Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Side 8

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Side 8
8 Fréttir Fimmtudagur 19. mars 1998 Hluti hönnunarhópsins: Talið f.v. Guðbjörg, Sigurrós, Sigurbjörg, Björk og Hind. einhvem veginn datt mér sjúkrahús í hug. Það vantaði ekkert nema sótthreinsunarilminn. Ég gekk gekk í áttina að opinni hurð, hvar ljósgeisli skaust fram á ganginn. Þreytulegur maður sat handan við skrifborð og blaðaði í sjúkraskýrslum að því er mér fannst. „Sæll,“ sagði ég. „Blessuð,“ sagði hann. Ég hissa og hélt að hann héldi að ég væri Flórens með lampann. Loksínslífsmark „Fyrirgefðu," sagði ég. Ég hélt að kannski væri hann einn af sjúklingunum, svo ég hraðaði mér til baka. Mér fannst ég eins og illa gerður hlutur þama, þegar ég rakst á tvær stelpur sem sátu í tröppunum. Ég spurði eðlilega hvar allir væru. Og allir voru einhvers staðar annars staðar. Svo mörg voru þau orð og ég hélt af stað þar til mér barst ómur af tónlist og röddum sem töluðu um snið ogefni. Égþangað. Loksins er eitthvert lífsmark hugsaði ég og kynnti mig. Tíu stelpur að undirbúa tískusýningu fyrir árshátíð verður á árshátíðinni. f íyrra gekk hún mjög vel, en þá var þemað „neðansjávar“. Annars er leiðinlegt hvað allar þessar tískusýningarstelpur eru ekkert nema skinn og bein. Við viljum ekki líta þannig út. Það er alveg hægt að vera módel án þess að vera þannig. Við höfum sýnt áður og vorum síðast á tískusýningu á árshátíð Hressó um daginn.“ Þær segja að það sé mjög gott að vera unglingur í Vestmannaeyjum, þó að stundum sé allt dautt. „Ef það rignir til dæmis hér í Eyjum þá eru allir inni að horfa á videó.“ Og ég hugsaði með mér að það rigndi nú nokkuð oft í Eyjum, einnig þennan dag sem ég rölti um skólann. „Kannski eru allir heima að horfa á videó,“ hugsaði ég og sá rigninguna lemja á glugganum. Þær eru báðar á sálfræðilínu féglasfræðibrautar en hafa ekki ákveðið enn þá hvort þær muni starfa í þeirri grein í framtíðinni. „Mig langar til útlanda," segir Sigurrós. Kannski til Danmerkur og læra þar innanhússarkitektúr. Ég á líka skyldmenni þar, sem ætti kannski að auðvelda mér eitthvað." „Ég er ekki viss,“ segir Sigurbjörg. „Þó langar mig til þess að vinna með bömum sem eiga erfitt með að tala og tjá sig, eða kannski bara verða sálfræðingur." Fiskureðanám Hvernig líta unglingar á það umhverfi sem þeim stendur til boða, bæði félagslega og menntunarlega hér í Eyjum? „Það er nú mjög misjafnt,“ segir Sigurrós. „Margir vilja fara upp á land og prófa eitthvað nýtt. Bróðir minn sem býr f Danmörku var hér á sjó, en langaði svo að breyta til. Honum fannst lítil framtíð hérna. Svo er ein frænka mín þar líka, en hún fór í nám. Ég held að ungt fólk hér hati almennt ekki mikinn áhuga á því að vinna í fiski og stundum er ftskverkunin og sjómennskan notuð sem hálfgerð grýla á krakkana. Annað hvort er að tára í nám. eða þú lendir í húsunum og á sjónum." Sigurbjörg er ekki á sama máli og vinkona hwnnar. „Ég er ekki viss um að þetta sé svo algengt. Að minnsta kosti þekki ég það ekki heiman frá mér. Foreldrar mínir hvetja mig til þess að gera það sem ég vil gera sjálf og það geri ég.“ Ég gekk glaður út. Áster... tveggjamannahópur Á rölti mínu um tómlegan skólann rakst ég á tvo stráka. Annar þeirra mundaði videómyndavél og ég taldi ntér trú um að þarna hefði ég rekist á vídeóhópinn. Ég spurði hvort þeir væru videóhópurinn. „Nei og já. Já og nei,“ s vömðu þeir. „Kannski hluti af honum." „Voruð þið ekki að gera stuttmyndir? Rennuruppljós „Nei þetta verður bara ein mynd. Svona jókmynd um krakkana í skólanum, en hún verður alveg hrá. Ekkert klippt til eða neitt þannig. Annars er þetta allt hálf lamað héma, vegna þess að það eru allir að vinna í loðnufrystingunni." Nú rann upp fyrir mér ljós og ég uppgötvaði að Vestmannaeyjar eru einn mikill útgerðarstaður og að sjálfsögðu væru allir að bjarga verðmætum. Það rifjaðist upp fyrir mér saga sem einn nemandi FIV sagði mér sem mundi enn þá tíð þegar frí var gefið í skólum, ef töm var í fiskvinnslunni. „Nú er þetta á annan veg,“ segir hann. „Ég man það þegar skólastjórinn sjálfur kallaði bara að það væri vinna og með það var gefið frí.“ Ég reyndi að gera mér í hugarlund hversu tímamir væm breyttir og komst að þeim niðurstöðu að, þrátt fyrir allt flster.. yfirgefinn skóli Franthaldsskólinn í Vestmanna- eyjum var nteð svokallaða opna viku í síðustu vjku. Vikan bar yfirskriftina „Ast er...“ sem óljúgfróðir segja að lýsi hugarfari tilhneigingum nemendanna nijög vel. Sigurður Bragason formaður nemendafélagsins segir að þetta þema hafi verið ákveðið með nokkuð snöggum hætti og allir verið á eitt sáttir með það. I minningunni er enginn almenni- legur skóli, sem ekki státar af öflugu félagslíft og virkunt nemendum. Þess vegna brá ég mér upp í FÍV til þess að kanna hið öfluga félagslíf. Þegar upp í skóla kom varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum, vegna þess að á göngum skólans var eins og geisað hefði pest mikil og allt eins dautt og hægt væri að t'mynda sér í kirkjugarði á frostkaldri nóttu. Ég gekk upp tröppurnar og á einhverja hæð og inn gang sem var svo spegilgljáandi að færi saman þörfm fyrir fé og löngunin til þess að starfa íþágu samfélagsins, ef töm væri. Þetta skýrði fámennið og lífleysið í sjálfum skólanum, en samt maldaði ég í móinn og sagði við videófélagana að ekki væru allir sem ekki væru í skólanum að frysta loðnu. „Nei, nei,“ sögðu þeir. „Líklega eru flestir niðri í Félagsheimili og Kiwanishúsi. 1 Félagsheimilinu er verið að æfa „Þetta er allt vitleysa Snjólfur" og í Kiwanishúsinu er verið að skreyta húsið og undirbúa allt fyrir árshátíðina." „Hvað eru flestir margir,“ spurði ég. „Svona tíu til tuttugu manns,“ sögðu þeir og héldu áfram að munda tökuvélina. Ég hélt áfram að vera glaður. Aster... aðgerabaðogefbað ergert,hvernlngáað gerabað Ég fór upp á loft, því að einhver gaukaði því að mér að hugsanlega væri ritstjómarfundur á bókasafni skólans. Og mikið rétt þar sat þögull hópur við borð. „Er þetta blaðahópurinn," spurði ég um leið og ég kynnti mig. Ungt fólk grúfði sig yfir borðið þar Þórarinn glotti út í annað, þegar ég spurði hvernig ætti að bregðast við þessu og benti á þann möguleika að hópurinn tæki málin í sínar hendur. Hann sagði málið kannski ekki svo auðvelt. Það þyrfti að vera einhver samvinna. „Hvaða efni eruð þið með í blaðinu?" Einblöðunyurinn Veran „Þetta eru handhægar upplýsingar, en uppistaðan er leikskrá sem fylgir leikriti leikhópsins. Einnig eru greinar þar sem eldri nemendur segja frá vem sinni í skólanum og svo leiðbeiningar- pistill um það hvemig fólk eigi að hegða sér á árshátíðinni. Það verður svolítil alvara og húmor í bland. Svo gefurn við út Veruna. Hún er einblöðungur og teiknimyndafígúra, þar sem tjallað er um það sem er efst á baugi í skólanum.“ „Hvemig ernafnið til kontið til.“ „Veran er eiginlega hamstur sem ég ætlaði að teikna, en breyttist svo í þessa kynjaveru sem einblöðungurinn er,“ segir Ásgrímur og hlær „Hafiði mikinn áhuga á blaðamennsku?" Enginn tekur undir það í hópnum. nema Skapti Örn Ólafsson. Hann segir það geta komið til greina að skrifa, en hann frátekur að vera í layoutinu. Telur það bæði heilsu- Hlutí blaðahópsins: Talið frá vinstri að ofan Einar Jóhann, Skafti Örn, flndrés. flsgrímur, Þórarinn og Jantiwa af ein stelpa og enginn virtist ætla að svara, þar til einn þeirra tók af skarið og sagði: ,Já.“ „Og hver er ritstjórinn?“ Menn litu hver á annan og einn sagði um leið og hann benti: „Hann.“ Allt í lausu lofti Hann sagðist heita Þórarinn Hjörleifsson og sagði að útgáfumál gengju ágætlega, en kvartaði þó yfir samstarfs- og samkiptaeklu milli nemendafélagsins og blaðahópsins. „Við vitum ekki hvað á að gera og hvort við eigum að gera eitthvað og ef við eigum að gera eitthvað þá er spumingin hvemig á að gera það.“ spillandi og lítt áhugavert. Ég spurði stelpuna, sem sagðist heita Jantiwa og vera skiptinemi frá Thailandi, hvort hún fengi að gera eitthvað í þessu strákaveldi. Jú, jú,“ segir hún. „Ég tók viðtöl við nemendur. en strákamir skrifuðu þau niður. Og það er ágætt að vera í þessunt hópi.“ Þau sögðu að það vantaði reyndar fjóra í hópinn en þeir væru ekki í loðnunni, heldur niðri í Athafnaveri sem nýlega er búið að koma á fót. Þar væm þeir að aðstoða við að koma því batteríi á koppinn. Skóli eöa frystíhús Skyndilega hringir bjalla og ég spyr skólans sem vera átti daginn eftir. „Vill ekki einhver í spjall,“ spurð ég- „Jú jú,“kváðu nokkrar við. Og éj tók gleði mína á ný og henti frá mér öllum dauða- og sjúkrahúshug- myndum, þegar tvær stelpnanna Sigurrós og Sigurbjörg lýstu sig fúsar í spjall um skólann, draumana, væntingar og langanir. Þær eru í hönnunarhópnum og bogmðu yfir pappír, litum, skæmm og maður fann að hugmyndirnar sveimuðu í loftinu. „Þemað er pappír,“ segir Sigurrós. „En annars er allt leyfilegt. Við gemm þetta öll sjálf. Sjáum bæði urn skartgripi, förðun klæðnaðinn og höfum engan leiðbeinanda yfir okkur.“ Tískusýning á árshátíðinni „Langar ykkur til þess að verða hönnuðir"? „Nei ekkert sérstaklega en við höfum mikinn áhuga á öllu í kringunt þetta og þá helst sýningunni sem

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.