Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.1998, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.1998, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. apríl 1998 Fréttir 7 leiðin í Fósturskólann og úskrifaðist ég þaðan vorið 1980 og var leik- skólakennari og leikskólastjóri á Rauðagerði og Kirkjugerði næstu átta ár á eftir. Ég gat alltaf unnið á sumrin og var að vinna með skólanum, það er ólikt því sem er í dag. Hér var næg atvinna, en í dag hafa unglingar enga vinnu. Á þessurn árum er ég að kynnast manninum mínum og við keyptum okkur íbúð á meðan við vorum bæði í skóla. Ég gæti ekki séð það fyrir mér að ungt fólk gerði slíkt í dag. í þá daga þótti þetta ekki tiltökumál" Hvemig var vistin á Varmalandi? „Það var mjög sérstakt að mörgu leyti. Maður kemur inn í svona kvennaskólasamfélag. Þetta voru stelpur alls staðar að af landinu, sem var mjög gott að kynnast. Við vorum þijár saman í herbergi þennan vetur og maður fór ekkert annað þennan tíma að undanskildu einu fríi fyrir áramót og einu eftir áramót og svo kannski eitt tvö böll á misseri. Þetta var því mjög lokað samfélag og á sér enga hliðstæðu í dag. En okkur þótti þetta allt í lagi og mjög gaman.“ Upplíföí gosió |)ó hún uærí víðsfjarri En hvemig er að upplifa gos í Eyjum og vera stödd langt frá vinum og ættinejum, sem eátu verið í bráðum háska? „Það var alveg skelfilegt. Ég vaknaði um nóttina með martröð og vissi alveg hvað var að gerast. Það var allt í hrauni, svo finnst mér að frænka mín sem var nýflutt til Eyja standi alein í einhverri þvögu á flugvellinum. Hún er svo mikið alein í þessari þvögu að ég á bágt með að skilja hvers vegna. Svo vakna ég og kveiki á útvarpinu þama um nóttina, þá er verið að segja frá því að það sé farið að gjósa í Heimaey. Maður náði engu sambandi til Eyja og óvissan var skelfileg. Þessi frænka mín sem mig dreymdi þama um nóttina hafði hins vegar farið til Reykjavíkur, en orðið veðurteppt þar og komst ekki til Eyja. Hún var því alein, en maðurinn hennar með bömin þeirra hér í Eyjum. Þetta var mjög sérstakt og átakanlegt í senn að geta ekki gert neitt nema bíða í óvissu og ekki síður að upplifa þessa atburði svona í draumi, eins og að vera á staðnum.“ Bjartsýni borgar síg Hefurðu upplifað úrslit væntanlegra kosninga á einhvem svipaðan hátt? „Nei, nei, ég hef engar martraðir út af þeim. Ég er svo bjartsýn varðandi þær. Það er búið að vera svo gott veður síðan við buðum fram. Ég sagði til dæmis við einn ágætan mann um daginn að þetta góða veður væri á vegum V- listans og það efldi með okkur bjartsýnina. Hins vegar er ég alveg niðri á jörðinni í þessum efnum. Ég hef hins vegar lært það af lífinu að bjartsýni borgar sig. Maður verður að tileinka sér að sjá björtu hliðamar í lífmu eins og Pollýanna. Eins og til að mynda með sjúkdóm sonar míns sem hann greindist með fyrir sjö árum og er ólæknandi. Það er svo margt verra, sem fólk er að kljást við í lífinu heldur en það. Hann getur lifað með þessu þó að það kosti að taka inn lyf daglega og vera inni á sjúkrahúsum af og til. Maður lærir að lifa með þessu, því að maður er alltaf að verða vitni að einhverju miklu skelfilegra. Heilsan er númer eitt tvö og þrjú og ef hún er til staðar þá hefur maður allt. Þetta hefur líka kennt mér að tileinka mér bjartsýnina og að efla hana með mér. Þrátt fyrir sjúkdóm hans, þá getur hann gert svo margt og margir hafa það miklu verra og verða að sætta sig við það. Þetta er spuming um að fínna réttu hlutföllin. Maður herðist við alla erfiðleika sem maður þarf að takast á við og eins og ég sagði áðan og verður að standa og falla með því sem maður tekst á við. Öðm vísi nær maður eng- miðri Evrópu og náði harla litlu sam- bandi við umheiminn, en það breyttist eðlilega við komuna til Genfar." Þorgerður segir það hafa verið mjög mikla og skemmtilega reynslu að vera á þessum skóla og ekki síst að taka þátt í þingi Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar. „Þama var fullt af frægu fólki, sem maður sér alla jafna ekki nema á Ijósmyndum. Öryggisgæsla var gífurleg og maður gerði sér ekki fulla grein fyrir því, saklaus stelpa ofan af íslandi. Ég lenti til dæmis í lífvörðum Hussens Jórdaníukonungs. Ég hafði ásamt einum skólafélaga mínum orðið viðskila við hópinn á leiðinni í mat eftir ávarp kóngsins og fórum að skoða sýningu frá Jórdaníu. Ég var með gamla nryndavél sem ég átti og sest niður og segi að ég sé viss um að eitthvað eigi að fara að gerast þama og mig langaði til að sjá það. Þá kemur drottning Jórdaníu allt í einu þama. Ég dreg upp mína myndavél og fer að mynda hana. Þá flykktust lífverðirnir að og við vomm fjarlægð um leið af staðnum. Við gátunr nú ekki annað en hlegið að þessu, og þetta endaði nú allt vel. En að upp- götva svona sjálf, hvemig lífi þetta fólk Iifir sem hefur mikil völd vakti ákveðnar hugrenningar. Þetta er ekki frjálst fólk og lifir í óttanum við að verða drepið þá og þegar.“ Þorgerður segir að hún hafi komist að því þennan mánuð að hlutimir ganga upp. Kvenfólkið hafði allt sam- eiginlegt að fólk undraðist að það færi eitt að heiman frá manni og bömum í svo langan tíma en það þótti sjálfsagt hjá karlmönnunum. Það þótti einhvem veginn sjálfsagt að þeir gætu farið að heiman frá sér. Heima hjá mér var ég hins vegar hvött til þess að sækja um þessa vist, vegna þess að þetta er tækifæri sem maður fær bara einu sinni á ævinni. „Maður varð mjög náin fólkinu sem var í skól- anurn. Við bjuggum saman á eins konar heimavist, tveir og tveir í her- bergi. Þetta var ólíkt dvölinni á Varmalandi. Það vom allt aðrar kröfur þar, enda maður miklu yngri og móttækilegri. Þarna var maður með fólki sem hafði fullmótaðar skoðanir á hlutunum og maður þekkti ekkert bakgrunn þess. Það er enginn með neina fortíð og mjög fróðlegt að fara inn í svona samfélag og sjá hvernig fólk tekur á hlutunum og vinnur saman og ekki síst hvað kemur út úr því að lokum. En þetta átti vel við mig, þar sem ég er skorpumanneskja í mér. Þetta var mikil vinna, sem reyndi mikið á þanþolið milli fólks.“ Barnavinnaog barnalirælhun Hvaða verkefni var þinn hópur að vinna að þegar þú varst úti í skólanum? „Hópurinn sem ég var í tók fyrir bamavinnu og barnaþrælkun og við tókum púlsinn á þeim málum eins og hún birtist um allan heim. Það var mjög fróðlegt að sjá hvað var að gerast í raunveruleikanum og fá að komast svona nálægt því. Þetta er nokkuð frábrugðið því sem gerist í Vest- mannaeyjum, þó að vinnu ungmenna hafi mátt líkja við þrælkun hér í eina tíð. Hins vegar er það alveg ljóst að ef að ungt fólk kemst ekki í tæri við atvinnulífið, þá er ákveðin hætta á upplausn fyrir hendi. Ég held að ungu fólki sé mjög hollt að komast inn í raunverulegt vinnuumhverfi og skynja það hvar þjóðarverðmætin em sköpuð. Þau verða ekki bara til í bönkum og stofnunum. En ég sé það líka með sjálfa mig að það var ekki eðlilegt stundum hvemig maður vann sjálfúr sem unglingur, en það má vera millivegur. Unglingur sem ekki herð- ist í vinnu, en lendir kannski strax á atvinnuleysisbótum á það á hættu að líta á það sem sjálfsagðan hlut og það er hvorki hollt samfélaginu, né einstaklingunum. Fólk verður að fá að finna til ábyrgðar. Það sem við vomm hins vegar að skoða þama úti í mínum HJÁ ÖMMU 0G AFAÁMÚUL Gerða á Múla, Þorgerður, Guðmundur, Steinn afi ogúmar. Úmar, Jóhann, Þorgerður, Guðrún og Guðmundur. Hussein Jórdaníukónungur ásamt drottningu sinni. um þroska." Þorgerður segist vera skorpu- manneskja, en vilji taka hlutina rólega þess á milli, hins vegar segir hún að til þess að geta gert eitthvað fyrir aðra verði maður að gera eitthvað fyrir sjálfan sig. „Þetta er spuming um að njóta stundarinnar og velta ekki endalaust fyrir sér hvemig hlutimir vora eða verði. Ég er til dæmis í lík- amsrækt, sem er hluti af því að styrkja sjálfa mig bæði andlega og líkamlega, ef ég er ekki sjálf í formi, þá get ég ekki gert neitt fyrir aðra. Maður hefur framtíðaráform, en er ekki svo ríg- bundin einhverjum kreddum. Það getur allt gerst og þá verður maður að geta tekist á við það óvænta sem upp kann að koma. Ég hef verið dálítið hörð að því leyti að það sem ég tek mér fyrir hendur geri ég af fullum krafti." í uerkalýðsskóla í Genf Þorgerður fór í skóla á vegum nor- rænu verkalýðsfélaganna síðast liðið vor út í Genf. Þetta er skóli sem fjörutíu manns frá verkalýðsfélög- unum á Norðurlöndum sækja og fylgjast einnig með þingi Aljóða- vinnumálastofnunarinnar í Genf. Hún segist aldrei hafa þurft að spreyta sig mikið á Norðulandamálunum, en þama þurfti hún að bjarga sér upp á eigin spýtur. „Mér þótti þetta skelfi- legt fyrstu þrjá dagana, því þama talaði hver þjóð sitt tungumál. Hins vegar talaði enginn íslensku nema fulltrúi sem var með mér frá íslandi. Fyrstu vikuna dvöldum við reyndar í litlu þorpi í Frakklandi og vomm í húsi sem byggt var um 1600. Það var mjög fallegt þama, en engu að síður einangrað. Állir voru að sjálfsögðu með farsíma, en það náðist ekkert samband í þeim nema á ákveðnum stöðum á sérstökum tímum. Enda var ég spurð að því þegar ég kom til Genfar hvort ég hafi verið lokuð inni í klaustri sem þarna var og lyklinum verið hent. En þama var maður f hópi var vinna bama allt niður í þriggja ára, sem þrælar kannski í tólf tíma á dag. Hvaða ástæður liggja að baki því í ólíkum samfélögum, og hvemig hægt er að koma í veg fyrir slíkaþrælkun. Þetta er auðvitað mjög ólíkt, en samfélagið á hverjum stað skapar viðhorfm og þegar nraður lítur til síns heima, þá hafa Islendingar það mjög gott.“ Umburðarlyndi fyrir skoðunumannarra Þorgerður segir að á þetta reyni líka í pólitísku starfi að vinna saman í hópi. „Maður verður að hafa ákveðið umburðarlyndi fyrir skoðununr allra. Það er ekki sjálfgefið að maður hafi alltaf sjálfur rétt fyrir sér. Þetta er spurning um að finna réttu lausnina sameiginlega og þegar upp er staðið held ég að ég sé miklu meiri mála- miðlunarmanneskja, heldur en þessi stjómsama kona sem við nefndum hémaáðan. Auðvitaðhefégákveðnar skoðanir, en ég hef líka þroskast. Það var leitað til mín fyrir átta ámm að fara í pólitík, en mér fannst ég hvorki hafa áhuga né þroska til þess að takast á við það þá. Nú tel ég mig miklu betur í stakk búna til þess. Innsýn mín í fjölbreytni lífsins er svo miklu meiri og hún segir mér nú að gmndvöllur sé fyrir breytingum. Ég er samt fyrst að gera mér grein fyrir því núna, að framboð mitt er orðið að veruleika. Hlutimir gerast það hratt. Ég er á því að maður eigi að fylgja eftir skoðunum sínum og hrinda þeim í framkvæmd ef hægt er, ekki láta aðra alltaf gera hlutina fyrir sig. Það er of mikil tilhneiging til þess í þjóðfélaginu að mínu mati að láta aðra sjá um hlutina fyrir sig. Tala um það á vinnustaðnum eða heima fyrir hvað allt sé ómögulegt og hvað megi betur fara. Má segja, að þegar ég var úti á skólanum, fékk ég ákveðna fjarlægð og gat metið hlutina í öðru Ijósi, hvort sem um var að ræða málefni, fólk, eða landið sjálft. Ég var mjög stolt af uppruna mínum og þjóð sem kom fram þegar ég sagði frá landinu mínu. Maður lærir frekar að meta það sem maður á, þegar maður hefur fjar- lægðina til að átta sig á hlutunum. Stjórnín komin á of fárra mannahendur Eru þá öll dýrin í pólitíska frurn- skóginum vinir, þegar upp er staðið, ef hægt er að segja með stolti að allt sé harla gott? „Auðvitað greinir okkur á í Vest- mannaeyjum. Hér er stjómin komin á of fárra manna hendur. Hér ráða at- vinnurekendur jafnt sínum fyrir- tækjum sem og í bæjarmálum. Éiga hin níutíu prósentin ekki að fá að hafa áhrif og láta í sér heyra? Þettayr svo mikið sama fólkið sem ræður. Ástæð- an fyrir þessu er ákveðið kjarkleysi held ég. Fólk á að þora að standa og falla með sínum skoðunum. Þvífólk hér í Eyjum hefur skoðanir. Það er bara spuming um að láta þær uppi. Það em kannski ekki alltaf allir sáttir við mínar skoðanir og túlkanir, ég er ekki þessi já- jámanneskja, vegna þess að það em alltaf einhver takmörk sem lög og reglur setja okkur og þeim verður að fara eftir. Við búum í frjálsu landi og verðum að virða skoðanir hvers annars. f því felst frelsið. Þessu hef ég kynnst best í mínu starfi. Það er ekkert skemmtilegt að segja fólki að það hafi rangt fyrir sér og það er oft ekki sátt við niðurstöðuna í augna- blikinu en það græðir enginn á einhverjujá-jábræðrafélagi endalaust, vegna þess að stundum verður að segja nei. Slfkt kerfi fellur að lokum um sjálft sig.“ Benedikt Gestsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.