Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1998, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1998, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 13. ágúst 1998 Fréttir 9 Tvö nauðgunartil- felli er tveimur of mikið -segir Helga Hauksdóttir ein þeirra sem stóð að neyðarmóttöku fórnarlamba kynferðisofbeldis á þjóðhátíð Tvö nauðgunarmál komu til kasta neyðarmóttökunnar á Þjóðhátíð en málin hafa ekki verið kærð til lögreglu. Helga Hauksdóttir og Guðný Bjarnadóttir eru meðal þeirra kvenna sem hafa staðið að undirbúningi þessarar neyðarmót- töku fórnarlamba kynferðisof- beldis. Þær segja að þetta undir- búningsstarf hafi fyllilega sannað tilverurétt sinn. Báðar þessar stúlkur sem komu í neyðarmót- tökuna voru um tvítugt og var ölvun með í spilinu. Þær voru báðar úr Reykjavík. Helga segir að hlutur þeirra kvenna sem stóðu vaktina í Herjólfsdal hafí verið að fylgja þessum stúlkum í gegnum það ferli sem slík mál fara í gegnum. „Þeim var fylgt á sjúkra- húsið og þær upplýstar um þau úrræði sem þeim stæðu til boða í málinu. Það fór mikill tími í þessi mál og þær fengu þá aðhlynningu sem tiltæk var á sjúkrahúsinu auk þess sem þeim var kynnt hver réttindi þeirra væru, ef málin færu lengra.“ Helga segir að mjög mikilvægt sé að geta veitt þeim sem lenda í svona ofbeldisverkum sálrænan og tilfínn- ingalegan stuðning. „Þessar stúlkur voru mjög þakklátar fyrir þá aðstoð sem þær fengu og var bent á að leita til Stígamóta í framhaldinu, þar sem þær væru úr Reykjavík. Þáttur okkar í þessum málum nær í sjálfu sér ekki lengra varðandi stuðninginn." Að öðru leyti segir Helga að hún hafi verið ánægð með Þjóðhátíðina og þetta starf verið unnið í góðri sam- vinnu við þjóðhátíðamefnd, sjúkra- húsið og löggæsluna. „Mér heyrist að lögreglan sé nokkuð sátt við út- komuna. Það er samt mín skoðun að tvö nauðgunartilfelli sé tveimur tilfellum of mikið, þess vegna sé nauðsynlegt að efla forvamarstarfið enn frekar og mín von er sú að þessu starfi verði haldið áfram og að hægt verði að koma upp heilsársmóttöku fyrir fómarlömb kynferðisofbeldis í Vestmannaeyjum. Það hefur verið markmið þessa undirbúningshóps að koma á slíkri þjónustu,“ segir Helga. Guðný segir að þau atriði sem þessi neyðarþjónusta nái til séu í nokkrum liðum. „Það er um heilsufarsrannsókn að ræða og hvort um lrkamlegt heilsu- tjón sé að ræða. Þá er boðið upp á áfallahjálp og sakargagnarannsókn og þarf þá ekki endilega að liggja kæra til gmndvallar henni.“ Guðný segir að engin sakargagna- rannsókn hafi farið í gang í þessum tilfellum sem komu upp á Þjóð- hátíðinni nú. „Hins vegar fengu þær þá aðhlynningu sem nauðsynleg var, því það getur verið óbærilegt fyrir þessa einstaklinga að fresta umönnun í málum sem þola enga bið. Málum kvenna, sem koma í neyðarmóttökur og hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, hefur fjölgað, hins vegar hefur kærum ekki fjölgað að sama skapi. Það er erfitt fyrir þessar konur að fara út í kæmr, jafnvel þó að þær fái að- hlynningu strax á neyðarmóttöku. Tilhugsunin um að rifja þessi mál upp í yfirheyrslum vaxa oft þessum konum í augum. Málin sem koma upp eru líka jafn misjöfn og þau em mörg og í mörgum tilfellum óljóst um atburðarás, “ segir Guðný. Auðmjúkar þakkir frá Alseyingum Lundaveiðimenn í Álsey voru með tvær tuðrur á bóli um belgina og voru frekar rólegir með það enda var talað við Veðurstofuna á laugardagskvöld og þar fengu menn þær upplýsingar að það yrðu austan 7 - 8 vindstig í Vestmannaeyjum, alla vega ekki hvassara en 8 vindstig. Þegar menn vöknuðu á sunndag var var nokkuð ljóst að það var komið vel yfir átta vindstig af austri og í ljós kom að það voru 11 vindstig af austri á Stórhöfða. Annar báturinn slitnaði af bólinu og rak út en fór aldrei langt sem betur fer. Þar sem veðrið var þannig að ekki var viðlit að nálgast bátana úr eynni var kallað á Björgunarfélagið sem sendi Þór út sem sótti báða bátana því bólið sem hélt hinum bátnum slitnaði upp. Á leiðinni í land hvolfdi annarri tuðmnni í hvassviðrinu en ekki var viðlit að rétta hana við vegna veðurs fyrr en komið var í var við Stafsnes og þurfti að draga bátinn á hvolfi nokkra stund. Síðan vom bátamir teknir í land á Eiðinu. Það má segja það lán í óláni að bátunnn skyldi hafa slitnað upp því þegar leið á daginn var mjög slæmt við Álsey og hafa menn ekki oft séð það verra og braut upp í grös. Þá hefði ekki verið hægt að sækja bátana þó þeir félagar á björgunarbátnum Þór séu seigir. Björgunarfélagsmenn eiga hrós skilið fyrir skjót viðbrögð í útkalli þessu og að láta sig hafa það að sækja þó veðrið væri eins og það var. Álseyingar og þjóðhátíðarkynnirinn vilja koma þökkum til allra sem þarna lögðu hönd á plóg. ....við kassa af útsöluvörum. Gildir fimmtudag, föstudag, laugardag. Verslunin verður lokuð þriðju- og miðvikudag. Opnum með fulla búð af nýjum og spennandi vörum fimmtudaginn 20. ágúst. Auðmýkt, lotning og vanmáttur -en ég er full þakklætis sagði séra Bára Friðriksdóttir eftir vígsluna á sunnudaginn Á sunnudaginn var Bára Friðriksdóttir vígð til Vestmannaeyja. Athöfnin fór fram í Dóm- kirkjunni í Reykjavík að viðstöddu geistlegu og veraldlegu fjölmenni. Þrjár konur tóku víxlu þennan dag og þykir það nokkrum tíðindum sæta að slíkt gerist innan prestastéttarinnar. Fréttir inntu Báru eftir stöðunni. Telur þú að hlutur kvenna í prestastétt muni aukast með nýkjömum biskupi, herra Karli Sigurbjömssyni? „Undanfarin ár hefur guðfræðingum fjölgað vemlega en prestsstörfum lítið sem ekki fjölgað á sama tíma. Það má segja að um þessar mundir sé offramboð guðfræðinga miðað við þann fjölda embætta sem í boði em og þetta hefur bitnað á konum innan kirkjunnar. Þessi mál vom mikið rædd á síðustu prestastefnu og tel ég að framganga herra Karls Sigurbjömssonar, ásamt því að kona var kjörin formaður Prestafélagsins hafi haft góð áhrif í áttt til jafnréttis. En biskupinn hvatti söfnuði landsins til að ræða skipulega um jafnrétti kynjanna. Síðan þá hafa fimm konur skilað sér í þau níu embætti sem skipað hefur verið í.“ Hvemig líst þér á nýkjörinn biskup? „Mér lýst vel á nýja biskupinn og ég veit að hann er réttsýnn maður. Eg var í starfsþjálfun hjá Karli í sex vikur eftir að ég lauk guð- fræðináminu. Það var mjög góður U'mi.“ Nú var Karl einu sinni sóknarprestur Vest- mannaeyinga. Hefur þú leitað til hans varðandi komu þína til Vestmannaeyja? „Já ég hef rætt við hann á almennum nótum um starfið í Vestmannaeyjum, en það em nú 25 ár síðan hann var vígður til Eyja og mikið vatn mnnið til sjávar. En það er gott að þiggja ráð frá Karli.“ Bára er ánægð með vígsluna og hlakkar til að koma til starfa í Vestmannaeyjum. Hún segir og að margt fari í gegnum hugann á stundu sem slíkri. „Fyrst og fremst er það tilfmning auð- mýktar og lotningar, en jafnframt vanmáttar," segir Bára. „Það er mér líka mikill heiður að fá að þjóna drottni mínum. Samfara því er bæði gleði, en líka sá þungi ábyrgðar sem fylgir því að takast á við erfið og krefjandi verkefni. En auðvitað er ég full þakklætis.“ Hefúr þú eitthvað hugsað þér hvaða tökum þú munir taka safnaðarstarfið í Eyjum? „Þetta er nú ómótað ennþá, en ég mun setjast niður með Kristjáni Bjömssyni sóknarpresti og ræða málin. En hvað mig áhrærir er allt opið og ég hlakka til að ganga inn í starfið sem verið hefur. En auðvitað verða alltaf nýjar áherslur með nýju fólki. Við Kristján höfum aldrei starfað saman áður í safanaðarstarfi, en við emm málkunnug frá prestastefnum og ýmsum fund- um innan kirkjunnar, en ég og fjölskylda mín hlökkum til að koma og starfa með Vest- mannaeyingum." Bára stefnir að því að koma til Vest- mannaeyja um næstu mánaðarmót, en að bóndi hennar muni koma eitthvað síðar vegna þess að hann verði að klára uppsagnarákvæði þess starfs sem hann er í núna. „Það er ennþá óljóst með húsnæðismálin hjá okkur, en vonandi verður þetta komið á hreint fyrir mánaðamótin." Bára Friðriksdóttir er 34 ára og er gift Guðmundi Ásmundssyni 38 ára prentsmið. Hann hefur starfað sem hönnunarstjóri hjá Kassagerð Reykjavíkur, auk þess að hafa rekið prentþjónustu. Þau eiga tvö böm, HalldórLeví 16 ára og Önnu Guðrúnu 5 ára. Bára útskrifaðist fyrir þremur og hefur unnið innan kirkjunnar síðaðn. Auk þess kenndi hún siðfræði við Verslunarskólann í eitt ár og vann sl. vetur hjá félagsmálastofnun Hafnarfjarðar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.