Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 1 l.júní 1998 Þá fáum við í þriðja sinn að kynnast nokkru af því úrvalsfæði sem Gísli Guðlaugsson og hans fjölskylda býr við. Þær systur Dröfn og Þórunn Gísladætur hafa á tveimur síðustu vikum kitlað bragðlauka okkar og nú er komið að móðurinni, Öddu Gunnólfsdóttur. „Ég ætla að bjóða upp á tvo góða, einfalda og ódýra rétti, fiskrétt og svo léttan rétt sem má nota við hvaða tækifæri sem er, bæði sem aðalrétt, forrétt, kvöldsnarl eða þá að snæða hann úti í garði í sumarblíðunni. Fiskréttur: 2 ýsuflök 2 litlar púrrur eða einn lítill laukur Sósa: 1 tsk. sinnep 1 tsk. karrý, sléttfull 1 msk. edik 2 msk. brætt smjör 5 msk. tómatsósa 1 dl rjómi Flökin em roðhreinsuð, skorin í bita og raðað í smurt eldfast mót. Púrrulaukur skorinn í sneiðar og settur ofan á. Allt hrært saman, sem á að fara í sósuna, henni blandað yfir og smjörbitar settir ofan á. Bakað í ofni við 190°í20 mínútur. Þetta er góður gestaréttur sem ég hef oft búið til. Ég hef hrísgijón með, sem ég sýð á venjulegan hátt en set kjúklingatening og smjörklípu út í vatnið. Hrísgrjónin verða bragðbetri með því. Kaldur réttur: 500 gr. rækjur 1 græn paprika 1 rauð paprika 1/2 dós maískom 1 tsk. karrý 300 gr. majones 1 poki hrísgrjón Knorr krydd Brytjið paprikuna smátt og blandið síðan öllu saman. Sósa: 3 msk. hunang 4 msk. sætt UG sinnep salt, pipar og sósulitur Berið réttinn fram með sósunni. Adda Gunnólfsdóttir er sælkeri þessarar viku. Mjög gott er að hafa ristað brauð með honum. Þá finnst mér mál til komið að þessi fjölskylda fari að kveðja í bili. En ég ætla að skora á vinnufélaga minn og vinkonu, hana Ninnu Bjarkadóttur, en hún starfar á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja eins og ég. Verði ykkur svo að góðu. rr HUSEY BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA O p ð s p o Undanfarið hefur verið hér á landi sendinefnd frá Maine fylki í Ameríku. Þessi sendinefnd hefur ferðast norður til Húsavíkur en milli Húsvíkinga og Mainemanna mun vera gott samstarf sem skapað hefur ný störf á Húsavík. Með þ.essari sendinefnd er íslendingur, Karl Asmundsson. Fulltrúar annara bæjarfélaga á landinu munu hafa verið afar áhugasamir að fá að ná tali af umræddri sendinefnd með von um svipað samstarf. Haukur á Reykjum, §em hefur sambönd víða þekkir Karl Asmundsson persónulega og lagði því að honum að koma með sína menn hingað til Eyja. Þegar til átti að taka reyndist ekki áhugi hjá forráða- mönnum Vestmannaeyjabæjar að ná tali af umræddri sendinefnd. Haukur mun ekki hafa hætt við svo búið heldur haft beint samband við menn í atvinnulífinu hér sem reyndust hafa áhuga. Sendinefndin mun funda með þeim hér um næstu helgi og kemur bærinn hvergi nærri. Reyndar bjóst maður við að kosningaloforðin og stefnuskrárnar gleymdust fljótt, en svona fljótt!! Það eru ekki einu sinni 20 dagar frá kosningum. Frábær staðgreiðsluverð á innimálningu Fjallavatnid er gott Sjómannadagsblað Vestmannaeyja kom út um sjómannadagshelgina, veglegtað vanda. Ekki hefur verið býsna algengt að konur hafi skrifað mikið í það ágæta rit en nú birtist grein eftir Ingibjörgu Hafliðadóttur, mjög vel skrifuð, umlíf sjómannskonunnar. Ingibjörger Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn? Ingibjörg Hafliðadóttir. Fæðingardagur og ár? 25. nóvember 1998. Fæðingarstaður? Uppi á háalofti á Landsspítalanum í Reykjavík. Fjölskylduhagir? Gift Sævari Brynjólfssyni. Við eigum þrjú börn og barnabömin eru líka þrjú. Menntun og starf? Gagnfræðapróf, húsmæðraskólapróf og skóli lífsins. Vinn sem bankastarfsmaður. Laun? Ég vil ekki gera íslandsbanka það að gefa þau upp. Helsti galli? í augnablikinu man ég ekki eftir neinum en einhverjir hljóta þeir þó að vera. Helsti kostur? Spurðu Sævar. Uppáhaldsmatur? Það kann að hljóma undarlega en það er hafragrautur. Eg lifði á honum sem barn og finnst hann alltaf mjög góður. Versti matur? Makkarónusúpa. Reyndar kalla ég hana nú alltaf öðru nafni en það er ekki prenthæft. Uppáhaldsdrykkur? Vatn, hikstalaust. Fjallavatnið okkar í Vestmannaeyjum er dásamlegt. Uppáhaldstónlist? Allt nema þungarokk og rapp. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að fara í leikhús. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Aðskúragólf. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Ætli ég myndi ekki styrkja útgerðarfélagið Byr. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Verð ég ekki að segja eiginmaðurinn? Uppáhaldsíþróttamaður? Vala Flosadóttir. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Oddfellow. Uppáhaldssjónvarpsefni? Svona þriggja klúta myndir. Uppáhaldsbók? Biblían. Hvað metur þú mest í fari annarra? Að fólk komi til dyranna eins og það er klætt. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Það gagnstæða, þegarfólk er að dubba sig upp í eitfhvað sem það er ekki. Hver var kveikjan að því að þú skrifaðir þessa grein? Ég var nú beðin um það. En mér hefur alltaf fundist eins og starf og hlutverk sjómannskonunnar væru ekki mikils metin og því lét ég verða af því. Hefurðu eitthvað stundað ritstörf áður? Það er nú ekki mikið, aðallega fyrir ruslakörfuna. Ætlarðu að halda áfram ritstörfum? Nei, hættu nú alveg! Og þó, það er aldrei að vita, kannski þegar ég er orðin stór. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? -Sjómannnadagurinn? Sævar Brynjólfsson. -Pólitík? íöllu. -Sævar Brynjólfsson? Fjarverur. Eitthvað að lokum? Gleðilegt og gott sumar. NYFfEDDIR VESTMfiNNfiEYINGfiR Stúlka Þann 12. maí eignaðist Karen Anna Sveinsdóttir dóttur sem nefnd hefur verið Telma Rut. Hún vó 14 merkur og var 50 sm að lengd. Með Telmu Rut á myndinni em fr. v. Valgerður frænka og Brynja amma. Stúlka Þann 30. apríl eignuðust Eyrún Stefánsdóttir og Eiríkur Tómas Marshall dóttur. Hún vó 12 merkur og var 50 sm að lengd. Hún hefur verið skírð Bergdís Klara. Ljósm. var Dn'fa Bjömsd. Á myndinni með Bergdfsi Klöm er Stefán Ingi Jónsson frændi hennar. Stúlka Þann 10. mars eignuðust Anna Elísabet Sæmundsdóttir og Amar Sigurðsson dóttur. Hún hefur verið skírð Lára Margrét. Fjölskyldan býr í Reykjavík. ATVINNA / Oskum eftir að ráða staifsmann á lyftara í frystihúsi. Lyftararéttindi æskileg. Framtíðarstarf. Upplýsingar gefa Einar Bjamason og Þorsteinn Sigurðsson að Strandvegi 102 ÍSFÉLAG VESTMANNAEYJA HF. STOFNAÐ 1901

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.