Fréttir - Eyjafréttir - 21.05.1998, Blaðsíða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 21. maí 1998
Fjðlskylduskemmtun, Jón Gnair og forsæilsráðherra
Framboðslistarnir gera ýmislegt til
að ná athygli kjósenda. Sem dæmi
um þetta má nefna að á laug-
ardagskvöldið fengu ungliðar sjálf-
stæðismanna Jón Gnarr til að
skemmta þeim og öðrum. Daginn
eftir var Vestmannaeyjalistinn með
fjölskylduskemmtun í Alþýðuhús-
inu og sama dag var forsætis-
ráðherra gestur sjálfstæðismanna.
Jón Gnarr skemmti Eyuerjum og
gestum þeirrra.
Eyverjar félag ungra sjálfstæðis-
manna í Vestmannaeyjum hélt
skemmtikvöld í félagsheimilinu Ás-
garði síðastliðið laugardagskvöld. Það
var uppistandarinn Jón Gnarr, annar
hinna landsfrægu Fóstbræðra, sem
skemmt hafa á Stöð tvö í vetur sem
grínaði fyrir áheyrendur eins og
honum er einum lagið. Mikill og
góður rómur var gerður að skemmtan
Gnarrans og hljómuðu hláturhviður
svo mjög um alla eyju að mikið og
stórt spumingamerki myndaðist yfir
aðalstöðvum Vestmannaeyjaiistans
við Skólaveginn. Og spurðu menn
þar hver annan: „Hver hlær svo mjög
að oss?“ Þótti það merki um utan-
gáttatilburði.
Eins og uppistöndurum er lagið
kom Gnarrinn víða við í spaugi sínu
og fengu allir sínar pillur, jafnt þessa
heims sem annarra. Engin miskunn,
virtist vera fagnaðarerindi Mr. Gnarr
og spuming hvort kosningabaráttan
undanfarna daga mætti eitthvað af
læra, vegna þess hve hún hefur verið í
anda hins miskunnsama Samverja.
Uppfull með kærleika, skilningi,
þolinmæði og líkn hjá báðum
kretjendum atkvæða Vestmannaey-
inga, svo eyjan megi blómgast með
þeim sama kærleika, skilningi og líkn
sem kosningabaráttan hefur endur-
speglað. Það verður seint hent á lofti
að vegir stjómmálaflokka og -banda-
laga séu rannsakanlegir, þegar stjóm-
Dauíð Oddsson, forsætisráðherra, í ræðustól og má sjá Guðjón bæjarstjóra
fylgjast með af athygli.
málabaráttan ríður við einteyming
samkenndar og bræðralags.
En um þetta talaði Jón Gnarr að
sjálfsögðu ekki neitt, heldur fór eins
og kötturinn í kringum heita grautinn í
skálinni og lævísin skein úr augum.
Þannig er lfka best að vekja hláturinn;
að þykjast gera grín að öðmm, en vera
svo að gera grín að hinu gagnstæða.
Það er sjálfum sér. Það em líka bestu
grínaramir sem hafa taugar til þess að
sjá spaugilegu hliðamar á sjálfum sér.
Og þess vegna er þessi frásögn svona
sjálfhverf eins og raun ber vitni og
minnið brestur svo mjög vegna
hláturtáraflóðs.
Gnarranum var hins vegar skotið út
bakdyrameginn svo hann fengi frið
fyrir aðdáendum sínum, enda hann
margskotinn sjálfur af ljósmyndurum
sem vildu geyma minninguna sem
ferskasta að dást að, að loknum
kosningum. Hlæja menn þá enn eða
hvað?
Daginn eftir var Vestmanna-
eyjalistinn með fjölskyldudagskrá í
Alþýðuhúsinu. Þar var húsfyllir. Farið
var í leiki við bömin, Harmó-
nikkufélagið lék nokkur lög og fram-
bjóðendur fóm með gamanmál. Boðið
var upp á grillaðar pylsur sem runnu
ljúflega niður.
Sama dag var forsætisráðherra
gestur sjálfstæðismanna sem boðuðu
til opins fundar um byggðarmál í
Akóges. Davíð Oddsson hélt fram-
söguerindi ásamt Bjarka Brynjarssyni
í Þróunarfélaginu. Davíð fór yfir
sviðið í heild og var ekki annað á
honum að heyra en að staða Vest-
mannaeyja væri sterk. Bjarki Iýsti þvf
sem framundan er í Vestmannaeyjum
og kom fram hjá honum að margt er
framundan hjá Þróunarfélaginu. Að
framsögu lokinni sátu þeir Davíð og
Bjarki fyrir svömm.
Lára Skæringsdóttir, sem
skipar4.sætiðáV-
listanum, hafði ýmislegt til
málanna aö leggja á
fjölskylduskemmtuninni.
Toppurinn opnaður
Jón Ólafur Daníelsson fyrrum rekstraraðili Mánabars
hefur opnað söluturn, grill og pizzustað þar sem Amigo
var áður við Heiðarveginn. Jón Ólafur kallar nýja
staðinn Toppinn, enda stefnir hann að því að vera með
toppþjónustu og -gæði.
Jón Ólafur segir að þó hann hafi opnað síðastliðinn
laugardag, þá verði ekki allt komið í endanlegt form fyrr en
um mánaðamótin. „Við gerðum miklar breytingar á hús-
næðinu og höfum stækkað það töluvert og viðtökumar hafa
verið mjög góðar. Við bjóðum upp á hamborgara núna og
auðvitað pylsur, en í næstu viku verðum við komin með
pítur, mínútusteikur og um mánaðamótin verða pizzu-
ofnarnir komnir. Við ætlum okkur hlutdeild í heimsend-
ingarþjónustunni og lítum að því leyti til Heimsmeist-
arakeppninnar í fótbolta í sumar. Við stefnum líka að því
að koma upp sjónvarpsskjá svo fólk geti horft á boltann hér
líka, eða annað efni.“
Jón Ólafur segir að þetta verði hans aðalvinna, en hann
þjálfar þó líka 6. flokk drengja í knattspyrnu og aðstoðar
einnig við þjálfun meistaraflokks kvenna í knattspyrnu.
„Þetta var hálfgerð skyndiákvörðun að hella sér út í þennan
rekstur. Húnsæðið var laust og ég var búinn að klára
leigusamning minn við Mánabar. Þetta er rótgróinn staður
og ég er vel kunnugur á þessum slóðum þar sem ég átti
heima hérfyrir neðan þar sem verslunin Flamingó er núna.
Það má því segja að ég sé kominn heim,“ segir Jón Ólafur
að lokum.
Ester Helga, Dóra Djörk Gústafsdóttir eiginkona Jóns ðlafs
sem heldur á Tanju Rut dóttur beirra og Fjóla
Finnbogadóttír.
ðskar Orn ðlafsson, 7. maður á Uestmannaeyjalistanum með Erlu Gísladóttur
konu sinnl og Birta dóttur heirra á fjölskylduskemmtun Vestmannaeyjalistans.
Lúðvík Bergvinsson skrifar:
Ágætu Eyjamenn!
hvorki bmgðist við þessari þróun né
reynt að sporna gegn henni, svo
nokkm nemi.
Stefna Vestmannaeyjalistans
byggir á þvf að snúa vöm í sókn fyrir
Vestmannaeyjar; með bjartsýni að
vopni og þannig hverfa frá stöðnun
undanfarinna ára; feta leið framfara.
Það fólk sem skipar Vestmanna-
eyjalistann hefur sýnt það í þessari
kosningabaráttu að þar fer kraft-
mikið fólk undir traustri forystu:
stefnufastur hópur sem er ueystandi
til að snúa bæjarfélaginu af þeirrri
braut sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur markað undanfarin átta ár.
Því vil ég skora á þig ágæti Vest-
mannaeyingur að leggja þeirri
baráttu lið með því að merkja við
Vestmannaeyjalistann í kosningun-
um nk. laugardag.
Lúðvík Bergvinsson,
Framundan eru
bæjarstjómar-
kosningar, sem
munu ráða miJdu
unr hvaða við-
horf ráða för við
stjóm bæjarins
næstu fjögur
árin. Mikilvægi
þessai'a kosninga birtist okkur
Vestmannaeyingum einkum í þeirri
staðreynd að landsbyggðin hefur átt
undir högg að sækja gagnvart höfuð-
borgarsvæðinu í samkeppni um fólk
og búsetu þess.
Undanfarin átta ár, eða á
valdatíma Sjálfstæðisflokksins, hefur
íbúum í Vestmannaeyjum fækkað
hlutfallslega meira en sem nemur
meðaltalsfækkun á landsbyggðinni.
Á þessu er engin ein skýring en á
hinn bóginn hafa bæjaryfirvöld
Barcelona - Benidorm - Costa del Sol - Heimsferðir, umboð í Eyjum - Straumur s. 481-1119