Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 16. október 1997
Fréttir
13
Bragi Ásgeirsson myndlistarmaður og gagnrýnandi:
Verð að fylgjast
með þvísem er að
gerast útiá landi
-Leit á sýningu Bjarna Olafs í Akóges
Bragi Ásgeirsson myndlistarmaður og myndlistargagn-
rýnandi Morgunblaðsins.
Bragi Ásgeirsson myndlistarmað-
ur og gagnrýnandi kom til Eyja nú
í vikunni. Hingaðkoma hans var
bundin opnun á sýningu Bjarna
Olafs Magnússonar. Bragi hefur
ekki komið til Vestmannaeyja í
tuttugu ár svo það sætir tíðindum
að jafn rnerkur listamaður og
gagnrýnandi komi hingað í tilefni
af myndlistarsýningu.
„Eg hef nú farið til Akureyrar og
ísafjarðar í sambærilegum erinda-
gjörðum." segir Bragi. „En þerta er í
fyrsta skipti í tuttugu ár sem ég kem
til Eyja. Maður verður að fylgjast
með því sem er að gerast úti á landi.
Það er alltaf áhugavert að sjá það sent
er að gerast á landsbyggðinni. Hins
vegar er þetta erfrtt vegna manneklu,
en það stendur nú til bóta þar sem
ákveðið hefur verið að ráða annan
mann, auk mín til þess að sjá um
myndlistargagnrýni á Morgunblað-
inu.“
Er búið að ráða í stöðuna?
„Nei það er ekki búið að ganga frá
því, en það sóttu sjö manns um
stöðuna og allt saman karlmenn.
Mér finnst reyndar dálítið vont að
það skuli engin kona hafa sótt um
vegna þess að konur eru í stjóm svo
margra félaga myndlistamianna og
meirihluti nemenda í Myndlista og
handíðaskólanum eru konur. Líklega
hefurengin kona þorað að sækja um.
Hvers vegna veit ég ekki.“
Bragi segir að af þessum sjö
mönnum séu tveir þekktir í myndlist-
arheiminun, en hinum þekkir hann
engin deili á. Hann segir að hann
hafi skrifað um myndlist í meira en
30 ár og það sé kominn tími til að
hætta skrifum um list og snúa sér
frekar að almennum skrifum um
myndlist. Það þurfi að gefa yngra
fólki möguleika á því að komast að.
„Ég vil alls ekki vera neitt
„autortiet". Gagnrýni er samræða og
það skiptir máli að allir taki þátt í
samræðunni. Myndlistin er harður
húsbóndi og maður verður að ein-
beita sér vel að henni. Þessu er öðru
vísi farið með okkur sem höfum
verið í listaskólum í mörg ár. Þetta er
orðinn vani fyrir okkur. Við höfum
ákveðna yfirsýn, en það gerir okkur
ekki almáttuga."
Bragi segir að hann ætli ekki að
hætta myndlistargagnrýni. en hann
muni í framtíðinni frekar skrifa urn
myndlist í sögulegu samhengi
„Ég bað aldrei um að verða
gagnrýnandi. Ég vildi miklu t'rekar
vera kennari. Ég var alltaf frekar á
móti því, en hlutimir æxluðust svona.
Ég vildi miklu frekar vera til hlés.
Hvemig fer það saman að vera
myndlistannaður og myndlistargagn-
rýnandi?
„Það er ákaflega erfitt í lillu
þjóðfélagi. Maður þekkir of marga.
En samt hef ég ýnisa kosti umfram
aðra. Ég er einangraðri að vissu
marki. Það er ekki hægt að hringja í
mig og skamma mig. Það er mjög
mikill plús. Félagi minn og vinur
ValtýrPétursson heitinn varð oft fyrir
ofsóknum, þegar hann skrifaði sína
gagnrýni. Einu sinni var honum
hótað barsmíðum. Einhver maður
beið fyrir utan hjá honum og hann
hætti sér ekki út. Þetta gat verið
hættulegt staif.“
Er þá betra að vera myndlistar-
maður?
, J>etta er ekki spuming um að vera
listamaður, gagnrýnandi eða
listfræðingur. Bara að það komi frá
hjartanu sem rnaður segir og gerir.
Það em svo margir sem þykjast hafa
vit á myndlist."
Hver finnst þér vera staða ís-lenskrar
myndlistar í dag?
„Hún er miklu betri en ég bjóst
við,“ segir Bragi. Það em miklar
breytingar og menn hafa verið að spá
málverkinu dauða í gegnum tíðina.
en málverkið ris alltaf upp aftur og
hefur alltaf gert það. Ég undrast þó
líka hversu margir em að mála í dag.
Það em því ekki miklir möguleikar til
að selja, en þetta er einhver
óútskýranleg þörf hjá fólki til þess að
tjá sig. Þetta er góð þörf. Ég held að
málverkið sé mjög gefandi miðill.
Málarar verða yfirleitt gantlir rnenn
og það að stunda listir sé yfirleitt
betra heldur en trimm og heilsu-
ræktarstöðvar. Listin er andlegt
trimm og líkaminn gengur fyrir and-
anum ekki öfugt. Maður verður ekki
gáfaður á því að hlaupa.
Stundum hefur verið sagt að
myndlistin sé móðir allra lista?
„Það held ég ekki. En hún er
gmnnurinn og hluti af skapandi þörf.
Fuglar hafa þörf til að tjá sig. Þeir
búa til falleg hreiður, en eru kannski
ekki meðvitaðir um fegurðina. Það
er hugsæið sem skiptir máli. Maður
getur þroskað þetta hugsæi. Það er
hægt að kenna myndlist. Það er stór
misskilningur margra skóla í dag að
það sé hægt að kenna hugsæi. Og
það á að vera hlutverk skólanna að
þroska þetta hugsæi og sjálfstæða
ákvarðanatöku. Ég kenndi í fjölda-
mörg ár. Nú em skólamir umsettnir
kenningum og allir skólar að verða
eins. Nú er of mikill sósíalismi
ríkjandi. Það hefur margt furðulegt
komið í Ijós á síðustu áruni. Það
hefur verið mikil vakning hjá
venjulegu fólki. Til dæmis get ég
sagt frá galleríum og sýningarsölum í
New York. Venjulegt fólk kemur til
að skoða listina í þessum galleríum.
En stundum er eins og þeim sem reka
þessi gallerí sé illa við að venjulegt
fólk komi og skoði þau. Þetta eru
bara söluhús og salan fer fram í
gegnum síma eða því um líkt, eins og
sést á því að yfirleitt eru skrifstofur
margra þessara galleríhaldara miklu
stærri heldur en gallerín sjálf. Þetta
eru eiginlega auglýsingastofur frekar
en lifandi gallerí. Það liggur við að
allir sem heita áhorfendur séu
óvelkomnir."
Hvernig er hægt að breyta þessu?
„Það eru alltaf til menn. sem reka
söfn og listhús sem laða að fólk.
Hvemigerhægtaðútskýraþað. Það
þarf útsjónarsemi. metnað og hjarta
fyrir myndlist. Það hefur til dæmis
tekis vel í Lousianasafninu í
Danmörku, en ekki að sama skapi í
Sveaborg. Það er dauður staður
sýningarstjóranna. Þróunin hefur
verið sú á síðustu árum að fólk er
farið að forðast áreiti tjölmiðlana og
leitar á rólegri mið. Ég fór til London
í fyrra og kom á National Gallery,
málverkasafnið og það var troðfullt
af fólki. Fólk var heldur ekkert á
hlaupum um safnið. Það skoðaði
mjög vel. Þetta sýnir að fólk hefur
tilfmningu fyrir myndlist. Við
kannski breytum engu. en getum
aukið áhuga fólks á myndlist og
skapað jarðveg fyrir áhuga.“
Einar Logi Einarsson grasalæknir væntanlegur til Eyja:
Grasalækningar
hafa sannað gildi sifl
Einar Logi Einarsson, grasalækn-
ir, er væntanlegur til Eyja í næstu
viku. Hann heldur fyrirlestur hér
nk. miðvikudag.
I samtali við Fréttir segir Einar Logi
að grasalækningar hafi gengið mann
fram af manni í fjölskyldunni í a.m.k.
tíu ættliði og sennilega megi rekja það
allt til landnáms. Grasalæknar í
ættinni, sem oftast voru konur, sinntu
jafnframt starfi yfirsetukvenna. Á
síðari árum hafa karlmenn lfka komið
til sögunnar í grasalækningunum og
tók afi Einars, ErlingurFilipusson, við
af móður sinni. Næst kom dóttir hans,
Ásta sem var landsfrægur grasalæknir
og nú halda Einar Logi og þrjú
systkini hans uppi merki fjöl-
skyldunnar í grasalækningum.
„Þannig að þessi fræði eru ekki að
gleymast," segir Einar Logi. „Ég hef
starfað lengst í greininni en systkini
mín hafa verið að koma inn í þetta
síðasta áratuginn. Ég byggi alfarið á
fræðum forfeðra minna en alltaf bætist
einhver reynsla við hjá hverri kynslóð.
Ég nota eingöngu íslenskar jurtir, sem
við systkinin og aðrir ættingjar okkar
söfnum á hverju sumri. Ekki er sama
hvar þeim er safnað og þær þurfa að
vera af stöðum sem við vitum að eru í
lagi.“
Einar Logi segir að reynslan sýni að
grasalækningar standi ekki að baki
hefðbundnum lækningum á ýmsum
sviðum. Einkum á það við ýmsa
„króníska" sjúkdóma. „Við höfum
náð góðum árangri í baráttu við
magabólgur, magasár og óreglu á
starfsemi meltingar. Það sama má
segja um þvagfæravandamál, blöðru-
og þvagfærabólgur, of háan
blóðþrýsing, ofnæmi, astma og óværð
hjá ungbörnum sem oft má rekja til
svokallaðs magakrampa."
Einar segir að grasalækningar hafi
líka dugað betur í baráttu við ýmiss
konar sár. „Þar get ég nefnt brunasár,
fótasár, sár sem sykursýkissjúklingar
eiga við að stríða og ígerðarsár. Til
þess notum við svartan plástur sem
Ifka hefur reynst vel í meðferð gegn
vörtum og líkþornum. Þá höfum við
náð árangri í baráttu við þráláta
vöðvabólgu."
Einar Logi segir að reynslan sé
ólygnust um árangur grasalækninga. í
því sambandi bendir hann á bækur um
afa sinn, Erling Filipusson og móður,
Ástu grasalækni. Þar er að fmna fjölda
vitnisburða frá fólki sem segist hafa
fengið bót meina sinn eftir meðferð
hjá þeim feðginum. „Þrátt fyrir það
hafa ekki allir verið sáttir og máttu
langamma mín, afi og móðir sæta
lögsókn og enn er verið að reyna að
bregða fyrir okkur fæti. En fólk hefur
góða reynslu af starfi okkar og á
meðan svo er höldum við ótrauð
áfram," sagði Einar Logi að lokum.
Langamma Einars
starfaði í Eyjum
Þórunn Gísladóttir frá Hlíð í Skaft-
ártungu, grasalæknir og yfirsetukona
var langamma Einars Loga Einars-
sonar, grasalæknis sem heimsækir
Vestmannaeyjar í næstu viku. Þórunn
bjó og starfaði í Eyjum í nokkur ár í
kringum aldamótin. Hér stundaði hún
lækningar með góðum árangri en ekki
voru allir á eitt sáttir við hana eins og
fram kemur í frásögninni hér á eftir.
„Hér hefði nú líka mátt segja langa
sögu af sjálfsfómarstríði Þómnnar
(Gísladóttur) í þarfir manna sem hafa
reynt að bregða fyrir hana fæti, stríði
við tortryggni, hleypidóma, getsakir,
vesæld og veikindi. Hún hefir eigi haft
fastalaun nema lítinn tíma sem
yfirsetukona og orðið að lifa af
verkum þeim er hún lét menn
sjálfráða hverju þeir guldu. Hún hefir
þó talið skyldu sína að eyða þreki og
tíma til að hjálpa bágstöddum. En
með því hefir hún bakað sér óþægindi
og sætt kryt af hendi einstakra lækna
fyrir hlutsemi í verkahring þeirra.
Væri að sönnu fróðlegt að hafa
glöggar og réttar frásagnir af þvf þótt
eigi væri nema af því er hún barg
Gissuri syni sínum dauðvona í
Vestmannaeyjum er hann brann við
matarvél fyrir tveimur árum. Hann
gerði hún á örstuttum tíma albata.
Ekki neitar neinn því að það var
snilldarverk. Og annað snilldarverkið
vann hún á bami í eyjunum er brann á
sitjandanum svo að menn hugðu
ólæknandi. En bæði Gissur og bamið
græddi Þórunn með urtasmyrslum er
hún bjó til sjálf. Margt fleira gerði
Þórunn þar gott í eyjunum sem víðar.
En samt hlaut hún þar, að sögn, átölur
og réttarkæru í staðinn þótt niður
hjaðnaði sem froða. Sagt er að henni
og lækni í Vestmannaeyjum færu
mörg orð á rnilli. Lét Þórunn þar eigi
hluta sinn fremur en vant var því hún
er að eðlisfari tölug og höfðingjadjörf
sem fornmaður. Þetta þótti leiðinlegt
er mönnum var vel við bæði. Það er
líka afdæmingarlegt að þess háttar
fólk sem er nauðsynlegt skuli ekki
geta sameinað krafta sína og unnið í
sameiningu. Hví tileinka ekki lærðu
læknamir sér þessa kunnáttu hinna
ólærðu ef þeir þekkja hana eigi áður?
Það ættu þeir ekki að eiga erfitt með.
Á aðra hlið er það tilfinnanlegt að
alþýðufólk slítur sér út í þarfir annarra
á þennan hátt, eigi einungis án launa
heldur einnig viðurkenningar af hinu
opinbera þótt því takist að lækna
kvilla er lærðari mönnum mistekst
vel. Á nú að láta þessa kunnáttu deyja
út með þeim sem enn gera gott með
henni? Ungu menn og konur! Lærið
urtalækningakunnáttuna af Þómnni og
þeim er enn gera gott með henni. Þá
gerið þið sjálfum ykkur og öðrum
takamarkalítið gott. Vera má að í
íslenskri urtanáttúru felist flestra
fslenskra meina bót. Gerið þetta sem
fyrst. Þómnn auðvitað skálmar nú enn
yfir íjöll og fimindi, læknar og býr til
íslenska bragðgóða og heilnæma
drykki. En áttræðisaldurinn dregur úr
fjöri og mætti hennar sem annarra.
Margir hlýir hugir þeirra sem hún
hefur hjálpað munu senda henni
velvildargeisla sína í ellinni."
Þó það komi ekki fram í þessari
frásögn, sem er að finna í íslenskum
þjóðsögum og sögnum Sigfúsar
Sigfússonar, segirekki alla söguna því
læknir og apótekari í Vestmanna-
eyjum vildu losna við hana. Fannst
þeim hún taka frá sér „viðskipta-
vinina“. Kom til réttarhalda en Þómnn
sagði að ekki þýddi að loka sig inni
því hún héldi áfram lækningunum um
leið og hún losnaði, einnig gætu synir
hennar sinnt lækningum á meðan.
Ekki kom til þess að Þórunn lenti á
bak við lás og slá. I staðinn var henni
veitt takmarkað lækningaleyfi.