Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.07.1998, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 09.07.1998, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 9. júlí 1998 Fréttir 13 Ásta Guðmundsdóttir fata- og bún- ingahönnuður er einn þeirra aðila sem komu að goslokahátíð síðustu helgar og á sinn þátt í því að hátíðin varð svo vegleg sem raun bar vitni. Ásta er ættuð úr Eyjum og er eiginkona Ásgeirs Siguvinssonar knattspyrnumanns og mágkona Andrésar Sigurvinssonar. Sjálf segist hún af Sandfellsættinni. Ásta lærði fata- og búningahönnun í Pforzheim sem er í nágrenni Stutt- gart þar sem hún bjó. Hún var Iíka í Listaakademíunni í Stuttgart síðasta árið áður en hún flutti heim. Hins vegar haíi hún ekki unnið mikið við hönnun í Þýskalandi utan að hafa verið í leikhúsinu í Stuttgart skamma hríð. Ásta segir að hún hafi alltaf verið í Eyjum að sumarlagi þegar hún var krakki og unglingur og þess vegna telji hún sig vera Vestmannaeying að vissu leyti. Hún hefur verið í Eyjum í um það bil mánuð við að undirbúa goslokahátíðina. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt en mikil vinna og mér sýnist að hátíðin hafi tekist mjög vel og skilað því sem reynt var að ná.“ Ásta segist ekki hafa unnið að svona hátíð með þessum hætti áður. „Þetta var því allt mjög óvænt. Andrés bað mig um að vinna með sér að þessu verkefni, en við unnum saman að uppfærslu Evitu í fyrrasumar, þar sem ég sá um búningana. Einnig var ég að aðstoða krakka sem hann leikstýrði í Framhaldsskólanum í Keflavík í lyrra vetur.“ Veistu hvaðan hugmyndin að Skvísusundinu er runninn? „Ég veit nú ekki hvaðan hún er komin upprunalega. I raun og veru þá skilst mér að margir hafi velt því fyrir sér hvað hægt væri að gera fyrir Sundið. I framhaldi af því var þetta nefnt við okkur og hugmyndin þróaðist svo í framhaldi af því. Þetta var bara möguleiki sem við fengum upp í hendumar og byijuðum á fullum krafti með Leikfélaginu og miklum flölda fólks á öllum aldri á því að móta hvaða möguleika við hefðum. Þetta var unnið mikið þannig að sem flestir kæmu að málinu með hugmyndir. Andrés vinnur mikið á þennan hátt og fær fólkið með sér í óheftri hugmyndavinnu sem verður svo að veruleika.“ Hvemig var samstarfí ykkar Andrésar háttað í sambandi við þetta verkefni hér í Eyjum? „Við mótuðum sameiginlega um- gerðina að þessu og óhætt að segja að verkefnið hafi mótast af samvinnu. Þetta er auðvitað öðra vísi en tíðkast innan veggja leikhússins, vegna þess að þetta var hugsað sem útihátíð og kamívalstemmning. Héma voram við kannski meira að gera leikmynd og búninga. Okkur fannst mjög mikil- vægt að notfæra okkur náttúrana og umhverfið, eins og í Skansfjöranni sem er mjög fallegt leiksvið sem við settum síðan ákveðna leikmynd inn í. Það era svo miklir möguleikar í náttúranni sjálfri. Svo vorum við ekki að vinna með atvinnufólki, heldur meira áhugafólki. Það sem við gerð- um með krökkunum í götuleikhúsinu þarf allt tíma til að þróast. Þannig að þetta varð mikil keyrsla íyrir krakkana og þeir höfðu ekki mikinn tíma til að átta sig á hlutunum. Það er hins vegar mikilvægt að nú er eitthvað komið í gang og nauðsynlegt að það fái að þróast áfrarn." Ásta segist vona að það sem nú hafa verið lögð drög að fái að dafna áfram. „Það er nauðsynlegt að finna einhvem góðan flöt á því hvernig haga megi framhaldinu og reyna að hlúa að þessu starfi og því fólki sem lagði sig allt fram til að sem best mætti takast. Ég vona til dæmis að húsið við Hilmisgötuna sem krakkamir lögðu allt í að gera sem skemmtilegast megi öðlast einhvem fastan sess í unglingastarfi hér í Eyjum. Mér finnst það hafa komið í ljós um síðustu helgi að það er heilmikill kraftur í unga fólkinu héma í Eyjum og vonandi hefur tekist með vinnu okkar síðastliðinn mánuð að koma því á sporið til frekari átaka á þessu sviði. Það er búið að vera yndislegt að vera héma þennan tíma og komast aðeins í snertingu við fólkið. Ég og fjöl- skyldan höfum reynt að koma á hvetju ári og þá helst í kringum þjóðhátíð, en þessi heimsókn hefur verið mjög ánægjuleg í alla staði og maður hefur komist í gott samband við fólkið." * V- •' cSCV’ll*''''"s mvssHEksa áiJsSÍ v .—r ■ 1 fi 1 Fyrsta skipulagða björgunarsveitin í eldgosinu 1973 gekk undir nafninu Gosastaðasveitin. Hana skipuðu þeir bræður Áki og Torfi Haraldssynir, Sigurgeir Jónasson, Andri Hrólfsson, Garðar Arason, Þorkell Þorkelsson, Jóhann Ingi Guðmundsson, Bragi Olafsson og Sigurgeir Jónsson. Margir af þessu liði unnu hjá Flugfélaginu og aðalfarkosturinn var þaðan ættaður, traktor og stór kerra. Þeir félagar byrjuðu strax á öðrum degi í gosi að bjarga búslóðum úr austurbænum en aðsetur þeirra var til að byija með að Bessastíg 12, á heimili þeirra Áka og Torfa. Var húsið nefnt Gosastaðir neðri. Þegar gas tók að gera vart við sig á miðbæjarsvæðinu fluttu þeir sig um set upp á Strembugötu í hús Andra og var það nefnt Gosastaðir efri og raunar fleiri nöfnum. Þetta mun eina björgunarsveitin af mörgum, sem hér unnu í gosinu, sem haldið hefur hópinn og hist reglulega. I tilefni 25 ára goslokaafmælis hittust þeir að sjálfsögðu og gerðu sér glaðan dag á Hertoganum ásamt mökum sínum. Myndin er tekin af hópnum en í hann vantar þá Andra, Jóhann Inga og Þorkel en þeir áttu ekki heimangengt á fagnaðinn. Ásta segir að það sem hafi einkennt undirbúning hátíðarinnar sé fyrst og ffemst hversu allir hafi verið jákvæðir og tilbúnir að leggja sig alla fram. „Það var hægt að bjarga öllu sem upp kom og menn boðnir og búnir að koma að þessu með jákvæðu hugarfari. Þetta er mjög ólíkt því sem maður upplifði til að mynda í Þýskalandi. Þar er allt svolítið þyngra í vöfum og erfitt að koma með breytingar. Ég veit ekki nákvæmlega hvað veldur þessu. Það er alveg sama við hvem maður talar, það er eins og nei sé ekki til í orðaforða Eyjamanna. Fólk bara reddar hlutunum héma og nýtir það sem það hefur. Það finnst mér mjög skemmtilegt. Mér sýnist fólk hér hafa mikið fram að færa, en áttar sig ekki á því hvað er hægt að gera á forsendum heimamanna sjálíra. Svo er það sem skiptir miklu máli að lofa öllum að vera með og spreyta sig. Kannski hefur það tekist best í þeim hátíðahöldum sem fram fóra um helgina.“ Ásta segir að reynt hafi verið að miða hátíðahöldin við Þjóðhátíð eins og hún var í gamla daga. „Þá var Þjóðhátíð í hugum margra heima- tilbúin og fólk nýtti sér það sem er á staðnum og ekki síst að gera hátíðina að fjölskylduskemmtun með þátttöku allra. Ef svo hefur farið þá heftir vel til tekist. Framtíðin er í unga fólkinu og á hverjum degi var alltaf að bætast í hópinn sem vildi taka þátt í því að gera þetta sem best úr garði. Fegurðin og möguleikarnir eru til staðar og Vestmannaeyingar frjóir ef þeir vilja það við hafa. Viðtökumar sýndu líka að Vestmannaeyingar kunnu vel að meta dagskrána og það sem í boði var.“ Benedikt Getsson. í tilefni goslokanna gaf Sparisjóður Vestmannaeyja Vestmannaeyjabæ tvær flaggstangir. Benedikt Ragnarsson sparisjóðsstjóri afhenti flaggstangirnar fyrir hönd Sparisjóðsins en Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri tók formlega við gjöfinni og þakkaði fyrir hönd bæjarins. Arnar Sigurmundsson flutti stutt ávarp við afhendinguna. Hann sagði að löngum hafi staðið flaggstöng á Skansinum eða allt frá 1870. Var þá flaggað til að gefa sæfarendum til kynna hvort fært væri í innsiglingunni. Einnig var flaggað ef vinna var á stakkstæðunum. Þótti því góð hugmynd að staðsetja flaggstangirnar austan við Skansinn. Að því búnu dró Benedikt Ragnarsson ísienska fánann að húni og Ragnar Óskarsson, bæjarfulltrúi og stjórnarmaður í Sparisjóði Vestmannaeyja, fána Vestmannaeyjabæjar að húni. Á milli flaggstanganna er steinn með áletrun þar sem tiiefnis gjafarinnar er getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.