Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.04.1998, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 02.04.1998, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 2. apríl 1998 Fréttir 9 Helga Hauksdóttir, Drffa Björnsdóttir, Guðný Bjarnadóttir, Georg Kr. Lárusson, Hera Einarsdóttir og Jóna Hrönn. Helga Hauksdóttir fulltrúi sýslumanns: Andlegur stuðningur er mikilvægur -Þess vegna höfum við ofí fundið fyrir þörfinni á því að hægt sé að leita til aðila sem er tilbúinn að fylgja kæranda til lögreglu og læknis SéraJóna Hrönn Bolladóttir: Eðlilegt að kirkjan komi að málinu Séra Jóna Hrönn Bolladóttir hefur látið sig nauðgunarmál og kyn- ferðislegt ofbeldi í Eyjum nokkuð varða. Er það eðlilegt að kirkjan eigi forvarnarfrumkvæði í við- kvæmum þjóðfélagsmálum eins og kynferðislegt oflieldi er? Jóna Hrönn segir að maðurinn sé skapaður í guðs mynd. Þar af leiðandi sé allt fólk óendanlega dýrmætt. „Guð gefur okkur líkama sem við eigum að virða og hlúa að. Við finnum líka að líkami okkar er það allra helgasta sem við eigum. Það er hægt að hrifsa af okkur hin ýmsu veraldlegu gæði án þess að sáraukinn verði yfirþyrmandi, vegna þess að um dauða hluti er að ræða. En þegar ráðist er inn í líkama okkar og hann svívirtur, eins og gerist þegar um nauðgun eða tilraun til nauðgunar er að ræða, er sársaukinn og þjáningin slík að nauðsynlegt er að fá utan að komandi hjálp til að vinna sig út úr skelfingunni." Jóna Hrönn segir það versta sem geti gerst eftir slíkan atburð sé ef jtolandinn lokast einn af með skelfilega reynslu. „Ef hann ákveður að leita sér hjálpar er mjög mikilvægt að þolandanum sé mætt af skilningi og kærleika. Þess vegna er nauð- synlegt að þeir sem veita aðhlynningu og aðstoð hvað varðar kynferðis- afbrot, hljóti firæðslu og það sé opið og gott samstarf milli fagaðila sem að málunum koma.“ Jóna Hrönn bætir ennfremur við að sá sem trúir á Guð líti á manninn í allri heild sinni, líkama sál og anda, og því beri kirkjunni að láta sig þessi mál varða, auk þess að leggja sig eftir að sinna þeim. „Dýpsta eðli guðdómsins er kærleikurinn og því á kristið fólk ekki að hörfa undan því að veita kærleiksþjónustu þegar fólk er beitt ofbeldi eða öðrum órétti. Því er það sjálfsagt og eðlilegt að kirkjan eigi fmmkvæði og sé tengiliður í sársauka- málum eins og kynferðisofbeldi." Jóna Hrönn segir að það hafi fyrst og fremst verið hlutverk hennar sem prests fyrir hönd safnaðarins í Landakirkju að eiga fmmkvæði að því að kalla saman fagaðila til að mynda teymishóp sem hefði samvinnu ef upp kæmu kynferðisafbrotamál. „Hér verður ekki komið á neyðarmóttöku eins og starfrækt er á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Sjúkrahúsi Akureyrar. Hér er um samstarf að ræða þar sem menn tala skýrt saman og skapast hefur vilji til að taka á þessum málaflokki af ábyrgð og þekkingu." Hera Ósk Einarsdóttir félagsmálastjóri: Kynferðisafbrot era bolanda og flölskyldu hans mikið áfall „Hlutverk félagsmálaráðs Vest- mannaeyja og eða barnaverndar- nefndar í skipulagi neyðarmóttöku \ egna nauðgunarmála er tvíþætt. Með tilkynningu lögreglu til barnaverndarnefndar, þegar brotið er gegn barni eða ung- menni, gefst félagsmálaráði og eða barnaverndarnefnd kostur á að láta starfsmann sinn fylgjast með rannsókn máls, með því að vera viðstaddur skýrslutöku af barni eða ungmenni hjá lögreglu og eins fyrir dómi,“ segir Hera Ósk Einarsdóttir félagsmálastjóri Vest- mannaeyjabæjar. „Bamaverndamefnd er einnig skylt að tryggja að foreldri bams eða ungmennis fái upplýsingar um það mál sem til meðferðar er hjá lögreglu. Tilgangur tilkynningaskyldu til barnavemdamefnda er að tryggja bömum og ungmennum sem eru hjálparþurfi. þá aðstoð sem barna- verndamefndum er skylt að veita til að tryggja öryggi þeirra og aðbúnað. Með bömum og ungmennum er átt við böm og unglinga undir 18 ára aldri.“ Hera segir að vinna þurfi skipulega og markvisst í kynferðisafbrota- málum þannig að skaði barns eða ungmennis verði sem minnstur. „Er það m.a. gert með samráðsfundum rannsóknarlögreglu, fulltrúa sýslu- manns og starfsmanns bamavemd- amefndar eins fljótt og hægt er eftir að mál er tilkynnt viðkomandi aðilum. Á samráðsfundinum eru teknar ákvarðanir um frekari skipulag rannsóknar, hverjir taka skýrslu af viðkomandi bami eða ungmenni og hverjir verði viðstaddir skýrslutök- una. Samstarfsaðilar nýta sér sérfræðiþekkinu hvers annars bami eða ungmenni til hagsbóta og til að tryggja vandaða málsmeðferð. Þessu samstarfi er haldið áfram á meðan rannsókn málsins stendur yfir.“ Annað hlutverk bamavemdar- nefndar, ekki sfður mikilvægt að mati Hem, er að aðstoða barn eða ung- menni með stuðningi, ráðgjöf eða meðferð eftir því sem við á, í sam- vinnu við foreldra. „Gera þarf nauð- synlegar skýrslutökur og læknis- rannsókn eins „þægilega" og hægt er fyrir þolendur og veita þarf þol- endum og aðstandendum þeirra stuðning og ráðgjöf á þessum erfiðu tímum. Kynferðisafbrot, í hvaða mynd sem þau birtast, em þolanda og fjölskyldu hans mikið áfall sem nauðsynlegt er að vinna sig í gegnum stig af stigi. Ráðgjöf og bráða- meðferð felur þvf m.a. í sér að gera einstaklingum sem í áfallinu eiga grein fyrir því hvað er eðlilegt ferli í slíkri krepppu, hvaða viðbrögð og einkenni geta komið fram og hvemig hægt sé að bregðast við þeim. Bráðameðferð er þannig oftast samofin rannsókn máls og þeirri sársaukafullu atburðarás sem henni fylgir. Langtímameðferð getur hins vegar náð til margra ára, háð þeim skaða á tilfinningalífi einstaklings og fjölskyldu hans sem kynferðisof- beldið hefur valdið," segir Hera. Hera segir kynferðisafbrot, í hvaða formi sem þau birtast. vera staðreynd í okkar samfélagi. „I svari félags- málaráðherra við fyrirspum Jóhönnu Sigurðardóttur á þingi síðasta vetur kom fram að bamavemdarnefndir landsins hafa á tilteknu fimm ára tímabili haft 465 mál til meðferðar vegna meints kynferðislegs ofbeldis gagnvart bömum og unglingum yngri en 16 ára og áttu þar hlut að máli 560 böm á Islandi. Af þessum tölum má leiða að bama- vemdamefndir hafi haft til meðferðar að meðaltali um 93 mál á ári sem snert hafi um 112 böm. Alúð og stuðningur, mannleg umhyggja án ásakana og dómhörku eru þolendum kynferðisafbrota og íjölskyldum fieirra mikilvæg til að ná bata. Þolendur fara sjálfir í gegnum flóru tilfinninga eins og sjálfs- ásakana, skammar, sektarkenndar, reiði, stimplunar og valdaleysis. Samfélagið ætti því að forðast að setjast í dómarasæti og „úrskurða“ hvað er satt og rétt, því að með sleggjudómum og stimplun er fjöl- skyldum oftar en ekki gert erfiðara fyrir að vinna sig út úr því áfalli sem kynferðisafbrotið hafði í för með sér,“ sagði Hera að lokum. „Sýslumaðurinn í Vestmanna- eyjum er lögum samkvæmt yfir- maður allrar löggæslu í Vest- mannaeyjum og hann stýrir rannsókn á öllum brotamálum. Þátttaka hans í starfi nauðg- unarteymis kemur til af lög- bundnu hlutverki hans sem lög- reglustjóra,“ segir Helga Hauks- dóttir fulltrúi sýslumanns. Hún segir að berist sýslumanni tilkynning um kynferðisafbrot beri honum, sem lögreglustjóra, skylda til að hetja rannsókn málsins. „Rann- sóknin snýr að því hvort refsivert brot hafi verið framið og í þeim tilgangi aflar hann ýmissa gagna, framburðarskýrslna af kæranda og grunaða og eða kærða. ef hann er þekktur, vitnum ef einhver eru, vottorða frá læknum og annars sem nauðsynlegt þykir til að varpa Ijósi á málsatvik. Miklu máli skiptir að rannsókn málsins hefjist eins fljótt og hægt er, því eftir því sem tíminn líður verður erfiðara að henda reiður á því sem gerðist." Helga segir að oft sé það svo að þegar kona, sem í flestum tilfellum er þolandi, kemur á lögreglustöð og segir að sér hafi verið nauðgað, að hún er í miklum vafa um það hvort hún vilji leggja fram kæru eða ekki, og eða ástand hennar er slíkt að ekki er hægt að fá upplýsingar um helstu málsatvik eða hvað hún vill gera. „Þetta getur valdið því að rannsókn tefjist og að nauðsynlegarrannsókn- araðgerðir dragist. Sérstaklega miklu varðar að kærandi komist undir læknishendur sem allra fyrst til skoðunar, en helsta sönnunargagnið í kynferðisafbrotamálum er einmitt niðurstaða læknisrannsókna. Ef það dregst eitthvað að kærandi komist í slíka rannnsókn fari t.d. í bað og skipti um föt. áður en hún fer fram, em þessi gögn glötuð með öllu.“ Þetta tvennt, segir Helga. mann- eskja sem nýlega hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og rann- sóknarhagsmunir. á ekki samleið að öllu leyti. „Það er sásaukafullt að segja frá atburði, jafn særandi og niðurlægjandi sem kynferðisafbrot er, sem er þó óhjákvæmilegt ef lögregla á að rannsaka brotið með fullnægjandi hætti. Andlegur stuðn- ingur er mikilvægur. Þess vegna höfum við oft fundið fyrir þörfmni á því að hægt sé að leita til einhvers aðila, sem er tilbúinn að fylgja kæranda til lögreglu og læknis og vera til staðar fyrir hann. Oft hefur verið leitað til félagsmálayfirvalda, en ljóst er að erfitt er að krefjast þess að starfsmenn þeirra geti alltaf verið viðbúnir þegar þess er óskað," sagði Helga Hauksdóttir að lokum. Guðný Bjarnadóttir Ijósmóðir: Okkar að veita andlega og líkamlega aðhlynningu, stuðning og áfallahjálp Hvaða hlutverk hafa ljósmæður í teymisvinnu vegna starfsemi neyðarmóttöku fórnarlamba kyn- ferðisofbeldis? Þessi spuming var lögð fyrir Guðnýju Bjarnadóttur ljósmóður við Heilbrigðisstofnunina í Vestmanna- eyjum. Hún tók strax fram að þolendum kynferðisofbeldis hefur ætíð verið veitt þjónusta á heilsu- gæslustöðinni, ef eftir því hefur verið leitað. Sú þjónusta hefur verið veitt af læknum stöðvarinnar og munu þeir gera það hér eftir sem hingað til. „Með samráðsvinnu fleiri fagaðila tel ég að gera megi þessa þjónustu betri, bæði fyrir okkur sem við hana starfa og ekki síst fyrir þolendur ofbeldisins. Reynsla er komin af starfsemi slíkrar neyðarmóttöku á Sjúkrahúsi Reykja- víkur og höfum við sótt í þeirra reynslubanka við að skipuleggja okkar störf. Þátttaka Ijósmóður í þessari teymisvinnu er tilkomin vegna þess að alltaf er ljósmóðir á bakvakt sem hægt er að kalla út. Hjúkr- unarfræðingar á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja kynna sér einnig þessa þjónustu og munu veita hana ef á þarf að halda,“ segir Guðný. Sú þjónusta sem Ijósmóðir og eða hjúkrunarfræðingur veitir, þegar þolandi kynferðisobeldis leitar á neyðarmóttöku er í meginatriðum falin í eftirfarandi. „Hún veitir andlega og líkamlega aðhlynningu, stuðning og áfallahjálp. Metur ástand og for- gangsraðar meðferð og aðhlynningu. Sér um skráningu á upplýsingum. Undirbýr fyrir skoðun og skýrslutöku læknis og veitir upplýsingar urn þá þjónustu sem er íboði. Hún aðstoðar við læknisskoðun og töku á réttarlæknisfræðilegum gögnum. Þá sér hún um frágang á sýnum og sakargögnum í samráði við lækni. Aðstandendum veitir hún upplýsingar og stuðning eftir því sem við á hverju sinni. Fyllsta trúnaðar er ætíð gætt og öll sakargögn em undir nafnleynd. Ég tel mikilvægt að öllum sé ljóst að þessi þjónusta er hér til staðar og verður veitt allt árið. en ekki eingöngu um verslunarmannahelgi," sagði Guðný að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.