Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1998, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1998, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 13. ágúst 1998 Landa- KIRKJA Sunnudagur 16. ágúst Kl. 11:()() Almenn guðsþjónusta. Bam borið til skímar Kirkjan er opin alla virka daga milli klukkan 11:00 og 12:00. Sími sóknarprests er 481-1835 og 897-8984 Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20:30 biblíulestur - Guðni Hjálmarsson Laugardagur Kl. 20:30 bænasamkoma Sunnudagur Kl. 11:00 Vakningarsamkoma - samskot til starfsins. Allir hjartanlcga velkomnir á samkomurnar Aðventkirkjan Laugardagur 15. ágúst Kl. 10:00 Biblíurannsókn. Allir velkomnir. Baháí SAM- FÉLAGIÐ Opið bús að Kirkjuvegi 72B fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20.30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Biblían talar Sími 481-1585 HITACHI VESTMAN N AEYINGA „Aflið yður vina með hinum rangláta mammon svo þeir taki við yður í eilífar tjaldbúðir er honum sleppir," sagði Jesús. Hvemig skyldi vistin verða með bömum þessa heims í eilífum tjaldbúðum án fulltingis Drottins? Skyldi vera blautt og kalt? Skyldi vera forareðja? Skyldi það vera eins og á eilífri útihátíð? Það er ekki gott að vita og raunar lítið keppikefli að fá að vita það. Æskilegri er vistin, sem Kristur bjó í eilífum friði hjá Drottni. Guðspjall dagsins í dag hefur valdið mörgum vitmm guðfræðingum heila- brotum í gegnum aldimar. Túlkanir hafa verið margar og mismunandi, spegla margar hverjar tíðaranda túlkandans. Varlaerhægtaðímynda sér að Guð ætlist til þess að við fömm að þessum fyrirmælum og öflum vinsælda með rangindum og höfnum hjálpræðinu. Ef til vill er hann að undirstrika að við höfum frjálsan vilja og getum ákveðið sjálf, hvort við þiggjum tilboðið um eilíft líf með Guði. Ef til vill er dæmisagan ætluð til að benda á það hverjar afleiðingar geta orðið af skefjalausri dýrkun á mammoni, það er að segja hvað það hefur í för með sér að dýrka peningana og gleyma þeim kristnu gildum, sem eru svo mikilvæg, kærleikanum, trúnni og voninni. Avextir Heilags anda eru kærleiki, gleði, friður, lang- lyndi, gæska, góðvild, trúmennska, hógværð og bindindi. Kærleikurinn er sú gjöf, sem felur í sér allar aðrar gjafir eða verk Heilags anda. Svo mikið er víst að ekkert stendur í textanum um, að hinn ótrúi þjónn fái laun hjá herra sínum, heldur einungis, að hann fái laun þeirra sem ráði eilífum tjald- búðum mannanna bama og ekkert stendur um að hann fái þessar gjaftr Guðs. Irað var áfall að sjá hvemig ung- mennin, sem voru gestir Vest- mannaeyinga á nýliðinni Þjóðhátíð skildu við hátíðasvæðið. Dalurinn var á að líta eins og vígvöllur of- neyslunnar og eyðslunnar. Þama höfðu brottflognir gestir reist sér minnisvarða um verðmætamat sitt og lífsviðhorf. Ekki fór hjá því að maður velti því fyrir sér hvort það væri bara lúðalegt og halló að hugsa sem svo að viðleguútbúnaður væri varanlegur. Er það er ef til vill svo, að íslendingar em orðnir of fínir með með sig til að nota tjöld eða svefnpoka tvisvar hvað þá alla fínu merkjavömna, sem þeir þurfa að klæðast. Er hún öll einnota. Hvað veldur þessu? Ekki er hægt að kenna því um að þeir viti ekki betur. A upplýsingaöld vita allir sem vita vilja, að milljónir manna lifa við skort, hafa hvorki á sig né á. Kemur það ekki ungum Islend- ingum við? Kemur það kannski engum við það sem við sjáum í sjónvarpi heima í stofu á nær hverjum einasta degi, allar hörmungamar og mannlegu niðurlæginguna? Kannski er ekki horft á það. Það er hrópað á viðhorfsbreytingu, að breyta viðhorft til verðmæta. Hvar hefst sú breyting? Hún hlýtur að hefjast hjá mér og þér, jafnvel þó mitt tjald eða þitt haft ekki orðið eftir inni í dal. Við getum ekki látið sem við sjáum ekki sóunina. Þeir sem græða á svona umgengni em framleiðendur og sölumenn. Þetta er liður í því að halda uppi markaðnum. Væri ekki hugmynd að láta þá sem selja, styrkja hreinsunarstarfið og endurvinnsluna, svona rétt til að láta þá standa reikningsskil ráðsmennsku sinna? Ef til vill, ef til vill ekki? En það er eitthvað að j uppeldi þessarar þjóðar. Einnota ísland — það er skelfdeg tilhugsun. Foreldrar þora margir hveijir ekki að aga böm sín og algengt er að ung- menni hafi tileinkað sér fyrirlitningu á verðmætamati for- eldranna. Þau em náttúmlega svo gömul að það er engin ástæða til að hlusta á þau. Nýtt, nýtt, nýtt.... For- eldrar em í raun og veru hrjáður þjóðfé- lagshópur. Engin hags-munasamtök em til að berjast fyrir réttindum foreldra. Sú er þetta ritar hefur lagt það til áður og það í fullri alvöru, að stofnaðar yrðu for- eldraverndamefndir í stfl við bamavemd- Séra Þórey Guðmundsdóttír. amefndir á vegum sveitarfélaganna. Markmið og tilgangur yrði að styðja og styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu. Þjóðfélagsleg firring hefur valdið því að engin trygging er fyrir því að uppeldi lærist á milli kynslóða. Oöryggi foreldra stafar oft af því að þeir hafa í raun og vem aldrei séð uppeldi fyrir sér hjá eigin kynstofni, bara búið að því sem þeir sjálfir hafa tekið eftir fýrir tilviljun og kannski ekki haft gmndvöll til að meta hvort gott væri eða illt. Óömggt foreldri býður upp á yfirgang ungviðis hvar sem er í náttúmnni, hvort sem það er manneskjan eða dýrin. Uppeldi í tæknivæddu þjóðfélagi er ekki með- fætt, þó foreldraástin og hvötin til að vemda afkvæmi sitt sé það. Staðfestu og öryggi er hægt að skapa með fræðslu. á emm við aftur komin að mammoni. Við eram komin í hring. Fjármagn til að fýrirbyggja liggur ekki á lausu. Við emm föst í neyslufeninu, ofneyslu hluta. Við emm kynslóðin sem skapaði einnotakynslóðina. Þannig er það. En gleymum ekki boðskap Krists. Gleymum ekki þeim lífsgildum sem sá boðskapur stendur fyrir. Jesús sagði að við ættum að biðja án afláts. Guðs orð og bæn gefur okkur staðfestu og styrk, styrk sem við getum notað til að breyta viðhorfum í kringum okkur. Styrk til að þora að gera það. Máttur bænarinnar er mikill og ótrúlegt hversu mikinn kraft við getum sótt í bænina. Bænin getur hjálpað okkur til að forðast að gera rangt. Það er t.d. rangt að segja öðmm hvað þeim á að finnast. Með bæn fáum við ró til að hlusta og heyra hvað sagt er og setja spumingarmerki við það sem er rangt. Jesús sagði að við ættum að standa reikningsskil ráðsmennsku okkar. Gemm það með því að biðja og lofa Guð. Einnota Island Stólræða séra Þóreyjar Guðmundsdóttur í Landakirkju sl. sunnudag Þið drekkið eins og víkingar -segir ítalski mannfræðingurinn Franco Pelliccioni eftir kynnisín afÞjóðhátíð Vestmannaeyja ítalski mannfræðingurinn Franco Peliiccioni heimsótti Vestmannaeyjar og þjóðhátíðina í ár og er það liður í rannsóknum hans á þjóðum sem byggja lönd við Norður-Atlantshafið. Þrátt fyrir að þjóðhátíð sé ólík hátíðum sem Franco þekkir í sínu heimalandi kom honum fátt á óvart. Hann hafði orðið sér úti um upplýsingar um þjóðhátíð og svo hafði hann verið á Ólafsvökunni í Þórshöfn árið 1995. Þar komst hann að því að Færeyingar og íslendingar drekka vín af meiri krafti og tilfinningu en ítalir. Hann sá líka ýmislegt sameiginlegt með þjóðhátíð og Ólafsvöku annars vegar og kamivölum á suðrænum slóðum hins vegar. I báðum tilfellum segir hann að fjölskyld- umar komi saman til að skemmta sér og hátíðin atburður sem allir taka þátt í, óháð aldri og stöðu í þjóðfélaginu. Franco byrjaði mannfræðirannsóknir sínar í Afríku, í norður Kenýa og Súdan á 8. áratugnum en þeim var sjálfhætt vegna stöðugra uppreisna og aðgerða skæmliða á þessum slóðum. Eftir þessa reynslu leitaði hugur hans norður á bóginn og árið 1982 bar hann niður í Skotlandi. á Hjaltlandseyjum og Orkneyjum. Síðan hefur hann verið með Inúítum í heimaskautahéröðum Kanada, Baffinslandi, Ný- fundnalandi, Svalbarða og Færeyjum. I ár heim- sækir hann Vestmannaeyjar og Grænland til að kanna sér nútímann á íslandi og sögu víkinga hér á landi og á Grænlandi. I samtali við Fréttir segist Franco líta á mannfræði sem raunvemlegt verkfæri til að hafa áhrif á þróun samfélagsins í dag. „Mannfræðingar eiga ekki að sitja í fflabeinstumi og ég hef gert mér far um að ítalski mannfræðingurinn Franco Pelliccioni. koma rannsóknum og niðurstöðum þeirra á framfæri. Til þess hef ég notað ýmsar leiðir, eins og tímarit, fyrirlestra og nú síðast Intemetið þar sem ég hef mína eigin síðu,“ segir Franco. Hann segist ekki hafa neina sérstaka skýringu á áhuga sínum á því að rannsaka þjóðir sem byggja norðlægar slóðir en hann hafi kviknað eftir að hann dvaldi á Hjaltlandseyjum. „Þá sá ég hvað það er margt sem tengir þjóðir saman. Norrænir víkingar vom á Ítalíu, Bretlandseyjum, Islandi, Grænlandi og komust alla leið til Ameríku. Þetta eitt tengir þessi lönd saman og er hluti af arfleifð okkar allra í dag.“ Það var eiginkona Francos sem vakti athygli hans á Vestmannaeyjum eftir að hún sá sjónvarpsmynd frá BBC þar sem sagt var frá Heimaeyjargosinu 1973 og uppbyggingunni þar á eftir. Við leit á Intemetinu fann hann heimasíðu Erlings Amasonar sem hann notaði til að afla sér upplýsinga áður en hann kom til Eyja. „f sjónvarpsmyndinni var sagt ffá hátíðinni ykkar, þjóðhátíðinni,“ segir Franco sem þekkti greinilega söguna. ,Æg veit að upphaflega var hátíðin haldin vegna þess að eyjarskeggar komust ekki til lands á hátíð á Þingvöllum 1874. Ég kom ekki fýrr en á laugardeginum og sá ekki margt sem kom mér á óvart. Á Ólafsvökunni í Færeyjum 1995 sá ég að norrænar þjóðir drekka öðm vísi en við ítalir. Auðvitað geta gerst neikvæðir hlutir á svona hátíðum en þjóðhátíðin minnir um margt á kjötkveðjuhátíðir á ftalíu og víðar í suðlægum löndum. Þama kemur saman fjölskyldur og vinir og fólk á öllum aldri. Yfirleitt fór hátíðin vel fram en þið drekkið eins og víkingar. En það er margt sem er forvitnilegt, t.d. hvers vegna þessi hvítu tjöld og hvemig stendur á því að götumar verða til. Þetta em atriði sem mig langar til að rannsaka nánar." Franco dvaldist hér alla síðustu viku og ræddi við lykilmenn í bæjarfélaginu. Segir hann að það hafi gengið vel og eins ætlaði hann að ná tali af öldmðum sjómanni. „Dvölin héma hefur verið bæði skemmtileg og gagnleg. Páll Marvin Jónsson, forstöðumaður Rannsóknasetursins, skipulagði sá um skipulag fyrir mig og eins naut ég góðs af Erlingi sem mér skilst að sé því miður ekki í bænum,“ sagði Franco Pelliccioni mannfræðingur að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.