Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1998, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1998, Blaðsíða 11
Fimmtudagur25. júní 1998 Fréttir 11 eftir, eins og hann sé að kippa henni í liðinn eða hugsanlega að styrkja sambandið, eða að þetta er bara kækur. Hann fer vítt yfir sviðið og er í góðu og lélegu sambandi eftir atvikum, þangað til hann horfir á eina konuna og segir: „Það er svolítið „spooky" í kring- um þig. Eg sé árana í kringum þig," og teiknar hana á vegginn með fingr- unum. „Þetta eru þéttir og jafnir litir. Hún er hvít og gulllituð og eins og strókur út frá þér. Það era háþróaðar verur í kringum þig. Ertu þrákálfur," spyr Bjami Konan játar því að hún geti verið það. „Þessari ára fylgir lækningamáttur og þessar verar vilja að þú gefir þig meira að andlegum málefnum. Þú gætir notað þessa orku til þess að hjálpa öðram. Þessar verur eru til- búnar að hjálpa öðram með þinni aðstoð, en þú verður að vera tilbúin til þess sjálf. Þessara verur falla inn í hvíta- og gulllitaða áruna." „Er ég eitthvað spes," segir konan og er hálf hissa, en þó ekki. „Nei," segir Bjami. „Þú ert ekki ein í heiminum. Þú getur notað þetta, en verður sjálf að taka ákvörðun. Guð veri með þér." Konan þakkar fyrir og á eftir fylgir löng þögn og þessi skilaboð hafa greinilega komið huga fundargesta á nokkurt flug. Margt fleira var sagt og margvísleg skilaboð sem handan- heimsíbúar vildu koma á framfæri við ófama Eyjamenn, svo notað sé orðalag Bjama. Enginn vildi þó tala við unga manninn sem var á fundinum og enginn vildi ná sambandi við blaðamanninn og kom mér nokkuð í opna skjöldu og hvarflaði að mér að konur væru næmari fyrir tengslum við burtfama „Jæja góðir hálsar," segir Bjami. Það er búið að vera gaman með ykkur. Islendingar era upp til hópa ágætis fólk." Svo biður hann fólk að fara með - O! ljóssins faðir lof sé þér - og svo framvegis. Skyggnilýsingar- gestir era fljótir að yfirgefa fundinn, þegar sambandið hefur verið rofið. Þó era tvær ungar stúlkur sem bíða, vegna ráða sem Bjami ætlar að gefa annarri þeirra til þess að hún taki ekki of mikið inn á sig þrautir annarra. Heilsu hennar sjálfrar gæti stafað hætta af því. Einnig era þrjár konur sem vilja ræða lítilega við Bjama um handanheimsmálin. Það berst hávaði frá bfium í hraðakstri upp og niður Heiðarveginn og blaðamanni er skyndilega kippt inn í jarðvistina, ekki þó þar með sagt að hann hafi gleymt sér gjörsamlega á fundinum. En vissulega var þessi fundur reynsla út af fyrir sig, hafandi aldrei setið slíka nálgun við önnur tilverasvið. Bcnedikt Gestsson Místök víö for- mArtnA- vísvtr Okkur varð heldur á í messunni í síðasta blaði þegar við birtum gamlar formannavísur eftir Ása í Bæ. Tvær síðustu vísumar vantaði, þar af vfsuna um sjálfan aflakónginn Binna í Gröf á Gullborgu og svo lokavísuna. Skæð flensa heijaði á bæjarbúa þennan vetur og Binni, sem sjaldan varð misdægurt, fékk hana. Ekki lét hann það þó aftra sinni sjósókn og stóð hana af sér eins og kemur fram í vísunni. Síðasta vísan þarfnast ekki skýringa. Þá er rétt að leiðrétta að það var ekki Erling Ágústsson sem söng þessar vísur á skemmtuninni heldur skemmtikraft- urinn Baldur Hólmgeirsson. En hér ðlíklegt að gull- grafaraæði grípi um sig í Eyjum -segir Gísli Pálsson mannfræSingur um þær breytingar sem koma Keikós getur haft á bæjarlífið Það er talað um að Keikó og koma hans til Vestmannaeyja muni ekki bara setja svip sinn á Vestmanna- eyjar á komandi árum heldur og hafa áhrif á alla umfjöllun fjölmiðla um ísiand. Ekki einasta er talað um efnahagsleg áhrif, heldur og ýmis sálfræði- og félagsleg áhrif sem komi til með að setja mark sitt á líf Vestmannaeyinga og það samfélag sem hefur þrifist í Eyjum. Þó er erfitt að gerast spámaður í eigin fóðurlandi, en eins og margsannast hefur og ekki síst undanfarnar vik- ur, þá er ekkert nýtt undir sólinni. Gísli Pálsson er prófessor í mannfræði við Háskóla Islands og Vestmannaeyingum að góðu kunnur enda fæddur hér og uppalinn. Hann var spurður að því hvort upp væri að renna einhvers konar gullgrafaraæði í Eyjum samfara komu Keikós til Eyja. „Eg tel ekki líklegt að neitt gullæði grípi um sig í Eyjum. Hins vegar munu Eyjar verða í sjónlínu Qölmiðla á næstu mánuðum og einhverjir fjárfestar munu hugsanlega kanna grandvöll til tekjuöflunar í tengslum við Keikó, en ég hef ekki trú á því að lagt verði í einhvem stórkostlegan kostnað þar sem svo skammur tími er til umræðu, því það er jú stefnt að því að sleppa hvalnum svo þetta mun fjara út og nájafnvægi." Gísli segir hins vegar að hann vilji líta á málið í stærra samhengi en ekki einblína eingöngu á Eyjar og ísland. Hann segir að meira virði sé að sjá Eyjar í nýju ljósi og tækifærin sem möguleg era í framtíðinni. „Að sjálf- sögðu getur þetta hleypt nýju lífi í atvinnulífið og að ný tegund ferða- mannaiðnaðar festi rætur í Eyjum. Hitt er svo hvaða víðtæk áhrif á sam- félagið þetta hefur. Ég geri ráð fyrir því að koma Keikós styrki sjálfsmynd Eyjanna. Ungt fólk hefur verið að flytjast frá Eyjum, þrátt fyrir næga vinnu. Hugsanlega munu skapast störf fyrir fólk sem ella hefur hugsað sér til hreyfings." Gísli telur að koma Keikós muni setja Eyjar enn frekar á kortið og að Vestmannaeyjar verði miðlægari í hugum fólks, en ekki sá útkjálki eða jaðarbyggð sem þær hafa verið hingað til. Hann segir einnig að íyllyrða megi að Keikó muni hafa áhrif á viðhorf manna til spendýra og hraða ákveðn- um breytingum sem átt hafa sér stað. „Það hefur verið litið á fiska og hvali sem auðlindir. Nú lítur umheimurinn á þessi dýr í tengslum við umhverfis- málogsemhlutaafmannheimi. Þetta hefði verið óhugsandi fyrir fimmtíu áram en á alþjóðavísu mun þetta flýta íyrir þeim breyúngum sem tilhneiging hefur verið til í umhverfismálum.“ Gísli vill nefna fjóra þætti sem þetta mál endurspegli í vestrænni menn- ingu. „f fyrsta lagi endurspeglar þetta nýja sýn á viðhorf til dýra á Vesturlöndum og þá ekki einungis sjávardýra. Menn líta æ meir á dýr sem persónur, en ekki auðlind. Þetta viðhorf felur í sér að dýrin hafi fjölskyldutengsl og séu vaxandi félagar mannsins. Þetta rímar við hugmyndir meðal framstæðra þjóða um dýr. Þau eru metin sem persónur. Það er eitthvað í samtímanum sem kallar á þessi nýju viðhorf til dýra og er um leið afturhvarf til miklu eldri hugmynda. Við höfum bælt þennan félagsskap á Vesturlöndum." Má tengja þetta svo kölluðum nýaldarhugmyndum sem svo hafa verið kallaðar? „Það er kannski skylt, en um leið og það er tengt verða fyrir hugmyndir um kukl og galdur. Nýaldarhugsunin hverfur til slíkra hugmynda og kann að vera viss hætta samfara því. Hins vegar vil ég nefna í annan stað að skil milli náttúra og samfélags eru að riðlast. Menn líta svo á að dýrin séu félagsverar og menn að sama skapi dýr, þannig skarast skilin sífellt meir og mismunurinn milli manna og dýra fýkur út í veður og vind. Umræðan hefur því beinst í þann farveg að við eignum hvölum mannlega eiginleika. í þriðja lagi má benda á þann kraft sem verið hefur í umhverfismálum á vesturlöndum síðan um 1970. Sterk friðunar- og umhverfissamtök sem eiga sér upphaf í grasrótinni hafa mikið til tekið völdin af stjómvöldum og ríkisstjómum og hægt að benda á ráðstefnuna í Ríó sem beina afleiðingu umhverfispólitískrar starfsemi. Það má vel líta á Keikómálið í ljósi þessa. I fjórða lagi vil ég benda á hug- myndina um það sem kallað hefur verið hnattvæðing eða heimsþorpið. Það skiptir orðið litlu máli hvar menn búa í heiminum. Nútíma fjarskiptatækni, sjónvarpsrásir og Intemet gera okkur kleift að taka beinan þátt og verða vitni að atburðum um leið og þeir era að gerast. Eyjar verða vettvangur atburða sem hafa áhrif samtímis um allan heim. Fjölmiðlaathyglin endurspeglast í þessari hnattvæðingu. Jaðarþyggðir og hugmyndir um afskekkta staði verða að engu.“ Gísli segir að spennandi verði að fylgjast með þróun mála sem mannfræðingur og hvernig tengsl mannheims, umhverfismála og hnattvæðingar komi til með að þróast í ljósi Keikómálsins. „Þetta snertir allan menningarlegan grundvöll manna á einhvem hátt." Hvað um hættuna á því að til dæmis lundaveiði leggist af með ofannefnt í huga? „Þetta er atriði sem ég hef velt fyrir mér. Lundaveiði í Eyjum er dæmi um það hvemig menn hafa nýtt sam- eiginlega auðlind án einkarétt- arhugmynda og ofnýtingar. Ég óttast ekki árekstra né að nein mótsögn sé í því að lundaveiði verði ekki áfram við Iýði í Eyjum. Að sama skapi tel ég að við getum haft Keikó hér í kví og nýtt hvalstofna hér við land. Hins vegar mun þetta hafa áhrif og hvalsinnar neyddir til þess að snúa til vamar eða endurskoða hugmyndir sínar." Gísli telur að það beri að fagna Keikó, því að hann bjóði upp á stórkostleg tækifæri fyrir Éyjar. „Yfirvöld og þeir sem að koma að þessu máli verða hins vegar að stýra því að málið fari ekki úr böndum vegna fjölmiðlaátroðnings og einka- framtaks sem gæti séð skammtíma ávinning í málinu. Menn verða að notfæra sér þetta af skynsemi og byrgja þá branna sem kunna að opnast við aukna ágengni við landið." birtum við þá þessar tvær vísur og biðjumst velvirðingar á mistökunum. Þó að hann fái eitt flensuhret fleyinu hann stýrir og setur met, öslar hann hreifur þó ygglist höf, aflakóngurinn Binni í Gröf. Skálum, skálum Binni og skellum okkur austur á Vík. Fleiri má telja hér frækna menn sem fengsælir eru á miðum enn. En ungfrúin bíður þama eftir mér og ástin á líka rétt á sér. Sjómenn, sjómenn glaðir, súpum nú heillaskál. Góð gjöf til Byggðasafnsins Þann 24. maí sl. fékk Byggða- safn Vestmannaeyja góða gjöf. Charlotte Hjaltadóttir, sam- býliskona Sveinbjarnar heitins Hermansen færði þá safninu að gjöf mynd sem móðir Svein- bjarnar hafði málað á sínum yngri árum. Móðir Sveinbjamar var Jóhanna Erlendsdóttir, sem var gift Guðna Johnsen en eftir lát hans giftist hún Starker Hermansen og átti með honum synina Guðna listmálara og Sveinbjöm sem báðir em látnir og dótturina Erlu Ágústu sem býr á Patreksfirði. Ljóst er að Guðni Hermansen hefur ekki átt langt að sækja sína listrænu hæfileika því að myndin, sem er af ungri konu, er listavel gerð. Myndin var tekin þegar Charlotte afhenti þeim Jóhanni Friðfinns- syni, safnverði og Páli Einarssyni, bæjarritara, myndina. I baksýn er á trönum síðasta myndin sem Guðni heitinn vann að áður en hann lést, myndin er ófullgerð og heitir Ást við fyrstu sýn. Fjöl- skylda Guðna færði Byggða- safninu myndina, ásamt málara- trönunum og mynd af lista- manninum, að gjöf hinn 28. mars á þessu ári.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.