Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1998, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1998, Blaðsíða 12
FLUTNINGAR- VESTMANNAEYJUM Daaléaw hréir hv§rt á kmd jmh «r. ■ vk tffil UWWm m W mwBBMVm Cvlii Ö3 • Vöruafgreiðsla Skildingavegi 4 Sini 481 344« Vöruafgreiðsla ■ Reykjavík AðaHlutnlngar Héðinsgötu 3 Sfni 081 3030 Öll móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa ()l)\RASI I k()SH RIW í IV.Il \| Sendibílaakstur innanbæjar. Vilhjálmur Bergsteinsson S£Aútf£AdAAiU 0481-2943, * 897-1178 Verið að semja við skuðrlækni Einn umsækjandi er uni stöðu skurðlæknis við Heilbrigðisstofn- unina í Vestmannaeyjum. Hann heitir Smári Sigurgeirsson og standa yfir viðræður við hann um starfið og eru þær í jákvæðum far- vegi. Að sögn Gunnars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Heilbrigðis- stofnunarinnar í Vestmannaeyjum, hefur gengið frekar treglega að fá sér- fræðinga til starfa við stofnunina. „Engin umsókn barst um stöðu lyf- læknis, en viðræður hafa verið í gangi við lyflækna sem leystu af við stofnunina í sumar, en engin endanleg niðurstaða er komin í því máli, þó eru ntenn bjartsýnir. Enginn svæfmga- læknir er við stofnunina, möguleiki er að fá Pólverja í það starf en ekki er hægt að ganga frá ráðningu hans nema gengið hafi verið frá ráðningu skurðlæknis vegna þess að pólskur svæfingalæknir myndi starfa á ábyrgð hans. Gunnar segir að menn verði að líta þessi læknamál raunsæjum augum. „Það er allt gert til að fá hæfa lækna að stofnuninni. Nú þegar eru fjórir heilsugæslulæknar starfandi við stofnunina, sem eru sérfræðingar á sínu sviði, þannig að fólk hefur læknisþjónustu, en eins og staðan er núna sjáum við fram á lausn þessara mála, ef fram fer sem horfir og ráðning Smára Sigurgeirssonar verður að veruleika." Varðandi samningamál við aðrar starfstéttir Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum segir Gunnar að búið sé að ganga frá samningum við þær stéttir sem eru í Starfs- mannafélagi Vestmannaeyjabæjar, en ekki hafi verið gengið frá samningum við hjúkrunarfræðinga. „Ástæða þess að dregist hefur að semja við hjúkrunarfræðinga er sú að beðið var eftir að gengið yrði frá samningum við þá í Reykjavík. Það var alveg viðbúið að þeir samningar yrðu fordæmisgefandi, þannig að það var ákveðið að bíða. Það kom íjárveiting frá ríkinu til þess að ljúka mætti þessum samningum og við gerum ráð fyrir að njóta hennar líka.“ Aðspurður um samninga við Ijós- mæður segir Gunnar að það séu tvær ljósmæður við stofnunina og að hann viti ekki til annars en að þær séu sæmilega sáttar við sín kjör. Sveigður bakuggi ekki einsdæmi Dulítið hefur verið í umræðunni sveigður bakuggi Keikós. Þykir mönnum ugginn ekki jafn tignarlegur og á ættingjum hans sem ku svamla um saltan sæ. Fréttir fóru á stúfana og freistuðu þess að leita skýringa á lagi uggans. Jóhann Sigurjónsson sem hefur hvað mesta reynslu af háhyrningarann- sóknum hér við land segir að skýringin á þessu bakuggalagi sé ekki þekkt en hafi ekki verið mikið rannsökuð sérstaklega. „Þetta gerist oft með karldýr (tarfa) sem lengi hafa verið á sædýrasöfnum, þó þekkist þetta í náttúrunni, en um ástæður þessa er ekki kunnugt. Hugsanlega er þetta tengt hreyfingarleysi og einnig gæti verið aldri um að kenna. En fjörið, hreyfigetan og aldurinn eiga oft á tíðum samleið." Þú vilt þá ekki meina að þetta sé vegna einhverra veikinda og geti hugsanlega verið smitandi? „Nei ég sé enga ástæðu til þess að ætla það. Eg hef verið við háhym- ingarannsóknir frá 1980 og þau dýr með sveigðan bakugga sem ég hef séð í náttúrunni virðast ekki eiga við neina sérstaka erfiðleika að stríða.“ Nú hafa háhyrningar verið rann- sakaðir hér við land og fylgst verið með einstökum dýrum um árabil. Hafið þið orðið varir við hugsanlega ættingja Keikós? „Við höfum í sjálfu sér ekki verið að leita sérstaklega að þeirri hjörð sem Keikó var veiddur í enda Keikó að öllum líkindum gleymdur þeim. Það er mjög villandi að gefa hvölum mannlega eiginleika og setja samasem merki milli manna og hvala. Þó dæmi séu um það hjá mönnum að fjölskyldur hafi náð saman, jafnvel að kynslóðum gengnum, þá finnst mér vísindalegt gildi hugsanlegra endur- funda Keikós og fjölskyldu hans hafa verið ofmetið,“ segir Jóhann. Fknm GMDSS námskeM Stýrimannadeild Framhaldsskólans stendur fyrir fimm GDMSS- fjarskiptanámskeiðum í haust. Er að verða fullt í öll námskeiðin en allir skipstjórnarmenn eiga að hafa lokið þeim fyrir 1. febrúar á næsta ári. Kjartan Bergsteinsson, sem veitir námskeiðunum forstöðu, segir að GDMSS sé nýjung í fjarskiptatækni sem verði að fullu komin í notkun 1. febrúar nk. og nær hún til alls heimsins. „Við höfum boðið upp á þessi námskeið í tvö ár en þau em aðeins haldin hér og í Reykjavík. Verða fimm námskeið í haust og kemst ég ekki yfir meira. Á hverju námskeiði, sem stendur í tíu daga, em átta rnanns. Ég kemst ekki yfir meira á þessu ári en áhuginn er rnikill. Kemur það ekki til af góðu því eftir 1. febrúar verða öll skip að hafa a.m.k. tvo yfirmenn sem hafa réttindi á nýju íjarskiptatækin. Margir af fastalandinu sækja námskeiðin héma,“ sagði Kjartan að lokum. Haustið minnti á nálægð sína á sunnudaginn þegar austan hvell gerði. Mestfórvindurinn upp í 11 vindstig á Stórhöfða. Veður af þessum styrk eru ekki óalgeng á þessum árstíma en eftir látlausar stillur frá því í maí kom veðrið mörgum í opna skjöldu. Ekki lentu menn í hrakningum en bjarga varð tveimur tuðrum sem slitnuðu upp við Alsey. Hér eru Álseyingarnir Haraldur Gunnarsson og Torfi Haraldsson að taka á móti annarri á Eiðinu þar sem þær voru settar í land. fond kjöl- 09 fi/kikraflur Kr. ! 70 159 fl. Ryvita hrakkbraud kr. !! A 98 pk. Ileinz tómol/óra ri/oflo/kon lu. 178 fl. l/len/kt /mjör 1/2 kg. r. :e? M9 Kjúklin9Cfelœri Iro/in kr. 7A9 569 pr. kg Codbury’/ lunury cookie/ 199 pk. fllpoppír 8 m. kr. :! '* 85 pk. Ilolling/ /ikileyjorbollur 8 /Ik. í pk. kr.2'7 199

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.