Fréttir - Eyjafréttir - 12.03.1998, Blaðsíða 4
4
Fréttir
Fimmtudagur 12. mars 1998
Ostabollur og sveskjur
Þorgerður Jó-
hannsdóttir, sælkeri
síðustu viku, skor-
aði á stallsystur sína
í Sinawik, Sigur-
björgu Stefánsdótt-
ur, að taka við hlut-
verkinu.
„Þar sem Gerða
er forseti Sinawik ber mér að verða
við áskorun hennar. Og þó að hún sé
orðin leið á hakkréttum ætla ég samt
að koma með einn góðan.
Ostabollur:
600 g nautahakk
100 g saxað beikon
1 egg
1/2 dl mjólk
1-2 tsk. kjöt- og grillkrydd
150 g sveppasmurostur
25 g smjör + ólífuolía til steikingar
pipar og salt
Öllu hrært saman (nema smjöri og
olíu). Mótaðar litlar bollur og steiktar.
Bollumar settar í eldfast fat og hitaðar
í ofni í u.þ.b. 20 mín.
Sósa:
100 g hreinn rjómaostur
2 1/2 dl rjómi
2 dl vatn (eða 4 dl mjólk)
afgangurinn af sveppaostinum (það
má líka setja hvaða ost sem til er í
ísskápnum út í).
Rjómaostur og annað sem í sósuna
fer er sett á pönnu og brætt saman. Ef
sósan verður of þunn má þykkja hana
með sósujafnara.
Þetta er borið fram með soðnum
kartöflum og grænmetissalati.
Þá ætla ég að koma með eftirrétt
líka (sérstaklega fyrir Gerðu).
Sveskjur í ofni:
200 g sveskjur
4- 5 dl vatn
5- 6 msk. sykur
Sjóðið þetta sarnan og maukið.
Blandið síðan maukinu saman við 5
stífþeyttar eggjahvítur. Bakið við
200° í ofni í 40-45 mín. og berið fram
með þeyttum rjóma.
Sem næsta sælkera ætla ég að
skora á Emu Jóhannesdóttur en ég
veit af eigin raun að hjá henni kemur
maður ekki að tómum kofanum."
Sigurbjörg Stefánsdóttir
Stúlka
Þann 2. mars
eignuðust Rósa
Ólafsdóttir og
Sindri
Jóhannsson
dóttur.
Hún vó 15
merkur og var
52 sm að
lengd.
Ljósmóðir var
Drífa
Bjömsdóttir.
GARDINUR I UPPAHALDI
Uppgangur frjálsra íþrótta í
Vestmannaeyjum hefur verið
mikill og góður á síðustu árum.
Mikið af efnilegu frjálsíþróttafólki
er að koma fram á sjónarsviðið. í
þeirra hópi er Guðjón K.
Ólafsson, ungur piltur, sem á
dögunum sió 53 ára gamalt
Vestmannaeyjamet nafna síns,
Guðjóns Magnússonar (Gauja
Manga) í stangarstökki. Guðjón
stökk 3,70 og lenti i öðru sæti í
íslandsmóti 15-18 ára. Þetta er
athyglisvert fyrir þær sakir að
engin aðstaða er til að æfa
stangarstökk í Vestmannaeyjum og
Guðjón því ekki íæfingu í þeirri grein,
varð meira að segja að fá lánaða stöng
til að stökkva. Rétt er að geta þess að
þetta var innanhússmót en Gaui Manga
setti sitt met utanhúss. Það er
ánægjulegt ef Vestmannaeyingar, sem
áður fyrr einokuðu þessa grein frjálsra
iþrótta, eru aftur farnir að blanda sér í
baráttuna. Guðjón er Eyjamaður
vikunnar afþessu tilefni.
Fullt nafn? Guðjón Kristinn Ólafsson.
Fæðingardagur og ár? 16. mars
1978.
Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar.
Fjölskylduhagir? Fjolskyldan er
mamma, pabbi, Árni Óli bróðir og ég
sem leigi íbúð með Karen systur og
Týru (og hvor skyldi nú vera meiri t...?)
Menntun og starf? Er nemandi í FÍV
en vinn hlutastarf í Amígó, Pizza 67 og
núna í augnablikinu í Vinnsló.
Laun? Óregluleg.
Helsti galli? Svolítið þrjóskur og geng
stundum of langt í djókinu.
Helsti kostur? Mátulega kærulaus og
afslappaður.
Uppáhaldsmatur? Ég borða bara til
að lifa en kökur eru alltaf góðar.
Versti matur? Fitumikill innmatur
eins og blóðmör og svoleiðis drasl.
Uppáhaldsdrykkur? Það veit ég
ekki. Spur og Miranda kannski.
Uppáhaldstónlist? Flestar tegundir
af rokki, aðallega gamla rokkið.
Hvað er það skemmtilegasta sem
þú gerir? Liggja í leti og spjalla en
einnig finnst mér gaman að sauma
gardínur!
Hvað er það leiðinlegasta sem þú
gerir? Hlustaáröfl.
Hvað myndirðu gera ef þú ynnir
milljón í happdrætti? Fara út í
sjoppu og kaupa 30 Backstreet boys
tyggjó og kaupa efni í gardínur.
Uppáhaldsstjórnmálamaður? Sá
sem kemur til með að laga
frjáisíþróttaaðstöðuna í Eyjum. Sem
sagt, enginn enn sem kominn er.
Uppáhaldsíþróttamaður? Enginn
sérstakur en mamma er hörkukvendi.
Ertu meðlimur í einhverjum
félagsskap? Ljóðaflokknum Þulla,
UMF Óðni, Unglingadeild
Leikfélagsins og saumaklúbbnum
Kuta.
Uppáhaldssjónvarpsefni?
Hrollvekjur, B-hryllingsmyndir og
gamanmyndir.
Uppáhaldsbók? Matreiðslubók
Þuríðar.
Hver eru helstu áhugamál þín? Að
búa til stuttmyndir, stökkva á stöng,
sauma gardínur, plokka kleprahengið
og svo helgin framundan.
Hvað metur þú mest í fari annarra?
Að fólk sé það sjálft og sé ánægt með
lífið.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari
annarra? Stress, mikilmennskustælar
og röfl.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á? Isskápurinn heima á
jólunum.
- Hve lengi ert þú búinn að stunda
frjálsar íþróttir? Ég byrjaði 1986.
-Hvernig tilfinning var það að slá
þetta gamla met? Ég sló nú reyndar
bara innanhússmetið en Gaui frændi á
ennþá utanhússmetið sem er 3,67 m.
En bíddu bara frændi, ég er ekki
hættur.
-Heldurðu að Gaui Manga sé ekkert
súr út í þig? Nú eins og ég sagði hér
að ofan, þá...; nei annars, hann
hvetur mig bara enn frekar.
Hvað dettur þér í hug þegar þú
heyrir þessi orð?
-Stangarstökk? Tæknileg og
skemmtileg íþróttagrein.
-Met? Nokkuð sem er gaman að
setja.
-Vala Flosadóttir? „Babe."
Eitthvað að lokum? Þetta eru allt
greifar. „I love you all."
Þ.S. Allir sem hafa áhuga á frjálsum
íþróttum, þará meðal stangarstökki,
endilega að mæta á æfingar.
NYFfEDDIR VESTMfíNNfiEYINGfiR
Stúlka
Þann 12.
febrúar
eignuðust
Jóhanna
Sigmarsdóttir
og MagnúsB.
Jóhannsson
dóttur. Hún vó
16 1/2 mörkog
var52 1/2 sm
að lengd og
hefur verið
nefnd Klara
Sif. Hún
fæddist á
fæðingardeild
Landsspítalans
í Reykjavfk.
Fjölskyldan
býrí
Reykjavík.
O rðspor
Maður fyllist barnslegri gleði þegar
móðurmálið tekur framförum og
verður áferðarfallegra í dag en í gær.
Því rniður hafa ekki gefist mörg tæki-
færi til að gleðjast yfir framförum í
meðförum íslenskunnar. Þó skýtur
upp kollinum eitt og eitt gullkorn sem
að maður fílar I tætlur. Nú um áramótin
skaut eitt gullkornið upp kollinum og
þurfum við bæjarbúar að standa
saman og taka þetta í notkun allir sem
einn.
HEILBRIGÐISSTOFNUNIN í
VESTMANNAEYJUM !
Finnst ykkur þetta ekki frábært! Fer vel
í munni og ótrúlega hnitmiðað. Segir
allt sem segja þarf í einungis 35
bókstöfum. Og það besta er að svo er
hægt að skammstafa þetta HIV. Það
gæti náttúrulega valdið misskilningi en
hvað getur það ekki. Sem minnir mig á
að það er alltaf fjör að vera á árshátíð
með HIV. Svo erum við náttúrulegg
tilbúnir með slagorð fyrir stofnunina. f
Ijósi þess að vegalengdir eru ekki
miklar í Vestmannaeyjum má segja að
„HIV er allstaðar í seilingarfjarlægð"
og slysavarnaslagorðið:
„HIV ef þú passar þig ekki“
-Meira frábært frá HIV. Nú kváðu
nýjustu sparnaðartillögur Heilbrigðis-
ráðuneytisins ganga út á það að allar
heilsugæslustöðvar á landinu þyrftu að
eignast jeppa. Og löngu kominn tími til.
Ekki hafa allir komið auga á þessa þörf,
en það er ekki von að allir hafi víðsýni
og yfirsýn heilbrigðisráðherra.
-Um síðustu helgi fundaði fulltrúaráð
sjálfstæðisflokksins um framboðsmál.
Var ákveðið samhljóða á 30 manna
fundi að skipa uppstillinganefnd og
fara því ekki í prófkjör að þessu sinni.
V-listinn hætti við skoðanakönnun
þannig að þessu sinni verða báðir
listarnir ákveðnir innan flokkanna. í
herbúðum beggja flokka er því borið
við að ekki sé hægt að viðhafa
prófkjör/skoðanakönnun því svo fáir
fáist til að gefa kost á sér. Það fer því
að verða spurning hvort ekki þurfi bara
að sameina alla pólitíkusa í einn flokk í
anda Marteins Mosdals. Ekki skilja
málefnin þá að, virðist vera. Sjálf-
stæðisflokkurinn á fullu í opinberum
rekstri í samkeppni við einkaaðila í
anda gömlu kommaflokkanna. Nægir
þar að benda á Áhpldahúsið og
Líkamsræktarstöðina í Iþróttahúsinu.
En þar hafa fjárfestingarnar heldur
betur tekið kipp eftir að Hressó hóf
starfsemi. Eini munurinn kannski að
gömlu kommarnir hefðu bannað
samkeppnina. Ekki eigum við þó von á
að þessir flokkar/listar sameinist fyrir
kosningar.
- í þorpi einu norður í landi býr ungur
Eyjamaður. Hann gengur til vinnu
sinnar á morgnana og hvern einasta
morgun fylgdi honum eftir hrafn einn
sem fór afar mikið í taugarnar á strák.
Strákurinn er með byssuleyfi og á
haglabyssu, þannig að þegar krummi
var búinn að vera að pirra hann í
nokkra daga tók hann sig til og skaut
krumma. Fljótlega kom í Ijós að
hrafninn var sérstaklega taminn til
kvikmyndaleiks og mikils virði sem
slíkur en hann var í fóstri þarna í
þorpinu hjá bónda sem tamdi hann.
- Jakobína mun hafa tekið því fálega að
gerast hluthafi I ÚV, þegar Sigurgeir
bóndi hennar hafði orð á því nýlega.
Eða þangað til henni var bent á að þar
með yrði hún útgerðarmaður. Þá sló
hún til alveg um leið. Og ástæðan.
Golfmót sjómanna og útgerðarmanna
er eina golfmótið sem Jakobína hefur
ekki getað tekið þátt í. En nú er því
bjargað og Jakobína lætur sig sjálfsagt
ekki vanta á næsta golfmót
útgerðarmanna.
-En ÚV. Er það ekki útvarpsstöðin hans
Bjarna, Útvarp Vestmannaeyjar.
Leiðrétting
GuðmundurÞ.B. Olafsson vildi
koma leiðréttingu á framfæri
vegna greinar í síðasta blaði um
viðhald Félagsheimilisins.
Byggingaiframkvæmdir á
Félagsheimilinu hófust um
1947 en það sem málið fjallaði
um var leikhús- og bíósalurinn,
en hann var tekinn í notkun
1971 með frumsýningu á
Gullna hliðinu.