Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 11. júní 1998 Ein á báti og ánægð með það segir listakonan Ríkey Ingimundardóttir sem er ánægð með viðtökur Eyjamanna Listakonan Ríkey Ingi- mundardóttir opnaði sýningu í Akóges á föstudaginn, var. Það er óhætt að segja að hún láti sér fátt óvðkomandi þegar komið er að myndlistinni, enda spannar listsköpun hennar allt sviðið, frá skartgripum til skúlptúra og olíumálverka. Ríkey hefur alla tíð látið sér í léttu rúmi liggja mælikvarða sjálfskipaðra spekúlanta um myndlist og haldið sínu striki án þess að téðir spekúlantar hafi nokkur áhrif þar á. Ríkey siglir líka sinn eigin sjó og nýtur þess. Hún hefur sýnt víða jafnt innan lands sem erlendis. Til dæmis í Bandarrkjunum, Danmörku, Noregi, Færeyjum og Luxemburg. Verk hennar eru því víða um heim bæði á opinberum stöðum og í einkaeign. Ríkey er afkastamikill listamaður og var sýningin í Vestmannaeyjum fertugasta einkasýning hennar. Að sjá eitthvað sem snertir Nú ertu með tónlist sem þú spilar af snældu á sýningunni. Er það mjög mikilvægt fyrir þig að hafa einhverja tónlist á sýningum þínum? „Þetta er nú bróðir minn Gylfi Ægisson sem við heyrum núna. Það er dálítið merkilegt með Gylfa og mig að við erum alltaf að segja einhverja sögu. Hann hefur gert fólkið, sem hann fjallar um í textum sínum, landsfrægt. Hann sér þetta fólk hins vegar í öðru ljósi en aðrir og miðlar þeirri sýn. Þetta er ekki ólíkt því sem ég er að gera. Ég sé eitthvað sem að snertir mig og þá langar mig til að gera eitthvað meira með það." Ríkey segir að hún hafi alla tíð mótað myndir í leir, alveg frá því hún var stelpa. „Ég skapaði heilu fjöl- skyldumar í leir og lék mér með þessar myndir eins og aðrar stelpur léku sér að barbiedúkkum. Ég fer síðan í kvöldskóla Myndlista- og handíðaskólans og þar kenna mér Hringur Jóhannesson og Hörður Ágústsson. Hjá þeim lærði ég ein- göngu málun og teiknun. Löngu seinna fer ég í skúlptúrdeild skólans og útskrifast þaðan, en eftir það fer ég í keramikdeildina. Einnig var ég í Antverskov Hpjskole í Danmörku. Bakgrunnur minn er því nokkuð fjölbreyttur hvað nám varðar og það hefur skilað sér í því sem ég hef verið að gera í myndlistinni. En hvers vegna ég skapa nákvæmlega þá hluti sem ég er að^era núna á sér kannski dýpri rætur. Ég bjó til nýjan ævintýra- heim og gat alltaf breytt því fólki sem égskapaði. Fyrst er það kannski ungt og svo verður það gamallt. Ég gat líka gefið því önnur svipbrigði en hin staðlaða mynd barbiedúkunnar gaf, af því að leirinn býður upp á það að breyta að vild. Þannig skapa ég kannski fólk sem er nær lífinu og raunveruleikanum.“ Að segja sögu Þegar myndir Ríkeyjar eru skoðaðar kemst maður ekki hjá því að taka eftir því að það er alltaf sögð saga í myndum hennar. Rikey segir að hún sé oft spurð að þessu og hún njóti þess að ganga með gestum um sýningar sínar og útlista fyrir þeim myndimar. „Það opnast alltaf ný heimur fyrir skoðandanum þegar ég fer að útskýra sögumar í myndunum mínum. Þetta em allt ævintýri, sem byggja á hugmyndum sem maður hefur fengið úr daglega líftnu. Ég hef farið víða um ævina og meðal annars búið um lengri eða skemmri tíma í Danmörku. Færeyjum, og Bandaríkjunum. I myndum mínum er ég alltaf að endur- skapa heiminn sem ég sé í kringum mig.“ Og hann er þá mikið ævintýri fyrir þér? „Auðvitað verður maður að endurskapa hann og búa til eitthvað skemmtilegt, fallegt og blíðlegt. Ég vil ekki endurskapa ljótleikann. Ef maður skapar eingöngu ljótar sögur líður manni ekki vel. Sjálfri líður mér vel og vellíðan mín eykst ef ég get gert hluti sem höfða til allra og ef fólki líður vel á sýningu hjá mér.“ Hvernig hafa Vestmannaeyingar tekið myndunum þínum? „Það hefur verið rosalega fín aðsókn og fólk mjög jákvætt, jafnt í minn garð og verkanna." Nú teiknar þú oft í málverkin þín áður en liturinn er þomaður? „Já það er rétt. Ég set fyrst litinn á léreftið og skoða myndina svo í fjarlægð á eftir. Þá spyr ég sjálfa mig. „Hvað gefur myndin mér, eða hvað segir hún mér. Þá teikna ég í blautann litinn með einhveijum skörpum hlut til dæmis og myndin og sagan verður til.“ Elti ekki tískur Getur þú staðsett þig í íslenskri myndlistarflóru? „Það geri ég ekki og dettur ekki í hug að gera slíkt. Ég lofa öðrum myndlistarmönnum að vera í friði og þeir gera það sem þeir vilja óháð mér. Ég er ekki að elta neinar tískur eða gera það sem aðrir eru að gera og hef engan áhug á því. Ég dæmi ekki aðra listamenn og hvorki lofa þá né lasta. Ég er bara ein á báti með mitt og er ánægð með það." ErþaðRíkey VE? „Já það má alveg segja það og á vel við á sjómannadaginn." En hversu mikilvægt er það fyrir þér að segja sögu í myndum þínum? „Það er saga í öllu sem ég geri og er mér mjög mikilvægt. Ef engin saga er, þá er engin mynd. Ég verð alltaf að tjá mig í sögu.” Næg vinna fyrir unglingana Atvinnuástand meðal unglinga hefur ekki verið betra í mörg ár í Vestmannaeyjum en í sumar. Þetta kemur fram í könnun sem Vestmannaeyjabær stóð fyrir um atvinnuhorfur unglinga sem verða 16 ára á þessu ári og eldri. Guðmundur Þ.B. Olafssona tóm- stunda- og íþróttafu 11 trúi segir að þarna sé um algjöra kúvendingu að ræða miðað við undanfarin ár. „Síðustu ár hafa þetta verið milli 30 og 40 einstaklingar sem hafa skráð sig en nú voru þeir ekki nema níu. Við höfum reynt að útvega krökkunum vinnu á almennum markaði eða hjá stofnunum bæjarins. Til þess kom ekki núna því þegar á reyndi voru sex af þessum níu búnir að fá vinnu og þeir þrír sem eftir voru fengu vinnu í Vinnslustöðinni," segir Guðmundur. Hann segir að aðsókn í Vinnuskóla bæjarins sé annað dæmi um gott atvinnuástand. I honum er unglingar fæddir 1983, 1984 og 1985. „í allt skráðu sig um 170 krakkar í vinnuskólann í sumar en það er nokkur afföll sem er alveg nýtt. Það vantar um 30 krakka sem skýrist af því að þeir hafa fengið vinnu í stöðvunum eða annars staðar. Er þetta mjög jákvæð þróun og ástandið er líkara því sem við þekktum hér á árum áður þegar allir unglingar í Eyjum gátu fengið sumarvinnu að vild. Og ekki má gleyma því hvað þetta léttir mikið undir með fjölskyldum unglinganna." Rikey segir að sögur hennar tengist ekki íslenskri sagnahefð neitt sértaklega, þó að hún hafi endurskap- að ýmis ævintýri. ,Æg hef gert myndir af fólki sem á sér tilveru í raunveru- leikanum. Til að mynda gerði ég iág- mynd af Tyrkja-Guddu síðast þegar ég sýndi héma í Vestmannaeyjum fyrir fjórum árum. En að öðru leyti em þetta myndir sem ég spynn upp úr mér og einhver innri þörf sem rekur mig áfram. Þetta em sögur sem ég verð að segja og vil að aðrir geti eignast hlutdeild í. Ég hef alltaf elskað ævintýri og hef reyndar gert skúlptúr sem er gerður eftir sögunni um Dimmalimm sem Muggur gerði á sínum tíma og gaf út á bók. Eg hafði hins vegar ekki tækifæri til þess að taka hana með mér núna, vegna þess að hún er svo stór. Þegar maður heldur upp á einhverja persónu þá hefur hún áhrif á sálina í manni og fyrir mér er ég kannski að endurgjalda þessi áhrif. Ég vil reyna að gera sögumar meira lifandi og áþreifan- legar. Skúlptúrinn hefur það líka fram yfir málverkið að það er hægt að snerta hann og skoða frá öllum hliðunt. Þannig verður hann raun- vemlegri en að blaða í bók. Þetta á ekki síður við um blint fólk sem getur skynjað heiminn á nýjan hátt með því að snerta hlutinn.“ Gerir þú eitthvað upp á milli skúlptúrsins og málverksins? „Ég er mjög fljót að móta leirinn og tilfinningin er algjörlega í fingrunum. Þannig er ég fljótari að móta en að teikna Svo kemur hins vegar þessi litagleði yfir mig og að geta skipt um miðil er bæði hvfld og alltaf skemmtilegt. Maður er að því leyti að gera eitthvað nýtt en samt það sama. Ég geri hins vegar ekki sömu myndimar, en hugmyndimar geta verið þær sömu sem liggja að baki myndunum en útfærslan liins vegar ólik í efni hverju sinni. Það er líka ákveðin nautn sem fylgir því að geta séð sömu hugmyndimar frá fjöl- breyttum sjónarhornum í ólíkum miðli. Þannig verður myndin oft á tíðum raunverulegri fyrir manni heldur en ef maður horfir beint á einn hlut. Það er hægt að hlaupa hringinn og hafa nokkra skemmtun af." Þakkir til Eyjamanna Ríkey vildi að lokum koma til skila kæm þakklæti til Vestmannaeyinga fýrir frábærar móttökur og meiri háttar stuð í Eyjum „Aðsóknin að sýning- unni var mjög góð og mér og verkurn mínum mjög vel tekið. Það er alltaf gott að koma til Eyja og ég er þakklát fyrir það tækifæri að hafa getað sýnt hér nú,“ segir Ríkey að lokum. Benedikt Gestsson Meðal verka á sýningunni var lágmynd sem Ríkey gerði um sundafrek Guðlaugs Friðþórssonar, gegar Hellisey VE fórst austan við Heimaey. „Ég gerði Dessa mynd sérstaklega fyrir sýninguna og ákvað að gefa Vestmannnaeyingum myndina. Myndin er gerð beint frá hjartanu og mér fannst ég burfa að gera hana eftir að ég las um betta afrek Guðlaugs." Ríkey segir að myndin eigi að sýna átök manns og náttúru og bá tvísýnu baráttu sem menn há í lífinu til bess að komast af. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjéri ték við myndinni fyrír hönd Vestmannaeyinga. Hann sagði við afhendinguna að gjöfín væri rausnarleg og að Vestmannaeyingar væru bakhlátír listakonunni fyrir að bá uelvild sem fælistí gjöfinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.