Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Síða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Síða 20
FRÉTTIR Frétta- og auglysingasíminn 481-3310 • Fax 481-1293 Hagnaðurínn 99 miUjónir Heildartekjur Vinnslustöðvarinn- ar hf. og dótturfyrirtækja nániu 4.450 milljónum króna á nýliðnu rekstrarári. A fyrra rekstrarári voru tekjur Vinnslustöðvarinnar einnar 3.649 miiljónir króna og er aukning milli ára 22%. Rekstr- artekjur að frádregnum afla til eigin vinnslu námu alls 3.602 millj- ónum samanborið við 3.152 millj- ónir á fyrra ári og jukust um 14,2% á milli ára. Þetta ketnur fram í frétt frá Vinnslustöðinni í gær. Samkvæmt henni námu rekstrargjöld 3.180 milljónum króna og jukust um 19,3% á árinu. Hagnaður fyrir afskriftir nam 422 milljónum samanborið við 488 milljónir á fyrra ári. Hagnaður fyrir afskriftir nam nú 11,7% af rekstrar- tekjum en var 15,5% árið á undan. Sjö tilboð ÍFES I gær voru opnuð tilboð í viðbygg- ingu við FES. Alls bárust sjö tilboð. Steini og Olli hf voru með fjögur tilboð sem eru unnin í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. Tilboðin voru ólík og buðu upp á ýmsar og ólíkar lausnir í efni og hönnun. Fyrirtækið 2-Þ ehf átti tvö tilboð sem einnig eru með ólíkum lausnum og til- lögum jafnt í efni sem útfærslu. Þessi sex tilboð voru frá 88 millj- ónum upp í 146 milljónir Eitt tilboð kom frá Vömum ehf. í Garðabæ og hljóðaði upp á rúmlega 70 milljónir. Tilboðsgjafar hafa tjórar vikur til að standa við tilboðin. Páll Zóphónías- son byggingatæknifræðingur segist ánægður með fjölda tilboða og að þau séu innan raunhæfra marka við fyrstu sýn. Afskriftir námu 465 milljónum samanborið við 288 milljónir árið á undan. Er það rakið til sameining- arinnar við Meitilinn, og fjárfestingar í skipum og vinnsluhúsum félagsins. Tap af reglulegri starfsemi hækkarúr 83 milljónum í 283 milljónir milli ára. Hagnaður af sölu eigna var 368 milljónir og hlutdeild minnihluta í afkomu dótturfélaga nam 14 milljónum. Hagnaður ársins nam því tæpum 94 milljónum króna en hann var 598 milljónir árið áður. „Helstu ástæður fyrir því að niðurstaðan er ekki hagstæðari eru einkum þær að afkoman í bolfiskveið- um og vinnslu varð afar slæm á árinu. Sameining við Meitilinn var kostn- aðarsamari en gert var ráð fyrir og afkoma í loðnufrystingu versnaði vegna lægra afurðaverðs, sagði Sig- hvatur Bjamason framkvæmdastjóri. Niðurstaða efnahagsreiknings sam- stæðunnar nemur nú 7.498 milljónum en samsvarandi niðurstaða móður- félagsins á fyrra ári nam 4.704 milljónum króna. Heildarskuldir eru 4.960 milljónir en nettóskuldir sam- stæðunnar eru 3.886 milljónir. Nettóskuldir móðurfélagsins nema nú 3.229 milljónum króna. ,Á móti kemur að bókfært verðmæti heildareigna félagsins nernur nú 7.498 milljónum króna en var 4.704 milljónir í lok fyrra rekstrarárs. Bókfært verðmæti hefur því aukist um 2.794 milljónir króna.“ Útlit á loðnumörkuðum er gott og hefur stjóm félagsins ákveðið að auka frystigetu í loðnu og síld í Vestmanna- eyjum um 150 tonn á sólarhring. Fjáifest verður í sjálfvirkum búnaði til frystingar fyrir 168 milljónir króna. „Heildarafköst í frystingu hjá Vinnslustöðinni verða þá 530 tonn á sólarhring," sagði Sighvatur að lokum. FLUTNINGAR- VESTMANNAHYJUM Daghgarhriirhmtálmdimtr. Vöruafgreiðsla Mdldlogavogl 4 Síml 4S1 3440 Vöruafgreiðsla í Reykjavík IVO Héðlnagota 1 - 3 Sími 531 3030 Rútufsrðlr-Bustours Öll móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa FAX 4811927 0> 481 1909 - 896 6810 Sendibílaakstur innanbæjar. Vilhjálmur Bergsteinsson S£M9ÍPE»ðA8ÍLL 0481-2943, 897-1178 ROKKMESSA Ásunnudagskvöldið var rokkmessa íLandakirkju og var hvertsæti skipað. Hljómsveitin Dee Seven sá um tónlistina með söngvarana Jórunni Lilju Jónasdóttur og ÓlafGuðmundsson í fararbroddi. Ingi ráðinn byggingafvlHrúi Á fundi bæjarráðs á þriðjudag lágu fyrir þrjár umsóknir um starf byggingafulltrúa bæjarins þar af ein frá heimamanni. Þær voru frá Trausta S. Harðarsyni, Hafnarfirði, Þórólfi Oskarssyni, Reykjavík og Inga Sigurðssyni, Hólagötu 10 Vestmannaeyjum. Samþykkt var í bæjarráði að ráða heimamanninn Inga Sigurðsson í starfið. „Hvað ertu að segja, er búið að ráða mig?" sagði Ingi þegar Fréttir slógu á þráðinn til hans á þriðjudag og spurðu hvemig honum litist á nýja starfið. ,Þ>ú ert fyrsti maðurinn til að segja mér það. Jú, auðvitað er ég mjög ánægður með það. Ég sótti um starfið með það f huga og vonaðist auðvitað til þess að verða fyrir valinu." Ingi útskrifaðist um áramótin 1994- 1995 sem byggingatæknifræðingur af framkvæmdasviði. Hann starfaði sem slíkur í tvo mánuði hjá Teiknistofu Páls Zóphóníassonar og starfaði einnig um sex ntánaða skeið hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. En síðustu tvö ár hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri hjá ÍB V auk þess sem hann hefur verið einn af burðarásunum í knattspymuliði ÍBV. „Það má segja að þessi menntun mín hafi ekki nýst mér sérstaklega í starfinuhjáÍBV. Þó að vissu marki, ég hafði yfirumsjón með völlunum og það var sitthvað úr náminu sem þar kom að gagni," sagði Ingi. En er hann ekkert kvíðinn fyrir að taka að sér þetta starf, nokkuð liðið síðan hann lauk námi, kannski búinn að gleyma einhveiju? „Nei, það er ég ekki og það sem ég lærði er alls ekki gleymt. Ég hlakka virkilega til að taka við þessu starfi," sagði nýráðinn byggingafulltrúi Vestmannaeyjabæjar, Ingi Sigurðs- son. Ingi er í sambúð með Fjólu Jónsdóttur og eiga þau einn dreng. Verðáður Verðnú Videóspólur 240 min 4 stk. í rekka Videóspólur 240 min 2 stk. saman Videóspólur 240 min Segulbandsspólur 4 stk. í rekka Diskaþurrkur Borðklútar Nóa rúsínur 200 gr. WSTMflNNflEVlUM

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.