Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 15.01.1998, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 15.01.1998, Síða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 15. janúar 1998 Fleiri blysaslys Lögreglu barst tilkynnng frá manni sem brenndi sig illa á gamlárskvöld þegar blys sem hann hafði kveikt á, sprakk í höndum hans. Eins og kunnugt er bar töluvert á því um áramótin að blys loguðu ekki samkvæmt þeim leiðbeiningum sem alla jafna er búist við. Eru því margir sári eftir. Ekki er Ijóst hvað hefur orsakað þessa ónáttúru blysanna en málið mun vera í rannsókn hjá lögreglu og inntlytjendum. Skemmdirábifreið Kæra kom inn á borð lögreglu vegna skemmda á bifreið. At- burðurinn átti sér stað á bifreiða- planinu við Foldahraun 41 að kvöldi 05.01. síðastliðinn. Sá er tjóninu olli sá ekki ástæðu til að tilkynna það. Ef einhver getur gefið upplýsingar um málið er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögreglu. Best væri þó að sá hinn seki kenndi einhverrar iðrunar og gæfi sig fram af fúsum og frjálsum vilja. Maðursleginnniður Maður kærði líkamsárás síðast liðinn laugardag en hann hafði verið sleginn niður á Heiðarvegi eftir að skemmtun lauk. Maðurinn fékk skurð á vinstri augabrún og fyrir neðan vinstra auga. Póstkassa stolíð Lögreglu var tilkynnt eftir helgina að póstkassa hefði verið stolið frá Kirkjuvegi 88. Ekki er vitað hvað þjófnunt gekk til. Kannski hefur þetta eitthvað með einkavæðingu Pósts og síma að gera. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Tjónafvöldumreyks Á föstudaginn var tilkynnt urn reyk í húsi við Höfðaveg. Slökkviliðið var kallað út en þegar á vettvang var komið var ekki laus eldur í húsinu, heldur kom reykurinn frá potti sent gleyntst hafði á eldavél. Töluvert tjón varð sökum reyks. Áfengisburðurvið höfnina Tilkynnt var um að verið væri að smygla áfengi frá erlendu skipi sem lá við bryggju í bænum. Lögreglan brá við skjótt og kom í ljós við rannsókn málsins að seldir höfðu verið fimm kassar af bjór úr skipinu. Ekki er vitað hver hinn þorstláti kaupandi er. Maðurféllaf vinnupalli Vinnuslys var tilkynnt til lögreglu á fimmtudaginn fyrir viku. Maður féll niður af vinnupalli í Vinnslustöðinni. Ekki var um alvarlegt slys að ræða, mun maðurinn þó hafa olnbogabrotnað. Tölvun tekur þátt í fjölþjóðlegu samstarfi: Markaðssvæði okkar er að verða allur heimurinn -ekki bara Eyjar og Íslanci[ segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins ITSCAND stendur fyrir samstarf sem Skotar og Skandinavíu- þjóðirnar auk Islands standa fyrir tii þess að nýta sér upplýsinga- tæknina í hinum dreifðari byggðum á norðurslóðum. Þetta samstarfs- verkefni á sér rætur til samráðs- fundar þessara landa sem haldinn var í Ackergill á Skotlandi árið 1994. Verkefninu var skipt í tvo hluta. Annar hluti áætlunarinnar var svo ræddur í Bergen í mars á síðasta ári. Tölvun hf. er nú með tvö verkefni í undirbúningi sem eru afrakstur fund- arins í Skotlandi. Vonir standa til að styrkir fáist til þessara verkefna frá Evrópubandalaginu. Annað verkefn- ið er kallað Virtual Worker sem rniðar að því að safna saman smáunt fyrirtækjum til að vinna saman sem ein heild. Það er skortur á þjálfuðum mönnum á sviði margmiðlunar, um allan heim og með verkefninu er vilji fyrir því að bæta úr því á næstu árum. í jaðarbyggðunt norðlægra slóða Evrópu eru margir hæfileikamenn á sviði tölvutækni sem hafa áhuga og vilja til þess að nýta þekkingu sína og getu á sviði margmiðlunar og upplýsingatækni Þetta verkefni er hluti af því að veita mönnum þjálfun á því sviði. Hingað til hafa slíkir aðilar starfað sjálfstætt eða hjá litlum fyirtækjum og tekjur þeirra því verið ntjög staðbundnar. Markmiðið með þessu verkefni er því að koma á og þróa nauðsynlegt umhverfi þar sem þessir einstaklingar og smáfyrirtæki gætu unnið skipulega að hugbún- aðarþróun og upplýsingatækni. Það er einnig gert ráð fyrir því að ntikið af þessari vinnu verði gerð fyrir alþjóðlegan markað sem ekki hefur mikil ítök í dreifðari byggðum. Gert er ráð fyrir að þetta verkefni muni taka um tvö og hálft ár. Hitt verkefnið snýst um þjóðmenn- ingu ríkja á norðurslóðum og þjóðararf. Markntiðið að kynna það sem þessi lönd eiga sameiginlega og koma því á Intemetið. Ætlunin er að koma að fræðslu um sögu, ættfræði og fornleifafræði. Þau lönd sem eiga aðild að þessu verkefni eru Skotland, Island, Noregur og hugsanlega Sví- þjóð. Þessi lönd eiga sameiginlegan arf frá víkingum, sem endurspeglast í þjóðmenningu þessara landa. Þetta eru svo ekki síður siglingaþjóðir þar sem haftð og það sem það hefur upp á að bjóða verða útgangspunktar. Sá hluti sem unninn verður hjáTölvun í Vestmannaeyjum snýr að víkingum og arfleifð þeirra. Ættfræðiþátturinn á að gera fólki kleift að nálgast heimildir, nöfn og myndir um einstaklinga. Út frá þeirn heimildum á fólki að vera kleift að búa sér til skematískt ættartré þar sem hægt verður að rekja ættir einstakra persóna. Fornleifaþættinum er skipt í þrjá hluta. í fyrsta lagi er unt skráning- arkerfi að ræða um einstaka muni, í öðru lagi sérhæfður gagnabanki og í þriðja lagi sérstök þjónusta sem söfn og sýningaraðilar geta sótt kynningar- efni í. I þættinum sem snýr að sögulegri arfleifð snýst málið unt að útbúa nákvæma eftirmynd af einhverjum stað sent á sér mikla sögu þar sem notandinn getur fengið tvívíða mynd af staðnum og nálgast upplýsingar um hann og atburði sem tengjast honum. Einnig á að verða hægt að „klikka" á ákveðna hluti með músinni sem gefur þá þrívíða mynd af hlutnum, þar sem upplýsingar um hann koma fram og hægt að sjá hveming hann var notaður. Davíð Guðmundsson hjá Tölvun segir að fyrirtækið komi til með að verða sá aðili sem sér um samskiptin milli þessara fyrirtækja. „Af því að Tölvun er Inetmetþjónustu fyrirtæki þá stöndum við nokkuð vel að vígi miðað við önnur fyrirtæki sem koma að þessu samstarfi. Við höfum því mjög góða möguleika á þvf að bjóða upp á umhverfið og skapa það líka.“ I dag er svo formleg opnun á vefsíðu sem Tölvun hefur haft veg og vanda af sem heitir IT for food. „Þetta er einskonar tilkynningatafla þar sem menn geta sett inn efni og við sjáum ntikla möguleika í þessari síðu þar sem við erunt nú matvælafram- leiðsluþjóð. Einnig er vert að ítreka markaðsvæði okkar er að verða allur heimurinn, ekki bara Eyjar og Island." Davíð segir að hann haft til að mynda kynnst Finna á fundinum í Skotlandi, þar sem ákveðið var að fara í samvinnu við hann til þess að koma á on-line bókunarkerfi í ferðaþjónustu. „Þetta umhverft var hannað hér og býður upp á þann möguleika að ein- staklingar panti í gegnum Intemetið til dæntis gistingu eða annað það sem ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða.“ „Öll þessi vinna er þó háð fjármagni," segir Davíð. „Þó að margir styrktaraðilar komi að málum eru styrkir eins og þeir sem Evrópubattdalagið býður upp á ómetanlegir fyrir þróun og eflingu hugbúnaðargerðar. NÝIR STARFSMENN Á FRÉTTUM Tveir nýir starfsmenn hafa hafa bæst viö á ritstjórn Frétta. Benedikt Gestsson, bókmenntafræðingur sem einnig hefur lokiö námi í hagnýtri fjöimiðlun frá Háskóla íslands, er í fullu starfi og sinnir öllum almennum fréttum. Rútur Snorrason er í hluta- starfi og skrifar um íþróttir. Aluarlegt vinnuslys Alvarlegt vinnuslys varð hjá fyrir- tækinu Berg-Hugin um klukkan 18:00 á þriðjudagskvöldið. Slysið varð með þeim hætti að maður var að vinna með slípirokk þegar rokkurinn festist. Við það missti hann tök á slípirokknum sem lenti í andliti hans. Lögreglan segir að maðurinn hafi verið með öryggishlífar fyrir andliti og farið eftir þeim reglum sem ætlast er til þegar unnið er með slíkum tækjum. Maðurinn fór beint í aðgerð en ekki var lögreglu kunnugt um líðan hans áþessu stigi. OddurJúlmeð ábendingar í bréft til bæjarráðs nýlega leggur Oddur Júlíusson til að því verði beint til menningarmálanefndar að hafa forgöngu um að lög sern fólk á hugsanlega í fórum sínum, verði tekin upp og gefin út á plötum. í því santbandi bendir hann á farsælt samstarf Landakirkju og Stúdíó Klettshellis. Segist hann vita um fólk sem á lög sem ættu fullt erindi á plötu. Oddur beinir því einnig til menningarmálanefndar að hún. í samstarfi við aðila í prentþjónustu í bænum, ráði rithöfund í eitt ár til starfa og yrði verk hans gefið út í Eyjum. Jónímarkaðsmálin Jón Bemódusson. sem hafði veg og vanda að uppbyggingu hurða- verksmiðjunnar ÍMEX í Vest- mannaeyjum, er byrjaður að vinna hjá Siglingastofnun. Hann mun áfram sinna sölu- og markaðs- málum fyrir ÍMEX. Starfsemi verksmiðjunnar er nú komin í fullan gang og sala á hurðunt í Þýskalandi gengur vel. SteiniogOlliá Hraunbúðir Fyrir bæjarráði á þriðjudaginn lá fyrir verksamningur við Steina og Olla að upphæð 30 milljónir vegna ífamkvæmda við Hraunbúðir. Hluti verksins var unninn á síðasta ári. Bæjarráð samþykkti samninginn og að gert verði ráð fyrir nauðsyn- legri fjárveitingu til verksins á fjár- hagsáætlun þessa árs. Skráir áfram Einnig lá fyrir bæjarráði samningur milli vinnumálastofu og Vest- mannaeyjabæjar um að bærinn annist atvinnuleysisskráningu fyrst um sinn. Gefumgæsinnigrið Áhugamenn urn náttúruvernd vilja koma því að framfæri við skot- glaða Eyjamenn að þeir láti gæsina á Daltjöminni í friði. Þama er urn að ræða unga blesgæs. Blesgæsir verpa á Grænlandi og eru farfuglar hér á landi vor og haust. í FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. Iþróttir: Rútur Snorrason. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hasð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: hnp//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Amigo, Kránni, Búrinu,_ Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði, í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.