Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Page 11

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Page 11
Fimmtudagur 19. mars 1998 Fréttir 11 Fór niður á tólfmetra dýpi í lyftara þegar lyftugólfið í Skipalyftunni gafsig: Mer fannst eg vera mjög lengl á leMinni npp -og allt var í svarta myrkri þarna niðri, segir Þorsteinn Viktorsson um þessa lífsreynslu sína Þorsteinn Viktorsson fram- kvæmdastjóri Flutningamiðstöðvar Vestmannaeyja var hætt kominn síðastliðið sunnudagskvöld, þegar lyftari sem hann var á fór niður úr bryggjugólfi skipalyftunnar, en þar er tólf metra dýpi. Má teljast mesta mildi að hann skyldi komast lifandi frá óhappinu. „Við höfðum verið að lesta skip þama og vorum að hætta. Ég var á spjalli við skipstjórann og varð seinn fyrir af þeim sökum. Ég tek svo lyftara sem við höfðum verið með og ætla að stytta mér leið meðfram steinkanti sem er þama en það var búið að loka þar fyrir, þannig að ég fer yfir gólf skipalyftunnar með fyrr- greindum afleiðingum." Þorsteinn segir að þetta hafi bara verið ákvörðun sem hann tók án þess að velta henni neitt fyrir sér. „Ég fann að afturhjólin voru að láta undan og ákvað að gefa í. en hafði meiri áhyggjur af því að festa lyftarann í sleðafarinu. Þá brotnar allt undan lyft- Þorsteínn heimtur úr helju: Eiginkona hans Díanna Einarsdóttir. Viktoría Rún yngsta dóttir heirra og Þorsteinn. aranum og hann fer í sjóinn. Maður sér þetta í leifturmynd á sekúndubroti og erfitt að gera sér fulla grein fyrir því hvemig maður bregst við. Ég man að ég reif í handfangið á hurðinni og veit ekki hvort afturrúðan brotnaði strax við fallið eða hvort ég braut hana sjálfur. En á ákveðnum tfmapunkti finn ég að ég er laus. Mér fannst ég vera mjög lengi á leiðinni upp og allt í svarta myrkri þama niðri. Svo skýtur mér upp og sé þá hvar lóðsinn liggur, svo ég átta mig á því hvar ég er staddur og tek stefnuna á næsta stiga.“ Hann segir að það hafi gengið ágætlega að synda þrátt fyrir nokkra öldu á móti. „Þá tók ég ákvörðun um að synda á bakinu. Ég náði að stiganum og fann þegar ég var að reyna að komast upp hann hversu þungur ég var og orðinn kaldur. En ég kemst upp og staldra aðeins við þar og það varekki laust við að ég fengi visst sjokk. Ég geng síðan að afgreiðslu Élutningamiðstöðvarinnar þar sem ég hringi svo á lögregluna." Þorsteinn segist ekki gera sér neina grein fyrir því hvaða leið hann fór, en bein lína frá gatinu og að stiganum sem hann fór upp er um 30 - 40 metrar. „Annars óttaðist ég mest eftir að ég var laus úr lyftaranum, að verða kannski undir honum, vegna þess að ég gerði mér enga grein fyrir dýpinu. En þetta gerðist allt svo hratt.“ Þorsteinn er marinn á hálsi og öxlum eftir slysið en varð ekki meint að öðru leyti. Hann segir að ekki sé laust við að tilhugsunin um dauðann hafi gert vart við sig, þegar hann var inni í tækinu og hann muni það að hafa reynt að opna hurðina, en síðan skeður allt svo hratt að engin leið sé að gera sér grein fyrir atburðarásinni. Hann vill hins vegar geta þess að öll umræða um þetta mál og önnur svipuð hafi hjálpað sér. „Ég leyni því ekki að umræðan er af því góða og ég held að menn haldi frekar ró sinni og bregðist rétt við, ef menn komast í hann krappann.“ Eg mun ekki kjósa þá atfur Glæsilega ætla þeir að ljúka sinni átta ára stjómartíð sjálfstæðismenn. Sorpa risin þar sem teiknað hafði verið glerhýsi á útsýnispalli af kanadískum og norskum hönnuðum sem fengið höfðu fyrstu verðlaun í gleymdri samkeppni um skipulag í Eyjum eftir gos - enda löngu búið að taka niður teikningar af því sem innrammaðar prýddu anddyri safnahússins á þeim tíma þegar framkvæmdir hófust við Sorpu. Unrdeildir margmilljónasamningar um sorpeyðingu hafa verið undirrit- aðir þrátt fyrir að hollustunefnd ríkisins hafi ekki samþykkt þann umdeilda sorpurðunarstað sem til- greindur er í samningnum. Fulltrúi frá Hollustuvernd er ekki væntanlegur hingað fyrr en 26. mars nk. til að atlruga hvort veita eigi undanþágu til sorpurðunar við húsvegg austurbæ- inga með reynslu af Helgafellsgryfju til hliðsjónar. Ég hef ekki trú á því að sá fulltrúi, sem hingað kemur frá hollustunefnd. láti bara rétta sér pennann til undirskriftar. Ég hef ekki það álit á honum eftir ftarlegt samtal. Meira þarf að koma til. Því vil ég ráðleggja þeim austurbæingum sem ræða um það í heitu pottunum að fara í skaðabótamál við bæinn ef úr verður, að láta óánægju sína koma upp á yfirborðið fyrir 26. mars svo að hún verði höfð til hliðsjónar í ákvörðunar- tökum. A tveimur fundum sem ferðamála- hópurinn, hagsmuna- og áhugahópur um ferðamál, hélt með bæjarstjóra fyrir áramót. var þessum urðunarstað, við Irlið gönguleiða þúsunda ferða- manna og ofan við aðalútsýnisstaði í Eldfelli, ákaft mótmælt og til að kóróna allt viðurkenndi svo bæjar- stjóri að þessir fundir og allur undir- búningur undir þá hefðu nú trúlega sko - eða þannig sko - sáralítil eða engin áhrif þar sem þegar væri búið að ákveða þetta mál og nafngreindi þar hópa og einstaklinga sem það hefðu gert (þó sumir þeirra nafngreindu hafi svo neitað því síðar að hafa verið sammála). Við í ferðamálahópnum sem sagt hafðir að algjörum fi'flum og tillögur þær senr fram komu um aðra urðunarstaði og aðferðir, algerlega hunsaðar með þeim mótrökum bæjar- stjóra að hann treysti ekki Eyjamönn- um til að fara eftir reglum. HUN-nefndin svokallaða, sem á að hafa vakandi auga með náttúruvemd og bregðast við öllu sem veldur sjón- mengun, samþykkti þegjandi. Er það ekki furðulegt þar sem þessi sama nefnd ærðist algjörlega og með fundarhöldum og blaðaskrifum mót- mælti harðlega þegar Jói listó málaði litglaða auglýsingu á vegg í gráum miðbænum (tyrrverandi). Það er e.t.v. eftir öðm t þeirri nefnd þar sem einn nefndarmanna komst þannig að orði í umræðum um sjónmengun. reyk og drasl: „Mér finnst þetta flott. Það er svo tignarlegt að sjá ljósin frá Sorpu - í myrkri- Og svo það sem e.t.v. er stórmál. Undir þeim stað, þar sem nú á að fara að urða drasl, eru e.t.v. minjar frá gostímabilinu sem eru þannig stað- settar í hraunjaðrinum að þær gætu orðið ómetanlegar fyrir ferðamál framtíðarinnar ef rétt reynist. Undirritaður afhenti bæjarstjóra teikningar og kort af fyrmefndu svæði á ferðamálafundinum fyrmefnda og vom fundarmenn sammála um að alls ekki mætti hefja neinar framkvæmdir á þessum stað nema áður hefðu farið fram athuganir á því í hvemig ástandi rústir, sem þar eru undir, væru. Auðvitað er allt sem þarna er að finna á þó nokkm dýpi en vikurhrúgur hafa ekki vafist fyrir okkur Vest- mannaeyingum hingað til. Efnið sem upp kæmi mætti svo geyma til síðari tíma notkunar. Ef þama er að fmna nokkuð heillegar rústir húsa, sviðna Ijósastaura o.fl., o.fl., sem væru auk þess staðsettar í hlíðum eldfjalls, mætti búa til þarna ógnvænlega á- hrifamikinn stað sem auglýstur yrði þannig upp að enginn ferðamaður, sem til Islands kæmi, mætti missa af að skoða. Gengið yrði inn á svæðið að vestan, undir veginn og á þeim 30 - 40 m sem að rústunum em mætti sýna muni og nrinjar frá gosinu. Glóandi hraunstraum, útbúinn með Ijósum, „slides" myndir, brot úr kvikmyndunr o.s.frv. Auðvelt yrði svo að setja þak yfir allt saman frá hraunjaðri yfir á vikurstálið. Gróflega reiknað gæti fjöldi ferðamanna hingað á ári verið um 50 þúsund - núna -. Ef aðgangseyrir að uppgreftinum yrði t.d. þúsund krónur á mann, erum við að tala um 50 milljónir á ári! Tala þessi færi svo hækkandi með auknum fjölda ferða- manna. Sala á minjagripum. tengdum þessum tíma, gæti einnig orðið arð- vænleg auk þeirrar miklu vinnu sem færi í að útbúa þá, t.d. í iðngörðum. Er þessi upptalning ekki næg ástæða til að doka við með draslið? Sigurgeir Scheving sem alltaf liefur kosið Sjálfstœðisflokkinn en mun EKKl gera það núna. ómetanlegar fyrir ferðamál framtíðarinnar ef rétt reynist

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.