Það er ekki
í tísku lengur að vera með skoðanir.
Það þykir bæði leiðinlegt og neikvætt.
Jóhann segir að það sé hægt að nefna
fjölmörg dæmi og tekur dæmi af
Myndlistarskóla Vestmannaeyja, sem
einu sinni var.
„Ég byrjaði að sækja tíma í honum
1969 og var í honum nokkra vetur.
Þetta var kvöldskóli. Þar fékk ég
geysilega góðan grunn. Á þessum
árum var mórallinn allt annar og menn
opnari fyrir gagnrýni og voru
gagnrýnni á umhverfi sitt. Þar lærði
ég mikið um skipulagsmál, um
hlutföll í byggingum og hvað menn
væru að gera gott og einnig það sem
miður fór. Þar kynntist ég líka fyrst
umræðu um umhverfismál og málum
tengdum þeim og það situr ennþá í
mér. Haustið 1971 var verið að stækka
flugvöllinn. Til þess var tekið
gríðarlega mikið efni úr Helgafelli.
Þannig að sárið, sem fyrir var,
stækkaði mjög mikið á stuttum tfma.
Þetta varð tilefni þess að nokkuð stór
hópur fólks tók sig saman og efndi til
mótmæla með kröfu-spjöldum og öllu
tilheyrandi. Ég man ekki betur en að
frumkvæðið að þessu hafi komið frá
Guðna heitnum Hermansen, sem var
bæjarlistamaður, virtur og vinsæll
borgari. Svo vorum við öll úr Myndó
sem þá var undir stjóm Páls Stein-
gnmssonar ásamt fleira áhugafólki
utan skólans. Þetta bar alveg
ótrúlegan og skjótan árangur, því það
liðu ekki nema nokkrir mánuðir að
reglugerð var gefin út um friðun
Helgafells og efnistaka algerlega
bönnuð úr fjallinu. Þama fannst mér
öll umræða vera svo jákvæð. Menn
voru lifandi og opnir héma og þótti
einkenni á Vest-mannaeyingum hvað
þeir voru opnirfyrir öllum nýjungum
bæði í listum og öðru. Núna finnst
mér allt hafa breyst til hins verra. Það
er of mikið um fordóma gagnvart
ýmsu sem fellur ekki alveg að
smáborgarahætti nútímans. Mér
finnst þetta alvarlegt mál að fólk skuli
fara héðan kannski vegna þess að það
er til hliðar við það sem almennt er
taliðnormal. Þetta er vond þróun að
þannig fólk geti ekki þrifist héma og
sumir em þeirrar skoðunar að það eigi
ekki að geta þrifist héma og megi það
ekki. Þetta er hluti af þeini flatneskju
sem hér er á flestu. Það má helst
enginn skera sig úr. Það á allt að vera
svo hagkvæmt, jafnvel hvers kyns
óréttlæti er réttlætt með þeim rökum
að það sé hagkvæmt. Allt sem heitir
hugsjónir, eldmóður og sannfæringar-
kraftur er á undanhaldi."
Silast áfram
Þetta finnst Jóhanni vera helstu ein-
kenni þeirra breytinga sem hann
skynjar í Vestmannaeyjum og hann
segir að sé kannski alls ekki verra hér
en á mörgum stöðum úti á lands-
byggðinni, þar sem ákveðin stöðnun á
sér stað. Hér sé ekki stórfellt at-
vinnuleysi né slíkt. Þetta silast áfram
frá degi til dags og allt er afskaplega
dauft.
„Jafnvel þó að nú sé í vændurn sfld-
arvertíð, þá dugir það ekki til.
Vestmannaeyjar eru að mörgu leyti
heppileg stærð gagnvart almennri
þjónustu. Hins vegar þegar kemur að
samgöngum á sjó, þá finnst mér ríkja
hér ákveðinn undirlægjuháttur. Svo
ég tali um Herjólf. Hann hefur verið
mikið til umræðu. En það er eins og
með annað. Það má stundum ekki tala
JÓI LISTÓ: Viö veröum bara aö viðurkenna þaö, hvort sem okkur líkar betur eða verr aö viö
erum komnir inn í nýjan tíma þar sem fólk vill hafa val og frelsi til að feröast. Þetta tel ég vera
eitt aðaleinkennið fyrir vöxt og viðgang þessa samfélags.
urn hann á gagnrýninn hátt. Það er
eins og menn hafi farið svolítið út úr
kortinu í þeirri umræðu. Menn eru
jafnvel að tala um að það ætti að vera
ókeypis með honum, sem mér finnst
vera firra.. En ég hef sett fram
hugmyndir um það að hafa tvö skip í
fömm milla lands og Eyja. En það má
ekki segja að Herjólfur sé yfir nóttina
í Þorlákshöfn, þess vegna kviknar
þessi hugmynd um að vera með tvö
skip. En ferð frá Þorlákshöfn að
morgni og kvöldferð t'rá Eyjum yrði
bylting fyrir ferðaþjónustu í Eyjum.
Það er svo margt ferðafólk sem sér
ofsjónum yfir því að vera hér yfir nótt,
þótt okkur finnist það alveg
sjálfsagður hlutur, þá er það ekki alltaf
þannig. Við verðum bara að viður-
kenna það, hvort sem okkur líkar betur
eða verr að við erum komnir inn í
nýjan tíma þar sem fólk vill hafa val
og frelsi til að ferðast. Þetta tel ég vera
eitt aðaleinkennið fyrir vöxt og
viðgang þessa samfélags. Mörgum
finnst fáránlegt að vera með
hugmyndir um tvö skip. En Herjólfur
annar engan veginn álagstímum yftr
sumarið. Og þegar hánn fer í slipp,
skapast hér ástand sem við eigum ekki
að sætta okkur við. Þetta er bara í
samhengi við unrræðuna um framtíð
Vestmannaeyja."
Umræðan til að fela
Það hafa verið settar fram hugmyndir
um jarðgöng milli lands og Eyja.
Jóhanni fmnst það hafa verið notað til
þess að fela aðkallandi vandamál í
samgöngumálum. Það má nefna í því
sambandi að trúlega yrði mun ódýrara
að byggja höfn upp í Landeyjasandi
þar sem styst er yfir sundið.
„Það er alltaf hægt að láta sig dreyma
um stórframkvæmdir,“segir Jóhann,
„sem kannski eru ekki raunhæfar.
Einhvem tíma fyrir 20 eða 30 árum
var flutt tillaga á Alþingi um athugun
á hagkvæmni þess að gera stóra höfn
við Dyrhólaey. Ég man eftir því að
Vestmannaeyingum þóttu þetta skelfi-
legar fréttir. Umræðan mótast svolítið
af hagsmunaárekstrum einstaklinga,
byggðarlaga og fyrirtækja en hags-
munir þjóðarheildarinnar gleymast
stundum. Við emm að lesa um svona
áreksua daglega í blöðunum."
Jóhann segir að fjöldinn sé svo
upptekinn við að láta sé líða vel og
vera ekki að ergja sig yfir einhverju
sem búið er að segja því að séu bara
leiðindi. Hann segir löngu búið að
heilaþvo þjóðina gagnvart öllu sem
heitir pólitík.
Pólitík er fyrir alla
„Það er búið að segja fólki að pólitík
sé leiðinleg og margir vilji ekki koma
nálægt henni. Menn eru að blanda
þessu saman við flokkapólitfk. En í
MÓTMÆLIN í Helgafelli sem sagt er frá í greinninni. Þeir sem þekkjast á myndinni eru frá
vinstri: Gísli á Strandbergi, Jói Listó, Margrét Jóhanns, Astþór Jóhanns og Hlynur
Ólafsson(Góðu fólki, báðir með hjálma), Ási Friöriks, Gulla í Sólhlíðinni, Margrét Sveins
Valdimars, Palli Steingríms, Guðni Hermannsen, með sólgleraugu, Helga Laufdal, Óli Gránz,
Raggi á Hressó, Óli Lár, Jón á Gjábakka og einn óþekktur.