Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1998, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1998, Side 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 20. ágúst 1998 • 33. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 Guðrún Lilja Ólafsdóttir með börnunum sem flest eru með fangið fullt áf grænmeti. Uppskera var mjög góð í sumar enda skilyrði til ræktunar með allra besta móti. M jög góð uppskera í síðustu viku var uppskerutími hjá þeim krökkum sem verið hafa í skólagörðunum í sumar, en það eru krakkar úr 5. og 6. bekk sem stendur til boða að skrá sig í skólagarðana. Það er Guðrún Lilja Olafsdóttir sem hefur haft umsjón með krökkunum í sumar og óhætt að segja að henni hafi farist það vel úr hendi, því allt útlit er fyrir að um met uppskeru verði að ræða hjá krökkunum. Hún segir að krakk- arnir hafí verið duglegir að mæta í sumar og lagt mikla vinnu í rækt- unarstarfið. Guðrún Lilja segir að 14 krakkar hafi verið í skólagörðunum í sumar og það sé nú heldur fátt, því einhvem tíma voru 75 krakkar þegar mest var eitt sumarið. „Nú hefur hins vegar verið skipt um jarðveg í görðunum og það hefur greinilega skilað sér í betri uppskeru. Jarðvegurinn var orðinn ansi rýr og nauðsynlegt að gera bragabót þar á. Það kann líka að skýra minni áhuga krakkana á görðunum. Ef ekki er góð uppskera, þá er lítið gaman að standa í þessu." Guðrún Lilja segir að þó aðal áherslan sé á ræktunarstarfið og umönnun garðanna, þá sé ýmislegt annað gert til þess að skapa fjölbreytni í starfinu. „Við fórum til að mynda í bátsferð með HP-Vikingi, fórum í ýmsa leiki og héldum grillveislu," segir Guðrún Lilja. Það sem krakkarnir hafa ræktað í sumar er meðal annars rófur, blómkál, radísur, hvítkál, brokoli, radísur, blónt og kartöflur. Aðeins var kíkt undir kartöflugrösin nú og ekki annað að sjá en kartöfluuppskeran verði mjög góð í ár. Hins vegar verða kartöflurnar látnar bíða til 12. september, en þann dag kl 10:30 verður ntikil kartöflu- hátíð hjá krökkunum. Á myndinni má sjá hluta hópsins ásamt Guðrúnu Lilju með uppskeru sumarsins og ekki annað að sjá en gróskan skíni bæði úr andlitum krakkanna og uppskerunnar. Yfirvofndi kennaraskortur Sigurður Á Símonarson skólamála- fulltrúi segir að mjög hægt gangi að ráða kennara við Barnaskóla Vestmannaeyja og Hamarsskólann. Hann segir að þessir skólar séu á sama báti og aðrir skólar á landinu að þessu leyti. „Það er skortur á fagmenntuðum kennurum á land- inu og skólarnir keppa við vinnuafl á almennum markaði meira en verið hefur. Einnig útskrifast færri kennarar á hverju ári en undan- farin ár. Það er 170 dagar í kennslu á ári, en tímum á hvern nemanda hefur hins vegar fjölgað." Sigurður segir að árið 1995 hafi verið 26 klst. kennsluskylda í 1. til 4. bekk en hún hafi verið aukin í 29 klst. árið 1998. Fjölgunin í eldri bekkj- unum hafi að sama skapi farið úr 34 klst. í 37 klst á sama árabili. „Þetta þýðir að við verðum að fá fleiri kennara til þess að kenna þessar stundir og kennurum fjölgar ekki á meðan kennaranemar fara í fram- haldsnám eða hverfa til annara stafa á vinnumarkaði.” Sigurður telur að 20 - 30% af hverjum árgangi sem útskrifast úr kennaranánti fari í önnur störf eða í framhaldsnám. Hann segir þó að kennaraskorturinn sé þó ekki verri en í fyrra. „Það vantar sárlega sérgreina- kennara en það má ekki ráða leið- beinendur eða ófaglæraða fyrr en búið er að fínkemba markaðinn." Halldóra Magnúsdóttir skólastjóri Hamarsskóla, segir að enskukennara vanti á unglingastigi, afleysingakenn- ara í heimilisfræði fram að áramótum og að reiknað verði með leiðbeinanda í myndmennt. „Það er reiknað með því að hver bekkur fái umsjónar- kennara, en það mun þá væntanlega bitna á sérkennslu og stuðnings- kennslu. Það verðu farið að ganga frá stundarskrá í lok vikunnar, en við vitum ekki hvað við fáum af þeim Ieiðbeinendum sem voru hjá okkur í fyrra. Það má líkja þessu við buxur sem þarf að gera við en það vantar stærri bót til þess að ná yfir gatið." segir Halldóra Hjálmfríður Sveinsdóttir skólastjóri Bamaskóla Vestmannaeyja segir að það vanti dönsku- og handmennta- kennara auk kennara til almennrar kennslu við skólann. „Hugsanlega er hægt að bæta aukatímum á einhveija, en við þyrftum að ráða í þrjár stöður, ef vel ætti að vera, hins vegar er búið er að sækja um undanþágu fyrir smíðakennslu." Hjálmfríður segir að hún viti ekki hvemig verði brugðist við þessu ástandi, en að málið sé skelfilegt, ef ekki rætist úr. „Sveitarfélög hafa verið að gera sérsamninga við kenna- ra, en ég veit ekki til þessa að neitt slíkt sé í gangi í Eyjum. Hvað verður veit ég hins vegar ekki, en við munum trúlega auglýsa einu sinni enn að öðmm kosti stöndum við frammi fyrir því að fella niður kennslu. Mér sýnist þetta vera spurning um framboð og eftirspum." Sigrún Sigurgeirsdóttir formaður skólamálaráðs segir að ekki hafi verið rætt um að setja neina gulrót á öngul til þess að reyna að fá kennara til Eyja. „Gulrætur hafa ekki komið inn á borð hjáokkur.” Skólamálaráð var með fund í gær þar sem meðal annars átti ræða stöðuna í ráðningamálum kennara en fundinum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Ekkert gullgrafaraæði vegna Keikos „Fólk er ákaflega jákvætt og vill allt gera til að greiða götu þeirra er að þessu Keikómáli koma og það sem meira er að áhersla er frekar lögð á að leysa vanda þeirra en að krefjast einhverrar greiðslu fyrir það sem gert er. Það er því langt í frá að hér hafl gripið um sig eitthvert gullgrafaraæði í tengslum við Keikó eins og stundum hefur verið látið í skína í fréttaflutningi af þessu máli," segir Auróra Friðriksdóttir, ferðamálafulltrúi Þróunarfélags Vm. Auróra segir að fjöldi fréttamanna hafi þegar lagt leið sína til Eyja vegna komu Keikós og sífellt séu á ferðinni aðilar sem séu að undirbúa sjónvarpsútsendingar héðan þegar Keikó kemur. Hún nefndi sem dæmi að í vikunni hefði verið hér á ferð fulltrúi Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU og hefði hann hafi haft orð á því hversu greiðvikið fólk væri hér að leysa öll mál „Hann hafði orð á að það hafi vakið sérstaka athygli sína að ekki var byijað á að fara fram á einhveija greiðslu fyrir að aðstoða hann heldur var aðal málið að greiða göm hans sem best. Eg vona að við höldum áfram á þessari braut, því við græðum engar fúlgur á Keikó í einum vettvangi. Það skilar sér á lengri tíma," sagði Auróra. PRÓRFRAUN VALGARÐS: Valgarð Thorodssen, nýr leikmaður ÍBV í handboltanum á leið upp í Hellisey. Þar fékk hann að kynnast lundaveiði Eyjamanna og veiddi jómfrúarfuglinn sinn í ferðinni. Mynd: Magnús Bragason.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.