Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Síða 15
Fimmtudagur 16. október 1997
Fréttir
15
Viðhorfskönnun meðal brottfluttra Vestmannaeyinga:
Óöryggi í atvinnumálum en
draumastaður barnafólks
■Petta eru heltu niðurstöður könnunarinnar en svörun var lítil
Nú liggja fyrir niðurstöður úr
könnun á „ástæðum fyrir brott-
flutningi fólks frá Vestmanna-
eyjum". Könnunin er gerð fyrir
Vestmannaeyjabæ og nær aftur til
ársins 1995 og miðast við upplýs-
ingar um brottflutta Eyjamenn,
eins og þær voru 1. desember það
ár. Það var Guðmundur Þ.B. Oafs-
son einn fulltrúa minnihluta bæjar-
stjórnar sem óskaði eftir því að
könnunin yrði gerð, 5. maí síðast
liðinn.
Send voru bréf til 217 aðila og
bámst 62 svör, sem er um 29% svörun
miðað við útsend gögn. Ekki var
reynt að hafa upp á þeim sem fluttust
til útlanda vegna vandkvæða á að afla
upplýsinga um heimilisföng þeirra.
Könnunin var tvískipt. Annars
vegar var fólk beðið um að gefa
tilteknum þáttum einkunn (mjög gott,
gott, sæmilegt, slæmt). Fjöldi svara
var mismunandi, því ekki gáfu allir
öllum liðum einkunn. Þátttakendur
voru beðnir um að svara tilteknum
spumingum og eru svörin birt eins og
þau bárust, til þess að sýna fjölbreyti-
leika þeirra.
Aðstandendur könnunarinnar vilja
vekja athygli á því að ekki er hægt að
draga mjög marktækar niðurstöður af
henni. „Þetta er enginn stóri sannleik-
ur um ástæður fyrir brottflutningi eða
viðhorfi til Vestmannaeyja," eins og
segir í greinargerð með könnuninni.
Könnunin leiðir einungis í Ijós
viðhorf 62 einstaklinga eða fjöl-
skyldna, þannig að allar alhæftngar út
frá niðurstöðum em mjög hæpnar.
Um úrvinnslu könnunarinnar sáu
Áki Heinz Haraldsson fulltrúi og Páll
Einarsson bæjarritari.
Það er nokkuð Ijóst að könnun þessi
getur verið leiðbeinandi fyrir stjóm-
endur bæjarins og kannski ekki síst
þegar lfður að bæjarstjómarkosning-
um næsta vor. Ekki er ólíklegt að
frambjóðendur komi til með að miða
kosningaloforð sín við niðurstöður
þessarar könnunnar.
Við litum í könnunina til að gera
okkur einhverja mynd af því sem þar
kernur fram.
Það sem var neikvætt fyrir
Vestmannaeyjar
ATVINNUMÁL
Undir liðnum atvinnumál töldu um
44% svarenda að það væri slæmt. Inn
í þessa niðurstöðu eru teknir þættir
eins og atvinnutækifæri, atvinnu-
öryggi og tekjuöflunarmöguleika.
Yfirleitt eru það atvinnumálin sem
ráða hvað mestu um afkomu fólks og
öryggi. I könnuninni nefna svarendur
meðal annars að atvinnutækifæri séu
of fá og að vinnan sé ótrygg og
jafnframt einhæf. Spumingu um það
hvað þyrfti að gera til þess að
viðkomandi hefði áhuga á búsetu í
Vestmannaeyjum aftur, svöruðu 30
aðilar að auka þyrfti fjölbreytni í
atvinnumálum.
HÚSNÆÐISMÁL
22% svarenda töldu ástand
húsnæðismála slæmt, 30% sæmilegt,
30% gott og 18% mjög gott. Töldu
svarendur að framboðið væri gott hins
vegar reksturskostnaður allt of hár.
Sprengingar í höfn-
inni skekja bæinn
Framkvæmdir vegna stálþils sem
reka á niður við austurkant
Friðarhafnar og dýpkanir vegna
þess ganga ágætlega.
Vestmannaeyingar hafa orðið varir
við titring og óróa vegna sprenginga
sem fylgja fi'amkvæmdum í höfn-
inni. Verið er að dýpka höfnina fyrir
framan væntanlegt stálþil sem
Skipalyftan mun sjá um að reka niður
við austurkant Friðarhafnar.
Ólafur Kristinsson, hafnarstjóri,
segir að sprengd verði 8 metra djúp
og 20 metra breið renna. Hann segir
að þegar þeirn þætti ljúki muni verða
sprengt fyrir stálþilinu.
„Þessum verkþáttum á að vera
lokið fyrir 1. nóvember," segir
Ólafur. „En það má búast við
einhverjum töfum. Þannig að búast
má við bombum eitthvað fram í
nóvember. Annars eru Eyjamenn
ekki óvanir svona titringi og minnist
ég þess þegar sprengt var fyrir
Herjólfslæginu. Þetta getur samt
verið óþægilegt, en ég held að fólk
haldi alveg ró sinni." Frá framkvæmdunum í Friðarhöfn.
Fæðingardagur Bábsins
Mirza 'Ali muhammeð, sem síðar tók
sér titilinn Báb (þ.e. Hlið), fæddist í
Shíraz í Suður Persiu 20. október
1819 e. K. Hann var Siyyid. það er að
segja afkomandi Múhammeðs
spámanns. Faðir Hans, velþekktur
kaupmaður dó, skömmu eftir fæðingu
Hans og var honum þá komið í fóstur
hjá móðurbróður sínum, sem var
kaupmaður í Shíraz. í bemsku lærði
hann lestur og þau undirstöðufræði.
sem venja var að kenna börnum.
Fimmtán ára gamall gerðist Hann
kaupsýslumaður, fyrst með fóstra
sínum og síðan öðmm frænda, sem
bjó í Búshihr á ströndum Persaflóa.
í æsku vakti Hann eftirtekt sakir
mikils fríðleika og yndisþokka og
einnig sakir framúrskarandi guðrækni
og lyndisgöfgi. Hann stundaði
bænagjörð, föstu og önnur fyrirmæli
Islam af óbifanlegri festu og hlýddi
ekki aðeins bókstafnum, heldur lifði í
anda kenninga spámannsins. Hann
kvæntist, þegar Hann var tuttugu og
tveggja ára gamall. Honum fæddist
einn sonur, sem dó í bemsku á fyrsta
ári boðunarferils Bábsins.
Er hann varð tuttugu og fimm ára
gamall lýsti Hann því yfir samkvæmt
guðlegri fyrirskipun að „Guð hinn
upphafni, hefði útvalið Hann í stöðu
Bábs (Hliðs).“
Bahá'íar í Vestniannaeyjum halda
upp á fæðingardag Bábsins
19.10/97 kl. 18:00.
Nefndu 10 svarendur háan orkukostn-
að neikvæðan fyrir búsetu í Vest-
mannaeyjum og spumingunni um það
hvað þyrfti að gera til þess að
viðkomandi hefði áhuga á því að
koma aftur, svöruðu 12 að lækkun
orkukostnaðar myndi breyta miklu þar
um.
VERSLUN
Þátttakendur voru frekar óánægðir
með ástand verslunar í bænum.
Meðal annars var kannað vömverð og
vöruval. 43% töldu áastand verslunar
sæmilegt og 28% slæmt. Þegar spurt
var hvað núverandi dvalarstaður
svarenda hefði umfram Vestmanna-
eyjar svöruðu 21 því til að ódýrari
innkaup vægju þar mest.
MENNTUN OG SKÓLAMÁL
I heildina virðast svarendur vera
nokkuð sáttir við skólamál, þó eru 38
sem segja þau sæmileg eða 36% 37
eða 36% að ástandið sé gott. Hins
vegar vegur þyngst möguleikinn til
framhaldsmenntunar þar sem 24
svarenda telja hana sæmilega og 13
slæma. Spumingunni um hvað
núverandi dvalarstaður hefði umfram
Vestmannaeyjar svöruðu 16 að nám
íháskóla, framhaldsnám og sémám
vægju þar þyngst. Hins vegar voru 6
aðilar sem gáfu það upp sem ástæðu
fyrir brottfluttningi að þeir hefðu flutt
beinlínis vegna háskólanáms.
Það sem var jákvætt fyrir
Vestmannaeyjar
HEILBRIGÐISMÁL
Það verður ekki annað sagt en
svarendur væru ánægðir með með
þjónustu sjúkrahúss og heilsugæslu.
65 svarendum eða 54% þótti ástand
þeirra mála gott og 20% mjög gott,
eða 24 af þeim sem svöruðu. Enginn
nefnir þó heilbrigðisþjónustuna þegar
spurt er um jákvæðustu þættina við
búsetu í Eyjum. Nema tengja megi
það svörum sem 4 nefndu. að lítið
væri um stress og 10 nefndu gott
umhverfi og 22 nefndu gott mannlíf.
SAMGÖNGUR
Vestmannaeyingareru mjög ánægðir
með samgöngur samkvæmt niður-
stöðum könnunarinnar. Spurt var um
vegamál, flugsamgöngur og Herjólf.
Ef litið er á heildina eru 43%
svarenda, eða 79 þeirra telja þær mjög
góðar. 38% telja þær góðar, eða 70.
Ef litið er á spuminguna um jákvæð-
ustu þætti fyrir búsetu í Eyjum, þá eru
6 sem telja vegalengdir stuttar á hinn
bóginn þegar spurt er um neikvæðustu
þættina eru 17 sem nefna háan
ferðakostnað og 14 nefna einangrun,
sem ekki er skilgreind nánar. 6 aðilar
nefna hins vegar kostnaðarsöm
ferðalög sem beina ástæðu fyrir
flutningi.
UMHVERFI
Það má telja mjög áhugavert þegar
litið er á spumingu er varðar umhverfi,
en þar inni í eru veðurfar, upp-
eldisskilyrði barna og mannlífið. Þó
að veðurfarið fái frekar lága einkunn,
þá em þátttakendur í könnuninni mjög
ánægðir með uppeldiskilyrði bama
sinna. Ef litið er á umhverfisþáttinn í
heild telja 36% eða 66 það mjög gott,
38% gott, eða 68. Sem svar við
spurningunni um jákvæðustu þætti
fyrir búsetu í Vest-mannaeyjum nefna
22 barnauppeldi og 11 svara henni
sem draumastað uppalenda.
Frá Oddinum
* Uorum aö fá enn eina sendináu af spænsku
dúkkunuum ofí dúkkulömpunum.
* Sumir eru Þefiar byriaöi á jólaföndrinu.
Uorum aö fá sendingu af föndurvörum.
RITFANGA- 0G GJAFAVÖRUVERSLUNIN
ODDURINN
STRANDVEGI 45 - SÍMI 481 1945
Grasalækningar
Einar Logi Einarsson, grasalæknir heldur fyrirlestur
um grasalækningar í Sveinafélagssalnum við
Heiðarveg miðvikudaginn 22. október kl. 20:00.
Hægt verður að panta viðtalstíma á fyrirlestrinum
og í síma 587-7714.