Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Blaðsíða 16
16 Fréttir Fimmtudagur 17. september 1998 Blendnar tilfinningar vegna C-17 flugvélarinnar Bæjarráð fagnaði komu Keikós til Vestmannaeyja á fundi sínum á mánudaginn jafnframt því sem öllum var þakkað sem á einn eða annan hátt komu að verkefninu. Skugga bar þó á þennan fögnuð því bæjarfulltrúar Vestmannaeyja- listans kröfðust þess að C-17 flutn- ingavélin sem teppti flug um Vest- mannaeyjaflugvöll yrði tafarlaust fjarlægð. A fundinum gerði bæjarstjóri grein fyrir samskiptum sínum við fulltrúa Flugmálastjómar og starfsmenn henn- ar í Eyjum. Það kom fram að þrátt fyrir að ilugvélin teppti flugvöllinn var hægt að sinna sjúkraflugi. Eftir að flugvélin var færð út á enda austur- vestur brautarinnar á laugardags- kvöldið opnaðist þverbrautin og flug komst í eðlilegt horf á sunnudaginn. Á mánudagskvöldið var flugvélinni flogið til Keflavíkur og flugsam- göngur við Vestmannaeyjar komust í eðlilegt horf. I bréft Vestmannaeyjalistans, sem dagsett er 11. september daginn eftir komu Keikós, kemur fram mikill titr- ingur vegna þessa máls. Þar er þess farið leit að bæjarstjóri krefjist þess að Bandaríkjaher fjarlægi nú þegar flug- vélina, sem vegur um 170 tonn, af flugvellinum. Af bókunum á fundinum á mánu- daginn má ráða að bæjarráðsmenn áttu ekki von á að málið leystist strax sama kvöldið. Meirihlutinn sjálf- stæðismanna Iýsti yfir fullu trausti á starfsmenn flugmálayfirvalda og Bandaríska herinn um hvernig staðið var að málinu enda væri unnið að lausn málsins dag og nótt. Líka væri ljóst að ígrunda þyrfti vel allar aðgerðir því C-17 vélin væri á 2. hundrað tonn að þyngdi og kostaði um 13 milljarða eða sem samsvarar útsvarstekjum bæjarins í 21 ár eða fasteignasköllum næstu 130 árin. Sem svar við þessu lét fulltrúi V- listans bóka að hann vísaði til bréfs bæjarfulltrúa Vestmannaeyjalistans og ítrekaði að Bandaríkjaher hlyti að búa yfir þeirri þekkingu sem þyrfti til að fjarlægja vélina þegar á fyrsta degi eins og komið hefði í ljós á síðari stigum málsins. „Flugvöllurinn er eitt mikilvægasta öryggissvæði Eyjanna. Þess vegna get ég ekki fallist á ályktun bæjarráðs,“ segir í bókuninni. C -17 flugvél bandaríska hersins sem staðið haf ði biluð á f lugvellinum í Uestmannaeyjum síðan hún kom með vininn Keikó til Eyja hóf sig til flugs á einu hjólasetti hægra megin á mánudag kl. 18:45. Vélin hafði Dví staðið á vellinum síðan á fimmtudag, eða í fimm daga. Voru margir farnír að hafa áhyggjur af bví að vélin yrðí hér til frambúðar, en sérfræðingar frá Boeing verksmiðjunum og bandaríska hernum höf ðu unnið að brottför vélarinnar í samráði við íslensk f lugmálayf irvöld. Flugtak vélarinnar tókst uel og lenti hún stuttu síðar á Keflavíkurfluguelli har sem fer fram bráðabírgaðuiðgerð. Aðalfundur Herjólfs Aðalfundur Herjólfs hf í Vestmannaeyjum verður haldinn þriðjudaginn 6. október 1998 kl. 20:30 um borð í m/s Herjólft í Vestmannaeyjum. Dagskrá: 1. Aðafundarstörf skv. samþykktum Herjólfs hf. 2. Önnur mál. Að loknum aðalfundarstörfum eru kaffiveitingar í borði félagsins. Arsreikningur félagsins fyrir árið 1997 liggur frammi á skrifstofu félagsins á Básaskersbryggju frá og með þriðjudeginum 29. september 1998. Vestmannaeyjum 16. sept. 1998 Stjóm Herjólfs hf. mcrjóliur h$. Beinar útsendingar í bígerð er að hefja beinar útsend- ingar á Internetinu til Húsavíkur frá Keikó í kví sinni. Að sögn Halls Hallsonar fulltrúa Free Willy Keikó samtakanna þarf þetta ekkert að koma á óvart og er í beinu samhengi við þær hugmyndir sem menn hafa haft uppi í Eyjum frá því farið var að huga að því að fá Keikó til Eyja. Hallur segir að Húsvíkingar verði ekki með neina einokun á þessum sýningum, heldur verði þær aðgengilegar öllum. „Það var strax uppi á borði hjá okkur að gera Vestmannaeyjar að einskonar hlustunarstöð umhverfisins og þetta er bara einn liður í því að svo megi verða.“ Umboðsmaður bama í Eyjum Þórhildur Líndal, umboðsmaður bama, kemur til Eyja á þriðjudaginn og heimsækir gunnskólaböm. Umboðsmaðurinn mun í skólunum kynna hlutverk sitt og fjalla almennt um réttindamál bama auk þess að eiga fundi með nemendaráðum skólanna. Auk þess að heimsækja skólana mun umboðsmaðurinn eiga fund með bæjarfulltrúum, formönnum nefnda og embættismönnum bæjarins. Ferð umboðsmanns bama til Eyja er áttunda ferð hans út á land og hefur hann notið aðstoðar Skólamálaskiifstofu Vestmannaeyjabæjar við undirbúning heimsóknarinnar en heimsókn þessi verður með svipuðu sniði og í aðrar heimsóknir hans út á land. - innleggjasmíði - Sérsmíðaðir skór/ sjúkraskór - Spelkur - Bakbelti - Gerfilimir - Öll almenn stoðtækjaþjónusta Persónuleg og fagleg ráðgjöf. Guðmundur R. Magnússon stoðtækjafræðingur verður með móttöku á endurhæfingardeild Sjúkrahússins, fimmtudaginn 24. september. Tímapantanir í síma 565 2885. Fyrir skömmu var haldið árlegt Bryggjumót SJÚVL Um 40 krakkar sóttu mótið og stóðu Daði Úlafsson og Hrefna Jónsdóttir uppi sem sigurvegarar. Að mótinu loknu uar boðið til grillveislu og lauk bar með skemmtilegu móti se fór fram í frábæru veðri.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.