Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.1998, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.1998, Qupperneq 1
25. árgangur Vestmannaeyjum 16. apríl 1998 • 15. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Myndriti: 481 1293 Þrju Eyja- skip reyna við kol- munnann Kap VE landaði 50 tonnum af kolmunna fyrir páska, en gert er ráð fyrir að gera út á kolmunna fram að sfldarvertíð í maí. Stefán Friðriksson hjá Vinnslu- stöðinni segir að þetta séu tilrauna- veiðar. þar sem verið sé að prófa ný troll. „Sighvatur fór út á mánu- dagskvöldið og Huginn fór út í gær. Annars er lítið hægt að segja um þessar veiðar enn þá, en það ætti að vera komin einhver reynsla á þetta í næstu viku. Þetta em troll frá Noregi sem við erum að prófa, en ekki er hægt að tala um neina byltingu samt sem áður.“ Stefán segir að það sé nýtt að fara á kolmunna frá Vestmannaeyjum á þessum tíma árs. „Kolmunninn verðurallursetturí bræðslu. Þaðer ágætis próteinríkt mjöl sem fæst úr honum og verðið er sambærilegt við annað mjöl á markaðinum. Kap fékk þessi fimmtíu tonn syðst í Rósagarðinum, en trúlega munu skipin færa sig eitthvað inn í færeysku lögsöguna þegar fram í sækir.“ Nýttog reyklaust FESihaust Allt er á fullu þessa dagana í FES við að rífa niður gamlar græjur úr verksmiðjunni og koma nýjum fyrir. Tæki í nýju verksmiðjuna komu í síðustu viku . „Þetta er allt í góðum gangi,“ sagði Bogi Sigurðsson, verksmiðjustjóri. „Við tókum á móti 25 þúsund tonnum á vertiðinni í vetur sem er nokkru minna en undanfarin ár. En við reiknum með að allt verði orðið klárt í september - október í haust. Og þá verðum við klárir í slaginn á fullu og reyklausir í þokkabót," sagði Bogi. Formleg opnun Athafnavers ungs fólks í Vestmannaeyjum fór fram á miðvikudaginn f síðustu viku að viðstöddu fjölmenni, ekki síður stórmenni. Þessir ungu menn voru ekki seinir á sér að setjast við eina af tölvum hins nýja Athafnavers, þegar verið var opnað. Þegar betur var að gáð voru þeir að brima á Vefnum í leit að upplýsingum til þess að sigla á inn í framtíðina. Miklar breyiingar á lista sjálfstæöismanna: Sigurður Einarsson kominn í slaginn á ný Fyrrum bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins er meðal frambjóðenda Á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna í Vestmannaeyjum sem haldinn var þriðjudaginn 14. aprfl var tillaga uppstillinganefndar að framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar samþykkt. Listann skipa eftirtaldir: Númer 1 er Sigurður Einarsson framkvæmda- stjóri, 2 Elsa Valgeirsdóttir fisk- vinnslukona, 3 Sigrún Inga Sigur- geirsdóttir skrifstofustjóri, 4 Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri, 5 Andrea Atladóttir Iánasérfræðingur, 6 Helgi Bragason lögfræðingur, 7 íris Þórðar- dóttir hjúkrunarfræðingur og fram- haldsskólakennari, 8 Aðalsteinn Sig- urjónsson framkvæmdastjóri, 9 Drífa Kristjánsdóttir skrifstofumaður, 10 Sævar Brynjólfsson skipstjóri, 11 Fríða Hrönn Halldórsdóttirframhalds- skólanemi, 12 Hallgrímur Tryggva- son vélvirkjameistari, 13Jón01afur Daníelsson verslunarmaður, 14 Kristjana Þorfmnsdóttir húsmóðir. Frambjóðendur hafa jafnframt ákveðið að Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri verði bæjarstjóraefni Sjálf- stæðisflokksins í komandi kosn- ingum. Að undanskildum Guðjóni Hjörleifssyni, Elsu Valgeirsdóttur og Sigurði Einarssyni, sem nú kemur aftur á lista eftir fjögurra ára fjarveru úr bæjarstjómarpólitíkinni, er listinn skipaður nýju fólki. Nysköpunar sjóðurat- vinnulífs- insáferð- inni í næstu viku Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins mun kynna starfsemi sína á almennum fundi í næstu viku. Fundurinn mun verða haldinn í sal Listaskólans. Að sögn Amars Sigurmundssonar formanns stjórnar sjóðsins mun verða greint frá starfsemi hans og einstakra deilda og veittar upp- lýsingar um fyrirkomulag um- sókna. Arnar segir að eins og kunnugt sé hafi Nýsköpunarsjóður tekið til starfa í byrjun þessa árs og hafí kynningarfundir verið haldnir nú þegar á Akureyri, Borgamesi og Sauðárkróki. Nánar mun verða greint frá fundinum í næsta blaði. Nýi Lands- banka- stjðrinn á ættirað rekiatilEyja Nýráðinn bankastjóri Lands- bankans hf., Halldór Jón Krist- jánsson er Vestmannaeyingur að stórum hluta. Hann bjó í Vestmannaeyjum sem bam, en foreldrar hans bjuggu á Bámstfg 15, sem kallað var Baðhúsið og stóð þar sem Sparisjóður Vestmannaeyja stendur nú. Þar ráku þau verslun og seldu fisk og ýmsar náttúrulækninga- vörur. Móðir Halldórs, Hanna Hall- dórsdóttir, sem látin er fyrir nokkmm ámm, var dóttir Halldórs (Halla) frá Grundarbrekku, sem lengi var verkstjóri í Gúanóinu, og LYGGI R .. LDUNA amálin á gilegan h: Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 48132 1— Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Alla daga nema sun. Kl, 08:15 Kl. 12:00 sunnudaga Kl: 14.00 Kl: 18.00 Föstudaga Kl: 15.30 Kl: 19.00 tterfólfur BRUAR BILIÐ Sími 481 2800 Fax 4812991 ik. RókabLiöin Heiðarvegi 9 - Sími 481 1434

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.