Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.03.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 12.03.1998, Blaðsíða 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 12. mars 1998 • 10. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Myndriti: 481 1293 Sjómannaverkfall á sunnudaginn? Vetrarlegt hefur verið um að litast í Vestmannaeyjum það sem af er marsmánuði. Að sögn Óskars Sigurðssonar, veðurathuganamanns í Stórhöfða, er þetta þó ekkert einsdæmi hér. Svona kaflar hafi verið algengir í vetrarveðráttunni á undanförnum árum. „Það er kannski helst að frostiö hefur veriö meira en oft áður og öllu langvinnara,“ sagði Óskar. Mesta frost hér fvetur mældist 13,3 gráður þann 1. mars sl. en mesta frost sem mælst hefur í Eyjum var 16,9 gráður árið 1918. Mynd: Guðmundur Sigfússon. Garðar IISF, sem Útgerðarfélag Vestmannaeyja keypti frá Hornafirði, kom til Eyja á sunnudaginn. Áhöfnin fékk höfðinglegar móttökur og hér sitja Axel Jónsson, Héðinn Konráðsson matsveinn og Gunnar Friðriks- son skipstjóri og gæða sér á kræsingunum sem þeim bárust. Sjá bls. 6. mannafélagsins Jötuns, sem situr í samninganefnd, sagði í viðtali við blaðið í gær að ekkert væri að gerast í þessum málum, nákvæmlega ekki neitt. „Menn liafa sæst á það sem þrí- höfðanefndin lagði fram en það verður ekki fyrr en samningar hafa náðst við útgerðarmenn. Og þar eru rnörg mál óleyst, svo sem löndurarfn á loðnuveiðum. útiverutími á vinnslu- skipum og svo launaliðir," sagði Elías. „Þá vilja útgerðarmenn lækka skipta- prósentuna og það er ásteytingarsteinn sem við sættum okkur ekki við. Einnig vilja þeir skerða veikindarétt sjómanna á sama tíma og annars staðar er verið að auka hann. Mér sýnist því útlitið heldur í dekkra lagi." sagði Elías Bjömsson. Magnús Kristinsson, formaður Út- vegsbændafélags Vestmannaeyja, sem einnig situr í samninganefnd, sagði að þetta gengi hægt. „Það eiginlega gengur hvorki né rekur. Við héldum að lagabálkur þríhöfðanefnd- arinnar myndi liðka fyrir þessu en það hefur ekki gerst," sagði Magnús. „Það má því segja að ekkert sé fast í hendi eins og er. Hitt er svo annað mál að á þessum þremur dögum, sem enn eru til stefnu, er margt hægt að gera, sé vilji fyrir hendi,“ sagði Magnús Kristinsson. Rannsókn á eyrnabólgu í ungbörnum Dagana 30. mars til 3. apríl nk. er fyrirhugað að fram fari könnun á tíðni eyrnabólgu nieðal barna eins til sex ára í Vestmannaeyjum. Það er Vilhjálmur Ari Arason, heilsugæslulæknir á Sólvangi í Hafn- arfirði, sem stendur að könnuninni ásamt fleiri sérfræðingum. Viihjálm- ur Ari ætti að vera Vestmanna- eyingum að góðu kunnur vegna þess að hann stóð fyrir sambærilegri rannsókn í Eyjurn um áramótin 1992 -1993. í þeini rannsókn kom frarn að eymabólga væri helmingi algengari hjá bömum í Eyjum en annars staðar á landinu. Vilhjálmur Ari segir að með þessari könnun sé ætlunin að sjá hvort og eða hvað hafi breyst frá fyrri könn- uninni. Hann segir að megintilgang- urinn sé að skoða tengsl sýkla- lyfjanotkunar og tíðni ónæmra baktería í nefkoki. „Við erum að fá bakteríustofna, sem erfitt er að meðhöndla, vegna þess að margir pneumókokkar sem valda sýkingum í loftvegum og eyrum eru ónærnir fyrir sýklalyfjunum,“ segir Vil- hjálmur. Vilhjálmur segir að foreldrar bama á þessum aldri muni fá spumingalista um heilsufar bamanna sinna, en einnig verði að panta tíma fyrir börnin til að hægt sé að taka sýni til rannsóknar. Þegar nær dregur rann- sókninni mun hún verða auglýst nánar. „Eymabólga er samfélagslegt vandamál þar sem of mikil sýkla- lyfjanotkun hefur valdið vanda- málum í þróun ónæmis,“ segir Vil- hjálmur að lokum. Ef samningar takast ekki í þessari viku skellur verkfall sjómanna á nk. sunnudag, 15. mars. Því verkfalli var frestað fyrr í vetur, að ósk sjómanna, í von um að þessi tínii nægði til að ná samningum. Svokölluð þríhöfðanefnd, skipuð af ríkisstjórninni, skilaði áliti sínu fyrir skömniu og var vonast til að í kjölfar þess væri grundvöllur fyrir samningum. En því miður virðist staðan þannig í dag að fátt geti komið í veg fyrir verkfall. Elías Bjömsson, formaður Sjó- Mikíll áhugi fyrir ÚU Á fimmtudaginn 18. mars rennur út frestur til að gerast stofnfélagi í Utgerðarfélagi Vestmannaeyja sem keypt hefur togarann Breka VE og snurvoðarbátinn Garðar II SF en samanlagður kvóti þeirra er rúm 2000 tonn. Eins og komið hefur fram er stefnt að því að ÚV verði almennings- hlutafélag en strax var ákveðið að gefa sem flestum tækifæri til að gerast stofnfélagar. Aðalsteinn Sigurjónsson, stjómarformaður, segir að viðbrögð bæjarbúa haft verið mjög góð. „Hlutatjársöfnun gengur vei og sérstaklega hafa einstaklingar f Eyjum sýnt málinu áhuga. Þetta framtak, að skjóta styrkari stoðum undir útgerð í bænum, hefur mælst vel fyrir og þær em margar baráttukveðjumar sem við höfum fengið,“ sagði Aðalsteinn. Hann bendir á að bæði Islandsbanki og Sparisjóður bjóði sérstök lán vegna hlutafjárkaupa í ÚV. „Það gefur fleir- um kost á að konta að félaginu. Lægsti hlutur er 50 þúsund krónur en við höfunt ekki sett neitt þak á kaup í félaginu. Flestir eru að kaupa hluti frá 50 þúsund til 200 þúsund krónur og dæmi eru um kaup upp á eina milljón króna,“ sagði Aðalsteinn. ngamálin á lægilegan hs Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTOÐ: Græðisbraut 1 - sími 4813; ■ AwAwÁx inm Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Alla daga nema sun.. Kl. 08:15 Kl. 12:00 sunnudaga Kl: 14.00 Kl: 18.00 föstudaga Kl, 15.30 Kl. 19.00 14eriól$ur BRUAR BILIÐ Sími 481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.