Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Side 14

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Side 14
14 Fréttir Fimmtudagur 19. mars 1998 LESENDABREF - Guðmundur Þ.B. Olafsson Fasteignaskatiar hafa hækkað sem nemur einni Sorpu á fjórum árum Landakirkja Finimtudagur 19. mars Kl. 17:00 T.T.T. (10-12 ára) Föstudagur 20. mars Kl. 20:30 Lokafundur um Sið- fræði Sjávarútvegs haldinn í sal Listaskólans. Dr. Vilhjálnrur Árnason heimspekingur ræðir um Siðfræði Sjávarútvegs. Fundai'stjóri dr. Erlendur Jónsson, heimspekingur. Heittá könnunni. (Sjá fréttatilkynningu) Sunnudagur 22. mars Kl. 11:00 Sunnudagaskólinn Kl. 14:00 Almenn guðsþjónusta - Sr. Önundur Björnsson, héraðs- prestur, þjónar. -Bamasamvera meðan á prédikun stendur. -Messukaffi. Kl. 20:30 KFUM & K Landa- kirkju - unglingafundur. Mánudagur 23. mars Kl. 20:30 Bænasamvera og Biblíulestur í KFUM & K húsinu Þriðjudagur 24. mars Kl. 16:00 Kirkjuprakkarar (7-9 ára). Kl. 20:30 Eldrideild KFUM & K fundar í húsi félaganna. Miðvikudagur 25. inars Kl. 10:00 Mömmumorgunn. K1. 12:10 Kyrrðarstund f hádeg i. Kl. 15:30Fermingartímar-Bama- skólinn. Kl. 16:30 Fermingartímar-Ham- arsskólinn. Kl. 20:(M) KFUM & K húsið opið unglingum Fimmtudagur 26. mars Kl. 11:00 Kynðarstupd á Hraun- búðum. KL. 17:00 T.T.T. (10 - 12 ára) Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudag kl. 20:30 Mynd- bandasýning um tilurð Biblí- unnar. Föstudagur kl. 17:30 Krakkakirkja fyrir börn á aldrinum 3 til 9 ára. Kl. 20:30 Unglingasamkoma Laugardagur kl. 20:30 Bænasam- koma Sunnudagur kl. 15:00 Vakninga- samkoma. Ræðumaður Olaf Jakub frá Færeyjum. Samskot tekin til hans. Þriðjudagur kl. 17:30. Krakka- kirkja fyrir böm á aldrinum 9 til 12 ára. Fjölbreyttur söngur og lifandi orð. Hjartanlega velkomin. Aðventkirkjan Laugardagur 21. mars. Kl. 10:00 Biblíurannsókn Allir velkomnir. BaháíSAM- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B. Kl. 14:00 Allir velkomnir. Baháí’ar Biblían talar Sími 481-1585 Á seinasta fundi bæjarstjómar voru fjárhagsáætlanir fyrir bæjarsjóð og stofnanir, afgreiddar, jafnframt því að þriggja ára áætlun var lögð ffarn til fyrri umræðu. í áætlunum kenrur stefna meirihlutans fram, það er sjálf- stæðismanna, enda eru áætlunirnar alfarið unnar og lagðar fram af þeim. Aðrir bæjarfulltrúar fá hvergi að koma þar að. Stefnan skýr í gjaldamálum, 29 milljón króna hærri fasteignaskattar á ári í áætlunum kernur fram að viðhalda á þeim auknu álögum sent bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt á bæjarbúa í meirihlutatíð sinni frá árinu 1990. Nýir skattar svo sem sorpeyð- ingargjald og holræsagjald hafa verið lagðir á, í stjómartíð sjálfstæðismanna og aðrar álögur hafa stórhækkað, svo sem fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði og húsnæði tengt landbúnaði sem hækkaðir voru unt 20% umfrant hækkanir fasteignamats, fasteinga- skattur á annað húsnæði var hækkaður unt 58% umfram fasteignamatsstofn og soippokagjaldið var hækkað um 54% umfram verðlagsþróun. Fyrir- tækin hefðu borgað fyrir 58% hækkunina 38 milljón krónur í stað 60 milljóna nú og heimilin hefðu borgað rúmar 33 milljónir (stað 40 milljóna króna nú, ntiðað við sömu verðlags- forsendur. Samtals nemur þessi hækkun fasteignaskatta, í ár 29 millj- ónunt króna sem öll er umfrant þróun fasteignamats. Það er til lítils að hæla sér af því að ekki skuli lagður á sérstakur skattur á verslunttr- og skrifstofuhúsnæði, þegar fasteignatengdir skattar á allt húsnæði í bænunt hafa verið hækkaðir um milljónatugi umfram þróun fast- eignamats. 40 milljón króna holræsagjaldið, fer beint í reksturinn Holræsagjaldið sem meirihlutinn tók upp árið 1995 hefur gefið unr 10 milljónir króna á ári, eða samtals 40 milljón krónur að þessu ári meðtöldu. Samkvæmt tillögu að þriggja ára áætlun mun holræsagjaldið verða innheimt áfram, þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir sérstöku átaki í fráveitu- og holræsamálum. á komandi árum, sem meirihlutinn lagði fram sem forsendu fyrir upptöku á þessum nýja skatti á bæjarbúa. Holræsagjaldið mun renna áfram til almenns reksturs bæjarins og þvf Ijóst að um viðvarandi skatt verður að ræða ef Sjálf- stæðisflokkurinn fer með meirihluta- stjóm bæjarfélagsins að afloknum næstu kosningum. Þrátt fyrir aukna skattheimtu íhaldsins halda skuldir bæjarins áfram að aukast og verður svo einnig á næstu ámm, samkvæmt tillögu meirihlutans að þriggja ára áætlun. Nýir og hærri skattar meirihlutans jafngilda einni Sorpu á 4 ára tímabili, eða 232 milljónir króna Uppspretta nýrra og hærri skatta hafa verið helstu úrræði meirihlutans á stjómarferlinum, í árangurslítilli tilraun við að ná tökum á fjármálum bæjarins. Holræsagjaldið mun nema 10,8 milljónum á þessu ári, sorphreinsunargjaldið mun nema 9,9 milljónum á heimilin í bænum og 7,5 milljónum á fyrirtækin eða samtals 17,4 milljón krónur og fasteigna- skattar verða 29 milljónum króna hærri en ella eins og áður er getið. Þeir skattar sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa aukið eða stofnað til, gefa auknar tekjur til bæjarins um 57 milljónir króna á ársgrundvelli og á 4 árum rúmar 232 nrilljón krónur, eða sem nemur einni Sorpu og rúmlega það. Gefum þeim frí A ofangreinda þætti er meðal annars verið að benda svo fólk geti rifjað upp kosningaloforð sjálfstæðismanna fyrir seinustu kosningar. Þar var því lofað að álögur á bæjarbúa yrðu í lágmarki. Það loforð var svikið. Sjálfstæðis- menn í bæjarstjóm hafa skýra stefnu í atvinnumálum. Hún er; við skiptum okkur ekki af atvinnulífinu. Héðan hafa því ntiður alltof margir flutt á undanförnum árum og í sumum tilfellum hafa það verið tjölskyldur sem hafa ekki sætt sig við það ástand sem hér ríkir, undir meirihlutastjóm íhalds. f komandi kosningum mun koma í ljós hvort bæjarbúar séu sáttir við núverandi stjóm eða ekki. Vilja bæjarbúar búa áfram við það ástand sem hér rikir? Því er hægt að svara í kosningunum 23. maí nk. Guðmundur Þ. B. Ólafsson Höfimdur er bœjarfulltrúi Vestmaunaeyjalistans Fasieignafengdir skaHar á ári, fyrir valdatíð sjáltslæðismanna og í þeirra valdatíð Fyrir Nú Mismunur Fasteignaskattar: 71 millj. kr. 100 millj. kr. 29 núllj. kr. Holræsagjald: 0 kr. 10,8 millj. kr. 10,8 millj. kr. Sorpeyðingargjald: 0 kr. 17,4 millj. kr. 17,4 millj. kr. Samtalsáári: 71 millj. kr. Samtals á einu kjörtímabili, 4 ár. á 128,2 millj.kr. 57,2 millj. kr. núverandi verðlagi: 280millj. kr 512.8 millj. kr. kr. Mismunurinn nemur einni Sorpu og góðlega það. 232,8 millj. Páll Zóphóníasson, ræðismaður Svíþjóðar í Vestmannaeyjum, var á laugardaginn útnefndur af Karli 16. Gústaf konungi Svíþjóðar, til riddara af fyrstu gráðu með með Konunglegu Norðurstjörnunni. Orðuveitinguna hlýtur Páll fyrir margra ára þjónustu sem ræðismaður Svíþjóðar í Vestmannaeyjum. Orðan var afhent við athöfn í sænska sendiráðinu í Reykjavík á laugardaginn. Sendiherra Svíþjóðar, Pár Kettis, afhenti Páli orðuna. Páll vildi sem minnst segja um þennan heiður. Segir hann það venju að ræðismenn séu heiðraðir með þessum hætti. Fréttatilkynning frá Landakirkju: lokafundur um siðfræði sjávarútvegs Svo sem menn rekur ntinni til voru nýlega haldin þrjú umræðukvöld á vegunt Landakirkju, Hafrann- sóknarstofnunar og Þróunarfélags Vestmannaeyja um siðfræði sjávar- útvegs. f framhaldinu var unninn texti þar sem gerð var grein fyrir helstu sjónarmiðum og áhersluat- riðum sem fram komu á fundunum. Var textinn samþykktur á almennum fundi, þýddur á norska tungu og fluttur á norrænni ráðstefnu unt málefnið fyrir skömmu. Nú er komið að síðasta fundi vetrarins um Siðfræði Sjávarútvegs- ins. Á föstudagskvöldið kemur 20. inars kl. 20:30 mun Vilhjálmur Árnason heimspekiprófessor við Háskóla íslands flytja erindi í hinum nýja sal Listaskóla Vestmannaeyja. Mun hann við það tækifæri taka ráðstefnutextann, sem um var getið, og gagnrýna hann. Síðan verður efnt til almennra umræðna þar sem dr. Vilhjálmur situr fyrir svörum en fundarstjóri verður Eyjamaðurinn dr. Erlendur Jónsson, heimspekingur. Segir sig sjálft að hér er einstakt og áhugavert tækifæri til gagnlegrar umræðu unt undirstöðuatvinnu- veginn og líf þeirra sem að honum vinna. Hvetjum við allt fólk lil að mæta og njóta góðrar kvöldstundar. Heitt verður á könnunni. Lundakirkja Hafrannsóknarstofnun Þróunarfélag Vestmannaeyja Til greinahöfunda: Skil á greinum Þar sem nú fara bæjarstjórnarkosningar í hönd má búast við miklum fjölda aðsendra greina í Fréttir. Til að tryggja greinahöfundum sem besta þjónustu eru þeir beðnir um að hafa eftirfarandi í huga: Panta skal pláss fyir greinar fyrir föstudagskvöld og skilafrestur er til mánudagskvölds í vikunni sem þær eiga að birtast. Greinunt skal skila á tölvutæku formi, á disklingum eða á Netpósti. Lengd greina má ekki vera lengri en eitt A-4 blað með eðlilegri leturstærð eða 2000 slættir á tölvu. Kosningabaráttan hefur farið fremur rólega af stað en búast má við að skoðanakönnun Frétta, sem birt verður í næstu viku hleypi lífí í hana.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.