Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1998, Qupperneq 14

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1998, Qupperneq 14
14 Fréttir Fimmtudagur 20. ágúst 1998 Landa- KIRKJA Sunnudagur 23. ágúst Kl. 11:00 Almenn guðsþjónusta. Organisti: Michelle Rose Dianne Gaskell. Messunni verður útvarpað á Útvarpi Vestmannaeyjar, FM 104 klukkan 16:00. Kirkjan er opin alla virka daga milli klukkan 11:00 og 12:00. Sími sóknarprests er 481-1835 og 897-8984 Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Kiinmtudagur Kl. 20:30 biblíulestur - Stein- grímur A. Jónsson. Laugardagur Kl. 20:30 bænasamkoma Sunnudagur Kl. 15:00 -ath. breyttan tíma. Vakningarsamkoma með Ijöl- breyttu ívafl. Ræðumaður Mike Fitzgerald útvarpsstjóri Lindar- innar. - Samskot. Allir hjartnnlcga velkomnir á samkomurnar Aðventkirkjan Laugardagur 22. ágúst Kl. 10:00 Biblíurannsókn. Allir velkomnir. Bahái SAM- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20.30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Hreinsuð JÖRÐ - Munlu lifa til að sjá hana Opinber Biblíulestur í sal Sveinafélags járniðnaðarmanna Heiðarvegi 7 sunnudaginn 23. ágústkl. 14:00. Allir velkomnir Vottar Jelióva Biblían talar Sírrmi 481-1585 HÍTACHI IVÍ iðvikudagur fyrir þjóðhátíð Blaðið kom út kvöldið áður og skilst mér að það sé ekki óalgengt, þegar Eyjamenn eru helteknir af Þjóðhá- tíðarundirbúningi. Enda hefur þetta verið undarlegur miðvikudagur og einhvem veginn kann maður ekki við sig. Miðvikudagar á ritsjóm Frétta em yfirleitt stressdagamir ásamt þriðju- dögum, samt var gærdagurinn eins og lygn tjömin í Herjólfsdal, sem beið eftir Þjóðhátíðargestum að baða sig. En ég ætlaði að tala um mið- vikudaginn. Það er erill á götunni fyrir utan gluggann og greinilega margt fólk í bænum. Velti því fyrir mér hvað það er að gera aðra daga ársins og kemst að því að það er að tala um Þjóðhátíðina frá því í fyrra, ergo samanburðarþjóðhátíðarfræði. Samanburðarþjðóðhátíðarfræði er sérstök grein innan mannvísinda- geirans, sem á sér ekki sinn líka á jarðkringlunni og þó víðar væri leitað. Nú hef ég engan samanburð sjálfur og get því ekki tjáð mig um efnið frá eigin brjósti í ljósi þeirra fiæða og ekki heldur kallað mig samnaburðarþjóð- hátíðarfræðing. Þess vegna verð ég að treysta á þá sérfræðinga sem kunna sitthvað fyrir sér í þessum vísindum. En svo skeði það óvænta. Það var leikur. En var það svo óvænt? Kannski ekki. Skvísusundið fylltist af stuðningsmönnum IBV vegna ein- hvers fótboltaleiks í einhverri Evrópu- keppni. Pallbíll ók um bæinn með gjallarhorn, hvar á mátti hlýða óp og ærsl stuðningsmanna liðsins í stuði: „Áfram ÍBV, áfram ÍBV“. Svo margur var sá skarkali og dó út og bærinn varð draugabær klukkan sex, austan við Hástein. Svo kom leik- urinn í beinni útsendingu RÚV og andlitin fölnuðu í þeirri sömu út- sendingu eftir því sem tapið ágerðist. Ekki skal farið út í samanburðarfræðin hér varðandi þennan leik. Mér er hins vegar tjáð að ÍBVaffarar haft mátt vel við una. Það vill segja gleði og ham- ingja í þeirra herbúðum, en öllu tapi fylgir spennufall. Þádóbærinn. Gler- ið á götunum sagði þó sitthvað um þau djúpu sár sem einn svona leikur hefur á sálarlíf Vestmanna-eyinga. Og talandi um gler minnir mig á dulítið -yftr-herbegið-spjall- sem ég átti við ungar stúlkur á veitingastað. Ein ágæt stúlka sem uppvartaði sína kúnna á dauðasta tíma sagði við örfá pitsu-andlitin: „Það er bara til Þjóðhátíðarpepsí." Andlitin vissu hvað klukkan sló en ég spurði hvað Þjóðátíðarpepsí væri. Ekki stóð og heldur á svörum, þegar ég innti þau eftir hvers konar pepsí þetta væri: „Það er pepsí í dósum.“ Þá rann upp ljósið í glerinu. „Já,“ sögðu þeir ágætu pitsu- neytendur: „Það er nóg af gleri um allar götur aðra daga ársins svo að ekki sé margfaldað um Þjóðhátíð. Þá skildi ég um hvað málið snérist með þeirri nákvæmni sem ég hef reynt að tileinka mér, ergo Eyjanákvæmni í spjalli. F immtudagur fyrir Þjóðhátíð. Mér er sagt að í undirbúningi sé húkk- araball með tilheyrandi skralli. Á húkkaraballi húkka kynin hvort annað með það f huga að geta virkjað og samhæft þjóðhátíðargenin með aðila af gagnstæðu kyni, eða samstæðu svo engir fordómar verði nú opinberaðir. Þetta húkkaraball mun vera mjög vinsælt og þá sér í lagi hjá yngri kynslóðinni, þessari sem er að þreifa sig áfram á sigurvagni Bakkusar og Amors. Ekki komst ég á húkk- araballið og gat ekki samhæft nein Þjóðhátíðargen, en aldrei að vita hvað skeður fyrir næstu Þjóðhátíð. I stað þess fór ég inn í dal og Ijós- myndaði Þjóðhátíðartjaldsúlur fyrir blaðið. Bardúsaði þar margur maður við sínar súlur af jámi og tré og glímdi við misþéttan svörðinn að reka þær niður. Það var gaman að sjá þá til- hlökkun sem skein úr hverju andliti. Leið svo nóttin. Föstudagur og setning þjóðhátíðar Fór inn í Herjólfsdal þar sem hin eina sanna Þjóðhátíð er haldin. Var í vinnu fyrir Fréttir auk þess að heyja í mfna persónulegu samnaburðarskjóðu að brúka að ári. Everything is possible. Prúðbúið fólk í góðu veðri og dálítil nítjándualdar stemmning undir vötn- unum sem ekki höfðu ennþá helst úr dunkum himnanna. Blöðmr og fánar og undarlegt nokk leikfangabyssur í miklu úrvaíi í sölulúgunum. Hvaðan þetta byssuæði skyndilega dúkkaði upp er mér gjörsamlega hulið og kom mér í þá opnu skjöldu sem aldrei hefúr gefið mjólkurdreitil, hvorki fyrr né síðar. Bömin og ekki síður stóm börnin með bjórdósina í annari hendinni og riffilinn í hinni plöffuðu af þessum tækjum í tíma og ótíma, hverjum til gleði veit ég ekki en mörgum til armæðu. Kannski var þetta fyrirboði um þá Clondike-eðju sem átti eftir að setja svip sinn á Þjóðhátíðarsvæðið á mánudeginum. Kannski var þetta allt saman gömul kúrekamynd oft kennd við dollara og kannski í samræmi við þá fjötra sem efnahagshugarfarið hefur verið að losna úr á undanfömum missemm. Síðan Iogaði glatt í kestinum mikla á Fjósakletti um miðnættið og segir manni kannski að mikið lán hafi það verið að sjá þegar fegurðin fékk að leika í regnvotum andlitum fólksins í skini eldsins. Þetta var bæði nútíma- legt og kannski líka svolítið frumstætt. Ef ekki hefði verið snarkið hefði mátt heyra saumnál detta í mjúkri brekk- unni, svo mikil var andaktin. Laugardagur á Þjóðhátíð Loksins, loksins, loksins eins og einn góður maður sagði um þann mikla Vefara frá Kasmír. Ég velti því fyrir mér hvað þetta - loksins - væri sem hljómaði innra með mér í mildum rigningarúðanum á laugardeginum. Gerði mér ljóst að það - loksins - var bundið mér sem aldrei hafði áður verið á Þjóðhátíð í Eyjum og einhvem veginn fannst mér ég eiga heima þama regnblautur ekki síður en þeir sem aldrei höfðu misst af Þjóðhátíð. Og einhvers staðar sat maður við vefstól og réði mönnum örlög. Ég ákvað að kíkja í hvítu tjöldin til að leita augnabliks skjóls. Gott fólk hafði boðið mér innlit að hressa og næra anda og líkama. Það var ekki að sökum að spyrja, stemmningin var góð í flatkökum og lunda ásamt ýmsu fjölbreyttu drykkjarkyns. Svo var spjallað og sungið og spjallað meira. Fólk var á ferðinni út og inn um rennilásana í margvíslegum erinda- gjörðum, en öllum góðum. Svo kom að flugeldasýningunni, sem lýsti upp Dalinn og bergmálaði með dynkjum um allar Eyjar. Það var ein mikil sinfónía og ég velti því fyrir mér hvers vegna einhver bráðþroska efnahags- hvati ofan af fastalandinu fékk þá undarlegu hugmynd að reyna að fá hljómsveitina Rolling Stones til landsins að lýsa upp himininn og bergmála raftónlist milli mis ryðgaðra gáma í Sundahöfn. Sérstaklega í ljósi þess að hinar bestu náttúrulegu aðstæður eru í Vestmannaeyjum og einn hljómleikasalur, Herjólfssalur tilbúinnfránáttúrunnarhendi. Gerði það að tillögu minni í huganum að stefna að því að Rollingamir héldu tónleika í Vestmannaeyjum, með tilheyrandi límonaði fyrir augu og eym. Svo komu Stuðmenn á pall og vitandi að þeir myndu aldrei toppa flugeldasýninguna og þær hugrenn- ingar sem bærðust með mér ákvað ég að fara heim, með viðkomu á litla sviði litla karlsins að norðan og vita hvort ekki mætti heyra hið „bráð- vafasama" Þjóðhátíðarlag Vestmanna- eyinga úr hálsi hans. Ég beið og það rigndi og það rigndi og ég beið. Fólkið dansaði ræl og polka, skottís og vals. Ég beið og það rigndi og litskrúðugir pollagallamir breyttust í loðna sauðaliti og þykkbotna tísku- skómir, sem stóðu vel upp úr vatnsflaumnum á dansplaninu - og virtust mjög hagkvæmir að því leyti - breyttust í sauðskinnsskó og sviðið í gamlan torfbæ. Gægðist þar um gátt lítill kall og tróð fótstigið orgel. Fannst mér sem hann væri mjög svo í „hlekkjunt hugarfarsins", svo vitnað sé nafn frægrar sjóvarpsþáttaraðar sem setti íslenskt þjóðfélag á annan endan fyrir eigi margt löngu. Nennu minni var þar með allri lokið og ég sá fram á að hið nútímalega Þjóðhátíðarlag yrði hvorki spilað né sungið á þessari hátíð. Hélt ég því heim á leið í bekkjabíl. Sunnudagur á Þjóðhátíð Ég slúttaði gærdeginum í bekkjabíl. Þar vom engir hlekkir hugarfarsins á fólki, þrátt fyrir mikla og góða hefð þessara farartækja á Þjóðhátíð. í framhaldi af minni dvöl í bekkjabíl frá því kvöldinu áður sá ég að mikill hluti hátíðarinnar fór fram í þessum fmmlegu og að því er virtist óstöðvandi gleðimannlífs-vögnum. Þess vegna ákvað ég að gera þessa mannlífseðalvagna að minni andlegu bækistöð það sem eftir væri Þjóðhátíðar. Til staðfestingar því varð til gmnnurinn að þessari dagbók sem þú lesandi góður hefur verið að glugga í. Og undrar sig enginn, trúi ég, á minni löngu bekkjabílaísetu að skapa svo frjóan texta. Komst ég að þvt' að ef maður vildi hitta vini og kunningja, jafnvel sem maður hafði ekki séð í áraraðir, voru meiri líkur á að hitta þá í bekkjabíl heldur en í Brekkunni - eða á sjálfum Laugaveginum - sjálfri aðalverslunar- götu heimsins. Þama hitti ég gamlan skipsfélaga sem nú var sjálfs síns herra við að transporta túristum um Breiðafjörðinn. Einnig ágætan mann sem vann við meindýraeyðingu á námsámm sínum, en hafði nú leitað skjóls í bekkjabíl á Þjóðhátíð. Fóstra ein tyllti sér einnig niður á setum þessum og spurði hversu hefði fjölgað afkvæmum mínum. Svo mætti lengi telja að æra myndi óstöðugan. Svo var sungið og dillað sér, skálað og spjallað fram undir morgun og allt í einu var hætt að rigna, eða osmósujafnvægi líkamans hafði náð þeim staðli að ekki mátti sjá hvort blautara væri innan eða utan. En hvemig sem á því stóð heyrði ég aldrei Þjóðhátíðarlag Vestmanna- eyinga spilað í bekkjabíl, þrátt fyrir öflug hljómflutningskerfi bflanna. Þar sem ekki var hægt að flytja marg umtalaðan - í mín eyru - hinn Áma Johnseníska Brekkusöng ásamt með varðeldi og flugeldasýningu no 2 inn í bekkjabfl ákvað ég að yfirgefa bflinn og bregða mér í Brekkuna. Það var enginn sem ég hitti að máli sem ekki náði hámarki stemmningarinnar á þessari kvöldvöku, enda var ekki annað að sjá en þessi hluti hátíðarinnar hafi verið sá fjörefnagjafi sem endumærði Þjóðhátfðargesti svo mjög að fjörið hélst fram undir morgun eina ferðina enn, jafnvel svo mjög að þegar ég keyrði inn í Herjólfssal seinni hluta mánudagsins var ákveðin fegurð í svaðinu og skítnum sem Salurinn skartaði. Það segir mér að fegurðin er ekki bara í hinu smáa hreina og fíngerða, heldur ekki síður í hinu stóra fomga og grófgerða. Sunnudagurinn var því einn góður hápunktur þessarar hátíðar að mati þess er hér fitlar við lyklaborðið. Um sálina lék því ánægjubros á þeim ágæta mánudegi sem fýlgdi í kjölfarið og hin síðustu ár kenndur við versl- unarmenn. Héðan í frá kemur hann verslunarmönnum ekkert við í mínum huga, heldur Eyjamönnum. Benedikt Gestsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.