Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 19. mars 1998 Safna ffyrir írlandsferð Eins og margir bæjarbúar vita er 6. bekkur Barnaskólans í samstaifs- verkefni við írskan og sænskan skóla. Nú hefur verið úkveðið að stefna að því að þessi árgangur geti farið næsta vor (1999 ) og heimsótt annan vinabekkinn sem þau eru að starfa með. Þau eru því komin á fullt með að safna sér peningum ti! fararinnar, því eins og allir vita er svona ævintýri dýrt. Þess vegna ma búast við, að þau eigi oft eftir að knýja dyra hjá bæjarbúum þetta rúma ár sem þau hafa til stefnu. Þau ætla að byrja núna á laugardaginn með því að selja dýrindis kleinur og rennur ágóðinn í ferðasjóðinn. Við vonum að bæjarbúar styðji við bakið á þeirn, með því að taka vel á móti þeirn nk. laugardag og eftirleiðis. Ferðanefndin. Minnlngar- tónleikar um Guðna Hermansen Þann 28. mars nk. hefði Guðni heitinn Hermansen orðið sjötugur hefði honum enst aldur til, en hann lést langt um aldur frarn. A þessum tímamótum ætla vinir og kunningjar Guðna heitins að minnast hans með tónleikum í Akóges á laugardagskvöldinu undir forustu Listvinafélas Vestmanna- eyja. Tónleikamir hetjast kl. 21.00 og ráðgert er að þeim ljúki um eða eftir miðnætti. Eitt band mun halda uppi tjörinu undir forustu Ólafs Stols- enwald á bassa, ásamt Óskari Guðjónssyni á saxófón. Jacop Olsen á gítar og Kára Ámasyni á trommur. Aðgangseyrir verður 1000 krónur. Nánar auglýst í næstu viku. Listvinafélag Vestmannaeyja. leiðrétting í síðasta blaði birtum við tölur yfir mesta frost sem mælst hefði í Vestmannaeyjum. Þar var ekki rétt eftir Óskari Sigurðssyni f Stórhöfða haft. Hið rétta er að mesta frost mældist hér árið 1918, 20,6° C. Hinn 1. mars sl. mældist frostið 13,3° C en mesta frost frá því 1918 varárið 1968 og mældist 16,9° C. 6.4 milljónír í safnahúsið Á fundi menningarmálnefndar mánudaginn 9. mars sl. kynnti Ólafur Ölafsson, bæjartæknifræð- ingur, fyrirhugaðar framkvæmdir við Safnahúsið. Framkvæmdirnar eru í samræmi við fjárhagsáætlun- artillögu fyrir árið 1998. í tjár- hagsáætlunartillögunni er gert ráð fyrir eignfærðri fjárfestingu fyrir 6.4 milljónum króna. Ásamafundi nefndarinnar lagði Nanna Þóra Áskellsdóttir fram hugmyndir að breytingum innan bókasafnsins. Nefndin fól Nönnu og Ólati að útfæra hugmyndimar nánar og aðlaga þær þeiiri fjárveit- ingu sem ætluð er til verksins. Qrn Ólafsson hættir af- skiptum af ferðamálum -Sigríður Sigmarsdóttir kaupir húsnæði og yfirtekur rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna og umboð Samvinnuferða-Landsýnar Örn Ólafsson og Hrefna Hilmis- dóttir hafa selt Sigríði Sigmars- dóttur húsnæðið að Vestmanna- braut 38 og yfirtekur hún umhoð Samvinnuferða-Landsýnar og Upp- lýsingamiðstöðina. Öm og Hrefna hafa auk Upplýs- ingamiðstöðvarinnar verið með umboð fyrir Samvinnuferðir Landsýn og Kjötumboðið hf. Sú breyting hefur orðið á að kjötvörur frá Kjötumboðinu verða seldar beint í verslanir en Örn hefur verið með umboð fyrir þá í 21 ár og í 19 ár með SL. í sumar verða fimm ár frá því Upplýsingamiðstöðin var sett á laggimar. „Þetta hefur verið Ijúfur tími og við getum ekki verið annað en sátt þegar við lítum til baka. Við höfum unnið þetta saman og hættum saman,“ sögðu Hrefna og Öm. „Það er enn óráðið hvað ég fer að gera." sagði Öm. „En Hrefna ætlar að vinna heima til að byrja með.“ Sigríður. sem er dóttir Sigmars Georgssonar, kaupmanns í Vöruvali, kaupir rekstur og húsnæði ásamt Jóni Val Jónssyni sambýlismanni sínum. Hún segist ekki eiga von á miklum breytingum á rekstrinum. „Fyrsta kastið verðum við að reyna að gera jafn vel og Hrefna og Öm,“ segir Sigríður. Hún starfaði í þrjú ár hjá Ferðaskrifstofu stúdenta og nýlega lauk hún prófi frá Ferðaskóla Flugleiða 1993. „Þar náði ég mér í alþjóðlegt próf, IATA - UFTA, þannig að ég hef nokkra reynslu. Það er á döfinni að ég verði með umboð fyrir Ferðaskrifstofu stúdenta enda verður gaman að vera með eitthvað fyrir krakkana. Annars finnst mér mjög spennandi að takast á við þetta verkefni og það er gott að vera komin heirn á ný,“ sagði Sigríður að lokum. Hótel Bræðraborg, HB-Pöb og Höfðinn seldir nauðungarsölu: Eignirnar slegnar iiremur aðilum Á miðvikudaginn í síðustu viku fór fram lokauppboð á Hótel Bræðra- borg, skemmtistaðnum Höfðanum og veitingastaðnum HB-Pöb. Eignirnar, sem allar eru undir sama þaki, voru boðnar upp í fimm hlutum. Ferðamálasjóður keypti tvo hluta og kom langstærsti hluti hótelsins í hans lilut. Páll Helgason keypti tvo hluta, HB-Pöb og húsnæði á annarri hæð og Páll Pálsson keypti Höfðann. Lýstar kröfur í eignirnar hljóðuðu upp á um 60 milljónir króna og var Ferðamálasjóður stærsti kröfuhafinn. Samtals fengust rúmar 30 milljónir upp í kröfurnar. Af því var hlutur Ferðamálasjóðs 16,5 milljónir, Páls Helgasonar 6,6 milljónir og Páls Pálssonar um 8 milljónir. Gistiheimilið Heimir, sem tengist Hótel Bræðaraborg, er í uppboðs- l.aprílnk. meðferð og fer lokauppboð fram þann Fjölbreytt dagskrá á tónlistardegi Laugardag, 21. mars nk. efnir tónlistafólk í Eyjum til samsöngs og spils undir formerkinu tónlistardagur í Eyjum. Kirkjukórinn, Samkórinn, Harmonikkufélagið og Lúðrasveitin flytja hvert fyrir sig stutta dagskrá og síðan eitthvað í sameiningu. í tilefni dagsins mun svo Samkór Trésmíðafélags Reykjavíkur koma fram sem gestakór. Stjórnandi hans er Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona og söngkennari, sem einnig stjómar Léttsveit kvennakórs Reykjavíkur. Lögin sem flutt verða koma víða að og em bæði gömul og ný, en léttleikinn nrun sitja í fyrirrúmi og að sjálfsögðu verða Eyjalög í bland. Tónleikamir verða í Safnaðarheimili hefjast klukkan 16:00. Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir fullorðna, en 200 kr. fyrir böm. Hluti af andvirði miðans rennur til Styrktarsjóðs menningarstarfs í Eyjunr, en hann var stofnaður fyrir réttum tíu ámm til minningar urn Eyjaskáldin Öddgeir, Ása í Bæ og Áma úr Eyjum. Tónlistarfólkið væntir þess að sem flestir sjái sér fært að líta við í Safnaðarheimilinu og hlýða á tónleikana. Skipalyftan: í annað skiptið sem gólfið brotnar undan lyftara Að gefnu tilefni vill Skipalyftan ehf. að eftirfarandi komi fram vegna slyssins, sem varð síðast liðinn sunnudag í lyftunni. Vagnamir sem bera skipin í lyft- unni, standa á sérstökum burðar- virkjum sem skipið hvílir á. Gólfið sjálft er hins vegar ekki ætlað fyrir slíkan þunga. Þetta er í annað sinn sem lyftari fer í gegnum lyftugólfið og í sjóinn, en það gerðist fyrir tíu árum. Svæðið er girt af með keðjum svo ekki á að vera hægt að fara út á gólfið með þung tæki nema losa upp á keðjunum. Skipalyftan vill vara menn við að keyra út á lyftuna, en þess séu mýmörg dæmi gegnum tíðina, sérstaklega yfir pysjutímann. Þetta er vinnusvæði og óviðkomandi bannaður aðgangur. Það var lán í óláni að ekki fór verr í þessu tilviki. Lyftarinn hífður upp á mánudaginn. MvntlSigurgeirJónasson. Nokkur erill Nokkur erill var hjá lögreglu í síðustu viku og færslur í dagbók 177. Þykir það nokkur óáran þar sem lögregla hafði hrósað Vest- mannaeyingum fyrir góðan skikk undant'arnar vikur. Glasaregn A skemmtistað sá einn gestanna ástæðu til að henda glösum í höfuð annars gests. Hlutust aðeins skrámur af. Sá er varð fyrir glasaregni þessu kærði málið. Innbrot á Höfð- ann í gegnum Bræðraborg Tveir drengir reyndu ólöglega inngöngu á skemmtistaðinn Höfð- ann utan opnunartíma. Freistuðu þeir að komast í gegnum Hótel Bræðraborg og þaðan inn á skemmtistaðinn. Vaskur nætur- vörður hótelsins greip piltana áður en þeim hafði tekist ætlunarverk sitt og tilkynnti málið lögreglu. Tveimur reiðhjólum var einnig stolið við Bamaskólann sl. fimmtudag og föstudag. Ekki er þess getið hvort sörnu drengir munu hafa verið þar á ferð. Fljúgandi kör Sökum óveðurs sl. helgi var lögregla þrisvar sinnum kölluð út. Losnuðu þakplötur af iðnað- arhúsnæði. kör fuku og vélarhlíf bifreiðar hafði fokið upp. Ekki er talað um tjón sem þessir hlutir ollu á flugi sínu. ífelum Þrjú umferðaróhöpp urðu sem rekja má til ófærðar og hálku. Einn árekstur varð þar sem tjónvaldur lét sig hverfa af vettvangi. Þykir það framferði léleg háttvísi, vegna þess að tjónþoli situr yfirleitt uppi með kostnaðinn. Skorar lögreglan þess vegna á þá ólánsmenn sem valda tjónum að minnast aðeins við samvisku sína áður en þeir íhuga að flýja af vettvangi. Hvað líður lóðsinum? Ragnar Óskarsson bar fram fyrir- spurn á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag um það hvenær hinn nýi Íóðsbáturverðitekinnínotkun. Þar óskar Ragnar eftir skriflegu svari við því hvenær fyrirhugað sé að taka nýja lóðsbátinn í notkun. Nú eru brátt liðnir tveir mánuðir sfðan báturinn var afhentur Vestmanna- eyjahöfn við hátíðlega athöfn. Ragnar óskar jafnframt eftir því að í svarinu verði upplýst hvort nokkur ágreiningsmál væru milli hafnar- sjóðs og Skipalyftunnar vegna uppgjörs eða afhendingar lóðsbátsins. FRETTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. Iþróttir: Rútur Snorrason. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt I áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. I Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.