Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Page 10

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Page 10
10 Fréttir Fimmtudagur 19. mars 1998 Háls- nef- og eyrnalæknir Atli Steingrímsson háls- nef- og eyrnalæknir verðurá Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum dagana 25. 26. og 27. mars. Tímapantanir föstudaginn 20. mars og mánudaginn 23. mars kl. 9 -11 Sími 481 1955 Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum Öll almenn heimilistækja og raflagnaþjónusta. EINAR HALLGRÍMSSON Verkstæði að Skildingavegi 13 ® 481 -3070 & h® 481 -2470 Far® 893-4506. Myndirnar fengum við hjá Siggu í Skuld. Myndin hér að ofan sýnir Þórslið. Frá vinstri: Ingunn Jónasdóttir frá Skuld, Kristin Jónsdóttir, Sigríður Inga Sigurðardóttir frá Skuld, Ester Ágústsdóttir frá Aðalbóli og Kristbjörg Sigjónsdóttir. Myndin hér til hægri birtist í slðasta blaði en einhver nöfn vantaði. Frá vinstri: Guðrún Ingvars, konajónasar frá Skuld sem var fyrsti starfsmaður á Vestmannaeyjaradíói, Eygló Stefónsdóttir, frá Skuld, kona Ólafs Björnssonar smiðs, Viktoría Jónsdóttir frá Sunnuhlíð. Hennar maður Halldór, Sigurbjörg Benediktsdóttir, systir Helga Ben. og gift Ágústi Matthíassyni forstjóra hjá Einari Sigurðssyni, Dóra Úlfarsdóttir, gift Njáli Andersen I Magna. Þórunn Sigurðardóttir, systir Þorsteins á Blátindi, gift Jóni bankastarfsmanni, Júlía Matthíasdóttir frá Litluhólum, gift séra Þorsteini Lúther presti, Guðrún Stefánsdóttir frá Skuld, gift Helga Ben., stórkaupmanni og útgerðarmanni og Lovísa Sigurðardóttir frá Skuld, gift Guðna Grímssyni útgerðarmanni Maggýjar VE 111, Sigga frá Skuld kom með myndina sem hún fékk á Húsavík hjá Ingunni Jónasdóttur frá Skuld. FASTEIGNAMARKAÐURINN I VESTMANNAEYJUM Opið i10:00 -18:00 alia viika daga. Simi 4811847 Fax. 481 1447 Viðtalstími kjgmanns 16.30 -19.00 þrtðjudaga íl löstudaga. Skrifstofa i Rvk. Garðastræf 13, Viðtalstími mánudaga kl. 18 ■ 19, Sími 551-3945 Jón Hjaltason, hrl. Löggiltur fasteignasalí Guðbjörg Ósk Jónsdóttir Löggiltur fasteigna- og skipasali HUSEY HUSEY BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA m l 00 Tímamólasamningur um sorphirðu og sorpeyðingu Þann I. mars sl. tók Gámaþjónusta Vestmannaeyja ehf. við rekstri Sorpeyðingarstöðvarinnar en í því felst m.a. öll móttaka. flokkun og eyðing sorps samkværnt verklýsingu. Aðdragandi Forsaga þessa máls er sú að eftir að forstöðumaður Sorpeyðingarstöðv- arinnar sagði starfi sínu lausu sl. sumar barst stjórn Bæjarveitna Vm. bréf frá Guðmundi Richardssyni, f.h. Gámaþjónustu Vm„ þar sem óskað var eftir viðræðum við fulltrúa Bæjarveitna um möguleika á yfirtöku á rekstri Sorpeyðingarstöðvarinnar eða einhvers hluta reksturs, þ.m.t. urðun, gámaplan eða gámasvæði austan stöðvarinnar. Stjórn Bæjarveitna fól veitustjóra og undiirituðum, sem formanni stjórnar Bæjarveitna að ræða við fulltrúa Gámaþjónustu Vestm.eyja Niðurstöður viðræðna urðu þær, að lagt var til við stjórn Bæjarveitna að gengið yrði tii samninga við Gáma- þjónustu Vestmannaeyja um yfirtöku á rekstri allra þátta Sorpeyðingar- stöðvar Vestmannaeyja. Af hverju ekki útboð ? Ég met það þannig að það veki spurningar í þessu máli af hverju samningur um rekstur Sorpeyðingar- stöðvarinnar var ekki boðinn út. Ég ætla því að gera grein fyrir helstu ástæðum þessarar samninga- gerðar. Ábyrgð á einni hendi Það var mikill áhugi hjá meirihluta stjómar Bæjarveitna að láta reyna á það að hafa sorphirðu og sorpeyðingu á sömu hendi. Með því að gera einn aðila ábyrgan fyrir allri sorphirðu og sorpeyðingu þ.m.t. meiri flokkun og urðun, ásamt því að nú verður allt jámarusl flutt héðan, verður skipulag betra á gáma- og geymsluplani austan stöðvarinnar og öll sorphirða í bænum á einni hendi. Því miður hefur það oft komið fyrir þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis, eins og við íkveikju í Helgafellsgryfju. að ábyrgðin er meiri en eins manns og erfitt að ftnna þann „ábyrga" ef svo mætti að orði komast. Þekking og reynsla Eigandi Gámaþjónustu Vestmanna- eyja, Guðmundur Richardsson, starfaði við Sorpeyðingarstöðina frá upphafi og vann við uppsetningu hennar ásamt Gunnari Sigurðssyni. fráfarandi forstöðumanni og störfuðu þeir með starfsmönnum Norsk Hydro sem framleiddi stöðina. og hefur hann því mjög góða reynslu af rekstri stöðvarinnar og þekkir allan vélbún- aðinn. Flokkunarstöð án viðbótar rekstrarkostnaðar: Nú er búið að byggja flokkunarstöð við Sorpeyðingarstöðina. Með nýjum samningi er ekki verið að auka útgjöld bæjarsjóðs. en reynslan er sú hjá bænum að þegar verið er að bæta þjónustu og auka kröfur að það kostar töluvert og ekki er óeðlilegt að viðbótarkostnaður hefði orðið á bilinu 5-8% ef reksturinn hefði verið áfram í höndum bæjarfélagsins. Verktaki með metnað Guðmundur Richardsson hefur séð um rekstur Gámaþjónustu Vest- mannaeyja og hefur annast alla sorphirðu í Vestmannaeyjum. Þau mál eru í mjög góðu lagi og hafa bæjaryfirvöld fengið mikil og jákvæð viðbrögð vegna starfa hans og starfsmanna fyrirtækisins en þau eru óaðftnnanleg að mínu mati og hef ég ekki fengið neinar kvartanir vegna sorphirðunnar. Kröfur til umhverfismála Kröfur til umhverfismála, þ.m.t. sorpmála auk allrar umgengni við náttúruna. eru sífellt að aukast og við teljum okkur vera að horfa til framtíðar með þessum samningi. m.a. með betri flokkun og skýrum verklagsreglum skv. kröfum nú- tímans. Vandmeðfarin þjónusta Sorpeyðing og sorphirða er þjónusta sem er mjög vandmeðfarin og rniklar kröfur gerðar til þeirra þátta af bæjarbúum. Yfirleitt er gott að „gagnrýna" hana, en minna um að henni sé hrósað. Sorphirðusamningur endurnýjaður Sorphirðusamningurinn, sem í gildi var, hefði mnnið út árið 2001. en hann var endumýjaður til 5 ára sem er sami samningstími og samningurinn um rekstur Sorpeyðingarstöðvarinnar með tilheyrandi útisvæðum. Samningamir renna nú báðir út á santa tíma og það verður því stjómar Bæjarveitna að ákveða framhaldið að þeim tíma liðnunt. Viðmiðunarvísitala endumýjaða samningsins um sorphirðuna miðast við neysluvísitölu og er það hagstæðari viðmiðun fyrir Bæjarveitur en var í fyrri samningi um sorphirðu. Dýr búnaður Vélbúnaður Sorpeyðingarstöðvar- innar nemur andvirði 130-150 milljóna og því er mjög mikilvægt að aðilar sem vinna við þetta gjörþekki búnaðinn og hafi traust eigenda til þess að umgangast hann eins og hann væri þeirra eign. Gagnrýni mjög eðlileg Þegar gengið er til samninga um svo stórt mál sem hér um ræðir er mjög eðlilegt að gagnrýni komi fram og væri óeðlilegt ef slík breyting yrði ekki gagnrýnd. enda hafa allir sem að þessu stóðu gert sér grein fyrir því. Ég vona að þau rök sem ég hef sett hér fram skýri ástæður þess að gengið var til samninga við Gámaþjónustu Vestmannaeyja ehf. Lokaorð Aðalatriði málsins eru að búið er að sameina sorphirðu og sorp- eyðingarmál í hendur mjög góðs verktaka sem hefur fengið hrós allra sem hafa átt viðskipti við hann og samningurinn gerir miklar kröfur til umhverfis okkar, er hagstæður Bæjarveitum og þar af leiðandi öjlum bæjarbúum. Guðjón Hjörleifsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.