Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 11.06.1998, Blaðsíða 16
H H FLUTNINGAR: VESTMANNAEYJUM Dagkgar farélr fntrt é land tm er. Vöruafgreiðsl a Skildlngovegi 4 Sími 481 3440 Vöruafgreiðsla í Reykjavik TVO Héðinsgota 1-3 Simi S81 3030 Öll móttaka ferðamanna, skóla- og.íþróttahópa 8966810 Mikið var sungið í Akóges á föstudagskvöldið þar sem Árni Johnsen og félagar stóðu fyrir sönguppákomu. Meðal þeirra sem tóku lagið með Árna var Grétar Þorgilsson. Var gerður góður rómur að söng Grétars, enda maðurinn með bjarta og tæra tenórrödd sem hugnaðist gestum Akóges vel þetta kvöld. Stelpurnar eru mættar Um helgina fer frani níunda Pepsímótið í kvennaknattspyrnu hér í Vestmannaeyjum. Þátt- takendur eru um 830 og koma frá 15 félögum og er þetta svipaður fjöldi þátttakenda og verið hefur. Stefanía Guðjónsdóttir sem sæti á í Pepsímótsnefnd segir að 82 lið muni keppa á mótinu í alls 328 leikjum. Hún segir og að heiðursgestir mótsins verði Ragna Lóa Stefánsdóttir fyrr- verandi landsliðskona í knattspymu og Amar Ottesen markaðsstjóri Pepsí. Mótið verður sett í dag kl 18:00 á Þórsvellinum og mun verða boðið upp á ýmis atriði til skemmtunar, eins og knallettusýningu, fallhlífastökk og Hálendaleika. Einnig mun íslands- banki afhenda þátttakendum mótsins gjafir við mótssetninguna. Leikið verður allan fimmtudaginn og föstudaginn, en á laugardag hefst keppni í milliriðlum. Á sunnudaginn verða úrslitaleikimir spilaðir frá kl 09:00 - 15:00. Á föstudeginum verður útiball á Stakkó, kvöldvaka og grill á laugardagsdkvöld í íþrótta- miðstöðinni. Mótinu verður slitið með lokahófi á Sunnudag kl. 19:00. Þá verða og verðlaunaðir bestu leikmenn í hveijum flokki ásamt besta og efnilegasta leikmanni mótsins. Samnmgarum söluá TurninumP Samningaumleitanir hafa verið í gangi um kaup Baldurs Gísla-sonar í Tölvubæ á Veitinga-staðnum Tuminum. Rétt áður en blaðið fór í prentun vildi Baldur ekki láta hafa neitt eftir sér unt málið, nema að málið myndi skýrast fljótlega og þá koma í ljós hvort af hugsanlegum kaup- um yrði. Karl Gauti skoflarEyjar Von er á nýskipuðum sýslumanni Vestmannaeyinga Karli Gauta Hjaltasyni til Eyja föstudaginn 12. júní. Samkvæmt heimildum mun hann ætla að skoða aðstöðuna hér í Eyjum og kynna sér embættið Nýkjörnir bæjarfulltrúar áfyrstafundiá brifljudag Fyrsti bæjarstjómarfundur nýkjör- inna bæjarfulltrúa mun verða haldinn þriðjudaginn 16. júní í Safnahúsinu. Þetta er opinn fundur og öllum heimilt að koma og berja hina föngulegu bæjar-fulltrúa augum við kjöraðstæður. Fundurinn hefst klukkan 18:00. Aðal efni fundarins mun verða kosning í nelndir og ráð. Sendibílaakstur innanbæjar. Vilhjálmur Bergsteinsson SEMB1FE»M8IÍ.1 1*481-2943, V 897-1178 Gott atuinnuástand 1 blaðinu í dag er stór auglýsing frá Vinnslustöðinni þar sem óskað er eftir fólki til starfa í bolfiskvinnslu og loðnuverksmiðju fyrirtækisins. Vinnslustöðin fer ekki hefð- bundna leið í að auglýsa eftir starfsfólki heldur er með hálfsíðu- auglýsingu þar sem stiklað er á stóru í starfsemi og umsvifum félagsins. Sagt er að vegna eflingar bolfiskvinnslunnar og þeirri stefnu félagsins að taka allan afla heim af nótaskipunum vanti fólk til starfa. í báðum tilfellum gæti orðið um vaktavinnu að ræða. Þetta, ásamt frásögn í blaðinu af mikilli vinnu fyrir unglinga, sýnir að almennt er gott atvinnuástand í Eyjum þessar vikumar. Enginn hefur sónumennbá Embætti sóknarprests Landakirkju var auglýst öðm sinni 3. júní síðastliðinn, en umsóknarfrestur er til l.júlí. Embætti aðstoðarprests var einnig auglýst laust til umsóknar, en Jóna Hrönn Bolladóttir eiginkona séra Bjarna Karlssonar hefur gengt því embætti eins og kunnugt er. Samkvæmt upplýsingum frá Biskupsstofu hefur enginn sótt um þessi embætti í Vestmannaeyjum enn sem komið er. Næstu Fréttir Þjóðhátíðardagurinn 17. júní verður næsta miðvikudag. Þess vegna verður nokkur seinkun á Fréttum. Koma þær út síðdegis á fimmtdag í stað þess að koma út um morgunninn. raul JNswmans □rhylgjupspp Blá hánd pastasósur Star FDUrrs súkkulaðikex 500 Hsinz tómatsósa risaflaski Pop up frystiklakar 136 pk. OO CD pk. 189 pk. OO stk. 215 pk.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.