Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Side 19

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Side 19
Fimmtudagur 16. októberl997 Fréttir 19 Spáð í leikmannamál á liði ÍBV: Búist við litlum breytingum -en vitað er að Tryggvi, Bjarnólfur og Guðni Rúnar vilja út. Bjarni þjálfar átram Nú er mikið spáð og spekúlerað hvernig leikmannahópur IBV muni Iíta út næsta sumar. Hér verður velt vöngum yfir því án þess að traustar heimildir séu fyrir hendi. Ljóst þykir að IBV missir a.m.k. tvo leikmenn en gæti jafnvel haldið öllum hinum ef allt gengur upp. Bjarni Jóhannsson verður áfram þjálfari hjá IBV en verið er að reyna að semja við hann til lengri tíma en eins árs. Vöm ÍBV mun að öllum líkindum verða óbreytt næsta sumar. Zoran Miljkovic hefur samið á ný við ÍBV. Hlynur og Hjalti verða áfram en Gunnar og Ivar eru með lausa samninga en fastlega búist við því að þeir verði áfram. Tilboð frá útlendum klúbbum væri það eina sem gæti sett strik í reikninginn eða fjölskyldu- aðstæður hjá Ivari. Guðni Rúnar Helgason ætlar sér að verða atvinnumaður og hann fer eitthvað út. ef ekki til Þýskalands þá a.m.k. til Noregs. Sigurvin Ólafsson bíður eftir tilboðum en hann fer sér hægt í sakimar og verður líklega áfram. svo framarlega sem stórklúbbar í Evrópu lokka bann ekki til sín. Kristinn Hafliðason er með lausan samning og hann er að hugsa málið og vegur salt. Fram vill fá Kristin en hann ku verulega heitur að vera áfram með ÍBV. Ingi Sigurðsson ætlar að vera með a.m.k. eitt sumar í viðbót en það gæti jafnframt orðið hans síðasta. Rútur Snorrason er að jafna sig af meiðslum og verður að klára eitt sumar með Hlynur og Sverrir í leik Stuttgart og ÍBV: Góður árangur ÍBV í sumar hefur vakið athygli bæði erlendra og innlendra liða á leikmönnum þess. sóma til að komast í atvinnumennsku og því verður hann Ifklega áfram. Bjamólfur Lárusson er með útþrá og vill helst komast til Bretlandseyja enda starfar kærasta hans (Ragnheiður Guðnadóttir) í London við tískusýningastörf. Vandséð er hvemig Bjamólfur á að komast að úti því auðvitað verður hann að sanna sig fyrst hjá ÍBV áður en hann getur farið út. Skynseminnar vegna hlýtur Bjamólfur því að verða áfram hjá IBV. Sverrir Sverrisson verður áfram Mikill hugur í hundboltafólki ÍBV tekur á móti FH í NISSAN- deildinni á föstudaginn og fer leikurinn fram í Vestmannaeyjum. Leikurinn hefst klukkan 20:00, en fimmtán mínútum áður en fiautað verður til leiks fer fram formleg undirskrift á nýjum styrktar- samningi Skeljungs hf. og Hand- knattleiksdeildar IBV. Samningurinn nær til kvenna- og karladeilda, auk allra flokka og mun gilda til ársins 2000. Um leið og samningurinn verður undirritaður munu merki tengd samningnum verða athjúpuð ííþróttahöllinni. Handknattleiksdeildin hefur fengið litháenskan leikmann til liðs við sig, Robertas Pauzolis. Hann var áður í Ganitas Kaunas, sem spilaði nú síðast gegn KA í Evrópukeppni meistaraliða. Forráðamenn ÍBV binda miklar vonir við þennan nýja leikmann. Jóhann Pétursson ritari handknatt- leiksdeildarinnar segist hafa séð hann á æfingu á mánudaginn og ber honum vel söguna. „Miðað við tilþrif mannsins á æfingunni er ljóst að þama er mjög öflug skytta á ferðinni," segir Jóhann. „Hann er örugglega í hópi þriggja bestu skyttna í NISSAN-deiIdinni. Hann talar reyndar ekki nema lithá- ensku, en skilur tungumál hand- knattleiksins þess mun betur.“ Jóhann segir að dúndurstemmning verði á leiknum á föstudaginn og skorar hann á fastagesti og stuðn- ingsmenn ÍBV að mæta tímanlega til að ná góðum sætum. „Nýir búningar liðsins verða einnig vígðir á leiknum og þeir eru auðvitað hvítir með merki Skeljungs hf,“ segir Jóhann að lokum hjá IBV enda á hann eitt ár eftir af samningi sínum við ÍBV. Tryggvi Guðmundsson, markakóng- urinn, fer örugglega eitthvað annað og verður eftirsjá í honum. Vonandi fer hann í eitthvað stærra lið en í Noregi enda gæti Tryggvi spajað sig hvar sem er. Aðeins er tímaspursmál hvenær hann fer í atvinnumennsku. Stein- grímur Jóhannesson verður væntan- lega á heimaslóðum, hann er Ifka ómissandi. Leifur Geir Hafsteinsson er að velta því tyrir sér að leggja skóna á hilluna en undir niðri er hann spenntur að klára eitt sumar í viðbót með IBV. Vonandi gerir hann það. Mynd: Sigfús Gunnar. Hinn efnilegi Bjöm Jakobsson fer að öllum líkindum á heimaslóðir, í KR. Aðrir leikmenn eins og t.d. varamarkvörðurinn Gísli Sveinsson og efnilegir 2. flokks piltar verða eflaust áfram f herbúðum ÍBV. Þá verða Magnús Sigurðsson og Sumarliði Amason eflaust áfram með ÍBV en þeir voru lánaðir í önnur lið í sumar en eru nú komnir aftur í ÍBV. ÍBV er nú að reyna að fá liðsauka. Heyrst hafa nöfn Þorvalds Makan hjá Leiftri, Einars Þórs Daníelssonar og Andra Sigþórssonar hjá KR, ívars Ingimarssonar hjá Val o.fl. Þessi nöfn eru hins vegar birt án ábyrgðar. 1. deild kvenna í handbolta: Tap og sigur Hvað et að gerast, stelpur? ÍBV stelpur léku tvo leiki í síðustu viku, töpuðu þeim fyrri en unnu þann seinni. ÍBV steinlá fyrir FH á útivelli 26-18 eftir að staðan í hálfleik var 10-8. Þrátt fyrir frábæra markvörslu Eglé í marki ÍBV, sem varði 19 skot, áttu Eyja- stelpur ekkert roð í FH. Urslit leiksins komu verulega á óvart en vamarleik Nissandeildin: IBV-Valur 24 - 23 GoH hjá slrákunum Staðan í 1. deild kvenna er nú þessi: Nr. Félag Leik U J T Mörk Nett Stig 1. Haukar 6 5 1 0 152:124 28 11 2. Grótta KR 5 3 2 0 95:89 6 8 3.FH 6 3 1 2 129:120 9 7 4. Stjaman 6 2 2 2 122:114 8 6 5. Víkingur 6 2 1 3 130:139 -9 5 6. ÍBV 5 2 3 109:119 -10 4 7. Valur 6 1 1 4 105:111 -6 3 8. Fram 6 0 2 4 117:143 -26 2 stelpnanna var vemlega ábótavant. A laugardaginn komu Valsstelpur í heimsókn og þá vann ÍBV aðeins með eins marks mun. Leikurinn var mjög slakur og mikið um mistök á báða bóga. ÍBV hafði yftrhöndina nánast allan tímann en staðan í hálfleik var 10-7. Val tókst að jafna 12-12 og 14- 14 en Eyjastúlkur skoruðu sigur- markið undir lokin. Engin bar af hjá ÍBV og þrátt fyrir sigur er spuming hvað sé eiginlega að gerast í herbúðum ÍBV! Stelpur, upp með sokkana. Mörk ÍBV: Sandra Anulyte 5, Andrea 4, Ingibjörg 4, Elísa 1, Unnur 1. Varin skot: Eglé Plétiené 8/2. Karlalið IBV vann Val í síðustu viku, 24-23, og skoraði Hjörtur Hinriksson sigurmark IBV á síðustu sekúndum leiksins. Var þetta í eina skipti sem IBV hafði forystu í leiknum en Valsarar höfðu 5 marka forystu í hálfleik, 17-12. Valur skoraði því aðeins 6 mörk í seinni hálfleik! „Seinni hálfleikurinn var frábær en þá keyrðum við hraðann upp. Það sýnir styrk að vinna leikinn með þessu,” sagði Guðfjnnur Krist- mannsson, leikmaður ÍBV. Mörk ÍBV: Hjörtur 6/2, Guðfinnur 6, Svavar 6, Belaný 4/2, Haraldur 1 (vippa) og Sigurður B. 1 Varin skot: Sigmar Þröstur 13. í gærkvöldi átti ÍBV að spila við botnlið Breiðabliks í Kópavogi en úrslit leiksins lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Lilháinn er mætturi Karlalið ÍBV í handbolta hefur fengið góðan liðsstyrk. Litháinn Kaunas Robertas kom til Eyja á mánudaginn eftir að hafa leikið með liði sínu Ganitas Kaunas í Evrópukeppni meistaraliða gegn KA á sunnudaginn. Sá litháenski er 190 srn á hæð og mikil skytta. Hann á t.d. að baki yfir 100 landsleiki fyrir Litháen og hefur skorað um 800 mörk, takk fyrir. Hann er mikill liðsstyrkur en IBV hefur einmitt tilfinnanlega vantað skyttu. Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV, fylgdist með leiknunt á sunnu- daginn og tók Litháann síðan með sér til Eyja. Þorbergi líst mjög á kappann. Hann var besti maður Ganitas Kaun- as en fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks og var það upphaftð að endalokum Litháanna sem steinlágu fyrir KA. Hann er því ekki skaplaus. Þess má geta að svo gæti farið að von væri á enn frekari liðsstyrk til ÍBV en það mun skýrast fyrir mán- aðamótin. Kani til IV ÍV hefur spilað í 2. deild körfu- boltans undanfarin misseri. Nú virðist sent lyfta eigi þar grettistaki því von er á bandarískum körtu- boltamanni til að styrkja liðið í vetur. Sá ku reyndar ekki vera tnjög hávaxinn en engu að síður öflúgur leikmaður sem jafnframt mun þjálfa liðið. IV hefur sett stefnuna á I. deild. Toppslagur á morgun í Nissandeild- inni þegar ÍBV og FH mætast Það verður sannkallaður toppslagur í handboltanum á morgun. ÍBV mætir FH í Nissandeildinni á morgun, föstudag, kl. 20. FH-ingar eru í efsta sæti deildinnar, með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en ÍBV er með 4 stig, hefur unnið tvo og tapað tveimur. FH-ingar undir stjórn Kristjáns Arasonar hafa komið skemmtilega á óvart í haust. En það hafa Eyjamenn lfka gert og verður fróðlegt að sjá hvernig nýju litháensku skyttan hjá ÍBV tekst upp í sínum fyrsta heimaleik. Spá Frétta: ÍBV-FH 26-24 Næstu leikir í 2. flokki ka. í vetur verður ekki leikið í turneringum heldur leikj- unum dreift yfir veturinn. Á laugardaginn kl. 14 fær ÍBV lið Hauka í heimsókn. IBV lék sína fyrstu leiki um síðustu helgi gegn Val og Gróttu. Sverrir og Tryggvi fengu 200 þúsund hvor íslenskar getraunir hafa haft þann sið að verðlauna sérstaklega þá knattspymumenn í Úrvalsdeildinni sem skora þrennu í leik eða meira. Tveir leikmanna ÍBV fengu góðan glaðning fyrir frammistöðu sína í sumar. Sverrir Sverrisson fékk 200 þúsund kr. fyrir að skora fjögur mörk í leik og Tryggvi Guðmunds- son sömu upphæð fyrir að skora tvívegis þrennu. Góð uppbót það á gott knattspymusumar. Síðasta golfmótið Á laugardag verður sfðasta golfmót sumarsins hjá GV. Það er Stöðvamótið, fjórða og síðasta mótið í Haustsprengjunni og hefst það kl. II. Leiknar verða 18 holur. Um kvöldið kl. 20 verður svo matur og verðlaunaafliending í golf- skálanum en þar verða afhent verðlaun fyrir öll fjögur mótin auk heildarverðlauna. Áthygli er vakin á því að skráningu í mótið verður að vera lokið kl. 20 á föstudagskvöld. Síðan tekur við frí í golfinu fram að áramótum en gamlárskvölds- mótið verur að vanda á sínum stað.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.