Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1998, Qupperneq 6

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1998, Qupperneq 6
6 Fréttir Fimmtudagur 20. ágúst 1998 Líkanið af Helga Helgasyní VE er að sjá óaðf innanlegt og Itefur Tryggvi úthugsað huert smáatriðí Helga Helgasyni VE hleypt af stokkunum í annað sinn í líkani sem Tryggvi Sigurðsson hefur gert af þessu s stærsta tréskipi sem smíðað hefur verið á Islandi Tryggvi Sigurðsson, vclstjóri og líkanasmiður, er þcssa dagana að lcggja lokahönd á smíði líkans af Hclga Helgasyni VE sem smíðaður var í Vcstmannacyjum á fimmta áratugnum fyrir Hclga Benedikts- son útgerðarmann og fram- kvæmdamann í Vestmannacyjum. Er hann stærsta tréskip sem byggt hcfur verið á Islandi fyrr og síðar. Tryggvi hefur ekki aðeins kynnt sér mál og stærðir á Helga Helgasyni hann er líka fróður um sögu skipsins en smíði þess tók fjögur ár. „Helgi Helgason VE var smíðaður í Vest- mannaeyjum á árunum 1943 til 1947 og er stærsta tréskip sem smíðað hefur verið á íslandi fyrr og síðar,“ segir Tryggvi. „Hönnuður og yfirsmiður var Bryn- jólfur Einarsson bátasmiður og er kraftaverki líkast að hægt var að smíða skipið við þær aðstæður sem þá voru hér. Helgi Helgason var smíð- aður inni í Botni, nálægt þeim stað þar sem þrær Gúanósins em í dag. Þarna var Helgi uppi í kálgörðum og varð að draga hann eina 70 m til að koma honum flot. Helgi Helgason var 35 m langur og var mældur 189 tonn. Mestur afli sem kom upp úr honum var 364 tonn. „Það var á Hvalfjarðarsíldinni 1947. Fór hann beint í það ævintýri eftir að smíðinni lauk. Skip- stjóri þá var Arnþór Jóhannsson frá Siglufirði sem á þessum árum var einn mesti afla- maður landsins á sfld. Helgi Helgason var um merkilegur bátur og m.a. var í honum stærsta glóðarhaus- vél sem framleidd hefur verið í heiminum," segir Tryggvi. Héðan var Helgi Helgason seldur til Patreksfjarðar. Þá varð Finnbogi Magnússon, margfaldur aflakóngur yfir landið, skipstjóri á skipinu. „Endalokin urðu þau að Helgi Helga- son var sagaður í sundur á Akureyri árið 1965 að því er sagt var vegna fúa. En að sögn kunnugra var þetta hreint skemmdarverk." Páll, sonur Helga Ben, staðfestir þetta. „Emil Andersen sá skipið eftir að byrjað var að saga það í sundur. Hann varð höggdofa og grét skipið," segir Páll. Líkanið er í hlutföllunum 1:24 og hefur smíðin staðið í þrjú ár. „Sig- tryggur, sonur Helga Ben, bað mig um að smíða líkanið og nú fer að styttast í að ég skili því af mér. Ég byrjaði í ágúst 1995 og líklega hafa farið um 800 vinnustundir í smíðina. Ég er hálf fegin að þessu er að Ijúka en þá tekur bara næsta verkefni við sem er líkan af Sigurði VE fyrir ísfélagið sem farinn er að taka á sig mynd," segir Tryggvi. Tryggvi vill ekki gefa upp hvað hann tekur fyrir hvert líkan en segir að tímakaupið sé ekki hátt. „Ég hefði meira upp úr því að vera með skóflu hjá bænum. Auk þess er efnis- kostnaður ótrúlega mikill og svo þarf oft sér verkfæri sem geta verið dýr. En ég er ekki að kvarta því þetta er mitt áhugamál og nú eru líkon af þremur loðnuskipun í pöntun hjá mér,“ sagði Tryggvi sem vildi að lokum koma því á framfæri að næstu tvær vikur verður líkanið af Helga Helgasyni VE til sýnis íPrýði. Flöskuskeyti af Flæmska Hattinum skilaði sér á Englandi Guðni Þór með brélið frá Morgan sem fann flöskuskeytið við Mull á EnglandL Guðni Þór Pétursson, níu ára Eyjapeyi, fékk skemmtilegt bréf fyrr á þessu ári frá sex ára strák í norður Wales á Bretlandi. Tilefni bréfsins var flöskuskeyti sem Guðni Þór henti í sjóinn á Flæmska Hattinum og fannst við strendur Bretlands ári síðar. Guðni segir að upphafið megi rekja til þess þegar hann var með pabba sínum, Pétri Sveinssyni skipstjóra á Andvara, á rækjuveiðum á Flæmska hattinum sumarið 1996. Guðni verður tíu ára 7. september nk. og hefur því verið sjö ára þegar hann var á Flæmska Hattinum. „Ég var heilan túr með pabba og það var gaman,“ segir Guðni Þór. Til að stytta sér stundirnar um borð útbjó hann með pabba sínum flöskuskeyti með upplýsingum um hver hann er og hvar hann býr. Þetta skilaði árangri og í vetur fékk hann bréf frá Morgan Willams, sex ára strák, sem býr í norður Wales. í bréfinu segir Morgan að í fyrra sumar hati hann verið í sumarleyfi með fjölskyldu sinni í Mull þegar hann fann flöskuna. Morgan segist hafa orðið mjög - spenntur þegar hann fann flöskuskeytið. Einnig segist hann eiga lítinn bróður. Þá fylgir heimilisfang og ætlar Guðni Þór að láta það verða sitt fyrsta verk eftir að Fréttir koma út að senda honum blaðið og bréf með nánari upplýsingum um sig og Vestmannaeyjar. Morgan með flöskuseytið sem hafðí verið eitt ár á leiðinní til Englands. Hlægilega ódýrar pakkaferðir með Herjðlfi Skeljungur niðurgreiÖir fargjöldin Herjólfur hefur í samvinnu við Skeljung hf. og Sérleyfisbíla Selfoss sett saman pakkaferð á úrslitaleik Bikarkeppninnar milli ÍBV og Leifturs, sem fram fer á laugardalsvelli 30. ágúst nk. Til að ná sem hagstæðustu fargjöldum fyrir Eyjamenn hefur Skeljungur ákveðið að leggja til olíukostnað í eina ferð fram og til baka milli Eyja og Þorlákshafnar og kemur framlag Skeljungs beint til lækkunar á miðaverði farþega sem ætla á lcikinn. Herjófur og Sérleyfísbifreiðamar hafa til viðbótar því ákveðið að slá af gjaldskrá sinni til að gera sem flestum Eyjamönnum mögulegt að komast á leikinn og styðja ÍBV liðið til sigurs. Sömu fyrirtæki höfðu með sér samvinnu um afslátt af fargjöldum á nokkra knattspymuleiki ÍBV sl. haust og mæltis það afar vel fyrir. Skeljungur ákvað að leggja enn meira til nú dl að ná farmiðaverði með Herjólfi meira niður og einnig ákváðu Sérleyfísbflamir að hafa sama gjald í pakkaferð á leikinn og í fyrra þrátt fyrir að gjaldskrá hafi hækkað síðan. Verð á pakkaferð fyrir fullorðna með Heijólfi á Bikarleikinn verður því 3000 krónur og innifalið í því verði em ferðir með Herjólfi báðar leiðir, rútuferðir Þorlákshöfn - Reykjavík - Þorlákshöfn, og stúkumiði á leikinn. Einnig er hægt að kaupa pakkaferð þar sem bara er ferð með Heijólfi og miði á leikinn og kostar pakkinn þá 2100 krónur. Þeir sem kaupa pakkaferðir á leikinn á þessu verði geta ekki notað ein- ingakortin til greiðslu. Skeljungur, Herjólfur og Sérleyfisbflar Selfoss líta á þessi lágu fargjöld sem sérstaka þjónustu við þá sem ætla að sjá úrslitaleikinn og um leið líta þeir á þetta sem stuðning við knattspymulið ÍBV. Þessi fargjöld munu því bara gilda fyrir þá sem kaupa sér pakkaferðir á leikinn, fyrir aðra gildir venjubundin gjaldskrá Heijólfs. Forsala miða hefst á afgreiðslu Herjólfs á morgun og stendur fram að leik, svo fremi að ekki verði uppselt, en þar sem fargjöld þessi em afar hagstæð má búast við að fljótlega verði uppselt í ferðir Herjólfs í tengslum við leikinn. Það er því rétt að hvetja fólk til að tryggja sér miða í tíma. Rétt er einnig að benda á að einungis er hægt að kaupa pakka á þessu verði á skrifstofu Heijólfs og ekki verður hægt að kaupa afsláttarfargjöld með rútunum til Reykjavíkur þegar komið er um borð í bflana í Þorlákshöfn. Eyjamenn fjölmennum á leikinn og hvetjum ÍBV til sigurs. Áfram ÍBV. Skeljungur - Herjólfur - Sérlevfisbifreiðar Selfoss. Fréttatilkynning.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.