Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 13. ágúst 1998 Rólegtmannlíf Nú er sá tími sem er hvað rólegast yfir mannlffinu í Vestmannaeyjum og sést það vel á dagbók lög- reglunnar. Er á tímabilinu frá 5. ágúst til 11. ágúst aðeins skráð 161 verkelni í dagbókina. Ferðamaðurrændur Hollendingur sem var í tjaldstæðinu í Herjólfsdal kom á lögreglustöðina og tilkynnti að tjald hans hefði verið rifíð og stolið úr því lítilræði af peningum. Lögreglan segir leitt til þess að vita að fólk sem dvelst á tjaldstæðinu geti ekki verið í friði með tjöld sín iyrir mannfólkinu því nóg sé fyrir það að verjast veður- guðunum. BarnogbíU Barn hjólaði á bifreið sem ekið var út af þvottaplani við Goðahraun. Barnið slapp við meiðsli en bifreiðin rispaðist við ákeyrsluna að því er kemur fram hjá lögreglu. Réóistyegneldinum Rétt um klukkan hálffimm á fimmtudagsmorguninn var tilkynnt um að eldur væri laus í rusla- geymslu að Foldahrauni 42. Lög- reglan segir að kona hafi átt leið hjá og séð reyk leggja frá rusla- geymslunni. Fór hún strax að reyna að slökkva eldinn og láta þá vita sem næstir voru. Lögreglan kom á staðinn og aðstoðaði við að ráða niðurlögum eldsins. Ekki er vitað um eldsupptök. Skemmdirí Gaujulundi Skemmdir voru unnar á púlti og peningabauk stolið úr Gaujulundi á Nýjahrauninu á föstudaginn. Lög- reglan segir að ekki sé um mikið tjón að ræða en heldur sé leiðinlegt að þessir hlutir skuli ekki getað fengið að vera í friði. Ekki em miklir peningar í bauknum en í harm gefur fólk pening til upp- græðslustarfs sem þau Gauja og Er- lendur vinna að af miklum mynd- tuskap. Barnaskólinnfórnar- lamb rúðubrjóta Tilkynnt var utn skemmdarverk í Bamaskólanum um helgina. Þar var búið að brjóta tvær rúður, eina á norðurhlið og aðra á suðurhlið. Lögreglan segir mikið um rúðubrot í skólanum og eru þeir sem verða varir við rúðubrjóta beðnir að hafa samband við lögregluna því nauðsynlegt er að ná þrjótunum. Endurskinsmerkiá lundapysjukrakkana Að sjálfsögðu hefur lögregla verið við umferðareftirlit eins og venjulega og hafa nokkrir verið teknir við of hraðan akstur og fengið sekt fyrir. Eins sat'na þeir á sig punktum í ökuferilsskrána. Lögreglan vill vekja athygli foreldra og annarra forráðamanna barna á því að nú fer lunda- pysjutíminn í hönd. Hvetur hún þá til þess að setja endurskinsborða á börnin því nú er farið að skyggja á kvöldin. Getur verið erfitt fyrir bílstjóra að sjá börnin þegar þau skjótast úr skúmaskotum á eftir pysjunum. Hagnaður í sálina -Birgir Guðjónsson formaður þjóðhátíðarnefndar er ánægður með hvernig til tókst -Við lögðum upp með ueglega dagskrá og fólk tök mark á okkur og mættl í Dalinn. I fyrra var allt skorið uið nögl, en pessí hátíð sýnir hað að ef hátíðín á að standa undir nafni uerður að uera eítthuað sem höfðar til allra aldurshópa, segir Birgir. Birgir Guðjónsson formaður Þjóð- hátíðarnefndar segir að hann geti ekki verið annað en ánægður með Þjóðhátíðina í ár, þó svo að alltaf megi gera betur. „Við fengum gagnrýni í fyrra og menn ákváðu að hysja upp um sig buxurnar. Þjóðátíðin heppnaðist vel og fólk almennt mjög ánægt, þrátt fyrir að rigningin hafi sett svip sinn á hana. Við þökkum þó fyrir að ekki gerði hávaðarok með rigningunni. Það virtist þó ekki aftra fólki frá því að vera inni í Dal og hlýða á hljóm- sveitirnar og taka þátt í þeim atriðum sem boðið var upp á.“ Rigningin setti einnig mark sitt á atriðin þar sem Bubbi, Páll Óskar og leikhúsið Tíu fingur komust ekki til Eyja. „Það er auðvitað alltaf leiðinlegt þegar fella verður niður atriði í dagskránni, en við því er ekkert að gera. En ég tel að Þjóðhátíðin sé á réttri braut hvað dagskrána varðar. Fólk vill hafa eitthvað annað en eingöngu hljómsveitir á palli. Við lögðum upp með veglega dagskrá og fólk tók mark á okkur og mætti í Dalinn. I fyrra var allt skorið við nögl, en þessi hátíð sýnir það að ef hátíðin á að standa undir nafni verður að vera eitthvað sem höfðar til allra aldurshópa. Ég er líka mjög ánægður hvemig til tókst með bamadagskránna og hljómsveitin Hálft í hvom, Jóna Hrönn, séra Bjarni og aðstandendur brúðubílsins eiga heiður skilinn fyrir hversu vel þau stóðu sig. En eins og ég segi varð að fella niður nokkra liði á laugardegi og sunnudegi vegna veðurs.“ Birgir segir að ef í harðbakkann hefði slegið hefðu Týsheimilið og Þórsheimilið verið til taks. „Það komu nokkrir blautir og hraktir í Týs- heimilið og þar stóð þeim til boða að þurrka föt sín og fá heita súpu. Ég held að það séu ekki margir staðir sem bjóða upp á slíka aðstöðu á útihátíðum. Fólk fór svo aftur inn í Dal í fjörið eftir að vera búið að ná úr sér mesta hrollinum." Birgir er ánægður með útkomu nýja veitingatjaldsins og segir að það hafi verið tímabært að koma upp slíkri varanlegri aðstöðu. „Þetta sýnir að við erum á réttri leið og að nauðsynlegt er að halda áfram varanlegri upp- byggingu í Dalnum. I mínum huga verður þessarar hátíðar minnst sem einnar af þeim stærstu og veglegustu og í framhaldi af því að ekkert alvar- legt kom upp á. Lögreglan minnist þessarar helgar frekar sem rólegrar helgar og það segir meira en mörg orð. Þetta segir okkur kannski líka að það var meira um eldra fólk og fjölskyldur. Það er lika það sem við stíluðum upp á.“ Var eitthvað sem kom þér á óvart í sambandi við hátíðina? „Já, þegar það var tilkynnt að hundur frá fíkniefnalögreglunni yrði á svæðinu, þá varð töluvert um af- pantanir í fluginu. Þetta mátti merkja og við erum mjög ánægðir með að það skilaði sér. Fíkniefnaliðið sá sér því ekki fært að mæta og mér finnst rétt að halda áfram á þessari braut.“ Hvemig tókst gæslan á svæðinu að þínu mati? „Hún tókst vel. Menn voru þó að reyna að svindla sér inn á ýmsan hátt, til dæmis með því að smygla sér í bílum, falsa armböndin og endur- prenta voucherana, en það gekk vel að koma í veg fyrir slíkt. Svo vom sumir sem reyndu að koma sér inn með því að fara yfir fjallið og um Kaplagjótu, en þessir staðir vom vaktaðir og menn vita af því, en kannski er það hiuti af Þjóðhátíð hjá sumum að fara þessa leið, enda engin leiðindi samfara því. Þetta er hluti af stemmningunni." Eftir mikið vatnsveður eins og var um helgina er Dalurinn fljótur að svínast út og segir Birgir að hann muni vart eftir öðm eins eftir Þjóð- hátíð. „Fólk skilur eftir heilu tjöldin og svefnpokana, en menn gengu ötullega í það að hreinsa Dalinn á eftir og gekk það fljótt og vel fyrir sig.“ Er ekkert sem fór úr lagi sem nauðsynlegt er að endurskoða fyrir næstu hátíð? „Munavarslan fór úr böndunum að miklu leyti, hreinlega vegna þess að mjög mikil eftirspum var eftir plássi þar. Þetta er atriði sem verður tekið til endurskoðunar fyrir næstu hátíð.“ Birgir hefur oft sagt að hann sé alltaf að hætta í þjóðhátíðamefnd. Hvemig ertu stemmdur í því tilliti nú eftir þessa Þjóðhátíð? , Já ég mun hafa haft þetta á orði, en það er nú svo með þennan fiðring sem grípur mann upp úr áramótunum. Hann er illviðráðanlegur. Við getum sagt að ég leggi skóna á hilluna að minnsta kosti fram að áramótum. En mig langar að sjá Þjóðhátíð breytast í þá átt sem hún er á leið í, hvort sem ég eða aðrir verð í nefndinni. Við verð- um að breyta ímyndinni. Við sáum það á goslokahátíðinni. Vestmanna- eyingar sjá það að þetta verður skemmtilegra ef eitthvað er gert fyrir fólkið og fólk kann að meta það.“ Er hagnaður af hátíðinni í ár? „Það er nú kannski óþarflega snemma spurt að minnsta kosti hvað varðar fjárhagshliðina, því það er margt óuppgert í sambandi við hana. En hagnaður? Jú það er hagnaður í sálinni." Félagslega íbúðakerfið er bæjarsjóði bungt í skauti -situr uppi með rúmlega 40 íbúðir sem flestar standa auðar „Það er ekki rétt að þessar íbúðir standi allar tómar,“ sagði Páll Einarsson bæjarritari, þegar hann var spurður um 43 tómar félagslegar íbúðir sem bæjarsjóður á í dag. „Það eru nokkrar í skammtímaleigu,“ bætti hann við. Um áramót taka gildi ný lög um félagslegar fbúðir sem losa sveitar- félög undan þeirri skyldu að leysa þær til sín. Samkvæmt núgildandi lögum fara félagslegar íbúðir ekki á al- mennan markað og hafa sveitarfélög því orðið að leysa þær til sín. Verð hefur miðast við byggingavísitölu hverju sinni. Fyrir vikið er verð þeirra komið langt yfir markaðsverð víða út um land, m.a. í Vestmannaeyjum. Þetta er staðan eins og hún er í dag en Páll segir ýmsar ástæður fyrir því að lausar íbúðir hafi ekki verið leigðar út þó ljóst væri að erfitt yrði að selja þær innan kerfisins. „Menn hafa verið tregir til að festa sig með leigu til lengri tíma. Það er heldur ekkert sniðugt að bærinn reki leigumiðlun auk þess sem sérstakt leyfi þarf frá félagsmálaráðuneytinu. Þrátt fyrir þetta hafa nokkur sveitarfélög leigt út íbúðir í félagslega kerfinu." Páll segir að felagslega íbúðakerfið hafi orðið þungur baggi mörgum sveitarfélögum og nýjulögunum sé að einhverju leyti ætlað höggva á þann hnút. „Innlausnarskyldan verður lögð niður en einstaklingar sem þegar eru í kerfinu munu halda réttindum sínum. I nýja kerfinu verða íbúðir ekki sérmerktar félagslega húsnæðiskerfmu heldur fær fólk sérstök lán til kaupa á almennum markaði. Þetta tel ég til bóta því í dag eru íbúðimar það dýrar að fólk veigrar sér við að kaup þær,“ sagði Páll að lokum. (FRÉTTIR) Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjórí: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjómar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugyallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.