Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Síða 2
2 Fréttir Miðvikudagur 8. apríl 1998 Rólegheit Liðin vika var með rólegra móti hjá lögreglu. færslur alls 150 í dagbók eða svipað og vikuna þar áður. Helgin var nijög róleg og er það von lögreglu að bæjarbúar verði jafnrólegir yfir páskahelgina. Lentí saman í körfubolta Venjan er sú í körfuboltanum að leikmenn. sem brjóta af sér, fá dæmda á sig villu og verða að fara af leikvelli við fimmtu villu. En væntanlega hefur ekki verið dómari til staðar í leik sent fram fór á þriðjudag í síðustu viku. Þá var kærð lfkamsárás sem átti sér stað á lóð Barnaskóla Vestmannaeyja. Þar hafði tveimur drengjum lent saman þegar þeir voru að spila körfubolta. Flýði annar þeirra af svæðinu, kom á lögreglustöðina og kærði hinn fyrir líkamsárás. Mun slíkt fátítt í þessari íþrótt. AprílgabbP 1. apríl er dagur glens og gamans. Þann dag taka menn mátulega alvarlega þær tilkynningar sem þeim berast. Þennan dag var lög- reglu tilkynnt um að flutningakerru hefði verið stolið úr Skvísusundi. Þegar betur var að gáð hafði maður. sent stóð í búslóðaflutningum, fengið kerruna „lánaða“ og komst hún því til skila. Hvort hér var um aprflgabb að ræða skal látið ósagt. Fékkhníf ílærið Þann 1. apríl var kontið með slasaðan sjómann til hafnar en hnífur hafði stungist í læri hans þegar skipið var að veiðum. Hann ntun ekki hafa verið alvarlega slasaður. Fíkniefna- áhöld fundust Eitt fíkniefnamál kom upp um helgina. Bifreið, sem tveir menn voru í, var stöðvuð og við leit í henni fundust áhöld til neyslu fíkniefna. Hafi bæjarbúar ein- hverjar upplýsingar um ffkniefna- neyslu eru þeir hvattir til að hafa samband við lögreglu í síma 481- 1666 eða síntsvara 481-1016. Heitið er nafnleynd. vorílofti- aðgátíumferð Nú þegar vora tekur hættir ökumönnum jafnan til að auka hraðann. Lögreglan vill minna ökumenn á að fara varlega. Ennfremur er þeim bent á að nteð vorinu fjölgar börnum sern eru á ferð og er því enn frekari ástæða til að sýna varkámi. Trillubáturinn Mardís VE fékk á sig sjó á Selvogsbanka: Hefðl ekkl írillað vera einn um borð -segir Jóel Andersen, sem var meö Halldóri syni sínum á bátnum Feðgarnir Jóel og Halldór, heimtir úr helju. Hræringar í verslun í Eyjum Þann 26. mars sl. vildi það óhapp til að trillubáturinn Mardís VE fékk á sig ólag og fyllti vestur á Selvogs- banka. Tveir menn voru um borð, feðgarnir Jóel Andersen og Halldór sonur hans en þeir eiga bátinn. Þeim var giftusamlega bjargað af þyrlu Landhelgisgæslunnar og varðskip náði að hífa bátinn upp síðar um kvöldið. Fréttir náðu tali af Jóel og fengu hann til að segja frá atburðinum. „Þetta var urn kvöldmatarleytið. Við höfðum verið að draga línu vestur á banka og aflinn hafði verið þokka- legur. Nokkur kaldi var og talsverð vindbára. Svo gerðist það allt í einu á einni öldu að allt kom grængolandi inn á bakborða og bátinn fyllti nær samstundis. Mardís er opinn bátur, um sex tonn að stærð. Hefði báturinn verið tómur þá hefði þetta sjálfsagt ekki gerst. En við vorum komnir með nokkurn afla og báturinn því þyngri og lyfti sér ekki með öldunni. Halldór fór strax útbyrðis en náði að komast að gúmbátnum og hafði að losa hann og blása hann upp. Það var allt í lagi með gúmbátinn sjálfan en ýmiss konar dót um borð varð til að torvelda að komast um borð í hann. Eg var í símanum þegar þetta gerðist og náði sambandi við Her- mann á Sjöfn VE sem var á heimlejð og var talsvert fyrir austan okkur. Ég lét hann vita hvemig komið var og að við þyrftum aðstoð. Það var mikill léttir að hafa náð sambandi því að þar með vissum við að okkur yrði bjargað. Við vorum þama einir á sjó, vissum raunar af varðskipi einhvers staðar í grenndinni og vorum alveg óhræddir. Vistin í gúmbátnum varð heldur ekki ýkja löng, líklega um klukkutími og korter þangað til þyrlan birtist. Það gekk vel að ná okkur um borð enda þyrlumenn vanir slíkum aðgerðum. Allan tímann meðan við vorum í gúmbátnum sáum við að Mardís maraði í hálfu kafi og flaut með nefið upp úr. Svo um miðnætti kom varð- skip að bátnum, sem þá var enn á floti, og náði að hffa hann upp. Okkur varð hvorugum meint af þessu volki og erum báðir jafngóðir eftir. En eftir á að hyggja hef ég hugsað um að ég hefði ekki viljað vera einn þama. Ég held að það hafi bjargað mér að við vorum tveir. T.d. var ég fastur í ein- hverju drasli þegar ég ætlaði um borð í gúmbátinn og Halldór varð að skera mig lausan. Báturinn sjálfur er óskemmdur að mestu. En öll tæki eru ónýt og sömu- leiðis allt rafmagn. Þá þarf einnig að taka vélina upp. Við vorum tryggðir fyrir tjóni sem þessu en alltaf er eitthvað sem ekki fæst bætt, svo sem veiðarfæri, kör og fleira. En fyrir mestu var að við skyldum sleppa óskaddaðir. Ég reikna með að viðgerðum á bátnum verði lokið fyrir næstu mánaðamót og þá verðum við klárir í slaginn á ný,“ sagði Jóel Andersen að lokum. Miklar hræringar eru í verslun í Vestmannaeyjum þessa dagana og er það svo sem ekki ný saga. Menn hætta í verslun og aðrir koma í þeirra stað. Frá áramótum hafa verslanimar Ninja og Nova hætt starfsemi sinni og heyrst hefur að Vídeóklúbbur Vestmannaeyja muni hætta innan skamms. En aðrir eru að víkka út sína starfsemi og nýir aðilar að kveða sér hljóðs. í gær opnuðu Heiðmundur Sigurmundsson og fjölskylda hans nýja verslun að Vestmannabraut 30 þar sem Axel Ó var áður með sportvöruverslun og þar áður Hressó. Þessi verslun nefnist 66° N og verða þar á boðstólum sömu vörur og áður voru í versluninni við Strandveg 75. Sem sagt, verslunin flytur í nýtt húsnæði. Við hliðina á 66° N mun Odd- urinn opna sumarmarkað með leik- föng á þriðjudag eftir páska en versl- unin var þar einnig með ntarkað f fyrra. Þeir aðilar, sem hugðust opna apótek í Geysi við Skólaveg. munu hættir við þá fyrirætlan sína f bili og óvíst hvað gert verður við húsnæðið. Aftur á móti færir Hanna María apótekari stöðugt út kvíamar. keypti fyrr í vetur Laugarnessapótek og mun þessa dagana að ganga frá kaupum á Ingólfsapóteki í Reykja- vík. Þá hyggst Katrín Harðardóttir, fþróttakennari, opna gjafavöm- Jóhann Heiðmundsson á fullu við að gera klárt í versluninni 66° N. verslun í Eyjum í surnar og Helga Dís Gísladóttir, sem áður rak tísku- verslunina Kósý, er að íhuga opnun á húsgagnaverslun. síðar í sumar. Það var mikið um dýrðir í ísfélaginu á þriðjudaginn þegar loðnuvertíðinni var slúttað með mikilli veislu. í vetur voru fryst tæp 5000 tonn af loðnu og um 500 tonn af loðnu- hrognum. FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt I áskrift og einnig í lausasölu I Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn. Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og I Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar 12000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.