Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.04.1998, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 02.04.1998, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 2. apríl 1998 Fréttir 13 Um 250 manns tóku þáfí í flugslysaæfingunni „Eyjar 98" Flugvél hlekktíst ámeð43umborð Bílhræ uoru m.a. notuð í stað hluta úr flugvélinni sem átti að hafa farist Inni í heim var fólk mismikið slasað. Flugslysaæfingin, „Eyjar 98“ var haldin í Vestmannaeyjum á laugar- daginn var. Æfingin var haldin á vegum Flugmálastjórnar og Al- mannavarnanefndar Vestmanna- eyja í samráði við Björgunarfélag Vestmannaeyja og Heilbrigðistofn- unina í Vestmannaeyjum og fleiri. Þótti æfingin takast mjög vel og allir þeir fagaðilar sem komu að henni stóðu sig með miklum ágætum. Hallgrímur Sigurðsson forstöðumaður rekstardeildar flug- umferðarþjónustu hjá Flugmála- stjórn hafði yfirstjórn og yfirum- sjón með æfingunni og að sögn hans var hann ánægður með heildar- útkomu æfingarinnar. Hallgrímur segir að lagt hafi verið upp með handrit að æfingunni, þar sent flugslys átti að hafa átt sér stað við norðurenda flugbrautarinnar. ..Flugvél af gerðinni ATR 42 sem er sams konar vél og stóra vélin hjá íslandsflugi, átti að hafa hlekkst á með 42 farþega innanborðs ásamt þriggja manna áhöfn. Þar af áttu 11 að hafa látist strax. 20 mikið slasaðir og 14 lítið eða ekkert slasaðir. Einnig áttu að kvikna miklir eldar og hluti flaksins að hafa lent á húsi í grenndinni. Þannig að inni í þessari æfingu voru því slökkvistarf, reykköfun, reyklosun og meðhöndlun eiturefna, umfangs- mikil lögreglustörf, sjúkraflutningar og flókin björgunarstörf ásamt sam- stillingu allra þátttökuaðila en hún var í höndum Almannavamanefnd- arinnar undir stjóm sýslumanns og vettvangsstjóra æfmgarinnar Halldórs Sveinssonar lögreglumanns í Vest- mannaeyjum. Þetta var því mjög umfangsmikil æfing þar sem reyndi á marga þætti sem upp kunna að koma í björgunarstörfum vegna hópslyss." Hallgrímur segist vera ánægður með æftnguna í heild og framkvæmd hennar. en segir þó að alltaf komi upp ýmis mál sem þarf að laga til og fínpússa. „Það em alltaf einhverjir hnökrar til staðar, enda er það nteðal annars markmið svona æfrnga að finna veiku punktana og ráða bót á þeim í framhaldi af því. Helstu vandamálin sem við þurffum að glíma við vom fjarskiptavandamál milli vett- vangsstjómar lögreglu og annarra verkefnastjóra. Bæði var það að tal- stöðvar vantaði og þær sent voru til staðar vom ekki nógu góðar. Að hluta til var þetta vandamál landfræðilegs eðlis. þar sem vélageymsla sem notuð var sem greiningar- og flokkunarstöð á slösuðum var ofan í kvos, þannig að talstöðvar skermuðust af. Eitt atriði var einnig, sem okkur fannst koma niður á æftngunni sem var að Almannavamir ríkisins settu inn í æf.nguna upp á sitt einsdæmi að láta Sjúkrahús Reykjavíkur vera óvirkt vegna ammóníaksleka sem þeir áttu að vera að fást við. Þetta olli ákveðnum misskilningi og skemmdi æfinguna að vissu leyti. Það kom þó ekki að sök, því sjúkrahús Akraness og Keflavíkur komu þá inn í staðinn." Þó að þessir þættir hafi komið upp skilaði æfingin þó mörgu jákvæðu og segir Hallgrímur að helsti kosturinn við æfinguna hafi verið sá að menn stóðu ekki yfir mönnum með skeið- klukkuna. „Þetta var hugsað meira sem æfing á gönguhraða ef svo má að orði komast. Undirbúningurinn var ntikil hópvinna sem byggð var upp eins og námskeið sem stóð í tvo daga. Æfingin sjálf á laugardaginn var svo frekari verkleg kennsla og samhæfmg þeirra aðila sem að þessum ntálurn koma en ekki kapphlaup við klukkuna.“ Hallgrímur vill enn fremur hrósa bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum fyrir að hafa staðið vel að æfmgunni og framkvæmd hennar. „Allir aðilar lögðu sig alla fram og sýndu þessu ntáli góðan skilning og vil ég koma á framfæri kæru þakklæti til Vest- ntannaeyinga og þeirra sem stóðu að æfmgunni þar. Það er ljóst af þessu að Vestmannaeyingar vilja standa klárir að almannavörnum í sinni heima- byggð, og var þeirra framlag til mikils sóma.” Hallgrímur segir að gerð verði heildarúttekt á æfingunni og komið verði með tillögur til úrbóta í framhaldi af því. „Það er líka von okkar að í framhaldi af henni verði framkvæmdar úrbætur og hefur slík vinna farið í gang nú þegar.“ segir Hallgrímur að lokum.“ Þeir sem að komu að framkvæmd æfingarinnar voru. Sýslumannsem- bættið, Heilbrigðisstofnunin í Vest- mannaeyjum, slökkviliðið, flugtum, björgunarsveitir í Vestmannaeyjum, Flugstjómarmiðstöðin í Reykjavík, stjómstöð Landhelgisgæslu, Sjúkra- hús Reykjavíkur, Slökkvilið Reykja- víkur, Lögreglan í Reykjavík, Ríkis- lögreglustjórinn, Rannsóknanefnd flugslysa, Almannavamir, Rauði kross íslands og félagar í leiklistarfélagi Framhaldsskólans, sem sáu um að leika slasaða og látna. Alls er áætlað að u.þ.b. 250 manns hafi tekið þátt í æfingunni. Merk tímamót í FES: Starfsfólk skrifstofu ísfélagsins og fleiri voru viöstaddir liegar slökkt var á öurrkurunum. F.v. Eyjólfur Martinsson, Eyþór Harðarson, Hörður Úskarsson, Garðar Ásbjörnsson, Tómas fóhannesson, Friðrik Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson forstjóri ísfélagsins. Slökkt á eldburrkur- unum í síðasta sinn Á fimmtudaginn í síðustu viku var slökkt á eldþurrkara Fiskimjöls- verksmiðju Einars Sigurðssonar (FES) í síðasta sinn. Stefnt er að því að nýr loftþurrkari verði tekinn í notkun næsta haust í nýrri viðbyggingu sem nú er að rísa hjá FES. Mun það verða mörgum Vestmannaeyingnum kærkomið, því með nýjum þurrkara mun lyktar- og reykmengunin, sem legið hefur yfir bænuni frá verk- smiðjunni, hverfa. Eldþurrkarinn hefur verið í notkun hjá FES síðan verksmiðjan var reist árið 1963. I tilefni af þessum tímamótum var dulítil kveðjustund í verksmiðjunni og var haft á orði að þessi stund væri nokkurs konar erfidrykkja. Bogi Sigurðsson, verksmiðjustjóri .hefur haft umsjón með gamla þuiTkaranum síðan 1965 og segir að hann muni koma til með að sakna hans. „Þetta er eins og með aðra gamla hluti. þeir verða einhvem veginn vinir manns. Annars ætlaði ég aldrei að vinna héma. Eg ætlaði til sjós eftir að ég lauk vélstjóranáminu, en einhverra hluta vegna álpaðist ég í þetta.“ Bogi hefur haft í nógu að snúast þessi árin og mörg tonnin af mjöli sem hafa farið í gegnum verksmiðjuna í hans tíð. En hvernig líst honum á að fá nýjan þurrkara? „Mér líst vel á það. Það hefur lengi verið draumurinn að fá ný tæki hingað. Nú getum við farið að fram- leiða hágæðamjöl. en hingað til höfum við aðeins getað framleitt svo kallað standard mjöl sem ekki er eins verðmætt. Þó er vert að hafa í huga að maður framleiðir aldrei betra mjöl en ástand hráefnisins er. En þetta verður spennandi að koma nýja þurrkaranum í gang. Öll framleiðslan og eftirlit með henni verður jafnari og maður getur séð allt ferlið í samhengi" Vegna hvimleiðrar mengunar frá verksmiðjunni, hefur hún ekki haft starfsleyfi frá 15. apríl til 15. sept. ár hvert vegna umhverfissjónarmiða. Bogi segir það svo sem í lagi þar sem þá hægist um eftir vertíðina og að alltaf þurfi einhvern tíma til að sinna viðhaldi og endumýjun. ,Ætli gamli þurrkarinn hafi ekki verið smíðaður upp fjórum sinnum á þessum nærri þrjátíu og sjö árum, sem ég hef starfað héma og löngu kominn tími á hann.“ Bogi segir að loðnuvertíðin, sem nú er að Ijúka, hafi verið allt of stutt og minna brætt en í fyrra. „Vertíðin var eiginlega of stutt í báða enda, eða 30 dögum styttri nú en í fyrra og það vantar tuttugu þúsund tonn upp á sama magn hráefnis og á síðasta ári. en maður er alltaf bjartsýnn. Næsta verkefni sem ég sé fyrir mér er að fá bryggjukant héma fyrir utan, svona 70 - 80 metra langan. Þá er hægt að vera með alla starfsemina innan húss, en núna þarf að setja hráefnið á bíla og keyra það í bræðsluna," segir Bogi að lokum. Breytingar hjá íslandsbanka Töluverðar breytingar hafa verið hjá Islandsbanka undanfarið sem miða að því að bæta þjónustuna við viðskiptavini bankans. Af því tilefni bauð bankinn til móttöku, til að kynna þessa nýju starfsmenn og vettvang starfa þeirra. Andrea Elín Atladóttir hefur verið ráðin í starf láiasétfræðings hjá íslandsbanka. Er þetta liður í því að efla þjónustu við viðskiptavini bankans. Hún segir að í stórum dráttum sé starf hennar fólgið í því að setja og skýra markmið, og hafa eftirlit með útlánum og tryggingum bankans í samráði við heildarstefnu hans. „Ég er jafn- framt staðgengill útibússtjóra í útlánum til fyrirtækja og vinn að úttektum á ársreikningum fyrirtækja sem em í viðskiptum við bankann.“ Andrea segist hlakka til að takast á við ný verkefni í bankanum. „Ég mun verða í daglegum samskiptum við fyrirtæki í viðskiptum við bankann og vona að þau verði farsæl í framtíðinni." Sigurður Friðriksson hefur verið ráðinn í starf þjónustustjóra. Hann hefur yfirumsjón með öllum þjónustuþáttum í útibúinu og hefur með stjóm staifsmanna að gera og skipuleggur þau verkefni sem upp koma hverju sinni ásamt ýmsu fleim. Til dæmis stendur íslandsbanki fyrir miklu söluátaki á Heimabankanum. með alls konar auglýsingum og kynningum í útibúinu og víðar. Sigurður segir að Heimabankinn bjóði upp á fjölmarga notkunarmöguleika. „Viðskiptavin- urinn hefur öll fjánnál heimilisins á einum stað og kemst í bankann þegar honum hentar. Þetta sparar bæði tíma. fé og fyrirhöfn. Það er ekkert stofngjald sem þarf að greiða né færslugjöld ef menn gerast aðilar að Heimabankanum. Hins vegar ef fólk skráir sig fyrir 30. apríl 1998 fær viðkomandi frí afnot í 6 mánuði og greiðir 80 kr. á mánuði eftir það. Ennfremur er bankinn aðili að fríkortinu. þar sem 250.000 frípunktar em í boði.“ Sigurður Friðriksson og Andrea Elín Btladóttír.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.