Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1998, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 25.06.1998, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 25. júní 1998 Wembley Hljómsveitin D-7 var stofnuð í apríl 1997 í Vestmannaeyjum. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa allir verið í Framhaldsskól-anum í Vestmannaeyjum og hyggja nú á frekari land- vinninga. Verið er að vinna að því að hljómsveitin fari í hljóðver og haldi tónleika á Gauk á Stöng í sumar eða með haustinu. D-7 hefur átt miklum vinsældum að fagna í Vestmannaeyjum, jafnt hjá yngri sem eldri kynslóðinni, enda spila þeir tónlist sem skannar mikla fjölbreytni, þó er draumurinn um að setja eigin tónsmíðar á disk alltaf ofar- lega í huga hljómsveitarinnar. Fréttir ákváðu að tékka á draumnum um framtíðina og athuga hvað kæmi úr músíkæðinni hjá þeim félögum. Þegar spjallað var við meðlimi hljóm- sveitarinnar voru þeir búnir að vera í stífum æfingum fyrir Jónsmessuhátíðina og um næstu helgi spila þeir á gos- lokahátíðinni. SteFncIí snemma Á SÖNqÍNN Ólafur Kristján Guðmundsson er söngvari hljómsveitarinnar D- 7. Hann er 18 ára og segist hafa sungið frá því hann man eftir sér. „Skólasystkini mín segja það í dag að ég hafi alltaf verið syngjandi. Mamma og pabbi, (Guðmundur Þ.B. Ólafsson og Þuríður Kristleifsdóttir), segja að ég hati fyrst sungið í partíi hjá þeim á náttfötunum. Þá kom ég líklega í fyrsta skipti opinberlega fram og söng Stand by your man og í framhaldi af því söng ég það á tröppunum heima. Ætli ég hafi ekki verið tveggja ára þá. En þegar ég var yngri langaði mig alltaf til þess að verða söngvari." Ólafur segir að hann geti ekki sagt til um hvaðan þessi áhugi komi, en trúlega hafi síast inn í hann sú tónlist sem foreidrar hans hlustuðu á og eldri bróðir. „Bróðir minn hlustaði á Kiss og þegar maður er svona ungur þá fer þetta allt inn í hausinn á manni. Foreldr-ar mínir eru líka af þeirri kynslóð sem hlustaði á Bítlana og Presley. Ég hlusta líka enn þá á þessa músík í dag, að vísu ekki á Kiss, en hins vegar hlusta ég þvílíkt mikið á Bítlana og Presley og Björgvin Halldórsson. Mér finnst hann þvflíkt sjúkur." Fékkstu mikla hvatningu hjá foreldrum þínum? „í skólaleikritum var ég alltaf settur í einhver hlutverk þar sem sungið var. Jú, jú, foreldrar mínir hafa alltaf stutt mig. Það er líka ntikið um söng í fjölskyldunni. Páll Rósinkrans er til dæmis frændi minn, aft minn er ágætis söngvari og kom einu sinni fram í sjónvarpinu með eitthvað svaka tenórdæmi og pabbi er með frábæra rödd. Hann er svona söngvari í felum.“ Hvenær fer fyrsta hljómsveitin í gang? „D-7 er eina hljómsveitin sem ég hef verið í. Reyndar stofnaði ég einhvem tíma hljómsveit þegar ég var tíu ára og ég var að komast að því um daginn þegar við mundum ekki eftir því hver orgelleikarinn var, en hann spilar nú á trommur í D-7. Ég söng að sjálfsögðu og einn spilaði á Macintoshdósir. Ég held við höfum kunnað eitt lag, Stæltir strákar með hljómsveitinni JÓJÓ. Þannig séð var þetta engin hljómsveit, en sýnir hvert hugurinn stefndi. En ég tók þátt í uppfærslu á skólaleikriti og söng þar tvo eða þijá einsöngva sem tókst mjög vel. Þá fékk maður hvatningu og áhuginn kviknaði fyrst á því að verða söngvari." Olafur segist aldrei hafa lært söng en hann langi mjög mikið til þess að læra söng og leiklist. „Hins vegar ef ég ætlaði í slíkt nám yrði ég að hætta í hljómsveitinni, en hún er núna númer eitt, tvö og þrjú. Reyndar var ég mikið í fótbolta. Það var þó engin barátta á milli fótboltans og tónlistarinnar, en eftir að hljómsveitin var stofnuð vissi ég að mig langaði miklu frekar til að vera í hljómsveit. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur og við höfum mikinn metnað til þess að gera góða hluti. Við höfum verið að bæta við lögum til þess að ná líka meira til eldri kynslóðarinnar. Að- alaðdáendur okkar hafa verið yngri kynslóðin, en við höfum fullan vilja til þess að ná til breiðari hóps. Því fleiri því betra. En vissulega getum við treyst meira á unga fólkið." Hversu langt viljið þið ná? „Alla leið, það er ekki spuming. Mórallinn innan hljómsveitarinnar er líka það góður að við óttumst ekki að hann lendi í klúðri, enda erurn við bestu vinir og höldum mikið hópinn. Það eina sem við gerum ekki er að sofa saman.“ Hvemig er ímynd söngvarans í svona hljómsveit? Nýtur hann alltaf mestrar kvenhylli? „Ég veit það ekki. Maður vill ekki bara einhverja stelpu. Maður ber smá virðingu fyrir sjálfum sér.“ Ólafur segir að þeir spili mikið lög eftir aðra en þeir séu alltaf að semja meira og meira sjálfir. „Þorvaldur D-7 í góöum gír á Stakkó. Bjami sem var í Todmobile hefur áhuga á því að koma okkur í hljóðver. Tromm-arinn og Þorvaldur Bjami em mjög góðir vinir og hann bað um snældu með tónlist okkar. Honum leist mjög vel á efnið. Þetta er samt aðeins í biðstöðu í augnablikinu, en hann mun væntanlega pródúsera tónlistina, en stefnan er að koma einu eða tveimur lögum á safndisk til að byrja með. En um leið og við fömm í hljóðver munum við að öllum líkindum spila á Gauk á Stöng í sömu ferð.“ Ólafur segir að hann eigi sér margar fyrirmyndir í söngnum og nefnir Pál Rósinkrans sem dæmi. „En goðið mitt er Liam Gallagher í Oasis, þó hann syngi ekkert sérstaklega vel. Ég gæti líka nefnt John Lennon. Rokkið sem við spilum er svona ballöðurokk, sem er ekki bara til að hlusta á heldur líka til að hoppa eftir. En breiddin er samt mikil í okkar eigin tónsmíðum. Við semjum tónlistina mikið saman, en textamir eru ekki eftir mig. Hins vegar sem ég stuttsögur og ljóð, bæði á ensku og íslensku. Ljóðin mín eru hins vegar svo mikið kjaftæði að ég held þeim fyrir mig. Stuttsögumar em hins vegar alls konar hugdettur sem ég fæ. Ég sé samt alltaf einhvem þráð í þessu." Þeha er iviikil Gunnar Geir Waage Stefánsson er 19 ára rythmagítarleikari D-7. Hann er sonur Stefáns Geirs Gunnarssonar og Aðalheiðar Waage Sveinsdóttur. Hann segist hafa uppgötvað tónlistar- náttúruna ungur að árum. „Ég er alinn upp við mikla tónlist og hlustaði meðal annars mikið á Led Zeppelin, Queen og The Who og þetta gamla dót. Þannig leiddist maður út í rokkið. Pabbi átti kassagítar sem ég var alltaf að fikta í þangað til ég gat farið að spila eitthvað. Þá gaf hann mér eitt sinn klassíkan gítar í jólagjöf og ég fór að læra á hann í framhaldi af því þá tíu eða ellefu ára gamall.“ Var pabbi þinn mikill gítaristi? „Hann var reyndar í hljómsveit í gamla daga sem hét Taktar og spilaði á böllum hér í Eyjum og fór einu sinni í hljómsveitakeppni í Borgamesi. Mamma og bróðir minn syngja hins vegar töluvert og svo má ekki gleyma ömmu sem spilar á gítar og afi minn var í einhverjum hljómsveitum í gamla daga." Gunnar Geir segir að tónlistar- námið hafi ekki átt neitt rosalega vel við sig. Hins vegar hafi hann lært hvemig hljóðfærið virkaði ásamt undirstöðuatriðunum, en eftir það hafi hann lært af sjálfum sér. „Ég hafði heldur aldrei þolinmæði til þess að lesa nótur. Hins vegar hlustaði ég á alla tónlist frá klassík til rokks, eða allt nema eurovision country eitthvað. Ég fór í staðinn að plokka upp fullt af lögum og maður hætti ekki fyrr en ntaður var búinn að ná þeim og lærði þá nýja skala eða ný trix. Svo það að vera í hljómsveitum er rnikill lærdómur í sjálfu sér og kannski besti skólinn.“ Gunnar Geir segist ekki eiga neinar sérstakar fyrirmyndir í gítaleiknum, hins vegar hafi óhemju margir haft áhrif á hann. „Þetta vom áhrifúrsinnhverriáttinni. Égmyndi samt segja að ég væri frekar harður gítaleikari.“ Gunnar Geir segir að hann og Magni trommari D-7 hafi verið í hljómsveitinni Coma 1993. „Þetta vom bara nokkrir peyjar að leika sér og spiluðum reyndar eitthvað opinberlega, til dæmis á Skútanum. Þessi hljómsveit var til í tæpt ár, en við Magni höfum alltaf verið saman í hljómsveitum. Eftir Coma kom hljómsveitin Rattatti en þar spilaði ég á tromm-ur. Ég kunni á trommur og það vantaði trommara svo ég sló til.“ Hvers konar líf er þessi hljóm- sveitarbransi? „Það sem kom mér á óvart er hversu ótrúlega mikil vinna þetta er. Margir verða hissa á því að þegar spilað er á böllum og við fáum borgað fyrir að þetta séu miklir peningar f þessu, kannski fyrir þriggja tíma prógram. En fólk vill gleyma því að á bakvið hvert ball er miklu meira, en bara að tfoða upp. Það eru æfingar alla daga, kostnaður við að kaupa græjur. og svo rótaríið fyrir og eftir ballið. Þetta er alveg hellings vinna og fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir henni. Hins vegar er annar flötur á þessu og hann er sá að hafa gaman af hlutunum. Þetta gengi ekki ef áhuginn væri ekki fyrir hendi. Við ætlum bara að halda okkar striki og vera við sjálfir í þessu.“ Hvers konar týpur eru söngvarar? „Söngvarar. Þeir tm alla vega. Ég er búinn að þekkja Ola frá því við vorum stubbar og hann er alltaf eins og hann er. Hvort að einhverjar sérstakr týpur veljist í sönginn veit ég bara ekki og hef ekki pælt í því." Gunnar Geir segir að þeir í D-7 vilji ekki festast í þvf að verða ballgrúppa. , J>etta efni sem við erum að semja er ekki alltaf ballhæft. Við viljum fara svipaðar slóðir og Jet Black Joe gerði og Mary Poppins er að gera. Jet Black Joe var bylting f tónlistinni á sínum tíma og voru með öðru vísi efni en allir aðrir og við viljum reyna að skapa eitthvað nýtt. Það er hægt að semja allan and- skotann ef hugmyndaflugið er í lagi. Ég tel mig eiga nokkuð auðvelt með að semja lög, en textar eru ekki mín sterka hlið. Hins vegar ef við semjum lag, þá erunt við allir í því." Gunnar Geir segir að þeir séu allir mjög ólíkir og með sinn hvern tónlistarsmekkinn. „Svo blandast þetta allt í einn graut og kemur mjög skemmtilega út ef vel tekst til.“ Er í deiglunni að komast á erlendan markað? „Það væri auðvitað gaman að kýla

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.