Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Síða 15
Miðvikudagur 8. apríl 1998 Fréttir Skipstjóraefnin aetla að halda áfram í handbolta Handboltavertíðin er á enda hjá ÍBV og þeir Haraldur og Sigmar Þröstur geta nú einbeitt sér að skipstjórnarnáminu, mundað gráðuhorn og sirkla, sett út íkort og siglt eftir öllum kúnstarinnar reglum. í vetur er óvenju fjölmennt í I. stigi skipstjórnarnámsins í Vestmanna- eyjum. Það nám fer nú fram í Framhaldsskólanum, Stýrimanna- skólinn í Vestmannaeyjum heyrir sögunni til. Alls eru 18 nemendur í I. stigi, raunar höfðu 30 manns sótt um skólavist en gerðu ýmist að hætta við áður en skóli hófst eða þá að þeir hættu fljótlega um haustið. Þessi fjöldi nemenda er ekki til kominn vegna einhverrar vakningar um ágæti sjómannamenntunar heldur er meginástæðan sú að þetta er í síðasta sinn sem kostur gefst á að ljúka fiskimannaprófi eftir gamla kerfinu, þ.e. á tveimur árum. nú stendur til að lengja námið talsvert. I I. stigi í vetur er nokkuð jafnt hlutfall heimamanna og aðkomu- manna. í hópi heimamanna eru tveir nemendur sem í flestra huga tengjast öðm en sjómennsku. Þetta eru tveir af burðarásum handboltaliðs ÍBV, þeir Haraldur Hannesson og Sigmar Þröstur Óskarsson. Þeir hafa stundað sitt nám í vetur af mikilli samvisku- semi, mætt manna best þrátt fyrir að stunda vinnu með náminu og hafa eytt drjúgum tíma við æfingar og keppni í handbolta. Reyndar misstu þeir af varðskipsferðinni í vetur þar sem þeir áttu þann dag að spila þýðingarmikinn leik í boltanum. Þann leik unnu þeir og fleiri hafa fjarvistiniar ekki verið á önninni. Fréttir tóku þá félaga tali og ræddu um handbolta, sjómennsku og fleira. Nú eruð þið báðir komnir vel yfir unglingsárin. Hvað eruð þið búnirað spila lengi með meistaraflokki? Sigmar: Ég verð 37 ára á þessu ári og er að verða einn af þeim elstu í brans- anum, búinn að vera í þessu frá 1976 eða vel yfir 20 ár enda stendur við nafnið mitt í símaskránni „Kuml og eldri borgari í handknattleik.“ Haraldur: „Ég held upp á 30 ára af- mælið í sumar. Ég er búinn að vera langtum styttra en Simmi, byrjaði 1991 þegar við urðum bikarmeistarar. Og ég er ekki enn búinn að fá neitt viðumefni í símaskránni." Eruð þið ánœgðir með árangur ÍBV í vetur? Sigmar: „Það er ekki hægt annað. Liðið kom á óvart, okkur var spáð falli í upphafi en svo enduðum við í sama sæti og í fyrra. Það er ekki hægt annað en að vera ánægður með það þó svo að vissulega hefði verið gaman að komast aðeins lengra. Haraldur: „Ég segi það sama. í fyrra féllum við t.d. snemma út úr bikar- keppninni en nú vantaði okkur aðeins herslumuninn á að komast í úrslit. Ég er mjög sáttur við árangurinn í vetur og held að allir séu það.“ Verðið þið með nœsta tímabil? Sigmar: „Því ekki það?“ Haraldur: ,Já, að öllu óbreyttu ætla ég að verða með.“ Þeir fe'lagar eru af þekktum sjó- sóknurum komnir í báðar œttir. Haraldur íföðurœttfrá Fagurlyst og í móðurœttfrá Felli. Sigmar Þröstur í föðurœttfrá Háeyri og í móðurœtt frá Sunnuhvoli, frœndi þeirra Matt- brœðra. Hafa þeir eitthvað stundað sjó? Sigmar: „Ég hef stundað sjó frá 1986, aðallega þó á suntrin og kynnst flest- um veiðarfærum. Maður er uppalinn í sportinu og handboltinn hefur tekið sitt yfir vetrartímann og fer illa saman að stunda sjó og handbolta. Að vetrinum hef ég bæði unnið í frysti- húsum og svo hin seinni ár í netavinnu hjá Ingóífi. Haraldur: „Það er ekki hægt að segja að ég eigi langan sjómennskuferil að baki. Ég hef verið tvö ár á Baldri með pabba og kann vel við sjómennskuna. Svo vann ég líka í Iöndunargenginu fyrir nokkrum árum og kannski hefur áhuginn kviknað þar. Hvað varð til þess að þið ákváðuð aðfara ískipstjómamám? Sigmar: „Þetta var lengi búið að blunda í mér. Og í vetur var síðasti séns að taka námið á tveimur árum og þá lét maður bara slag standa.“ Haraldur:, jig bara ákvað þetta í haust þegar ég sá auglýst að þetta yrði í síðasta sinn sem innritað yrði í námið eftir gamla kerfinu. Við Simmi erum því alveg á sama báti í þessu. Þeir félagar standa vel að vígi í náminu, hafa báðir lokið stórum hluta afgrunnnáminu og þurfa því einungis að sœkja tíma ífaggreinunum. Til að nýta tímann betur hafa þeir einnig verið í vélavarðanámi í vetur. Hvemig hefurnámið gengið? Sigmar: „Ég útskrifaðist sem stúdent frá FÍV 1984, var í fyrsta stúdenta- hópnum sem útskrifaðist frá skól- anum. Það léttir verulega í skipstjóm- amáminu að vera búinn með allar kjamagreinamar. Og þetta viðbótar- nám í vélaverðinum hefur fallið vel saman við hitt. Haraldur: „Ég er búinn með sveins- próf í rafvirkjun og er búinn að vinna f Geisla í 11 ár. Það er gott að vera búinn með kjamagreinarnar, geta einbeitt sér að fagnáminu. Og svo þarf ég heldur ekki að taka allt sem tilheyrir vélaverðinum, sumt af því kláraði ég í iðnnáminu.“ Hefur skipstjórnarnámið komið ykkur á óvart að einhverju levti? Sigmar: ,Já og nei. Það kom mér nokkuð á óvart hve mikið er af bók- legu námi og hvað reikningur er veigamikið atriði í náminu. Ég hélt að þetta væri meira verklegt. En þetta er búið að vera gaman.“ Haraldur: „Þetta hefur verið skemmti- legra en ég reiknaði með og góð tilbreyting að fara aftur að glíma við nám. Þetta er stór hópur í I. stiginu og góður hópur. Ég sé ekkert eftir því að hafa farið t þetta.“ Reiknið þið með að leggja sjó- mennskufyrir ykkur íframtíðinni? Þeir félagar líta glottandi hvor á annan. Tala síðan um að þeir standi báðir vel að vígi á þessum síðustu og verstu kvótatímum þegar nær útilokað sé fyrir menn að hasla sér völl í útgerð upp á eigin spýtur. Þeir eru nefnilega báðir fæddir inn í gróin útgerðar- fyrirtæki svo að ekki er þeim vandanum fyrir að fara. En þeir eru sammála um að það muni tíminn leiða f ljós. Meðan þeir eru enn gjaldgengir og nánast ómissandi í handboltanunt verður tæplega af því að þeir ráði sig í skiprúm, alla vega ekki yfir vetrartímann. En eftir það er aldrei að vita hvað verður. j] PáskamótKFS Niðurröðun leikja: Fimmtudagur 9. apríl, (skírdagur). Kl. 18:00: KFS - 2. fl. Fylkis K1.20:00: ÍBV - 2. fl. Vals Föstudagur 10. apríl, (föstudagunra^ langi) Kl. 16:00: ÍBV - 2. fl. Fylkis Kl. 18:00: KFS - 2fl. Vals Laugardagur 11. apríl, Kl. 10:00: Fylkir-Valur Kl. 12:00: ÍBV : KFS. Verðlaunaafhending verður laugttr- daginn 11. aprfl, kl. 12:00 eða 14:00. Keppt er um farandbikar. Síðast sigraði Dalvík. Yfirdómari er Leiknir Ágústsson. Frantkvæmda- stjóri er Hreggviður Ágústsson, sími 481-3129. Gefin eru 3 stig fyrir sigur og 1 fyrirjafntefli. Ef markamismunur og stigafjöldi er jafn, ráða fleiri mörk skoruð. Leyfðar eru fimm innáskiptingar, sem þurfa að fara fram með formlegum hætti. Ekki þarf að vera markvörður meðal þessara fimm. Þar eð aðkomuliðin þurfa að fara með stuttum fyrirvara á laugar- deginum, verða frekari verðlaun veittsíðar. Þaueru: 1. Besti leikmaður mótsins. Hvert félag/þjálfari þarfað tilnefna besta andstæðinginn (leikmann). Frarn- kvæmdastjóri hefur úrslitavaldið, ef leikmenn eru jafnir í kosningunni 2. Markakóngur mótsins. Verði leikntenn jafnir, dragast mörk gerð úr vítum frá, ef einhver eru. 3. Bestileikmaðurhversliðs. Hann velja þjálfaramir sjálfir. 4. Prúðasta liðið. Yfirdómari velur það í samræmi við skráð spjöld. Keppt er á malarvellinum í Löngu- lág. Þátttökulið hafa forgang í næstu keppni. nema einhver aga- vandamál hindri það, innan sem utan vallar. KFS er tilbúið að lána leikmenn ef svo ber undir í mótinu. Undir- ritaður verður til taks til mið- vikudags, kl. 14:00 í síma 481-1955 (vinna) eða 481-2632 (heima). Fax er 481-2634 Hjalti Kristjánsson framkvæmdastjóri KFS Gott gengi í Portúgalsferð Meistaraflokkar karla og kvenna ÍBV, alls 42 manna hópur. hafa að undanförnu verið í æfingaferð í Portúgal ásamt fimm öðrum ís- lenskum liðuin. Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, framkvæmdastjóra knattspyrnu- deildar ÍBV, eru leikmenn og þjálfarar afar ánægðir nteð aðstæður og viðurgjöming í Portúgal. Kvennalið IBV gerði það aldeilis gott gegn stórveldinu Breiðabliki en liðin gerðu jafntefli, 3-3. ÍBV komst í 3-1 með mörkunt írisar Sæmunds- dóttur, Bryndísar Jóhannesdóttur og Hjördísar Halldórsdóttur, en Breiðabliki tókst að jafna metin á síðustu mínútunum. Karlalið ÍBV lék gegn Val og vann 4-2. Yfirburðir ÍBV vom víst ntiklir í leiknum. Hlynur Stefánsson skoraði tvö skallamörk fyrir ÍBV, Steingrímur Jóhannesson skoraði eitt og Sigurvin Ólafsson eitt úr vítaspymu. Leifur Geir Hafsteins- son lék þama sinn fyrsta leik í langan tíma en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Fararstjórar báðu fyrir kveðjur heim en liðin koma heim á morgun. Félagar í Ægi, íþróttafélagi fatlaðra í Vestmannaeyjum náðu góðum árangri á íslandsmóti fatlaðra sem haldið var dagana 20. -22 mars sl. B-sveit Ægis í boccia komst í úrslit og lenti í 4. sæti. Sveitir Ægis skipuðu: Ólafur Jónsson, Guðríður Haraldsdóttir, Júlíana Haraldsdóttir, Þóra Magnúsdóttir, Ylfa Óladóttir, Guðni D Stefánsson, Þórarinn Á Jónsson, Finnbogi Þórisson og Sigríður Þ. Ólafsdóttir. Sundsveitin kom heim, bæði með brons og silfur. Úrslitin voru eftirfarandi: Sigríður Þóra Ólafsdóttir hreppti 4. sæti í 100 m fjórsundi kvenna, fjórða sæti í 100 m bringusundi kvenna, og 6. sæti í 50 m baksundi kvenna. Finnbogi Þórisson hreppti 3. sæti í 50 m frjálsri aðferð karla og 4. sæti í 50 m bringusundi karla. Þorsteinn Á Jónsson hreppti 4, sæti í 50 m baksundi karla.Þjálfarar og farastjórar í ferðinni voru Þórdís Þórðardóttir Kristjana Harðardóttir og Kjartan Ólafsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.