Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 15.01.1998, Side 13

Fréttir - Eyjafréttir - 15.01.1998, Side 13
Fimmtudagur 15. desember 1998 Fréttir n Georg Kr. Lárusson sýslumaður, einn aðalsmiður punktakerfis í umferðinni sem tók gildi um áramótin: Sjómannaverkfall yfirvofandi þrátt fyrir að yfirmenn hafi fellt tillögu um verkfallsboðun: inijum fækka slysum á uíguelli umferðarinnar Um nýliðin áramót varð breyting umferðarlögum og samhliða gefínútreglugerðum ökuferilsskrá og punktakerfi fyrír landið alll I ökuferilsskrá verður að finna upplýsingar um öll umferðarlagabrot ökumanna sem sektir eru við. Punktakerfið nær ekki til ölvunaraksturs sem leiðir sjálfkrafa til sviptingar ökuleyfis. Flest önnur brot gefa punkta og beir ökumenn sem ná tólf punktum á þremur ánim verða sjálfkrafa sviptir ökuleyfi í prjá mánuði og ökumönnum með bráðabirgðaskírteini nægja sjö punktar til að sjá á eftir ökuskírteinínu. Georg Kr. Lárusson, sýslumaður í Vestmannaeyjum, reið á vaðið með ökuferilsskrá fyrir Vestmannaeyjar árið 1993. Reynslan af því leiddi til þess að hann var fenginn til að útbúa kerfi sem næði til landsins alls og er hann aðalhugmyndasmiðurinn að lagabreytingunni sem tók gildi um áramótin. Þegar Georg er spurður að því hver hafi verið kveikjan að því að hann tók upp ökuferilsskrá árið 1993 stóð ekki á svarinu. „Fljótlega eftir að ég kom hér til starfa sá ég að fimm til sex ungir ökumenn voru að hrella okkur í umferðinni. Flestir þeirra duttu út þegar þeir voru teknir vegna ölvunarakstur en aðrir héldu áfram að stríða okkur. Þeir óku ekki á það miklum hraða að það nægði til sviptingar og pössuðu sig á að keyra ekki fullir. Sérstaklega var það einn ökumaður sem skaraði fram úr og taldi hann ekki eftir sér að borga allt að 30 þúsund krónur í sekt á mánuði. Það fannst honum ekki of mikið fyrir að stríða lögreglunni," segir Georg. Georg á sæti í umferðaröryggis- nefnd á vegum dómsmálaráðu- neytisins. Þar komst hann í gögn um erlendar ökuferilsskrár sem eru tengdar öllunr umdæmum. „Þegar við byrjuðum með ökuferilsskrána árið 1993 sáum við fljótlega að við vorum að mismuna ökumönnum. Það voru eingöngu Eyjamenn sem sátu í súpunni. Núna er aftur á móti sama hvort menn brjóta af sér á Siglufirði. Vestmannaeyjum eða Reykjavík, allt er fært inn á sömu ökuferilsskrána." Fyrirmynd punktakerfísins er sótt víð svegar úr heiminum, m.a. Þýskalandi. Nýja Sjálandi, Kanada og Bandaríkjanna. En punktakerfí er ekki að finna á Norðurlöndum. Georg settist yfir gögn frá þessum löndum við annan mann. „Okkur var falið að semja lagafrumvarp og reglugerð. ökuferilsskrá og punkta- kerfið sem tók gildi nú áramótin. , J>essi lagabreyting heimilaði að sett yrði reglugerð um punktakerfi. Þó fyrirmyndin sé erlend smíðuðum við alveg séríslenskt punktakerti. Því er aðallega ætlað að taka á smærri umferðarlagabrotum sem ekki liggur svipting við. Með því á að koma í veg fyrir slóða- og sóðaskap í umferðinni," segir Georg. íslenska kerfið hefur vakið mikla athygli á Norðurlöndum og hefur Georg flutt þar fyrirlestra hjá yfirvöldum umferðarmála. L GeorgKr.Lárusson í höfuðdráttum virkar kerfið þannig að ákveðin umferðarlagabrot færast í ökuferilsskrá viðkomandi ökumanns. „Þegar ökumaður hefur safnað upp tólf punktum á þriggja ára tímabili verður hann sviptur ökuréttindum f þrjá mánuði. Kemur það til viðbótar þeirri refsingu sem hann fær við síðasta brot sem nær að fylla kvótann. Ungir ökumenn með bráðabirgðaskírteini sæta þyngri viðurlögum og^eru sviptir við sjö punkta markið. Áðuren til sviptingar kemur fá ökumenn viðvörun frá ríkislögreglustjóra. Það gerist þegar þeir hafa fengið átta punkta og fólk með bráðabirgðaskírteini fær að- vörun við þrjá punkta." Punktar færast inn með þrenns konar hætti. í fyrsta lagi þegar ökumaður greiðir sekt vegna umferðarlagabrots. í öðru lagi þegar ökumaður undirgengst lögreglu- stjórasátt hjá sýslumanni og í þriðja lagi með dómi. Brot fyrnist sjálfkrafa þremur árum eftir að það er framið, þegar kemur til sviptingar vegna upp- safnaðra punkta og þegar viðurlög vegna brota falla úr gíldi. „Punktakerfinu er ætlað að taka á brotum sem skapa hættu í umferðinni, t.d. eins og að aka yfir á rauðu ljósi. Ölvunarakstur gefur ekki punkta. Viðulög vegna hans eru mjög skýr, svipting ökuleyfis og þar eru ítrekunaráhrif. Með punkta- kerfinu er verið að búa til ítrekun- aráhrif í öðrum brotum. Eftir því sem ökumaður brýtur oftar af sér harðnar á dalnum hjá honum.“ Georg segist vonast til þess að kerfið eigi eftir að virka en hann vill ekki sjá hálfa þjóðina án ökuleyfis fyrir vorið. „Miðað við reynslu annarra þjóða er það ekki nema fjórðungur ökumanna sem fær punkta og ef miðað er við tölfræðina má búast við að 20 til 30 ökumenn verði sviptir árlega á öllu landinu. Sem dæmi um punkta má nefna að akstur gegn rauðu Ijósi gefur fjóra punkta, ekið gegn einstefnu tvo punkta. ekið fram úr þar sem það er bannað gefur þrjá punkta, þegar ekið er yfir 41 km hraða eða meira yfir leyfilegum hámarkshraða gefur tjóra punkta og þegar ekið er 31 til 40 km yfir leyfilegum hámarkshraða gefur þrjá punkta. Önnur brot gefa einn til tvo punkta. Það er von okkar að vamaðar- áhrifin verði sterk svo dragi úr slysatíðni og ekki komi til þess að mikill fjöldi ökumanna verði sviptur ökurétti. Að lokum er rétt að hafa það í huga að við erum að fjalla um einstaklinga sem gerast brotlegir við þau ákvæði umferðarlaga sem eru svokölluð hættubrot og em sett til að vemda líf og limi borgaranna. Það er á þessum vígvelli sem menn í allt of mörgum tilfellum örkumlast og eins og tölur sína, láta lffið,“ sagði Georg Kr. Lámsson sýslumaður að lokum. __________________________________I Kvótabraskið kemur lítið víð sjómenn í Eyjum -segir formaður Verðandi Á meðan félagar í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi felldu að boða til verkfalls frá og með 2. febrúar nk. samþykktu félagsmenn í Sjómannafélaginu Jötni sam- hljóða tiilögu. Afstaða skipstjóra og stýrimanna í Vestmannaeyjum kom ekki á óvart og jafnvel var búist við að undirmenn á fiski- skipaflotanum myndu einnig fella tillöguna. Aðalkrafa sjómanna er uppstokkun á verðmyndunarkerfi aflans en LIU hefur sett fram kröfur á móti. Aðalkrafa útgerðar- manna er að fá helming hlutar þegar færri eru í áhöfn en ákvæði kjarasamninga segja til um. Vélstjórar eru sér á báti í þessum viðræðum með kröfum sínum í hærri aukahluti. Tillaga um verkfallsboðun frá og með 2. febrúar nk. kom frá lands- samtökum sjómanna og yfirmanna og voru atkvæði allra félaganna talin á fimmtudaginn. Verkfallsboðun var samþykkt í langflestum tilfellum og var Verðandi stærsta félagið sem felldi tillöguna. Það kemur þó ekki í veg fyrir að flotinn stöðvist, komi til verkfalls, þar sem félagar í Jötni samþykktu verkfallsboðið. „Hjá Verðandi eru 133 á kjörskrá og greiddu 92 atkvæði. Af þeim sögðu 58 nei, 32 sögðu já og tveir skiluðu auðu,“ segir Halldór Guðbjömsson starfsmaður Verðandi og bætti við að úrslitin hafi ekki komið á óvart. í sama streng tók Magnús Guð- mundsson formaður félagsins. „Það lá í loftinu að menn voru ekki tilbúnir til að fara í átök á þessum tíma,“ segir Magnús. ,Ástæðumar eru þær helstar að loðnusjómenn segja að þetta sé versti tínrinn fyrir þá að fara í verkfall, þegar loðnuvertfð stendur sem hæst. Hin ástæðan er sú að sjómenn í yestmannaeyjum hafa það bara ágætt. Eg hef talað við marga og þeir taka undir þetta. Þá er kvótabraskið ekki eins áberandi hér og sums staðar annars staðar á landinu." Magnús, sem er skipstjóri á togaranum Bergey, sem er í eigu ísfélagsins, segir að aðalkrafa sjó- mannasamtakanna um verðmyndun sjávarafla sé ekki svo mikið upp á borðinu í Eyjum. Sjálfur er hann ánægður með samskiptin við ísfélagið. „Ég veit ekki hver útkoman er á síðasta ári en árið 1996 fóru um 60% aflans á markað og var ísfélagið sjálft iðulega að kaupa fisk frá okkur. Sama er að segja hjá Vinnslustöðinni, þar fer hluti aflans á markaði hér og erlendis. Hjá einstaklingsútgerðunum er aflinn seldur þar sem hæsta verðið er hverju sinni,“ segir Magnús. Hjá Jötni em 316 á kjörskrá og af þeim greiddu 188 atkvæði sem er tæplega 60% kjörsókn. Já sögðu 109, 76 sögðu nei og þrír seðlar voru auðir og ógildir. Elías Bjömsson, formaður Jötuns, sér fram á erfiða samninga og þar komi ekki síst til kröfur LÍÚ. Um kröfur sjómanna um að allur fiskur fari á markað eða fiskverð verði markaðstengt eða tengt afurðaverði segir hann að útfæra megi það á marga vegu. „Við höfum sett fram þrjár hugmyndir. I fyrsta lagi að fiskverð fáist með sölu á markaði, gólf- eða tjarskiptamarkaði. í öðru lagi að fiskverð verði til við tengingu við markaðsverði og í þriðja lagi að fiskverð verði til með tengingu við afurðaverð. Það sem við erum að berjast fyrir er að sjómenn taki ekki þátt í kvótabraskinu og forðast návígið við útgerðarmenn um ákvörðun fiskverðs," segir Elías. Kröfur LIÚ eru f tíu liðum og það sem helst stendur í sjómönnunt snýr að fækkun í áhöfn. Fram að þessu hafa sjómenn fengið óskiptan aflahlut þegar þeir hafa verið færri í áhöfn en ákvæði segja til unt. Sem dæmi má taka bát þar sem skiptaprósentan er 30% sem skiptast á í tólf staði. Séu níu í áhöfn skiptast þessi 30% í jafnmarga staði og hækkar kaupið samsvarandi. Auk þess hækka aukahlutirnir sem útgerðin borgar af sínum hlut. LÍÚ krefst þess að helmingur hlutar þeirra sem vantar í áhöfn skiptist milli þeirra sem eru um borð og hinn helmingurinn renni til útgerðarinnar. Önnur krafa sem lýtur að launum er hlutur skipstjóra á nótaskipum sem í dag hafa þrjá hluti. Krafa LÍÚ er að þeirfái tvo hluti. Verði skipverji óvinnufær vegna sjúkdóms eða meiðsla sem ekki verða rakin til vinnuslyss fær hann greiddan hlut í allt að tvo mánuði og síðan kauptryggingu. Ræðst það af starfs- aldri hvað sá tími er langur. LÍÚ vill að kauptrygging verði greidd fyrsta mánuðinn og síðan laun staðgengils í tvo nránuði. Þá vill LÍÚ að öll helgarfrí verði afnumin og í staðinn komi fjögurra sólarhringa frí í mánuði. Þá vilja útgerðannenn að hægt verði að semja um að hafnarfrí verði ekki tekin en í staðinn skipti skipveijar með sér fríum eða frítúrum. Eins að skipverjar á vinnsluskipum taki sér frí þriðja hveni túr nema samkomulag sé um annað. Tryggingagjald, sem alþingi hækkaði nýlega, vilja útgerðarmenn að verði tekið af óskiptu. Næst síðasta atriðið snýr að frystitogurum. 1 dag skipta 24 skipverjar á milli sín 31.5% af afiahlut sem hækkar um 0,5% við hvern skipverja þar umfram. LIÚ vill að bætt verði við að 31,5% miðist við 25 og 26 menn í áhöfn. Að lokunr áskilja útgerðarmenn sér fullan rétt á að leggja fram frekari kröfugerð. Magnús Kristinsson, formaður Útvegsbændafélagsins, segir að staðan sé óneitanlega erfið og niðurstaðan hjá Jötni hafi verið þvert á það sem vonast var til. „Okkar draumur var að verkfallstillagan yrði ekki samþykkt og áfram yrði róið af fullum krafti frá stærstu verstöð landsins. Ekki síst í febrúar sem er okkur svo mikilvægur vegna Ioðnunnar. Staðan í dag er mjög tvísýn og erfitt að spá í framtíðina," segir Magnús. I gær lá fyrir að vélstjórar á stórum fiskiskipum fresta verkfalli sínu til 2. febrúar þannig að þá fara allir sjó- menn í verkfall náist samningar ekki.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.