Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Page 16

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Page 16
16 Fréttir Fimmtudagur 16. október!997 Svana Anita og Ingi Páll safna myndlist: Það er aldrei of mikið um listir -Við erum frekar heimakær og því þá ekki ab gera heimilið að þeim stað þar sem hægf er að njóta þess besta, sem við getum og höfum áhuga á að veita okkur, segja þau um þetta áhugamál sitt sem þau hafa rækt í 34 ár Fyrsta málverkið sem Svana og Ingi Páll keyptu. íslendingar hafa löngum haft áhuga á myndlist og öðrum fógrum listum. Vart er til það heimili sem ekki státar af eins og einum Kjarval, Asgrími eða álíka þekktum mynd- listarmanni. Það eru trúlega marg- ar skýringar á því hvers vegna þjóðin hefur verið svona dugleg við að hengja myndir á veggi híbýla sinna. Ein er sú að um hreina fjárfestingu sé að ræða, önnur af fagurfræðilegum toga og sú þriðja vegna þess að einhver náinn ættingi hefur ákveðið að lielga sig myndlistinni. Svo er líka „snobb- að“ fyrir myndlistinni eins og svo mörgu öðru. Allar þessar skýringar helgast svo hugsanlega af smæð samfélagsins. I sumum tilfcllum eiga allar þessar skýringar við, eða skarast af einhverju tagi. En það er yfirleitt samhljóma álit manna að Islendingar kunni vel að meta myndlist og útlendingar sem hingað koma furða sig oft á því að til séu „orginalar“ eftir þekkta myndlist- armenn á heimilum alþýðufólks. Hafa safnað myndlist í 34 ár Svana Anita Högnadóttir og Ingi Páll Karlsson hafa keypt og safnað myndlist í 34 ár. Þau hafa allan sinn búskap búið í Eyjum, en það hefur ekki aftrað þeim frá því að sækja myndlistarsýningar, jafnt á fastaland- inu og í Vestmannaeyjum. Þau hafa einnig verið dugleg við að sækja málverkauppboð og er stærstur hluti safns þeirra keyptur á uppboðum undanfarin tíu ár. Þegar inn til þeirra er komið hanga myndir á öllum veggjum svo vart sést í auðan blett. Svana féllst á að segja frá safninu og tilurð þess. „Ég held að þessi áhugi kvikni strax þegarmaðurerkrakki. Égeralinupp við tónlist og myndlist á venjulegu alþýðuheimili. Afi minn málaði og móðir mín hlustaði mikið á óperur. Maður fékk einhverja listræna vitund beint í æð og hafði gaman af því að leika sér með liti, þegar maður var barn og unglingur, en ég fór aldrei í skóla til að læra myndlist. Égheldað menntun skipti töluverðu máli ef maður ætlar að leggja fyrir sig myndlist, en trúlega gæti ég málað, ef ég legði mig eftir því. Þá færi fólk að banka upp á hjá mér,“ segir Svana og bætir við fúll aðdáunar: „Hefurðu séð „poitraitin" eftir Ágúst Pedersen?“ “Þau eru æðisleg," segir hún og dularfullt bros færist yfir andlitið. Svana segir að listaverkakaupin hafi hins vegar ekki bara verið hennar hugmynd og frumkvæði. Hún segir að Ingi Páll hafi líka haft þennan áhuga, þótt hún hafi kannski aukið áhugann og þau ákveðið að láta einhverja peninga renna til listaverka- kaupa. „Fyrsta myndin sem við keyptum er eftir óþekktan málara. Við keyptum hana í Bókinni á Skólavörðustígnum. Þetta er lítil vatnslitamynd af Heimakletti séðum úr flugsýn til fastalandsins. En það sem gerir hana skemmtilega er hvernig málarinn hefur þjappað stórum hluta Suðulands saman og fært úr stað hin ýmsu kennileiti. Til dæmis er Hekla komin langleiðina niður í tjöru og gýs þar eldi og eimyrju. Þessi mynd er kannski ekkert listrænt afrek, en snertir samt einhverjar taugar í manni. Myndin er að sjálfsögðu máluð löngu fyrir gos, en vegna þess hve mótífinu er þjappað saman, gæti eldspúandi fjallið verið Eldfellið. Það er eins og myndin beri í sér einhverja forspá. Myndin er keypt 1964 og síðan hefur verið að bætast við þetta í þrjátíu og tjögur ár.“ Alfreð Flóki í uppáhaldi Svana og Ingi Páll eiga nokkrar myndir eftir Alfreð Flóka. Svana segir að þau hafi strax heillast af þeim heimi sem Flóki teiknaði. Hann er svo ólíkur öllu því sem íslenskur mynd- listarmaður hefur gert „Við keyptum myndir eftir Flóka bæði á sýningum og á uppboðum. Við hittum hann einu sinni. Þá var hann með sýningu í Eyjum. Það var stuttu áður en hann dó. Þetta var sýning sem Úlfar Þormóðsson hjá Gallerí Borg sá um að setja upp. Við keyptum eina mynd eftir Flóka á þeirri sýningu og þá spurði Úlfar okkur að því af hverju við kæmurn ekki á uppboð. Við fómni þá að melta þetta með okkur. Stuttu síðar sáum við viðtal við Þorvald í Síld og Fisk í sjónvarpinu. Þar var hann einmitt að segja hversu gaman væri að fara á uppboð. í framhaldi af því drifum við okkur og komumst að því að það var mjög gaman. Þetta er svolítið happadrætti. Stundum er maður mjög heppinn og það fylgir því mikil ánægja að fá að lokum mynd sem maður hefur verið að bjóða í, en stundum verður maður svo sjálfur fyrir vonbrigðum “ Persónuleg fagurfræði Svana segir að þau hafi ekkert hugsað sérstaklega um að kaupa dýrar myndir, eða keppa við aðra um myndir sem ganga á milljónum. Þau hafi aðallega boðið í myndir sem þeim hefur fundist fallegar og hafa fundið sér stað í þeirra eigin persónulegu fagurfræði. „Dýrasta mynd sem við höfum keypt er eftir Erró og kostaði fimmhundruð þúsund á þeim tíma. Við höfum alltaf verið hrifin af honum. Við höfum ekki keypt myndir með það í huga að um hreina fjárfestingu sé að ræða, en það skemmir ekki. Það er fyrst og fremst ánægjan af því að hafa það í kringum sig sem veitir ánægju og gleði. Eins og sést líka þá eru þetta margar myndir eftir marga listamenn. Við sérhæfum okkur ekkert í ákveðnum listamanni. Mér finnst það eins og að setjaöll eggin í sömu körfuna. Svoer fjölbreytnin miklu skemmtilegri. Það væri ekki gaman held ég að koma inn á heimili þar sem væru til dæmis bara myndir eftir Tryggva Ólafsson. En ef eitthvað slíkt kæmi til greina, þá held ég að við myndum bara kaupa myndir eftir Erró, Svavar Guönason, eða Kjarval. Kaupir fólk sér nokkuð fjallajeppa og sumarbústaði til þess að fjárfesta? Er ekki verið að veita sér einhverja ánægju með slíkum kaupum? Þetta er eins og hvert annað tómstundagaman hjá okkur. Fjórar myndir eftir Júlíönu Svana og Ingi Páll eiga fjögur olíumálverk eftir Júlíönu Sveins- dóttur. Júlíana var frá Vestmanna- eyjum og eru myndir hennar þeim mjög kærar. Mynd sem heitir „Við gluggann" gaf Ingi Páll Svönu í afmælisgjöf. Þetta er mynd sem býr yfir mikilli og breytilegri birtu og er uppáhalds mynd Svönu. En það eru kannski ekki margir sem sjá það. Maður verður að venjast henni til þess að upplifa það. Stundum er hún nærri því bleik og stundum hér um bil svört alveg eftir því hvemig birtuskilyrði eru. Þau segjast ekki hafa þekkt neina myndlistarmenn persónulega, hins vegar hafi þau hitt marga og rætt við þá. Myndlistarmenn hafi heldur aldrei verið heimagangar hjá þeim. eins og tíðkast oft hjá þeirn sem safnað hafa myndlistarverkum. Svana vill meina að fólk mætti gera meira af því að kaupa myndlist og þá á sýningum. „Oft er fólk bara með eina mynd á vegg hjá sér og segir að það sé alveg nóg. Veggurinn sé þá fullur. Það má alveg setja meira en eina mynd á vegg,“ segir Svana. Eru einhverjir listamenn sem þið eigið ekki myndir eftir en langar til þess að eignast? „Já það væri þá helst eftir Louisu Matthíasdóttur og myndir eftir Karó- línu Lárusdóttur, þótt við eigum reyndar eina mjög gamla mynd eftir hana, en það er mjög erfitt að fá myndir eftir þessar iistakonur. Það er slegist um þær bæði á sýningum og uppboðum. Óttast ekki falsanir Þið hafið ekkert óttast þá umræðu sem var í blöðunum í haust um að mjög mikið væri um falsanir á íslenskri myndlist? „Nei við höfum aldrei haft áhyggjur af því,“ segir Svana. ,Jig held að þetta mál sem var í blöðunum sé sprottið af einhverjum öðrum hvötum, en að um velferð myndlistarinnar sé að ræða. Það eru einhverjar aðrar hvatir þama að baki. Það hafa alltaf komið upp B - - jK'y,] Bi Æt.'.-il v l.v.’úvMí Svana á heimili sínu ásamt Helgu dóttur sinni og Hauki barnabarni sínu. Eins og sjá má eru allir veggir þakktir málverkum og þar er að finna margar perlur í íslenskri myndlist.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.