Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Síða 15
Fimmtudagur 19. mars 1998 Fréttir 15 Síðasta umferð Nissandeildarinnar verður annað kvöld: ÍBV mætír ÍR í mikilvægum leik til þess að ÍBV mæti annaðhvort KA Leikir kvöldsins eru eftirfarandi: KA, UMFA - Stjaman, ÍBV - ÍR og eða Aftureldingu í úrslitakeppninni. Breiðablik - HK. FH - Fram, Valur - Víkingur- Haukar. Nissandeildin: KA 28 ÍBV 22 Bakslag á lokaspretdnum í kvöld fer fram síðasta umferðin í Nissandeildinni í handknattleik. Mikil spenna er fyrir síðustu leikina, þar sem ómögulegt er að segja til hvaða lið munu mætast í úrslitakeppninni. Þrjú lið koma til með að berjast um deildarmeistaratitilinn; Fram, sem er í efsta sæti með 30 stig, og KA ásamt UMFA, sem eru bæði með 29 stig. Á hinum endanum eru það HK og Stjaman, sem berjast um 8. og síðasta sætið í úrslitakeppninni. Eyjamenn sigla lygnan sjó um miðja deild og geta í sjálfu sér lent á móti hvaða liði sem er. ÍBV fær lið ÍR í heimsókn í kvöld kl.20:00 og ættu Eyjamenn ekki að vera í erfiðleikum með að klára þann leik með sigri. Verði öll úrslit kvöldsins eftir bókinni, þá bendir allt Eyjamenn héldu norður til Akureyrar síðastliðinn þriðjudag og spiluðu þar viðKA-menn íNissandeildinni. ÍBV strákar riðu ekki feitum hesti úr þessari viðureign, þó svo að þeir hafi haft undirtökin nær allan fyrri hálfleik. Leikurinn endaði með 6 marka sigri heimamanna, 28 - 22. Eyjamenn tóku leikinn strax í sínar hendur og voru alltaf skrefmu á undan KA-mönnum. Robertas fór á kostum í fyrri hálfleik og réðu heimamenn ekkert viðhann. Liðið spilaði af sama krafti og verið hefur og staðan í hálfleik, 12-14. í síðari hálfleik sneru KA-menn dæminu við, skoruðu fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiks og breyttu stöðunni í 16-14. Robertas var tekinn úr umferð og við það riðlaðist sóknarleikur ÍBV til muna. Heimamenn keyrðu vel upp hraðann og við því áttu Eyjamenn ekkert svar. Bestu menn ÍBV voru Belánýi og Signtar Þröstur og einnig átti Robertas ágætis spretti. Mörk ÍBV: Belánýi 9/6, Robertas 4, Guðfinnur 2, Erlingur 2, Davíð 1, Haraldur 1, Sigmar Þ. 1. Sigurður I, Svavar lþ Varin skot: Sigmar Þröstur 14. Vantaði herslu- muninn Síðastliðinn ntiðvikudag léku Eyjastelpur sinn síðasta leik í dcildinni hér heima. en þá fengu þær lið Vals í heimsókn. Leikur- inn var jafn framan af en eins og svo oft áður misstu IBV stúlkur taktinn í seinni hálfleik. Leikur- inn endaði því með 5 marka sigri Vals, 17 - 22. Fyrri hálfleikur var ágætlega spilaður af hálfu beggja liða, varnir nokkuð sterkar og hraður sóknarleikur. Jafnt var á öllum tölum fyrri hluta Ieiks og var staðan í hálfleik, 10-11, gestunum í vil. I seinni hálfleik fór síðan að síga á ógæfuhlið Eyjastúlkna og lítið gekk upp í leik liðsins. Vömin opnaðist óþarflega oft og sóknar- leikurinn tilviljunarkenndur. Einn- ig gengur ekki að rnissa boltann svo oft í sókninni. eins og raun bar vitni. Sandra og Eglé voru bestu menn ÍBV, en Ijósi punkturinn í þessu öllu er að liðið er ungt og á margt eftir ólært. Mörk ÍBV: Sandra 8/4, Sara 3, Ingibjörg 2, Guðbjörg 2, Eglé 1 og Hind 1. Varin skot: Eglé 12 Úrslitakeppni l.deildar kvenna hefst um næstu helgi: Ingihjöig fyrirliði bjartsýn: ÆUum að standa okkur Um næstu helgi hefst úrslitakeppni l.deildarkvenna. Ejjastúlkur, sem lentu í næstneðsta sæti deild- arinnar, mæta þar liði Hauka. Fyrsti leikur liðanna fer fram annað kvöld í Hafnarfirði en sá næsti hér í Eyjum næstkomandi sunnudagskvöld. Það lið sem fyrst vinnur tvo leiki kemst síðan áfram Ef tii þriðja Ieiks kemur mun hann fara fram í Hafnar- firði. Það er því ljóst að á brattann verður að sækja hjá ÍBV stelpum. í samtali við FRÉTTIR leit Ingibjörg Jónsdóttir. fyrirliði ÍBV, yfir farinn veg og spáði í spilin fyrir úrslita- keppnina. Hvemig finnst þér veturinn í heild hafa verið? „Nú þetta byrjaði mjög vel hjá okkur en því miður náðum við ekki að bæta við og halda sama dampi. Ég vil meina að samæfing liðsins sé ekki nógu góð og miðað við hvað við erum með sterkan hóp þá hefur alls ekki komið nógu mikið út úr honum. Meiðsli hafa einnig sett strik í reikninginn og einnig skapast of mikið bil milli elstu og yngstu leik- manna liðsins.” Þannig að þú ert ekki sátt við ykkar stöðu í deildinni? ,J9ei alls ekki og mín skoðun er sú að oft á tíðum emm við ekki að fara með réttu hugarfari í leikina og það boðar ekki gott. En nú er komið að úrslitakeppn- inni og við ætlum okkur að standa okkur þar." Hvemig finnst þér deildin hafa verið í vetur? „Hún hefur verið mun jafnari en oft áður. Lið eins og Valur og Grótta/KR em að koma sterk til leiks en aftur á móti er lið Fram mikil vonbrigði.” Hvemig leggjast leikimir við Hauka í þig? „Bara mjög vel. Við höfum spilað við þær þrisvar sinnum í vetur og þetta hafa allt verið hörkuleikir. Ég tel að lið Hauka haft veikst við brotthvarf Vigdísar í markinu og ef Andrea verður komin í gagnið hjá okkur er aldrei að vita hvað gerist,” sagði Ingibjörg Jónsdóttir að lokum. Útlendingahersveitin í miklu stuði Á miðvikudagskvöld mættust í Nissandeildinni, lið IBV og HK. Leikurinn var athyglisverður fyrir margra hluta sakir, því þar voru markahæstu leikmenn landsins og bestu markmenn landsins að etja kappi saman. Utlendingarnir í liði ÍBV, þeir Robertas og Belánýi, fóru á kostum í þessum leik og skoruðu samtals 21 mark. Hinum megin á vellinum átti Eyjamaðurinn, Hlynur Jóhannesson, sannkallaðan stórleik í marki HK og varði 25 skot. Leikurinn var í járnum allan tímann en IBV hafði sigur í lokin, 27 - 26 en í hálfleik var staðan jöfn 15 -15. „Það má kannski segja að það hafi orðið smá spennufall hjá okkur. Við vorum svolítið stressaðir í byrjun, sem lagaðist þegar á leið. HK-menn spiluðu vel, voru agaðir og þolinmóðir en við höfðum þetta í lokin og það sýnir best hve góður karakter er í liðinu," sagði Zoltán Belánýi, leikmaður ÍBV og markahæsti jnaður deildarinnar, í samtali við FRÉTTIR eftir leik. En það var þungt hljóðið í Hlyni Jóhannessyni í leikslok. „ Við vorum algjörir aular. Þeir voru ekki að spila vel en þegar við erum að misnota um 3 víti í svona Ieikjum, þá eigum við ekki betra skilið. En eigum við ekki að segja að þetta komi bara næst. Það verður samt að segja alveg eins og er að ég er hættur að trúa þeirri setningu, þar sem þetta er sjöundi leikurinn, sem við töpum í vetur, með einu marki,“ sagði Hlynur að lokum. Mörk ÍBV: Belánýi 12/3, Robertas 9, Hjörtur 2, Guðfinnur 2, Sigurður 1 Erlingur 1. Varin skot: Sigmar Þröstur 13/2 Það voru Geiri smart, Dautt á Vatni, ER og Don Revie sem sigruðu í riðlum hópleiksins að þessu sinni. Árangurinn var alveg ágætur og náðu bara þó nokkrir hópar 8 réttum sem er mjög gott. en seðillinn í þetta sinn var mjög erfiður. Lokastaðan í riðlunum vareftirfarandi: A-riðill: Geiri smart 66, Tveir flottir 65, Flug-eldur 63, Charlotta 63, Húskross 62, rauðu djöflamir 61, Ármenningar 59, Bláa Ladan 59, Hengdur og spengdur 59, Seinheppnir-SH 58, Hurðaskellar 49, Kertasníkir 49, Bommi og frú 47 og Munda 47. B-riðill: Dautt á Vatni 69, Villta vestrið 66, Bæjarins bestu 64, Pörupiltar 63, Hamar 63, Allra bestu vinir Ottós 63, Klaki 62, Jójó 60. Tveir á toppnum 60, Beyglaður Ijósastaur 59, Snúrusniffaramir 58, Tvíbökur 58, Mariner 57 og Baukamir 56. C-riðill: ER 66, Styðjum Roy Evans 65, Búðarráp 64, Burt með fhaldið 64, Sig-bræður 63, Gráni gamli 62, Maur 62, f vörina 61. Er-jrs 60, HSÞ 59, Hænumar 59, A-team 58 og Doddaramir 58. D-riðill: Don Revie 68, Sieló-sport 65, Reynistaður 65. ÍBV 65, HH-flokkurinn 63, K-trölIin 63, Frosti feiti 61. Jagama 61, Kaffi klikk 57, Austurbæjar- gengið 56. Sveitasnakk 56. Guðmundur VE 55, kaffi Ermasund 54, VSOP 54 og Klapparar 50. Hóparnir í efstu sætunum taka með sér 4 stig í úrslitariðil, 2. sæti 2 stig, 3. sæti 1 stig og Ijórða sætið tekur ekki með sér stig í úrslitariðil. Upphafsstaða úrslitariðlanna er þvf eftirfarandi: Riðill LGeiri Smart og Dautt á Vatni 4 stig, Tveir flottir og Villta vestrlð 2 stig, Flug-eldur og Bæjarins bestu 1 stig og Charlotta og Pömpiltar 0 stig. Riðill 2: ER og Don Revie 4 stig, Styðjum Roy Evans og Sigló-sport 2 stig. Búðarráp og Reynistaður 1 stig og Burt með íhaldið og ÍBV 0 stig. Hópurinn hefur þynnst og þeim sem lokið hafa keppni er þökkuð þátttakan í hópleiknum. Monrad-leikurinn er í fullum gangi og er Sigfús Gunnar að stinga af í honum. Úrslit síðustu helgar vom sem hér segir: Kári Fúsa - Ólafur Guðmundss 9-9, Sigurjón Þorkels - ER 7- 10, Georg og fél. - Klaki 8-8, Sigg'Óli - Haraldur Þór 0-9, Haukur Guðjóns - Jakob Möller 0-8, Hlynur Sigm. - Þrumað á þrettán 9-7, Eddi Garðars - Friðfmnur 5-7, Sig-bræður - Huginn Helga 8-12, Siguijón Birgiss. - Guðni Sig. 9-8, Húskross- Sigfús Gunnar 8-10, Hengdur og spengdur - Bjössi Ella 7-8 og Andy Cole sat hjá. Staðan er nú þannig í leiknum hjá efstu keppendum: Sigfús Gunnar 23, Friðfinnur 21, Andy Cole 19, Haraldur Þór 19, Huginn 19, Eddi Garðars ] 7, Hlynur Sigmars 16 og Jakob Möller 16. í næstu umferð spila neðangreindir: Guðni Sig. - Húskross, Sig-bræður - Friðfinnur, ER- Haraldur Þór, Hengdur og spengdur - Huginn Helga, Haukur Guðjónss - Þmmað á þrettán, Sigurður Óli - Jakob Möller, Kári Fúsa - Andy Cole, Sigurjón Þorkelss - Eddi Garðars, Klaki - Bjössi Ella, Siguijón Þorkelss - Eddi Garðars, Klaki - Bjössi Ella, Slynur Sigmars - Sigurjón Birgiss, Sigfús Gunnar - Georg og Félagar og Ólafur Guðmundss siturhjáað þessu sinni. Sjáumst næsta laugardag í Týsheimilinu. Opnað er kl. 10:00 og verður heitt á könnunni til kl. 14:00. Góðurmögu- leiki á 1. deildarsætí Helgina 28. febrúar til 3. mars, fór fram síðasta fjölliðamót vetrarins í körfuknattleik. Meistaraflokkur ÍV spilaði að venju 3 leiki, tveir töp- uðust en einn vannst. Nokkra af lykilmönnum liðsins vantaði, þar sem flestir voru að vinna við loðnufrystingu hér í Eyjum. Úrslit leikja urðu þannig: Sindri - ÍV 81-74 Stigaskor: _ Michael 26, Davíð 14, Diddi 32, Ástþór 2 ÍV - UMFH 58 - 60 Stigaskor: Michael 28, Diddi 10, Ástþór 6. Davíð 5, Guðmundur 4. Sæþór 2, Sverrir 2, Jón 1 ÍV - Hekla/Dímon 92 - 60 Stigaskor: Diddi 29. Davíð 32, Michael 10, Sæþór4, Guðmundur 6, Ástþór 5, Jón 4, Pálnti 2 Næsta verkefni meistaraflokks IV er sjálf úrslitakeppnin, sem fram fer íjok þessa mánaðar. Að sögnVíðis Óskarssonar, formanns IV, em 8 lið sem taka þátt í úrslitakeppninni og er spilað í 2 riðlum. Tvö efstu liðin spila síðan til úrslita um sæti í I. deild. Víðir var bjartsýnn á gott gengi, sérstaklega í Ijósi þess að einn besti leikmaður Éyjanna. Örn Eyfjörð. mun leika með en hann hefur verið á sjó í allan vetur. Helgina 7. til 8. ntars lék 11. flokkur 4 leiki og unnu þeir tvo en töpuðu tveimur. Stigahæstu menn liðsins vom: Daði. Guðmundur. Haffi og Sverrir. Aðrir stóðu sig einnig með sóma. Strákarnir komust ekki í úrslit. Deildarbikarinn ígang Um helgina fara fram fyrstu leikir íslandsmeistara ÍBV, í deildar- bikamum. Á föstudag mæta Eyja- menn liði Fylkis kl. 18:30 á Leiknis- velli og á laugardag spilar Ú3V gegn Þrótti frá Neskaupstað á Ásvöllum oghefst leikurinn kl. 17:00 Allirvinningamir genguút Allir vinningar í happdrætti hand- knattleiksráðs ÍBV gengu út. Eru vinningshafar beðnir um að vitja þeirra í Þórsheimilið. Happdrætis- miðargilda á ÍR-leikinn Þeir sem ekki hrepptu vinning í happdrættinu fá sárabætur því allir miðamir gilda sem aðgöngumiðar á leik ÍBV og ÍR í íþróttamiðstöðinni annað kvöld. Allir krakkar sem mæta í ÍBV búningum á leikinn eða em máluð í ÍB V litum fá frítt á leikinn. Hermann skoraði Hermann Hreiðarsson skoraði fyrra mark C.Palace, í tapleik gegn Chelsea í síðustu viku á útivelli, 6- 2. Og um helgina tók Hermann út eins leiks bann, í tapleik Palace á útivelli gegn Aston Villa, 3-1.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.