Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 15.01.1998, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 15.01.1998, Qupperneq 8
8 Fréttir Fimmtudagur 15.janúar 1998 Matthildur Sveinsdóttir spáir í áriö 1998: Þar sem völva sú er rýnt hefur í framtíðina fyrir Fréttir undanfarin ár hefur hætt öllum framtíðarspádómum og hyggst láta hverjum degi nægja sína þjáningu í öllum greinum fóru Fréttir á stjá í leit að nýrri völvu til þess að veita lesendum sínum innsýn í það sem framtíðin kann að fela í skauti sér. Að vel athuguðu máli féllst Matthildur Sveinsdóttir á að taka að sér þetta vandasama verkefni. Hún ætlar að leggja tarotspilin á borðið og sjá hvaða dulmögn koma til hennar úr framtíðinni. „Ég spái samt ekki til þess að hræða fólk og ef eitthvað ógnvekjandi kemur upp, þá mun ég ekki segja frá því. Mér hefur ekki þótt það vitlegt að vekja upp hræðslu hjá fólki, eins og mér hefur fundist margir vera farnir að gera að undanförnu. Matthildur leggur áherslu á það að maðurinn hafi frjálsan vilja og þó að spilin raðist á ýmsa vegu þá sé ekki hægt að fylgja því sem þau segja í blindni. Maðurinn sjálfur stendur að lokum frammi fyrir aðstæðum sem hann einn verður að taka á. Það er ekki tóbaksreykur í kringum Matthildi og ekki þambar hún kaffi. Hins vegar á hún einn dægilegan kött sem er af síamskyni og hinn snöfurlegasti og te drekkur hún úr stórum fanti. Sjálfur þigg ég vatn sem er svalandi að dreypa á í mjúkum stólnum sem hún vísar mér til sætis í. Að öllu leyti eru húsakynni Matthildar eins og gengur og gerist á íslensku heimili. Það sem vekur kannski athygli mína er hópur af uglum sem sitja íhugular á svipinn á borði í einu horni stofunnar. Þær hafa róandi áhrif. Matthildur er yfirveguð og gengur ákveðið til verks. Hún tekur tarotspilin úrfjólubláum silkiklút, breiðir hann á borðið og leggurstokkinn á dúkinn. Því næst stokkar hún spilin, tekur fram kristalpendúl og lætur hann hanga yfir stokknum. Ég spyr hana hvað þessi athöfn eigi að tákna? „Spilin mega ekki vera í beinni snertingu við neitt „óhreint", þess vegna hef ég þau í silki sem er náttúrulegt efni. Fjólublái liturinn er litur heilunar og sjöunda orkugeislans, sem miðlar jákvæðum straumum. Pendúlinn nota ég hins vegar til þess að spyrja spilin hvort þau séu tilbúin eða vilji að þau séu spurð.“ Gott og vel og hvað segir pendúllinn? „Hann segir já.“ Þá er Matthildi ckkert að vanbúnaði að leggja spilin. Ég byrja á því að biðja hana um að leggja spilin þannig að hægt sé að fá heildarspá fyrir Vestmannaeyjar á hinu nýja ári. Hún segir það ekkert mál og segist ætla að leggja svokallaða árslögn þar sem eitt spil standi fyrir hvern mánuð ársins. Hún segir að kannski hefði verið betra að hafa eitthvert þekkt andlit bæjarins á staðnum, því þá næðist betra samband. Þar sem það er ekki til staðar segir hún að við verðum bæði að einbeita okkur að Eyjunum í huganum. Það gerum við og hún biður mig að draga eitt spil til að fá ímynd miðju og heildarsýnar. Þessi spá hennar fyrir allt árið tengist mjög efnahag og atvinnumálum. Hvað sagði Völva Frétta um árið 1997? Mislagðar hendur og sambandið ekki alltaf gon Þegar haf't var samband við Völvu Frétta var hún frekar niðurdregin. Hún sagðist ekki hafa verið í góðu formi, þegar blaðamaður spjallaði við hana fyrir ári. „Ég var að fara með mig á kaffidrykkju og Camei- rcyk og skil það hreinlega ekki hvers vegna ég sá það ekki fyrir að ég myndi hætta ofneyslu þessara eiturlyfja. I framhaldi af því lagði cg alla forvitni á hilluna um framtíðina og hef snúið mér að því að gera upp mína persónulegu fortíð og reyni að lifa fyrir daginn í dag.“ Þrátt fyrir þetta ástand völvunnar skulum við líta á það sem rættist hjá henni í spádómum fyrir árið 1997. „Vestmannaeyingar verða duglegir að koma sér í sviðsljósið." Óhætt er að segja að jaetta hafi gengið eftir hjá henni og hægt að nefna mikla umræðu um fólksfækkun í Eyjum, versnandi afkomu Vinnslustöðvarinar o.s.fr. „Ég sé fullt af loðnu. Það sem veldur áhyggjum eru humarveiðarn- ar.“ Loðnan brást ekki þótt hún hafi að vísu verið smærri og verðminni auk þess senr verkfallsógnin hafi verið við dymar hjá starfsmönnum í loðnubræðslum. Hins vegar gekk það eftir að humarveiðin brást gjörsam- lega. „Ég sé fyrir mér sjónvarpsútsend- ingar og sjónvarpsþætti frá Eyjum senr eiga eftir að vekja heimsathygli og hafa jákvæð áhrif á ferðamanna- straum hingað.'1 Víst gekk þetta eftir þrátt fyrir Camelskjálfta Völvunnar og skemmst að minnast áhuga þýskra sjónvarps- stöðva í kringum velgengni ÍBV á síðasta ári að ógleymdu Jason verkefninu sem snerist um beinar sendingar frá Eyjum á lnternetinu. ..segir von á nýju fyrirtæki í bænum" Þar sá Völvan skýtl því ungur maður stofnaði fyrirtækið Eyjablikk og mjölpokaþvottastöðin Asar var stofnuð á árinu að ógleymdu hinu nýstofnaða fyriitæki Sigmund hf. „Tilskipun ES um nýja vinnu- tilhögun á eftir að valda hávaða." Þetta gekk eftir, því mikill titringur var meðal starfsmanna í loðnubræðsl- um vegna þessarar tilskipunar. „Miklar hræringar verða á vinstri væng stjórnmálanna þar sem kyn- slóðaskipti verða." Óhætt að segja að engin skamm- sýni hafi fylgt þessari spá. Eins og allir vita eru miklar sameiningar- pælingar í gangi hjá vinstragenginu um allt land. Vestmannaeyingar hafa ekki farið varhluta af þessu og nægir að nefna V-listann og bæði Ragnar Óskarsson Alþýðubandalagi og Guðmundur Þ.B. Alþýðuflokki hafa ákveðið að leggja hina pólitísku skó á hilluna. „Þingmennimir okkar munu báðir vera í sviðsljósinu ...sérstaklega annar þeirra og munu þeir reynast Eyjum vel.“ Þetta eru orð að sönnu, því Árni Johnsen lenti milli tannanna á fölki vegna húsbyggingar sinnar í Eyjum og ekki vakti minni athygli fnjmfiutningur Stórhöfðasvítunnar af segulbatidi á Stórhöfða nú í desember síðastliðinn sem Ámi er höfundur að. „Ekkert bikarævintýri verður í sumar eins og í fyrra en hins vegar mun framganga ÍBV í Evrópu- keppninni verða til þess að við missum stráka í atvinnumennsku í haust." Það er nokkuð ljóst að völvan er mjög íþróttalega sinnuð. Þetla gekk svo fast eftir að ekki var laust við að völvunni brygði nokkuð sjálfri. Völvan talar um að „íþróttahreyf- ingin í Eyjum standi á tímamótum.“ Hún spáir því að nýtt félag verði stofnað sem muni ganga vel félagslega, en ekki standa undir væntingum tjárhagslega. Þetta stemmir hjá Völvunni, því Þór og Týr voru sameinaðir í 1B V, en hún hefur kannski verið heldur of bráð á sér að spá fyrir um tjár- hagshliðina hjá hinu unga félagi. „Á menningar- og listasviðinu verður mikið um að vera og verður það eitt hið blómlegasta í mörg ár...þar vegur nýr Listaskóli þungt á metunum." Listaskóli var vígður á árinu og menningarstarfsemi var með miklum blóma bæði á myndlistar- og tónlist- arsviðinu. Skemmst að minnast mikills sigurs Kirkjukórs og Sam- kórsins bæði í Eyjutn og á fasta- landinu og hingaðkomu Braga Ás- geirssonar myndlistarmanns og gagn- rýnanda gagngert til að skoða sýningu Bjarna Ólafs Magnússonar í Akogeshúsinu. „...jalnvel mun útlendur listamaður setjast hér að um tíma." Bruce MacMillan rithöfundurinn sem kvongaðist sinni heitt elskuðu á Stórhöfða í sumar hafði mikinn áhuga á því að kaupa hér hús og dvelja hér hluta úr áii.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.