Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.03.1998, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 12.03.1998, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 12. mars 1998 Fréttir 11 Undirbúningur undir lestrar- kennslu inn í leikskólana Bjartey Sigurðardóttir, talkennari, segir fró hugmyndum sínum um að undirbúa leikskólanemendur undir lestrarnóm í grunnskóla. Einnig kemur hún inn ó þær miklu breytingar sem orðið hafa ó talmeinafræðinni ó liðnum órum Talmeinafræði á sér ekki langa söguískólumí Uestmannaeyjum. Það uar fyrst fyrír 11 árum að Bjartey Sígurðardóttir réðst hingað sem talkennari. Reyndar var Vestmannaeyjabær með fyrstu sueitarfélögum á landsbyggðinni til að ráða til sín talkennara og sem dæmi um bað má nefna að Bjartey uar fyrsti talkennarínn sem ráðinn uartil starfa á Suðurlandi. í samtali við Fréttir segir Bjartey frá starfi sínu og hugmyndum sem hún hefur um að undirbúa leikskólanem- endur á síðasta ári undir lestramám í grunnskóla. Segir hún að það komi bæði bömum í áhættuhópi og öðrum nemendum til góða. „Eg er í 75% starfi sem talkennari við Hamarsskóla og leikskólana í bænum en auk ntín starfar Una Rögn- valdsdóttir, talkennari. í hlutastarfi við Bamaskólann.“ segir Bjartey. „Það er misjafnt hve mörg böm við fáum til meðferðar á hverju ári en oft eru það tvö til fjögur böm í hverjum 20 manna bekk." Þegar Bjartey er beðin um að út- skýra talmeinafræðina nánar, segir hún að starfið felist í greiningu, ráðgjöf og meðferð talmeina. Við- fangsefnum talmeinafræðinnar má í grófum dráttum skipta upp í sex svið. Þau eru seinkaður málþroski, fram- burðargallar, stam. lesblinda, radd- veilur og málstol vegna heilaáfalla og á það síðastnefnda t.d. við eldra fólk sem fær heilablóðfall og missir málið að einhverju leyti. „Fjórir fyrstu flokkamir em algengastir og vinn ég mest með þá,“ segir Bjartey. Framburðargailar geta átt sér skýringar sem oft liggja ekki í augum uppi. „Gallar í framburði þurfa ekki að vera tilkomnir vegna skertrar hreyfi- getu talfæranna. Þeir koma oftar út frá slakri heymrænni úrvinnslu og getuleysi til að vinna úr hljóðum. Til að forðast misskilning er rétt að taka fram að þetta hefur ekkert með sjálfa heymina að gera.“ Hefur bæði kosti og galla að vinna úti á landí í Ijósi þess hvað talmeinafræðin er víðfeðm var Bjartey spurð að því hvort ekki væri erfitt að starfa í jafn einangruðu samfélagi og Vestmanna- eyjar eru. „Það hefur bæði sína kosti og galla að vinna úti á landi. Meðal kostanna er að ég vinn bæði á leik- skólunum og í grunnskóla. Þannig get ég fylgt bömunum eftir milli skólastiga. I leikskólunum sé ég oft böm sem em í áhættuhóp hvað varðar námsörðugleika. Oft er samhengi milli seinkunar hljóðkerfisvitundar og lestrarörðugleika. Þannig kemur það stundum fyrir að bam sem ég hef unnið með í leikskóla á síðar í erfiðleikum með lestur í gmnnskóla. Skiptir þá ekki máli þó það hafi náð fulium tökum á framburði fyrir skólabyrjun, vandamálið sem orsakaði framburðargallana er enn til staðar. Oft em þetta einstaklingar sem seinna á ævinni greinast með lesblindu.“ lfil sjá enn betrí árangur Aðspurð um árangur af starfi sínu segist Bjartey oft vera ánægð með þann árangur sem náist en eðlilega vilji hún stundum ná enn betri árangri. Annað væri hroki sem fæli í sér stöðnun. „Eg vil sjá ýmsar breytingar, á starfinu, m.a. í þá átt að gera meira fyrir þessi börn sem ég ræddi um áðan. Leikskólamir hafa verið að vinna með þessi mál en mér finnst þurfa að gera meira og á kerfis- bundnari hátt. Nýta þarf síðasta árið í leikskólanum með þetta fyrir augum og það á ekki bara að taka fyrir böm sem em í áhættuhóp. Öll böm hafa af því ávinning ef vel tekst til.“ Bjartey vill fylgja þessari hugmynd sinni eftir og hefur sótt um styrk til Þróunarsjóðs leikskóla til verkefnisins. Skólamálaráð fékk umsóknina til umsagnar og lýsti sig meðmælt verkefninu. „Eg hef hugsað mér að bjóða upp á kennslu í einum leikskólanum í bænum. Kirkjugerði, þar sem ég verð eina kennslustund á viku frá áramótum til vors fyrir böm á síðasta ári leikskólans. Þessi kennsla kemur sem hrein viðbót við það starf sem þegar er unnið í skólahópum í leikskólunum. I áætluninni geri ég ráð fyrir að efla hljóðkerfisvitund barn- anna og þekkingu þeirra á svokölluðum myndönum málsins. Myndan hefur verið skilgreint sem minnsta merkingarbæra eining málsins. Ef við tökum t.d. orðið hundurinn með ákveðnum greini, þá er hundur eitt myndan og -inn annað myndan sem gefur til kynna að um er að ræða einhvem ákveðinn hund. Einnig verður lögð áhersla á hljóðgreiningarvinnu eins og t.d. það að geta fundið fyrsta hljóð í orði, geta rímað og geta tengt saman hljóð á heymrænan hátt.“ Ekki lestrarkennsla Bjartey segir það misskilning sem kom fram í síðustu Fréttum að þarna sé um lestrarkennslu að ræða. „Ég nota að vísu skrifuð orð en ég kenni bömunum ekki að lesa. Ég vinn með form og merkingu orðanna og auðvitað síast lestur að einhverju leyti inn hjá hluta bamanna en ég legg áherslu á að þetta er ekki eiginleg lestrarkennsla,“ segir Bjartey. Miklar breytingar eiga sér stað innan talmeinafræðinnar og Bjartey segir að margir rói á sömu mið og hún í þessum efnum. „Ég er ekki að finna upp hjólið og ég hef m.a. leitað fanga hjá norskum talmeinafræðingi, Sol- veigu A.H. Lyster, en doktorsritgerð hennar fjallar einmitt um þetta efni. Hún var með tilraunaverkefni á leikskólum í Noregi og kom í Ijós mikill árangur bæði hjá börnum í áhættuhóp og bömum utan hans.“ Jákuæð afstaða bæjaryfirvalda Bjartey bíður eftir svari frá Þróun- arsjóði leikskóla og hún er bjartsýn á jákvætt svar vegna jákvæðra við- bragða skóla- og bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum. „Reyndar finnst mér bæjaryfirvöld vera mjög jákvæð gagnvart þeim sem á einhvern hátt eiga undir að högg að sækja. hvort sem um er að ræða fötluð böm eða önnur böm með sérþarfir. A þetta við um mörg böm með sérþarfir og kosturinn við að búa í svona litlu samfélagi er sá að allir þekkja einhvem sem nýtur góðs af þessari þjónustu. Þá má ekki gleyma þætti hinna mörgu líknarfélaga í bænum sem hafa styrkt alla málaflokka mjög myndarlega. Er þá sama hvaða mála- flokkur er þar sem fatlaðir eða sjúkir eigaíhlut." Sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum segja að það að búa úti á landi bjóði upp á einangrun og jafnvel stöðnun. Bjartey segir að fólk verði að bregðast við þessu og leita sér upplýsinga um allar nýjungar og breytingar á sínu sviði. „Þaö skemmtilega við talmeina- fræðina er hvað mikið er að gerast innan greinarinnar. Fólk út um allan heim er að vinna að rannsóknum á hinum ýmsu sviðum og vilji maður sinna þessu starfi vel verður maður að fylgjast með.“ Breytt uiðhorf Bjartey tekur stamið sem dæmi um þær miklu breytingar sem orðið hafa á talmeinafræðinni á liðnum árum. „Þegar ég lauk námi fyrir ellefu árunt var stefnan sú að ekki ætti að taka á stami hjá forskólabörnum. Það átti að bíða og sjá til hvort það lagaðist ekki af sjálfu sér en gefa foreldrunum ráð. Þessu réði ótti við að meðferð yki stamið hjá baminu. í dag er talið skynsamlegt að vinna sem fyrst með bamið og það hefur gefið góða raun. Enda er miklu auðveldara að vinna með ómótaðan barnsheilann, en t.d. átta ára barn sem hefur stamað frá tveggja ára aldri.“ I dag eru öll böm í fyrsta bekk látin ganga í gegnum svokallað kembipróf eftir eins til tveggja mánaða skólagöngu. „Þá er leitast við að finna þau börn sem falla undir áhættuhóp. Ég fer inn í bekkina og spjalla við börnin og leyfi þeim að kynnast mér. Ég spyr fyrstu bekkjar bömin gjaman þeirrar spumingar hvort þau viti hvað talkennari sé. Oftar en ekki hef ég fengið þetta skemmtilega svar: Talkennari, er það ekki kennari sem talar? Með þessu held ég að hafi tekist að skapa jákvætt viðhorf hjá bömunum gagnvart talkennslunni. Þeim finnst ekkert mál að fara til talkennara.'1 Bjartey segir samstarf milli fagaðila í bænum mjög mikilvægt og samstarf við foreldra segir hún grundvall- aratriði. „Vestmannaeyjar standa rnjög framarlega á þessu sviði. Hér er starfandi félagsmálateymi sem Hera Ósk Einarsdóttir félagsmálastjóri og Hjalti Kristjánsson heilsugæslulæknir stýra. Þar koma saman fagaðilar úr heilbrigðis- félags- og skólakerfinu. Þegar Iagabreytingar eða aðrar breytingar verða á þessum sviðum er þetta kjörinn vettvangur til að kynna þær auk þess sem hægt er að samræma stuðning í málefnum einstakra bama.“ Þrátt fyrir öll fræði segir Bjartey að mikilvægasta forvarnarstarfið sé í höndum foreldranna. Þar á hún nt.a. við lesturinn og það að foreldrar gefi sér tíma til að ræða við börnin sín.. „Það er mjög mikilvægt að lesa daglega fyrir bömin. Ég vil halda því fram að daglegur lestur sé jafn- mikilvægur og sjálfsagður hlutur fyrir bömin og dagleg tannhirða. Með þvf að lesa daglega fyrir bömin, stuðlum við að bættum orðaforða þeirra og málþroska og styrkjum þannig námsforsendur þeirra,“ sagði Bjartey að lokum. Ó.G.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.