Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1998, Side 11

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1998, Side 11
Fimmtudagur 20. ágúst 1998 Fréttir 11 virkar auðvitað hvetjandi á þá,“ segir Bjami. Ymsar gagnrýnisraddir hafa heyrst í sumar að hlutur aðkomuleikmanna í IBV liðinu sé of mikill og sem dæmi séu heimamenn orðnir í minnihluta í byrjunarliði. Bjami segist margoft hafa fengið þessa spumingu og hún eigi fyllilega rétt á sér. Fólk verði bara að gera sér grein fyrir því að starfsumhverfi í kringum topplið á íslandi er að breytast mjög mikið. „Það var nú þannig héma í gamla daga, að þegar var landburður af fiski í Vestmannaeyjum, þá flutti fólk úr byggðum landsins til Eyja og gerði þetta bæjarfélag eins og það er í dag. Ég sé engan mun á því að koma hingað á fótboltavertíð, eins og á ver- tfð hér á ámm áður," segir Bjami. Lokaslagurinn framundan Þriðja árið í röð hefur ÍBV fengið fæst spjöld í efstu deild. Þetta kann að virka einkennilega á marga heima- manninn sem þekkir ÍBV-liðið sem eitt af þeim baráttuglöðustu á landinu. Bjami segir að sú hafí verið tíðin að mörg spjöld sáust á lofti í leikjum ÍBV. En 1996 haft verið tekið á því og þetta sé hlutur sem hann hafi ekki þurft að hafa áhyggjur af. En þrátt fyrir allt haft prúðustuleikmanna- verðlaunin ekkert að segja. Eftir leiki síðustu helgar þar sem KR-ingar skutust upp í annað sætið á kostað Skagamanna, sem steinlágu fyrir Fram, spyrja margir hvort slag- urinn um Islandsmeistaratitilinn standi nú á milli ÍBV og KR en Skagamenn séu dottnir úr leik, 6 stigum á eftir ÍB V. „Baráttan um titilinn stendur áfram á milli ÍBV, KR og Akumesinga. Nú em ekki nema 5 umferðir eftir og 15 stig em eftir í pottinum og staðan getur því verið fljót að breytast í þriggja stiga reglunni. Við verðum að temja okkur það hugarfar að allir leikir sem framundan em munu verða úrslitaleikir,“ segir Bjami. A laugardaginn heimsækir IBV spútniklið Valsmanna að Hlíðarenda en þetta fyrst fyrsti útileikur ÍBV í einn og hálfan mánuð! IBV hefur sem kunnugt er unnið alla heimaleiki sína í sumar en árangurinn á útivelli gefur kannski ekki tilefni til bjartsýni; níu sigrar, 1 jafntefli og þrjú töp. Bjami segir að leikurinn gegn Val sé Iykil- leikur upp á framhaldið að gera í deildinni. Sunnudaginn 30. ágúst kl. 15.00 verður bikarúrslitaleikur ÍBV og Leifturs á Laugardalsvelli. Eyjamenn em enn í sámm eftir bikarúrslitaleiki síðastliðna tveggja ára. Gegn Skaga- mönnum 1996 eyðilagði dómarinn leikinn fyrir okkur með umdeildum vítaspymudómi og í fyrra jafnaði Keflavík metin á síðustu sekúndu og vann svo seinni leikinn í víta- spymukeppni. IBV og Leiftur hafa einu sinni mæst í sumar fyrir norðan þar sem IBV beið afhroð. Spumingin er hvort Leiftursliðið hendi ÍBV svona illa? „Það er ekkert lið sem hentar okkur illa. Fyrst og fremst verður þetta spuming um okkar hugarfar, hvemig við undirbúum okkur fyrir leikinn o.s.frv. Leiftur er eitt af betri liðum landsins og hefur spilað mjög vel á köflum. I mínum huga verður þetta spumingin um hvað við ætlum að gera. Við emm hungraðir í bikar- meistaratitilinn. Eigum við ekki að segja að allt er þegar þrennt er. En hugur minn er samt ekki kominn svona langt ennþá. Næsta verkefni okkar er hinn gríðarlega mikilvægi leikur gegn Val á laugardaginn. Með heimkomu Amórs í íslenska boltann hefur átt sér stað ákveðin víta- mínsprauta í boltann. Valsmenn hafa verið á mikilli siglingu og við verðum að eiga toppleik til að leggja þá að velli," sagði Bjami sem að lokum vonaðist til að sjá sem flesta stuðningsmenn IBV á vellinum það sem eftir lifir sumarsins f boltanum. Þá er bara eftir að segja: Áfram ÍBV! Met lundaveiði í sumar Lundavertíðinni Iauk 15. ágúst en upphaf hennar er 1. júlí. Allt bendir til þess að árið 1998 sé eitt besta lundaveiðiár á seinni tímum. Hjá sumum veiðifclögum eru ekki til heimildir um meiri veiði en í sumar og vilja sumir ganga svo langt að segja að öll met hafi verið slegin í sumar. Er veiðin í flestum Eyjum um helmingi meiri en í fyrra en þá var veiði á flestum stööum undir meðaltali. Allar aðstæður hafa verið hagstæðar til Iundaveiði í sumar og þakka menn það helst miklu æti í kringum Eyjar. Halldór Sveinsson í veiðifélagi Álseyinga segir að lundavertíðin f ár sé með þeim betri þar á bæ. Heildarveiðin varnálægt 190 kippum en í hverri kippu eru 100 lundar. Halldór segir að lundakarlar hafi yfirleitt þessa sömu sögu að segja. En hvað þakkar hann þessa góðu veiði? „Það hefur verið nóg æti í sumar. Jákvæð skilyrði í sjónum virðast hafa mun meiri áhrif á veiðina en veðurfar. Menn hafa verið að tengja þetta Skeiðarárhlaupinu í eldgosinu í fyrra. Segja þeir að í kjölfar stórra jökulhlaupa íjölgi grænþörungum í sjónum sem eru aðalfæði síla sem íúglamir lifa mest á. Hvort sem þetta er rétt eða ekki þá var mikið um síli í sumar og gott síli sem fuglinn bar í pysjumar. Þær virðast líka koma vel út því lítið er um dauða pysju í sumar. Það er því eitthvað í lífríkinu sem veldur þessu. Veðrið í sumar hentaði aðstæðum hjá okkur nokkuð vel en ekki hjá öðrum,“ sagði Halldór. Bryngeir Sigfússon í Brandinum segir að sumarið hafi verið mjög gott hjá þeim. „Það veiddust rúmlega 100 kippur sem er það langbesta síðan ég byijaði. Það var lítil veiði í fýrrasumar en yfirleitt hafa þetta verið um 50 kippur á sumri,“ sagði Bryngeir. Ystklettingar hafa lengi verið veiðikóngar í lundaveiðinni undan- farin ár og sumarið í sumar er engin undantekning. Halldór Hallgrímsson í Ystakletti var því kampakátur yfir veiðinni hjá þeim í sumar. Fyrir það fyrsta státa þeir enn af mestri veiði í sumar og í öðm lagi slógu þeir eigið met frá 1995 þegar þeir komust yfir 200 kippur. „Við veiddum 238 kippur í sumar sem er hátt í helmingi meira en í fyrra þegar við veiddum um 140 kippur. Við höfum aldrei veitt meira en í sumar og hefðum getað veitt meira. Það var orðið erfitt að losna við fuglinn og því vomm við ekkert úti síðustu dagana," sagði Halldór. Þorsteinn Sigurðsson í Suðurey segir að veiðin þar sé í meðallagi. Þetta em rétt rúmlega 100 kippur þannig að þetta verður meðalár hjá okkur. Sóknin var svipuð og venjulega eftir að við byrjuðum. Við slepptum alveg fyrstu vikunni en þá var yfirleitt mjög góð veiði,“ sagði :Þorsteinn. Magnús Bragason í Hellisey segir að þar hafi verið veiddar 35 kippur sem sé með því mesta sem hefur veiðst í eynni. Það kvað við svipaðan tón hjá Jens Karli Magnúsi Jóhannessyni í Bjamarey og öðmm veiðin var mjög góð en hann vildi þó ekki fullyrða að um met væri að ræða. „Við fengum 150 kippur núna á móti um 80 kippum í fyrra. Þetta er mesta veiði sem ég veit um frá árinu 1986 en þá var fyrst bytjað að skrá veiði frá degi til dags,“ sagði Jens Karl Magnús. Sigursteinn Oskarsson sem stundar lundaveiði í Stórhöfða sagði að ekki væri enn búið að taka saman veiðina í sumar en hann var ánægður með fenginn. „Þetta voru á milli 70 og 80 kippur hjá okkur í fyrrasumar. Eg á eftir að fá staðfestar tölur frá nokkmnt veiðimönnum en þetta em örugglega um 100 kippur,“ sagði Sigursteinn. Ragnar Baldvinsson í Elliðaey segist vera mjög sáttur við veiðina í sumar þó engin met hafi verið slegin. „Mér skilst að þetta séu um 120 kippur sem er mikill munur ffá í fyrra þegar veiðin var ekki nema milli 60 og 70 kippur. Núna er þetta í meðallagi. Við emm mjög ánægðir með þessa veiði og viljum helst ekki meira,“ sagði Ragnar. Samkvæmt þessum töluin hafa veiðst 1023 kippur á lundavertíðinni 1998 eða 102.300 lundar hjá þessum aðilum sem em afkastamestir í lundaveiðinni. Þar fyrir utan em einstaklingar sem sækja í eyjamar Hana og Hænu og heimalandið, t.d. í Sæfellið og Heimaklett. Erfitt er að gera sér grein fyrir hvað mikið þeir veiða en sumir eru iðnir við kolann veiðin er varla undir 200 til 250 kippum og er þá heildarveiðin komin í lÍOOtil 1300 kippureða um 130.000 fulgar. Hvort það er met er ómögulegt að segja en það er með því mesta á síðari ámm. Friðarstólpi reistur á Skansinum Á mánudaginn var reistur á Skans- inum friðarstólpi af samtökunum The World Peace Prayer Society. Stólpar sem þessi hafa verið reistir í 169 löndum heims og er stólpinn sem reistur var hér sá fjórði sem reistur er á Islandi. Fulltrúar sam- takanna komu til Eyja og reistu og afhentu stólpann sem fulltrúar bæjarins tóku við. Samtökin, sem kenna sig við heims- frið, vom stofnuð í Japan árið 1955 og kappkosta þau við að dreifa bæninni um að friður megi ríkja á jörð. Á friðarstólpann er áletruð á nokkmm tungumálum bænin: Megi friður ríkja ájörð. Etna Saito, ein þriggja fulltrú sam- takanna sem komu til Eyja fæddist með alvarlegar sjóntmflanir. Hún hefur frá 12 ára aldri haft óþrjótandi áhuga á eldfjöllum og hefur lagt sig um að fræðast um þau og allann þann tíma hefur hana langað að komast til Heimaeyjar. Hún er yngsti meðlimur samtaka japanskra áhugamanna um eldfjöll og kom fram í máli hennar að ástæða þess að friðarstólpinn er nú reistur í Eyjum væri að 25 ár væm liðin frá eldgosinu á Heimaey. Etna sagði að með uppsetningu friðarstólpans vonaðist hún til að friði væri komið á milli manna og náttúm í Vestmannaeyjum og hún vonaðist til að hann gæfi mönnum kraft til að berjast fyrir friði um allan heim. Um leið og stólpinn var settur upp var komið fyrir við fót hans bænum á fjölda tungumála. Etna fór síðan með bæn sem hún endaði með orðunum: „Megi friður ríkja á jörð. Megi friður ríkja á Islandi." Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, forseti bæjarstjómar, þakkaði friðarsamtök- unum fyrir uppsetningu stólpans og færði þeim þakklætisvott frá bænum. Guðjón Bergmann, Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, Etna Saito, Kimura ofl. við friðarstólpann sem reistur var á Skansinum. fjár - Hofió o Nanna Leifsdóttir hárgreiðslumeistari hefur tekið við rekstri hárgreiðslustofunnar frá cg með fimmtudeginum 27. ágúst cg býður gamla cg nýja viðskiptavini velkomna. Tímapantanir í síma 481 2790

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.