Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.04.1998, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 02.04.1998, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 2. apríl 1998 Helmí helðar- dalinn og hellir sér ntíferða- Sigríður Sigmarsdóttir: Fólk ræður hví auðvitað hvort hað kemur híngað eða hefur samband við skrifstofuna í Reykjavík. Það er hins vegar mjög bægilegur kostur að geta komið hingað, har sem allar upplýs- ingar eru til staðar, bæklingar og hægt að skoða myndir af hótelum og svo framvegis og ég tel sjálfsagt að Vestmannaeyingar hafi aðgang að svona biónustu í sínum bæ eins og aðrir. Nýr umboðsmaður, Sigríður (Silla) Sigmarsdóttir, hefur tekiðviðrekstriumboðs Samvinnuferða-Landsýnar í Vestmannaeyjum. Silla er 25 ára og hefur fjölbætta reynslu ogmenntuníferðaskrif- stofurekstri, auk bess að hafa unniðviðaðaðstoða ferðamennáFíska-og Náttúrugripasafninuí Vestmannaeyjum begar hún varuiðnámí Framhaldsskólanumí Vestmannaeyjum. Ergosbam „Eg er fædd gosárið og er því gosbam en er ekki fædd í Eyjum, því foreldrar mínir bjuggu í Hveragerði á meðan gosið stóð yfir en fluttu svo aftur til Eyja þegar ég var sex mánaða. Þetta þótti frekar óþægur árgangur, sem má kannski rekja til alls þessa umróts í náttúrunni. Eg kalla mig samt alltaf Vestmannaeying." segir Silla. Silla var í Bamaskólanum í Eyjum, fór svo í Framhaldsskólann og er stúdent af félagsfræðibraut 1992. „Á meðan ég var í Framhaldsskólanum vann ég alltaf á sumrin í Fiskasafninu hjá honum Kidda, þegar ég var ekki að vinna í búðinni hjá pabba, eða í fiski. Þá kynntist ég ferðamönnunum sem komu í safnið og fannst mjög gaman að spjalla við þá og forvitnast um þeirra hagi og þjóðemi. Svo hef ég alltaf átt fjöldann allan af pennavinum í útlöndum þar sem ég fræðist um ókunn lönd og ég segi þeim frá íslandi. Pennavinunum hefur heldur fækkað en ég er enn þá í bréfaskriftum við nokkra þeirra. Þegar ég hafði lokið Framhalds- skólanum fór ég til Reykjavíkur. Eg sótti um hjá Fejðaskóla Flugleiða og komst inn. Ég bjó í fjögur ár í Reykjavík og það var ágætt. En núna myndi ég ekki vilja skipta. Reyndar er ég miklu sáttari við allt hér í Eyjum núna heldur en áður fyrr. Maður sér það þegar maður þroskast, hversu miklir kostir em við það að búa héma. Sérstaklega þegar maður er kominn með bam, þá sér maður kostina. Svo er fjölskyldan hér í Eyjum og tengdaforeldramir uppi á Bakka. Reykjavík er ekki allt, þó hún sé kannski ekki alvondur staður." GamanhjáKiddaP Hvað var svona gaman hjá honurn Kidda? ,Fg var aðallega í því að mkka inn, en ég fóðraði fiskana ef hann þurfti að skreppa frá og þá lenti maður alltaf á spjalli við útlendingana. Maður æfðist þá í tungumálunum, sem hafa alltaf heillað mig. Þeir sem komu á fiska- safnið voru yfirleitt miklir grúskarar og fólk sem hafði lesið sér til um safnið og hafði nægan tíma til að spjaila og skoða, og hafði áhuga á öllu mögulegu.“ Silla segir að Ferðaskólinn hafi verið eitt ár og veiti réttindi til starfa á ferðaskrifstofu, en hún hafi einnig lært eitt og annað viðkomandi hótel- þjónustu. „Þetta er alþjóðlegt próf sem tekið er í skólanum, eða svokallað IATA- UFTA. Námsefnið er allt á ensku og prófin svo send til Genfar, þar sem farið er yfir þau. Eiginlega var það tilviljun að ég fór í þennan skóla. Ég var mjög heppin að komast inn í skclanp, því hann er mjög eftirsóttur. Ég var ein af rúmlega hundrað r ranns sem sóttu um og tuttugu og >rír nemendur komust inn og sjö sem náðu prófunum." Hjá Ferðaskrifstofu stúdenta Silla segir að eftir að hún hafi lokið Ferðamálaskólanum hafi svo verið hringt í hana frá Ferðaskrifstofu stúdenta og henni boðin vinna þar. „Ég þáði hana og vann þar í þrjú ár. Þau ár voru rnjög lærdómsrík og í þessu umboðsmannsstarfi núna er ég að veita svipaða þjónustu og á Ferða- skrifstofu stúdenta, nema það er kannski dálítill áherslumunur. Ferð- imar eru dálítið ólíkar, vegna þess að þetta eru ferðir sem eru skipulagðar fyrir fram og nokkuð staðlaðar, en á Ferðaskrifstofu stúdenta var maður að skipuleggja ferðir íyrir viðskiptavinina sjálfur. Reyndar verð ég líka með umboð fyrir Ferðaskrifstofu stúdenta, þar sem boðið er upp á ýmsar ævintýraferðir, eins og safaríferðir og lestarferðir, sem eru í tengslum við enskar skrifstofur. Það eru alltaf einhverjir sem langar í svona alvöru ævintýraferðir og þá ekki síst ungt fólk. Svo má líka geta þess að tölvukerfið og bókunarkerfið er það sama.“ Ýmislegtáprjónunum Silla hefur ýmsar hugmyndir á prjónunum, sem hana langar til þess að útfæra nánar, þegar hún fer að komast inn í starfið en til að byrja með ætlar hún að taka við því sem Öm og Hrefna vom með. „Það er þessi almenna dreifing og kynning á bæklingunum ffá Samvinnuferðum- Landsýn og ferðum sem kynntar em í honum, en það era allt skipulagðar ferðir sem Atlanta flugfélagið flýgur fyrir okkur í leiguflugi. Reyndar er ég einnig með sölu á farmiðum fyrir Flugleiðir og pakkaferðum sem þeir bjóða upp á og 3. júlí nrun Islandsflug fljúga leiguflug fyrir okkur til Eindhoven í Hollandi. Em Vestmannaeyingar ferðaglaðir og koma þeir til umboðsins hér í Eyjum eða hafa þeir beint samband við skrifstofuna í Reykjavík? „Fólk ræður því auðvitað hvort það kemur hingað eða hefur samband við skrifstofuna í Reykjavík. Það er hins vegar mjög þægilegur kostur að geta komið hingað, þar sem allar upplýs- ingar em til staðar, bæklingar og hægt að skoða myndir af hótelum og svo framvegis og ég tel sjálfsagt að Vest- mannaeyingar hafi aðgang að svona þjónustu í sínum bæ eins og aðrir. En Vestmannaeyingar eru duglegir að ferðast til útlanda, þrátt fyrir að það þuifi að komast langan veg til þess að komast í millilandaflug. Ég get þó ekki nefnt neinar tölur til samanburðar við aðra landsmenn.“ SI19 áríEyjum Samvinnuferðir-Landsýn hafa verið með umboð í Vestmannaeyjum í nítján ár og alltaf í höndum sömu aðila, þangað til núna. „Þetta er mikið og gott tækifæri sem mér bauðst og ég gat ekki sleppt því. Reyndar á ég góða að sem hjálpa mér, eins og fjölskylda mín, sent veitir mér ómældan styrk til þess að takast á við þetta verkefni. Ég á mjög góða og samheldna fjölskyldu sem er alveg ómetanlegt fyrir mig. Öm og Hrefna hafa lika verið mjög hjálpsöm ef ég hef þurft einhverja aðstoð.“ f sama húsnæði og ferðaskrifstofan er til húsa er líka upplýsingaskrifstofa ferðamála. Þangað geta ferðamenn leitað og fengið upplýsingar urn það sem helst er í boði fyrir ferðamenn í Vestmannaeyjum. Sú starfsemi hefur verið til staðar í sjö ár og hefur verið styrkt af bænum. „Ég keypti hins vegar húsnæðið, en bærinn styrkir rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar. Ég er eini starfsmaður fyrirtækisins. Maður sér bara til á meðan maður er að eignast þetta og koma þessu í gang. Ég vil ekki fara í of mikið í einu. Eg vil ekki vera í lausu lofti.“ Get gefíð uiðskiptauinum meiritíma Hvemig líst þér á framhaldið í þessum rekstri? „Þetta er nú heldur rólegra miðað við það sem ég hef átt að venjast. Það var miklu meiri erill þegar ég var í bænum. Þá var aldrei stoppað. Héma getur maður gefið viðskiptavininum meiri tíma, sem þýðir vonandi betri þjónustu. Mér finnst það nauðsynlegt. Fólk er að kaupa dýrar ferðir í flestum tilfellum og maður verður að hafa tíma til þess að sinna þvf. Það er hins vegar mikill plús fyrir mig að taka við fyrirtæki í fullum rekstri. heldur en að þurfa að byrja frá grunni. Það er samt alveg nóg sem ég þarf að kynna mér og koma mér inn í. Ég ætla að taka eitt skref í einu. Það er yfirleitt farsælast." Eitthvað að lokum sem þú vilt korna á framfæri við Vestmanna- eyinga? „Já endilega að skora á þá að mæta á ferðakynninguna sem á að verða laugardaginn 4. apríl uppi í AI- þýðuhúsi milli þrjú og sex. Þá verður kynning á því sem Samvinnuferðir- Landsýn bjóða landsmönnum upp á í ferðum til fjarlægra landa, auk þess sem margt annað mun verða til skemmtunar. Meðal annars mun hljómsveit spila, það verður tísku- sýning og fleiri fyrirtæki kynna starfsemi sína.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.