Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1998, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 13.08.1998, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 13. ágúst 1998 Jákvæð áhrif íslendinga í / -Ingi Freyr Agústsson netagerðarmeistari lýsir reynslu sinni af dvöl sinni í Afríki Ingi Freyr slappar af í garðínum uið hús sítt á meðan puotturinn barnar á snúrunni.. Þykir Inga Frev uissara að uakta puottinn effir að hann huarf af snúrunni í fyrsta skipti sem hann puoði. Bíórinn er á Porðinu og að sjálfsögðu er Ingi klædduríBlf-treyju. Fátækt er mikíl en Namibíubúar láta pað ekki hafa áhrif á klæðnað sinn og ganga meðRolexúr. Namibía er kannski ekki mjög ofarlega í hugum Eyjamanna, en þó skyldi aldrei segja aldrei, því nokkur samskipti hafa verið milli Vestmannaeyja og Namibíu. Til að mynda var Jón V seldur til Namibíu og ungur maður frá Eyjum, Ingi Freyr hefur starfað í borginni Luderitz í Namibíu síðan í mars. Hann kom lil Eyja á dögunum gagngert til þess að koma á Þjóðhátíð og Fréttir gripu manninn glóðvolgan í þjóðhátíðarstemmningu. Greíp tækífæríð Ingi Freyr Agústsson er ungur Vest- mannaeyingur sem starfað hefur í Namibíu síðan í mars síðastliðnum. Hann sér þar um netaverkstæði hjá fyrirtækinu Scallovver sem meðal annars er í eigu íslenskra aðila og namibískra stjórnvalda. Ingi Freyr segir að leið hans til Namibíu hafi aðallega verið tilviljunum háð og hann hafi svo gripið gæsina þegar hún gafst. „Eg fór til Fáskrúðsijarðar og var að vinna þar hjá Netagerð Ingólfs eftir að hún flutti þangað og sá svo um útibú Netagerðar Ingólfs þegar það opnaði á Þórshöfn. Nokkru síðar hringdi svo vinur minn í mig sem vinnur í Hamp- iðjunni og spurði hvort ég hefði áhuga á að fara til Namibíu. Síðan leiddi eitt af öðru og ég bý í Namibíu nú.“ Ingi Freyr segir að sá sem hafi verið í starfinu áður hefði viljað fara heim svo það hafi vantað mann til þess að taka við af honum. En var ekkert mál fyrir hann að taka ákvörðun um að hverfa í svo gjörólíkt samfélag? „Jú það var það að vissu leyti. Eg var spurður að þessu snemma í desember og í byrjun janúar var hringt í mig og sagt að ef ég hefði áhuga þá fengi ég starfið. Ég hugsaði mig um í tvo daga og ákvað að láta slag standa og nú hef ég verið þarna í fimm mánuði." Þekkjaekkistress Ég virði manninn fyrir mér og undrast að hann skuli ekki vera sólbrúnn. Er eilthvað sólarlítið þarna niður frá? Ingi Freyr hlær grallaralega og segir svo: Jú, jú það er mikil sól á þessum slóðum, en hins vegar hiltist svoleiðis á að það var alltaf skýjað þrjár síðustu helgarnar áður en ég kom svo ég gat ekkert legið í sólbaði." I hverju er starf þitt nákvæmlega fólgið? „Ég sé um verkstæðið og er yfir- maður þar. Ég er hins vegar lítið í verkunum sjálfúr, nema eitthvað komi upp á sem hefði átt að „klárast í gær“, þá er ég með strákunum á verkstæð- inu. Að öðru leyti eru þrír innfæddir í vinnu hjá mér og þeir standa sig ágætlega." Ingi Freyr segir að andrúmsloftið í Luderitz sé mjög rólegt og stress sé eitthvað sem menn þekki ekki, þess vegna sé betra að hafa nokkum fyrirvara á hlutunum. „Ef það er eitthvað sem þú vilt láta gera fyrir þig á morgun, þá er vissara að vera búinn að biðja um það með viku fyrirvara. Þetta er reyndar mjög ungt „lýðræðis- samfélag", en Namibía fékk sjálfstæði 1990, þannig að þeir eru ennþá að þróast sem þjóð, ef miðað er við vestræn samfélög. En það er margt sem kemur manni svolítið spánskt fyrir sjónir. Þannig var til dæmis með seinkunina á afhendingu Jóns V. Fyrirtækið, sem ég vinn hjá, var að kaupahann. Þegar allt á að vera klárt og hægt að afhenda skipið fer forstjóri Seaflower til höfuðborgarinnar til þess að fá síðustu undirskriftina, kemur fulltrúi stjómvalda í Namibíu með einhverjar athugasemdir og vill einhverjar breytingar á samningnum. Þetta jókst alltaf stig af stigi og menn farið að renna í gmn að hliðra þyrfti til með því að lauma „feitu umslagi" á góðan stað. Þetta gengur mikið út á stór og feit umslög." Ertu að tala um mútur? „Já, ef þú þarft flýtimeðferð í einhverjum málum, þá getur dugað að lauma einhverju í lófa.“ Hefur þetta háð þér eitthvað eða þeirri starfsemi fyrirtækisins sem þú hefur umsjón með? „Ekki get ég nú sagt það. Það tók reyndar tímann sinn fyrir mig að fá atvinnuleyfi eða nærri fjóra mánuði. Hins vegar er það yfirlýst stefna Seaflower að taka ekki þátt í þessum leik. Það er frekar reynt að hafa fyrir- vara á hlutunum." Auðugtlandengæðunum misskipt Eru miklar öfgar á milli ríkidæmis og fátæktar í Luderitz? Já það er ekkert launungarmál. Ibúafjöldi Namibíu er ekki nema 1.7 milljónir, en landið er 825.000 fer- kílómetrar. Það búa um það bil tíu til fimmtán þúsund manns í Luderitz. I miðbænum eru allar götur mal- bikaðar og búðir á hverju horni. Þar býr hvíta fólkið, þar fyrir utan kemur hverfi litaðra og kannski efnameiri svertingjar. Þar fyrir utan er svo fá- tækrahverfið. Þar er mikið um fólk sem kemur úr landbúnaðarhéruðunum í norðurhluta landsins í leit að vinnu.“ Ingi Freyr segir að samt sem áður sé Namibía efnað land. Þar séu auðug fiskimið og fiskveiðikvóti hafi aldrei verið stærri. „Einnig eru mjög auðug- ar demantanámur í landinu. Landbún- aðurinn byggir hins vegar ekki mikið á komrækt, heldur er aðallega fjár- og nautgripabúsakpur í landbúnaðarhér- uðunum, vegna þess að jarðvegur er of þurr til þess að hægt sé að stunda þar komrækt." íslendingar breynu liðhorfi til lítaðra Hvemig em samskiptin við innfædda? „Það býr þama hvítt fólk sem er fætt á staðnum, en þeir em kallaðir Búar og em afkomendur Hollendinga og Þjóðverja. Þeir litu áður fyrr á þessa svörtu sem annars flokks fólk. Fyrst þegar íslendingamir komu vom Búamir mjög á móti okkur vegna þess að við tókum svertingjunum eins og hverjum öðrum, og umgengumst þá eins og fólk og jafningja. Það má því segja að íslendingamir hafi haft jákvæð áhrif á samskiptin, ef eitthvað er. Hins vegar koma tveir þeirra stráka, sem vinna hjá mér, úr fátækra- hverfunum. En það er þannig að þeir sem ekki em að vinna, hanga á barnum þess á milli. Heimurinn er allur þar. Maður getur heldur ekki fundið mikinn metnað hjá þesssu fólki. Þeir sem vinna til að mynda í frystihúsinu hafa sumir fengið einhverja smámenntun og gera sér grein fyrir því að heimurinn er aðeins stæni en bara vinnan og barinn. Og þeir vita af því að Island er til og hafa sumir sýnt því áhuga að gaman gæti verið að koma þangað. En hvort fólk ætlar sér ein-hverja stóra hluti í lífinu er ekki gott að segja. Margir vilja hafa það betra, en eiga enga möguleika á því sökum fátæktar.“ Brotist inn hjá mér á 3. tíeyi Hvemig er með glæpatíðni, myndir þú telja að menn væm í verulegri hættu þama vegna glæpa? „Það er ekkert hættulegt að vera þama miðað við marga aðra staði. Ef maður er einn að þvælast á fáfömum stöðum að kvöldi getur maður átt von á öllu. Ég var nú ekki búinn að vera þama nema í þrjá daga þegar brotist var inn hjá mér. Eg bý í húsi á tveimur hæðum og var sofandi á efri hæðinni og varð ekki var við neitt. Þjófamir bmtu glugga á neðri hæðinni og stálu geislaspilara og geisla- diskunum mínum og einu pari af strigaskóm sem em mjög vinsælir þama. En það eru engar óeirðir eða upplausnarástand, eins og í nágranna- ríkinu Angóla. Þar voru þijúhundmð manns drepin í síðustu viku, svo að ef að menn verða leiðir á lífinu, geta þeir skroppið þangað.“ Ingi Freyr er ekki fjölskyldumaður, en hann segir að þeir Islendingar sem séu í vinnu þarna séu allir fjöl- skyldufólk og séu llestir með fjöl- skyldur sínar með sér. „Það búa um 25 Islendingar þarna. Krakkamir þeirra ganga í skóla og þeir yngstu á leikskóla. Það má því alveg segja að þetta sé fjölskylduvænt samfélag. ís- lensku konumar fá reyndar ekki vinnu, en mér skilst að þær séu ágæt- lega sáttar við að vera heimavinnandi. Það er mikill samgangur á milli okkar og sem dæmi get ég sagt að ég held ég hafi eldáð einu sinni heima hjá mér síðan ég kom þama niður eftir, því það er alltaf verið að bjóða mér í mat. Þar fyrir utan höldum við mikið hópinn og grillum saman, fömm út að borða eða íorum saman í helgarferðir.“ Reikna ekki með að setiast aðíNamibíu Nú hafa Islendingar oft á tíðum, þar sem þeir hafa verið margir saman við störf í útlöndum, haft með sér félags- skap og oftar en ekki spilað fótbolta einu sinni í viku, eða eitthvaða slíkt. Hvemig er fótboltastemmningin þama niður frá? „Hún er frekar óglæsileg. Það rignir nú ekki þama nema einn dag á ári, svo það er lítið um túnskika þar sem hægt er að spila fótbolta. Það er einn malarvöllur með þungum íjöm- sandi á, en ég hef ekkert verið að sparka þar. Það er einnig ein fót- boltadeild í landinu, en hún er bara í kringum höfuðborgina." Sérðu þig setjast að þama í Namibíu? „Nei ekki reikna ég nú með því. Ég hef það reyndar mjög gott, en gjaldmiðillinn er mjög óstöðugur og síðan ég kom þama hefur orðið mikið gengishrun. Gjaldmiðillinn heitir Namibíudollar og er tengdur Suður- Afríska randinu. Um daginn hmndi gengið um einar ljórar íslenskar krónur og sem þýddi tilheyrandi kaup- lækkun fyrir mig, en það er samt ekki mikil verðbólga og kostar ekkert að lifa þama. Ég get kannski nefnt al- genga viðmiðun sem Islendingar skilja ágætlega, en það er verðið á bjómum. Hálfur lítri af bjór á bar kostar til dæmis 50 krónur."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.