Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1998, Blaðsíða 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 25. júní 1998 • 25. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 Árleg Jónsmessugleði ÍBV var haldin hátíðleg föstu- dagskvöldið í úrhellisrign- ingu og hráslaga. Þrátt fyrir leiðindaveður var mæting með ágætu móti, en óneitanlega setti rigningin svip sinn á hátíðina. Hljómsveitirnar D-7 og Dans á rósum héldu uppi góðri stemmn- ingu að ekki sé talað um brekkusöng Árna Johnsen. Fyrr um kvöldið voru grillteiti um alla Heimaey og komu Fréttir við hjá starfsfólki Netagerðarinnar Ingólfs. Metbátttaka Shellmótið var sett í gær, en það er knattspyrnumót 9 og 10 ára drengja. Mótið hófst á því að skrúðganga með lúðrasveit í broddi fylkingar lagði af stað frá Barna- skólanum að Týsvellinum. Setning mótsins fór svo fram á Týsvellinum. Bæjarstjóri, formaður IBV og full- trúi Shell fluttu ávörp. Einnig var boðið upp á víkingabardaga og víkingar kepptu við stjörnulið Om- ars Ragnarssonar. Kynnir var Bjarni Olafur „Diskó" Guðmunds- son. Keppnin sjálf hófst klukkan 09:00 í morgun og stendur fram á sunnudag. A laugardaginn verða undanúrslit og úrslitaleikimir verða leiknir á sunnu- daginn. A föstudagskvöldið verður kvöld- vaka fyrir krakkana. Þá ntun Smári Harðarson kraftamenni og Valgeir Guðjónsson stuðmaður koma fram, en fjölmörg önnur atriði munu verða í boði. A föstudagskvöldið mun hefð- bundin skemmtun þjálfara, fararstjóra og mótshaldara hefjast klukkan 23:00 og mun standa til klukkan 03:00. Þar mun hljómsveitin Dans á rósum halda uppi dansmennt við eigin undirleik og Árni Johnsen mun einnig mæta á svæðið. Á laugardagskvöldið verður grill- veisla klukkan 19:00 og þátttakendur munu reyna með sér í ýmsum bolta- þrautum. Kl. 20:30 munu pressulið og landslið Shellmótsins keppa. Lokaathöfn mótsins og mótsslit verða á sunnudagskvöld kl 19:00. Þá verða einnig verðlaunaafhendingar, en Haukur Ingi Guðnason, leikmaður Liverpool mun afhenda verðlaun ásamt fulltrúa Shell, Georg Þór Kristjánssyni. Einnig mun verða valinn besti leikmaður mótsins, mesti markaskorari og besti markmaður, auk fleiri best-titla sem veittir munu verða. Það eru 24 félög með A,B,C, og D lið sem taka þátt í mótinu. Alls munu 352 útileiknir fara fram og 128 innileikir, en það er nýlunda að keppt verður bæði í úti- og inniknattspymu. Þegar allt er talið, keppendur, þjálfarar og fararstjórar munu um 1050 manns taka þátt í mótinu, auk þess sem gert er ráð fyrir öðmm eins fjölda foreldra og forráðamanna. Að sögn Einars Friðþjófssonar er þetta metþátttaka í Shellmóti frá upphafí. Allt gistirymi upppantað Auróra Friðriksdóttir ferðamálafulltrúi Vestamannaeyja segir að allt gistirými, sem ekki var bókað fyrir, sé nú fuilbókað í viku til tíu daga í kringum þann dag sem Keikó kemur til Eyja. „Allt gistirými sem laust var, hótel, gistiheimili og heimagisting, alls 221 rúm er því pantað. Þetta er fyrir utan Hótel Bræðraborg og gistiheimilið Heimi, sem var pantað beint frá aðilum í Seattle. Ég veit hins vegar ekki hlutföllin milli fjölmiðlamanna og þeirra sem koma hingað beint á vegum Free Willy Keiko samtakanna.“ Auróra segir að reynt verði að bregðast við frekari eftirspurn eftir gistirými með því að auglýsa eftir húsnæði hjá einstaklingum í bænunt. „Við viljum reyna að höfða til skynseminnar hjá fólki og að Vestmannaeyingar haldi ró sinni. Ef okkur tekst vel upp fáum við jákvæða umljöllun. f ljósi framtíðarinnar er jákvæð umíjöllun besta auglýsingin." Eyjar besti staður fyrir Keikó Ummæli Jóns Gunnars Óttóssonar forstjóra Náttúrufræðistofnunar Islands í Ríkisjón- varpinu á þriðjudag um að rannsóknir í Klettsvíkinni væru ekki nógu ígrundaðar, hafa vakið nokkra undrun og eftirtekt þeirra fræðimanna sem unnið hafa að rannsóknum í víkinni vegna komu Keikós til Eyja. Ármann Höskuldsson forstöðumaður Nátt- úrustofu Suðurlands sem staðsett er í Eyjum segir að yfirlýsingar Jóns Gunnars eigi ekki við nein rök að styðjast. „Það hefur verið unnið að rannsóknum af okkar hálfu síðastliðna tvo mánuði á faglegum grunni með þeim frávikum sem eru í vísindalegu starfi, enda hafa niður- stöðumar verið kynntar með þeim formerkjum. Auk þess er vert að benda á það að þeir Bandaríkjamenn sem unnið hafa með okkur í þessum rannsóknum síðustu vikur eru meðal þeirra bestu í heiminum á sínu sviði og þeir em ánægðir með þær aðferðir sem við höfum beitt við okkar rannsóknir." Armann segir að Náttúrufræðistofnun hafi ekki vitað um þær rannsóknir sem Náttúmstofa og Háskóli Islands hafi verið að framkvæma hér. „Náttúrufræðistofnun getur fengið allar þær upplýsingar sem liggja fyrir úr rannsóknunum, en það hafa þeir ekki fengið og þar af leiðandi ekki í stakk búnir að dæma þær rannsóknir sem gerðar hefa verið, enda lá það ekki fyrir honum. Þær stofnanir sem komið hafa að þessum rannsóknum hér hafa unnið faglega í þessu máli.“ Náttúmfræðistofnun og Náttúmstofu Suður- lands ber að starfa saman, en em óháðar stjóm- sýslueiningar. Þó að kveðið sé á um samstarf milli stofnanna þýðir það ekki að Náttúmstofa þurfi að hafa samband við Náttúmfræðistofnun í hvert sinn sem hún tekur að sér einhverjar rannsóknir. Samstarfið er tvíhliða. „Raunar emm við Jón Gunnar sammála um að orð hans í Ríkissjónvarpinu séu oftúlkuð, en það sem fyrir honum vakti var fyrst og fremst að koma með góðlegar ábendingar til Keikó manna, óafvitandi að þessara rannsóknarspurninga hafði þegar verið spurt og svara þeirra þegar verið leitað." Armann segir að það sé tóm góðvild sem liggi að baki þessum yfirlýsingum Jóns Gunnars. Hann vill Keikó vel eins og við öll hin. „Það er ljóst að Vestmannaeyjar em besti mögulegi staðurinn fyrir hvalinn hér við land. Hins vegar liggur það líka fyrir að ef Keikó fer að líða illa héma verður hann fluttur í burtu og málið nær ekki lengra, svipað og gerðist í Mexíkó á sínum tíma. Rannsóknasetrið hér og Keikósjóðurinn hafa mjög gott starfsfólk sem mun vinna að og tryggja velferð hans hér í Klettsvíkinni." Bílaverkstæöið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 ■ Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 48132 raffi»ii..i.ii,Qim.ijbiii.iii^ Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Alla daga Kl. 08:15 Kl. 12:00 aukafeföir fimmtu-föstu-ogsunnudaga Kl. 15.30 Kl. 19.00 'Ueriólfur /míaw/ú/id Sími 481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.