Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.1998, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.1998, Page 2
2 Fréttir Fimmtudagur 16. apríl 1998 Rólegir páskar Rólegt var hjá lögreglu um páska- helgina, eða 152 færslur í dagbók. Undunfarin ár hefur verið mikill erill hjá lögreglu yfir páskana. Hvort skýringin er aukið frjálsræði í skemmtanahaldi er ekki hægt að fullyrða, en lögreglan er ekki frá því að fá útköll helgarinnar megi rekja til þessa. Eldurígámi Aðfaranótt miðvikudags 8. apríl var tilkynnt ujn eld í ruslagánti við verslun KÁ v/ Strandveg. Slökkvi- lið slökkti eldinn. Guðmundur Richardsson segir gáminn, sem KÁ var með á leigu mjög illa farinn, ef ekki ónýtan. Ekki er vitað um upptök eldsins1 en talið að um íkveikju sé að ræða. Lögregla óskar eftir upplýsingum um þá eða þann sem olli íkveikjunni. Eldur í bílskúr Um kl 14:00 þann 8. apríl var tilkynnt um eld í bflskúr við Kirkju- veg. Lögreglumenn sem fóru á vettvang slökktu eldinn sem kveikt- ur hafði verið í rusli á skúrgólfinu. Ekki urðu skemmdir af völdum eldsins. Lögregla óskar eftir upp- lýsingum um þá eða þann sem kveikti eldinn. Páskaóorsti Að morgni föstudagsins langa var tilkynnt um innbrot í umboð Vífilfells og að bjór haft verið stolið þaðan. A svipuðum tíma var tilkynnt um tilraun til innbrots í Eyjabúð. Innbrot þessi upplýstust sama dag. Tveir ungir menn á aldrinum 18 - 19 ára viðurkenndu að hafa brotlst inn í umboð Vífilfells og að hafa geti tilraun til að brjótast inn í Eyjabúð. Rúðuböðlar Rúðuböðlar virðast hafa gengið ótæpilega til verks um páskana, því að alls voru brotnar 14 rúður í Bamaskólanum þessa helgi. Aðfaranótt páskadags var einnig tilkynnt um rúðubrot í Leik- skólanum Rauðagerði. Ef einhver vitni eru að þessum rúðubrotum biður lögregla þau að hafa samband sem fyrst. Ósætti í gleðskap Ein líkamsárás var kærð aðfaranótt 13. aprfl. Ósætti hafði orðið milli húsráðanda og eins gesta hans í gleðskap í heimahúsi. Vorboði Að gefnu tilefni vill lögregla minna eigendur ökutækja á að nagla- dekkin eiga að t'ara undan bifreiðum þann 15. apríl. Lögregla mun því t'ara að ýta við bifreiða- eigendum og ökumönnum og tninna þá á þennan vorboða, sem undantaka nagladekkjanna er. Til fróðleiks er vert að benda mönnum á að sekt við því að hafa nagladekkin undireftir 15. apríl eru þrjú til sjö þúsund krónur. Ekki er getið um punktavægi þessara sekta. Læsiðhúsunum Lögreglan vill benda fólki á að læsa húsurn sínum ef enginn er heima. Ástæða þessa er að upp hafa komið mál þar sem böm og unglingar hafa vefið að fara inn á heimili að húsráðeridum fjarverandi og faka þaðan bæ’ði peningá og murii. Skúli ánægður með víðtökurnar Myndlistarsýningu Skúla Ólafs- sonar sem hann hélt um páskana í Akóges lauk fjórtánda aprfl. Skúli var ánægður með móttökur sýn- ingargesta og segir að hátt á þriðja hundrað manns hafi komið á sýninguna. „Reyndar voru allir á- nægðir utan einn gestur, þannig að ég get vel við unað.“ Skúli segirað sýningin hati komið nokkuð á óvart og sýningargestir talað um að myndimar væm ólíkar því sem hann hefur áður gert. „Það má til sanns vegar færa og ánægjulegt að fólk kunni að meta þá leið sem ég fer til þess að tjá fegurðina. Myndir mínar skírskota til margs konar veruleika sem gott er að skuli eiga hljómgmnn með öðmm,“ segir Skúli. Skúli auglýsti eftir módelum til þess að sitja fyrir á Ijósmyndum hjá sér sem hann ætlar svo að túlka í teikningu. Sýningargestir fengu að kynnast þessari hugmynd hans á sýningunni, en hann langar að halda áfram að vinna að slíkum myndum. „Glæsistelpurnar virðast hins vegar mæta frekar illa á myndlistar- Skúli Úlafsson. sýningar, svo ég vil gjaman fá að ítreka núna, að mig vantar módel til að ljósmynda til þess að útfæra svo f teikningu.“ Það er ekki setið auðum höndum hjá hinu nýstofnaða Utgerðarfélagi Vestmannaeyja. Fyrirtækið á tvö skip, Breka og Garðar og nú á dögunum voru fest kaup á þriðja skipinu, Sigurði Lárussyni SF frá Hornaflrði. Raunar var það skip ekki lengi í eigu UV þar sem það var aftur selt Borgey hf. á Hornafirði. En eftir urðu í eigu UV 400 þorskígildistonn. Guðjón Rögnvaldsson, einn stjóm- armanna í ÚV, sagði að þetta hefði verið gert til að styrkja rekstur félagsins. Þessi tonn munu bætast við kvóta Breka og Garðars og þar með hefur félagið yfir að ráða kvóta vel á þriðja þúsund tonn. Guðjón sagði að unnið hefði verið að lagfæringum á Garðari að undan- fömu, laga hefði þurft gír og ákveðið að klára það alveg. Þeim viðgerðum ætti að ljúka nú í vikunni. Þá seldi Breki í Þýskalandi á mánudag í síðustu viku 118 tonn af karfa fyrir tæpar 19 milljónir króna. Það er um 160 kr. meðalverð á kfló sem er mjög gott. Breki var aðeins þijá sólarhringa' á veiðum og því Ijóst að Magni Jóhannsson og hans menn hafa haft í nógu að snúast á þeirn tíma. Á úriðjudag í síðustu uiku tók Sparisjóður Vestmannaeyja nýjan hraðbanka í notkun í Goðahrauninu í húsnæði Kfl. Það er EJS hf sem sá um uppsetníngu hraðbankans. Á myndinni er Benedikt Ragnarsson sparisjóðsstióri að opna bankann formlega með buí að taka lítilræði út úr bankanum. Stærðfræðiþrautimar Nú eru það svörin við verkefnum 4,5 og 6 og ný verkefni 7,8 og 9. Svör: dæmi 4: Talan 1000 liggur f röð E. Hér kemur ein möguleg lausn: í röðum B og D er „þrisvarsinnum- taflan“ þannig að 3 sinnum oddatala liggur í röð D en 3 sinnum slétt tala -•er í röð B. Þá verður 999 í D röð (3*333=999) og því verður talan lOOOíröðE. Dæmi 5: 4*3*2*3=72 Dæmi 6: Laugardagur. Ný verkefni: Dæmi 7. Ef lengdir tenings tvöfaldast hve margfalt stærri tening færð þú þá? Dæmi 8. Hvert er framhaldið; 0,2,6.12,20, _, _, _, _, _. Dæmi 9. Fyrir hvaða tölur standa a og b ? aba * 14 3388 Fermingar heljast á sunnudaginn Fyrstu fermingarnar á þessu vori verða í Landakirkju á sunnudaginn. Þá verður fermt bæði fyrir og eftir hádegi, kl. 11.00 og 14.00. Hér birtast myndir af fermingarbiimunum ásamt prestunum Bjama Karlssyni og Jónu Hrönn Bolladóttur. Fyrri hópurinn er á myndinni til vinstri. Ferming í Landakirkju 19. apríl 1998 kl. 11:00: Ágúst Sævar Einarsson. Austurvegi 1 b, Brynjar Smári Únnarsson Bröttugötu 4, Silja Steinarsdóttir Illugagötu l.HelgaJóhannaHarðardóttir Búhamri72, StefánBjöm Hauksson Búhamri 48, Gísli Finnsson Vestmannabraut 6. Andrea Gísladóttir Brekastíg lla, Daði Júlíusson Áshamri 16, Hlynur Stefánsson Áshamri 63,Víðir Róbertsson, Höfðavegi 43b og Gísli Stefánsson Búhamri 9. Ferming í Landakirkju 19. apríl 1998 kl. 14:00: Jóna Gréta Grétarsdóttir Heiðarvegi 45, Kristinn Freyr Þórsson Hólágötu 32, Helga Hrund Guðmundsdóttir Foldahrauni 8, Kjartan Öm Óskarsson, Birkihlíð 24, Thelma Rós Tómasdóttir Búastaðabraut 12, Guðlaug Amþrúður Guðmundsdóttir Smáragötu 16. Arndís Ósk Atladóttir Foldahrauni 41c, Ema Tómasdóttir Túngötu 24, Jóhann Bragi.Stefánsson Höfðavegi 13, Jessý Friðbjamardóttir Smáragötu 2, Gísli Böðvar Guðmundsson Illugagötu 65 og Njáll Ragnarsson Hrauntúni 22. FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481 -3310. Myndriti: 481 -1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frenir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn,_Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugyallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.