Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.1998, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.1998, Side 4
4 Fréttir Fimmtudagur 16. apríl 1998 Fjölmenni við vígslu Athafnaversins Formleg opnun Athafnavers ungs fólks fór fram miðvikudaginn 8. apríl síðastliðinn að viðstöddu fjölmenni og stórmenni. Það var Halldór Blöndai samgönguráðherra sem opnaði verið formlega með því að opna heimasíðu versins á Internetinu. Guðjón Hjörleifsson hæjarstóri hélt stutt ávarp og rakti hugmyndina að Athafnaverinu og framkvæmd hennar til þess veruleika sem nú er orðinn. Sigurður Einarsson forstjóri Isfélagsins sem átti húsnæðið sem athafnaverið er í gaf verinu stafræna myndavél, en slík vél er góð viðbót við annan tækjakost versins. Fleiri ávörp voru og flutt þar sem menn lýstu yfir ánægju sinni með að Athafnaverið væri orðið að veruleika og að þetta framtak Vestmannaeyinga væri sá vísir, sem yrði öðrum fordæmi í því efni að auka áhuga fólks á þeim möguleikum sem fólgnir eru í hugbúnaðargerð og tölvuvæðingu. Það kom í hlut Halldors Blöndal, ráðherra að uígja uerið. Hér er hann á spjalli uið Pái Maruin, forstöðumann setursins. Hluti gesta uið uígslu Athafnauersins. Verndarar Athafnaversins Athafnauer unga fólksins í Vestmannaeyjum á sér nokkra uerndara og mættu fulltrúar beirra við vígsluna. Frá uinstri: Orn D. Jénsson frá Háskéla Tslands, Ástualdur Jóhannsson frá Nýherja, Þérður Víkingur Friðgeirsson frá Tækniuali, Magnús Halldérsson frá Háskéla íslands, Saluör Gissurardéttír frá Kennaraháskólanum, og Dauíð Guðmundsson frá Töluun í Vestmannaeyjum. NÁMSKEIÐ í STOFNUN OG REKSTRIFYRIRTÆKJA Þróunarfélag Vestmannaeyja gengst fyrir námskeiði í stofnun og rekstri fyrirtækja. Farið verður yfír helstu þætti sem lúta að stofnun fyrirtækja, gerð viðskipta- og rekstraráætlana, markmiðssetningar. Námskeiðið verður í tveimur hlutum, laugardaginn 25.apríl frá kl. 09.30 til 16.00 og laugardaginn 2.maí frá kl. 09.30 til 16.00. Skráning fer fram í Rannsóknasetrinu við Strandveg 50 í síma 481-1111 eða faxi 481 -2669 fyrir kl. 17.00 mánudaginn 20.apríl. ATH: Takmarkaður fjöldi þáttakenda. Námskeiðsgjald er 5000 kr. en þau fyrirtæki eða einstaklingar sem taka þátt í Iðngörðum ÞV em sérstaklega hvattir til að mæta og munu þeir fá námskeiðsgjaldið endurgreitt. H1) - Kynning föstudaginn 17. apríl frá kl. 11.00 á Snyrtistofu Anitu. er stærsta snyrtivömlína með glýkólsým sem framleidd er í heiminum í dag. M D geymir svörin við eftirtöldu: Þurrki í húð, unglingabólum, elliblettum sólarskemmdum fínum línum psoríasis o.s.frv. Húðin verður einlitari sléttari og stíflulaus Frítt að prófa! Komið á kynninguna og kynnist alvöru snyrtivörum. M D. náttúmlegar snyrtivömr sem virka. Aðal- fundur Aðalfundur Björgunarfélags Vestmannaeyja fyrir staifsárið 1997 verður haldinn að Faxastíg 38 þriðjudaginn 5. maí 1998 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. 2. Önnur mál. Stjórnin. rsjálfstætt fólkATH. "| 1 Hér býðst einstaklega skemmtilegt tækifæri að 1 I dtarfa aðsöludreifingu á megrunar- og heilsuvör- I | unni frábæru eftir eigin hagræðingu í samvinnu við | I gott fólk. Mjög góðir tekjumöguleikar. Hringdu og I ■ kynntu þér vörumar. Sími 487-1429, sími og símsvari og faxnómer 487- ÞROUNARFELAG VESTMANNAEYJA 1206. (Bý í Mýrdalnum. tudeQÍ S'skrífarn enskum þýskum og ítölskum Hér fyrruni var lífið saltfiskur í Vestmannaeyjum. Nú er það bolti. Handbolti á vetuma og fótbolti á sumrin. Og reyndar teygir fótboltinn anga sína yfir á veturinn lfka, ekki þó íslenskur heldur enskur. þýskur og ítalskur. Óg í þeim fótbolta er ekkert kynslóðabil, sannir fótboltaunnendur eru allt frá tíu ára og upp úr án aldurstakmarka. Þekkingu manna á evrópuknattspyrnu eru heldur engin takmörk sett. Kollegi skrifara, sem kennir í grunnskóla, sagði honum í vetur að nemendur í hans bekk gætu ekki lært hvað guðspjalla- mennimir tjórir hétu, né heldur hverjir postularnir tólf voru og þaðan af síður hveijir væru ráðherrar í ríkisstjórn íslands. En þeir hinir sömu nem- endur gætu romsað upp úr sér öllum leikmönnum Manchester United, bæði aðalmönnum og vara- mönnum og þekktu æviágrip þeirra flestra hvena. Svo eru menn að tala um að ungt fólk í daga viti ekki neitt. Þetta er náttúrlega kunnátta út af fyrir sig og kannski ekki verri en önnur. Slíkur er einnig áhugi manna á boltamennt handan hafsins að stofnaðir em sérstakir klúbbar áhangenda boltaliða, sérstaklega þó á Englandi. Og á laugardögum flykkjast rígfullorðnir menn inn íTýsheimili. íklæddir rauðum, hvítum, gulum og bláum treyjum og vafðir treflum í sömu litum. Síðan skipta sömu menn sér í hópa, sem þeir kalla liinurn aðskiljanlegustu nöfnum á borð við „Dautt á vatni,“ „Beyglaður ljósastaur“ og „Bæjarins bestu" og krota merki á blöð sem síðan em send til Reykjavíkur gegnum tölvur. Og séu menn heppnir í krotinu eiga þeir von á aumm og jafnvel ferðalögum þar sem þeir geta barið goð sín augum. I þessum hópi er ekkert kynslóðabil og engin stéttaskipting. Þama sitja þeir hlið við hlið fermingardrengurinn og afinn, hásetinn og læknirinn, píparinn og framhaldsskólakennarinn og rýna fránum augum í tölvumiða. Kunn- ingjakona skrifara sagði að sér væri innanbtjósts á iaugardögum eins og hún ætti tjögur börn en ekki þrjú. á laugardögum gengi eiginmaðurinn nefnilega í bamdóm á ný, fyrst inni í Týsheimili og svo áfram tyrir framan sjónvarpið. Á laugar- dagskvöldum væri hann ýmist frávita af gleði eða nær óhuggandi af harmi, allt eftir því hvernig merki hefðu raðast í leikjum dagsins. Þessi gleði, eða ógleði eftir atvikum, entist honum oftlega fram á sunnudag og jafnvel fram eftir vikunni. Á miðvikudag væri liann þó yfirleitt búinn að endurheimta sína fyrri sálarró og gæti farið að undirbúa næstu helgartöm. Hér fyrrum gerðu menn sér það oftlega til dundurs um helgar að hittast í hópum og tefla skák eða spila brids. Slíkir sérvitringar eru fá- séðir núorðið. Enskur. þýskur og ítalskur fótbolti liefur leyst þær göfugu hugaríþróttir af hólmi. Höfuðgallinn við þessa tómstundaiðju er sá að yfir hásumarið leggjast boltamenn enskir, þýskir og ítalskir í fri. Og þar með er grunninum kippt undan þessari ágætu tómstundaiðju að nokkru leyti. Þó er það liuggun harmi gegn að um sama leyti byija íslendingar að sparka bolta og þótt þeir standi enskum, þýskum og ítölskum nokkuð að baki í þeirri íþrótt, þá er líka hægt að krota merki við þeirra leiki á tölvumiða og von um fé og frama ef vel gengur. Á fyrstu ámm sjónvarps og getrauna á íslandi dundaði skrifari sér við að krota merki á miða í von um skjótfenginn hagnað. Hann átti sér einnig uppáhaldslið í enskum bolta en varð aldrei svo frægur að eignast félagsbúning þess. Svo datt félag skrifara niður í aðra ef ekki þriðju deild og þar með dró úr áhuga hans. Á þeim tíma krotuðu menn Iíka merki á miða án þess að vera tölvuvæddir og yrði hlegið að slíkum fáráðum í dag. Skrifari hefur ekki komist hjá því í vetur að fylgjast með áhugamönnum um nútímafótbolta- merkingar. kennarastofan í Framhaldsskólanum er undirlögð í slíkar spekúlasjónir. Aftur á móti telur skrifari sig ekki hafa nægan vitsmunaþroska til að taka þátt í slíku. Hann lieldur sig því enn við óæðri hugaríþróttir á borð við skák og brids. Sigurg. Barcelona - Benidorm - Costa del Sol - Heimsferðir, umboð í Eyjum - Straumur s. 481-1119

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.