Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.1998, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.1998, Qupperneq 8
8 Fréttir Fimmtudagur 16. apríl 1998 UMBOÐ í EYJUM: Friðfíimiu' Finnbogason 481-1166 og 481-1450 ifc ÚRVAL-ÚTSÝN =s&ss*s FASTEIGNAMARKAÐUR VESTMANNAEYJA SF. 0piði10:00- 18í)0alla viritadaga. Sími 481 1847 Fax. 481 1447 Viðtalstími lögmanns 16.30 -19.00 þríðjudaga til föstudaga. Skrilstofa í R»k. Garðastræti 13, Viðtalstími mánudaga kl. 18 -19, Sími 551-3945 Jón Hjaltason, hrl. Löggiltur fasteignasali Guðbjörg Ósk Jónsdóttir Löggiltur fasteigna- og skipasali A-A fundir A-A fundir eru haldnir sem hér segir í húsi félagsins að Heimagötu 24: Sunnudaga kl. 11:00, mánudaga kl. 20:30 (Sporafundir), þriðjudaga kl. 20:30 (kvennadeild), miðvikudaga kl. 20:30, fimmtudaga kl. 20:30, föstudaga kl. 23:30 og laugardaga, opinn fjölskyldu- fundur, reyklaus, kl. 20:30. Móttaka nýliða hálfri klukkustund fyrir hvern auglýstan fundartíma. Athugið símatíma okkar sem eru hvern fundardag og hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru í 2 klst. í senn. — Teikna og smiða: Sólstofur, útihurðir, g glugga, utanhúss- m “ kiæðningar, þakviðgerðir og mótauppsláttur. J-M’MTWí Agúst Hreggviðsson Simi: 481-2170 Trésmiðaverkst: Miðstræti 23 481 2176 GSM: 897 7529 ] Björn ívar skóla- skákmeistari Suðurlands Kjördæmismeistaramót grunn- skóla var haldið í Barnaskóla Vestmannaeyja dagana 3. til 4. aprfl síðastliðinn. Vestmannaeyingurinn ungi Björn fvar Karlsson gerði sér lítið fyrir og vann mótið nieð 6 og 1/2 vinningiaf 7 mögulegum. Þettaer annað árið í röð sem Björn Ivar verður skólaskáknieistari Suður- lands, en í fyrra vann hann allar skákir sínar, sjö að tölu. Keppt er í tveimur flokkum eldri og yngri flokki. Er ál'engi vandaniál í þinni fjiilskyldu Al-Anon fyrir ætiingja og vini alkóhólista í þcssum samtökum gctur |)ú: Hitt aöra scm glíma viö sams konar \ andamál. I'raöst um alkóhólisma scm sjúkdóm Öðlast von í stað örvæntingar Hætt ástandið innan fjölskyldunnar Hyggt upp sjálfstraust þitt Öll almenn heimilistækja og raflagnaþjónusta. EINAR HALLGRÍMSSON Verkstæði að Skildingavegi 13 © 481-3070 & h® 481-2470 Far® 893-4506. Ég sló til besar til mfn var Inltað - því ég taldi að ég gæti unniÖ betur að bæjarmálum, efég kæmi inn sem bæjarfulltrúi segir Sigurður Einarsson sem skipar efsta sæti D-lista í bæjarstjórnarkosningunum í vor Strandvegi65 Sími 481 1475 Ársæll Árnason HÚSASMÍÐAMEISTARI Bessahrauni 2, sími 481-2169 GSM 899 2549 ALHLIÐA TRÉSMÍÐI Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor hefur verið ákveðinn. Upp- stillinganefnd gerði tillögur til fulltrúaráðsins um skipan listans og eru eftirfarandi menn í fjórum efstu sætunum. í fyrsta sæti verður Sig- urður Einarsson, annað sætið skipar Elsa Valgeirsdóttir, þriðja sætið Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir og í fjórða sæti verður Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri, sem jafn- framt er bæjarstjóraefni flokksins. Sigurður Einarsson sem leiða niun listann segir fæðingu hans ekki hafa verið erfiða. Menn hafi hins vegar metið stöðuna þannig að ekki hafi legið á að birta listann fyrr. Sigurður er ekki ókunnur bæjarmálapólitíkinni. því hann var bæjarfulltrúi frá 1986 - 1994. „Ég ákvað að taka mér hvíld frá pólitíkinni fyrir síðustu kosningar og snóa mér að öðrum störfum. Ég sló hins vegar til núna þegar til mín var leitað. því ég taldi að ég gæti unnið betur að bæjarmálum. ef ég kæmi inn sem bæjarfulltrúi. Flokkurinn er búinn að vera í meirihluta í 8 ár og hefur skilað nijög góðu verki fyrir Vestmannaeyjar." Sigurður segir að að miklar breytingar séu á listanum, frá fyrri bæjarstjómarkosningum. „Guðjón og Elsa verða áfram á listanum og Guðjón í baráttusætinu, en aðrir á listanum eru nýir. A listanum er mjög frambærilegt fólk sem hefur sýnt að það vill efla veg Vestmannaeyja og þeirra sem búa hér.“ Hann segir að núverandi meirihluti hafi lagt mikla áherslu á skólamál, æskulýðs- og íþróttaniál og hann muni halda því starfi áfram, auk þess að styrkja Þróunarfélagið og væntanlegt flárfestingarfélag. .Álögur hafa verið í lágmarki og við munum beita okkur íyrir því að halda þeim sem lægstum. Annars fer nú í hönd stefnuskrárvinna sem verður birt fljótlega. Ég er að öðru leyti bjartsýnn fyrir hönd listans og tel Sjálfstæðisflokkinn korna fram með sterkan og sigurstranglegan lista.“ Sigurður segir að listinn sé skipaður jafnmörgum konum og körlum. „Mikii breidd er á listanum í aldurs- samsetningu og stöifum og yngsti frambjóðandinn er 18 ára. Flokkur sem vill fylgjast með þróun mála leggur upp úr því að jafnræði sé niilli kynjanna. Jöfn skiptingin milli kynjanna á listanum er því í samræmi við þá tilneigingu sem er í þjóð- félaginu og pólitísku staifi." segir Sigurður að lokum. Hvað segir Oallup-49% orðin að 79,9%? Sem kunnugt er, framkvæmdi Gallup könnun með því að hringja í Vest- mannaeyinga og var meðal annars spurt um fylgi vegna komandi bæjarstjómarkosningar sem og um hvern bæjarbúar vildu sem næsta bæjarstjóra. Fram kom í blaðinu Fréttum, sem kom út 26. mars sl., að könnunin vegna sveitarstjómarkosninganna, hafi verið framkvæmd fyrir Fréttir og hafi úrtakið verið 600 manns. Þess er einnig getið í umræddu blaði, að í næsta blaði verði nánar fjallað um könnunina. Margtbarfaðskýra Þar sem umfjöllun Frétta 26. mars um könnunina var mjög ónákvæm beið undirritaður, seni og niargir aðrir spenntir eftir næsta blaði Frétta, sem kom út 2. apríl. Ekki var farið nánar í útskýringu á könnuninni. heldur birtist á forsíðu viðtal við þrjá bæjarfulltrúa, þar á meðal undirritaðan, um könn- unina, svo og var birt afsökunargrein að hluta frá blaðamanni blaðsins til Vestmannaeyjalistans. Enn var beðið eftir skýringum á úrvinnslu könnun- arinnar en ekkert var minnst á niálið í næsta blaði Frétta sem kom út 8. apríl, að undanskilinni grein frá Ragnari Oskarssyni bæjarfulltrúa Vestmanna- eyjalistans, þar sem hann fylgdi eftir greinarskrifum sínum um rangfærslu Frétta á niðurstöðutölum könnunar- innar. Einkennílegt reikningsdæmí - 49%verðaað79,8% í blaðinu í dag getur verið að frekar verði fjallað um málið, en þar seni undirritaður treystir því ekkert sérstak- lega, er þessi grein skrifuð. Sam- kvæmt grein í blaðinu frá 26. rnars, er talað um fylgistap Vestrtannaeyja- listans. Sú fullyrðing hefurpegar verið leiðrétt eins og að framan er getið. Það sem eftir stendur og ég vakti athygli á í umræddu forsíðu viðtali, þá gengur reikningur blaðsins og fullyrðingar ekki frekar upp, hvað könnunina varðar um bæjarstjórann. Sagt er að fylgi við D-listann miðað við þá sem tóku afstöðu, sé 55.1% og af þeim vilji 81,5% núvegandi bæjarstjóra, Guðjón Hjörleifsson og að fylgi V-listans sé 43,5% og af þeim vilji 9,4% núverandi bæjarstjóra. Síðan er klykkt út með því að 79,8% vilji núverandi bæjarstjóra, sem bæjarstjóra áfram. Eins og fyrr er getið er hér um einn allsherjar rugling að ræða. Samkvæmt þessum tölum Frétta og við gefum okkur um að þær séu réttar. hefur núverandi bæjarstjóri 44,91% fylgi frá þeim sem segjast ætla að kjósa D-listann og 4,09% þeirra sem segjast ætla að kjósa V-listann. Samtals hefur núverandi bæjarstjóri fylgi 49% fylgi þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni, en ekki 79,8% eins og blaðið hélt fram í frétt sinni á forsíðu og í fyrirsögn 26. mars sl. Það er ljóst að mikið er að, í skýringum Frétta. um þetta mál. Hún er reyndar kapítuli útaf fyrir sig, þessi spuming um bæjarstjórann, þar sem aðeins einn bæjarstjóri er í Vestmannaeyjum og ekki vitað um aðra sem í boði eru. Blaðið hlýtur að hafa talið spum- inguna þjóna einhveijum tilgangi. Krafa um svörfrá Gallup Það hlýtur að vera krafa þeirra sem standa fyrir könnunum sem og þeirra sem taka þátt í þeim, að rétt sé farið með tölur. Svo hefur ekki verið miðað við uppgefnar forsendur og í reynd skekkjur í biningu á umræddri könnun sem blaðið Fréttir tók þátt í. Samkvæmt upplýsingum Frétta. stóð Gallup að þessari skoðana- könnun. Það fyrirtæki sem og önnur sem taka slík verkefni að sér. hafa gefið sig út fyrir að láta frá sér traustar og vandaðar upplýsingar um kannanir á þeirra vegum. Samkvæmt ofan- greindu þarf að skýra marga þætti. hvað umrædda könnun varðar og verður því vart trúað að Gallup hafi ekkert um málið að segja. Guðmundur Þ. B. Olafsson. Höfundur er bœjcufulltrúi V-listans. Samkvæmt tölum Frétta við fylgi bæj'arstjóra er dæmið þannig Fylgi við D-lista 55,1 %. 81,5% af þeim vilja núv. bæjarstjóra. (81,5 x55,1/100 = 44,91) 81.5% af 55,1 %gera 44,91% Fylgi við V-lista 43,5%. 9,4% af þeim vilja núv. bæjarstjóra. (9,4 x 43,5 /100 = 4,09) 9,4% af 43,5% gera 4,09% Samtals fylgi við núv. bæjarstjóra 4,09% + 44.91 % = 49%

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.