Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Qupperneq 6

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Qupperneq 6
6 Fréttir Fimmtudagur 19. mars 1998 Sigurgeir Jónsson skrifar tudeQÍ Af klerkum Þátttakendur í Guúiaugssundinu í ár. Guðlaugssundiðí 14. sinn: Fyrsta stigið vann Guðlaugs- bikarinn í harðri keppni Lcikhópur Framhaldsskólans í Vestniannaeyjum fumsýndi á föstudaginn leikritið, Þetta er allt vitleysa Snjólfur, eftir Guðjón Sigvaldason í ieikstjórn Guð- mundar Lúðvíks Þorvaldssonar. Leikritið er kannski fyrst og fremst samið mcð það fyrir augum að höfða til unglinga og trúlega hefur það tekist sé miðað við frábærar undirtektir áhorf- enda á fruinsýningunni, sem voru að vísu eingöngu nemar í FIV. Allt um það gekk sýningin vel upp og er aðstandendum sfnum lil sóma. Leikritið er byggt upp á atriðum sem tengjast og rúlla áfram sam- kvæmt eðlilegu tímaferli, þar sem persónurnar takast á við ólík vanda- mál hversdagsins. Spuming er hins vegar hversu mikið hann endur- speglar veruleika unglinga í Vest- mannaeyjum. Á ég þá sérstaklega við parið Brand og Rósu, þar sem dauðdagi þeirra af of stórum skammti eiturlyfja verður há- og vendipunktur sýningarinnar. Það atriði er þó einnig nokkuð fyrir- sjáanlegt í framvindu leiksins. Það má greina tvær sögur í verkinu. Það er hannsaga Brands og Rósu og hins vegar happy end saga Snjólfs og Anitu. Þessi tvö pör endurspegla raunar ákveðnar mýtur sem eru til staðar í samfélaginu. Hvoru tveggja eftirsóttar, þar sem önnur endar í hremmingum dauðans, en hin í ást og hamingju. Auðvitað er það Ijóst að lífið er ekki í svaii/hvítu og því skiku- verkið ágæta vel eins og það er fram sett. Lífsstíll Snjólfs og Ánítu er gerður eftirsókn- arverðari en Brands og Rósu. Persónur verksins eru týpur eða fulltrúar ákveðinna manngerða og eiga ekki að vera annað en það sem þær standa fyrir. Þetta endurspeglast svo í mikilvægi þess sem hin ytri birtingarmynd er fólki. Að þessu leyti gengur sýningin vel upp og iðulega ítrekað að áhorfendur eru að horfa á leik en ekki alvöruna. Sem dæmi um þetta má nefna að persónumar ávarpa áhorfendur og tala beint til þeirra og útskýra hvað sé á ferðinni. Þannig breytast persónumar ekkert. Þær eru fastar og staðlaðar. Þær breytast ekki heldur þrátt fyrir dauða Brands. Að vísu á sér stað ákveðið endurlit í minningagreinastfl og tár falla, en þau verða einungis eins og hluti af yfirborðsmennsk- unni. Reyndar verður breyting á einni persónu, það er Snjólfi. en sú breyting er einungis umskipti hans frá því að vera eineltisfómarlamb skólafélaga sinna í það að verða tekinn í hópinn og öðlast æðstu metorð, sem allt snýst um, ergo að verða aðaltöffarinn og hljóta prins- essuna að launum í leikslok. Um frammistöðu einstakra leikara verður ekki fjölyrt, heldur áréttað að allir skiluðu sfnu með ágætum, helst að finna mætti að framsögn. Þó finnst mér rétt að nefna Hrefnu Díönu Viðarsdóttur í hlutverki Anítu. Hún stóð sig með eftirminni- leguni hætti, sýndi hófstilltan leik en jafnframt blæbrigðai-ikan. Leikstjóm Guðmundar Lúðvíks Þorvaldssonar var trú innihaldi leikritsins og hann hélt utan um sýninguna með þolinmæði þess sem veit hvað er að vera unglingur og vinna með þeim. Sviðsmynd var ekki flókin og tókst vel að breyta henni tnilli þáttaskiptinga. Ljósanotkun og tón- list kom ágætlega út, þar sem þeim atriðum var beitt til að sýna innri líðan og tilfinningar persónanna. Sum sé hin besta skemmtun og uppfærsla, sem er trú sjálfri sér og skorar undirritaður á Vestmanna- eyinga að fjölmenna á leikritið en næsta sýning er í kvöld. Benedikt Gestsson. Guðlaugssund var synt í 14. sinn á fimmtudaginn var. Það voru nemendur á skipstjórnarbraut Framhaldsskólans sem syntu það en frá upphafi hafa nemendur Stýrimannaskólans synt. Guðlaugssund er synt til að minnast þess þegar Guðlaugur Friðþórsson synti í land austan af Ledd eftir að mb. Hellisey sökk þar, hinn 11. mars 1984. Guðlaugssund er hins vegar ævinlega synt hinn 12. mars eða þann sama dag og Guðlaugur vann sitt afrek. Talið er að Guðlaugur haft verið u.þ.b. sex klukkutíma á sundi og er í Guðlaugs- sundi ævinlega byrjað kl. átta um morguninn og synt til kl. tvö eftir hádegi. Nemendur skiptast á um að synda þessa vegalengd. Að þessu sinni syntu 25 nemendur, 18 af I. stigi og 7 af II. stigi og stóðst tíminn nákvæmlega, sá fyrsti stakk sér á slaginu kl. átta um morguninn og sá síðasti kom að bakka nákvæmlega kl. tvö eftir hádegi. Að loknu sundinu var að vanda keppt í boðsundi milli stiga, um bikar sem Guðlaugur gaf á sínum tíma til þeiiTar keppni. Sú keppni er þannig að hver keppandi syndir fram og til baka í lauginni en þarf á leiðinni að klifra tvisvar upp í gúmbát. Sex kepptu frá hvoru stigi og sigraði I. stig að þessu sinni eftir harðvítuga baráttu á síðustu metrunum. Enn urðu okkur á mistök með nöfn stúlknanna á mundinni sem eru í Litlu lærisueínunum. Tókst okkur að rugla nöfnum lieirra en bær heita Elísa Guðjðnsdóttir og Sandra Guðrún Harðardóttir. - Fyrsta stigið uann Guðlaugsbíkarinn sem Sigmar Þröstur Óskarsson hampar eftir sundið. Leikhópur FÍVsýnir, Þetta er allt vitleysa Snjólfur: Uppfærsla sem er trú sjálfri sér Skrifari er ekki mikill sjónvarpsglápari. Hann lætur sig t.d. hafa það þótt hann missi af sjón- varpsfréttum á kvöldin. Kvikmyndir og fram- haldsþættir fara Ifka oftast forgörðuni hjá honum, skrifari sofnar venjulega út af þegar komið er fram í miðja mynd. Miðað við það hve lítið er horft á sjónvarp á heimili hans er það í raun furðulegt að skrifari skuli vera áskrifandi bæði að Stöð 2 og Fjölsýn. Ríkissjónvarpið ætti að nægja í hans tilfelli. En málið er það að skrifari hefur gaman af að horfa á golfþætti, billjardþætti og súmóglímu; leggur raunar sjálfur stund á tvær þessara íþrótta (svo geta lesendur reynt að finna út hvaða íþrótt verður út undan). Af þessum sökum er hann áskrifandi að öllum þessum rásurn. Á þriðjudagskvöldum hefur verið á dagskrá Ríkissjónvarps þáttur sem nefnist Á elleftu stundu, undir stjóm tveggja kunnra manna úr fjölmiðlaheiminum. Yfirleitt hefur skrifari ekki haft nennu til að horfa á þessa þætti. En á þriðjudag fyrir rúmri viku ákvað hann að horfa á einn þar sem honum hafði verið sagt að þar kæmi fram maður urn margt forvitnilegur, próf- astur vestan af Bíldudal sem auk þess að vera frægur fyrir að vera faðir hennar Völu okkar Flosadóttur, væri einnig samkynhneigður og geðsjúkur. Þetta vakti forvitni skrifara og hann ákvað að horfa á þáttinn og sér ekki eftir því. Séra Flosi, faðir hennar Völu okkar, reyndist afskaplega geðþekkur maður í alla staði, a.m.k. sú mynd sem sjónvarpsáhorfendur fengu af honum. Hann tjallaði á einlægan og hispurs- lausan hátt uni sjálfan sig og sitt líf og lagði áherslu á að sér þætti það ekkert koma trúnni við hvert kynferði fólks væri né heldur kynhegðun. Skrifari hefur lengi vel haft þessa sömu skoðun. Fólki eigi ekki að mismuna vegna kyn- ferðis, litarháttar, fötlunar eða kynhegðunar. En þar eru víst ekki alveg allir sammála okkur séra Flosa. Þjóðkirkjan hefur farið eins og köttur kringum heitan graut í afstöðu sinni til sam- kynhneigðra, hvorki þorað að segja af eða á. Sértrúarsöfnuðirnir flestir hverjir hafa þó ekki legið á meiningu sinni í þessum málum. Núorðið viðurkenna þeir þó orðið að litarháttur fólks skipti ekki máli, sömuleiðis fötlun og í orði kveðnu hafa konur sama rétt og karlar. Þó er í þeim sumum hverjum gengið út frá því að karlinn sé konunni æðri, hann sé „höfuð“ tjölskyldunnar. En þegar kemur að kynhegðun fólks er afstaða þessara safnaða hrein og klár. Þeir skulu útskúfaðir og bannfærðir sem ekki hegða sér þar eftir bókinni. Þar vitna þeir máli sínu til stuðnings í ritverk, nokkuira alda gömul. Þessi afstaða minnir skrifara urn margt á afstöðu svonefndra talebana sem um þessar mundir ráða ríkjum í Afganistan. Þeir byggja sína afstöðu einnig á nokkurhundruð ára gömlum ritverkum eða kannski réttara sagt, eigin túlkun á þeim. Sú túlkun keniur fram í því að með öllu er afnuminn réttur kvenna til annars en að þjóna körlum til borðs og sængur. Aftur á nióti veit skrifari ekki hver skoðun talebana er til samkynhneigðar né hvort þeirra bækur segja eitthvað um slíka hegðan. Eftir því sem skrifari best veit er faðir hennar Völu okkar, hann séra Flosi, einkar vel liðinn í sinni sókn þrátt fyrir að vera samkynhneigður og haldinn geðhvarfasýki (seni skrifara er sagt að líka nefnist þunglyndi). íbúamir á Bfldudal virðast láta sig það litlu skipta og það bendir til þess að þeir séu ánægðir með prestinn sinn. Nú verður bráðum auglýst laust prestsembætti í Vestmannaeyjum. Ekki er skrifari viss um að séra Flosi hlyti náð fyrir augum allra Vest- mannaeyinga, færi svo að hann sækti um embættið. Líkast til fengju og einhverjir áfall ef svo skipuðust mál að hann yrði ráðinn. Þó svo að við séum á leið inn í 21. öldina er andlegur þroski svo margra, því miður, enn á mið- aldastiginu. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.