Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Blaðsíða 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 17. september 1998 • 38. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 — I 1 j n rrr.m , u Fá að heimsækja Keikó í undirbúningi er að gera öllum Vestmannaeyingum kleift að komast út í kví Keikós. Þykir það í besta falli tilhlýðilegt að Eyjamenn fái að sjá Keikó í návfgi og ekki síður að hann fái að sjá augliti til auglitis þá ágætu eyjaþjóð sem tók svo vel á móti honum. Myndin er tekin á laugardaginn þegar nokkrir, bæði böm og fullorðnir, fengu tækifæri til að heimsækja háhyminginn sem þrífst vel í nýjum heimkynnum. Sjá nánar á bls. 10, 11. lyf læknir fæst ekki að sjúkrahúsinu -Tíu læknar úr Reykjavík munu skipta með sér stöðunni til bráðabirgða Enn hefur ekki fengist lytlæknir að sjúkrahúsinu í Eyjum í stað Einars Vals Bjarnasonar, yfirlæknis lyf- læknisdeildar, sem látið hefur af störfum. Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins, sagði að enginn hefði sóst eftir stöðunni en nú væri komin bráða- birgðalausn á málinu, allavega til næstu mánuða, eða þar til tækist að ráða hingað lyflækni. Hann sagði að tíu læknar af stóru sjúkra- húsunum í Reykjavík, undir for- ystu Magnúsar Böðvarssönar, myndu skipta stöðunni með sér. Þeir myndu verða hér eina til tvær vikur í senn hver og fylla þannig stöðuna. Gunnar sagði að þetta fyrirkomulag hefði bæði kosti og galla í för með sér. Kostirnir væru að þarna væru á ferð færustu sérfræðingar landsins, yfir- læknar deilda á stóru sjúkrahúsunum og sérfræðingar á sínu sviði. Þarna væru t.d. nýmasérfræðingar, lungna- sérfræðingar o.fl, þannig að þjónustan við Vestmannaneyinga yrði í sjálfu sér belri hvað það varðaði. Hann sagði að gallinn væri aftur á móþ sá að mikið að sjúklingum lyflæknisdeildar væru langlegusjúklingar og fyrir þá væru tíð skipti á læknum erfið því auðvitað tæki alltaf tíma iyrir læknana að kynnast sjúklingununt og setja sig inn í þeirra mál. Þá sagði hann einnig að þetta fyrirkomulag yrði sjúkra- húsinu frekar dýrt. , Gunnar sagði að skurðlæknirinn sem ráðinn var í stað Björns I. Karlssonar væri kominn til starfa en enn hefði ekki fengist svæfingalæknir. Enginn innlendur læknir hefði spurst fyrir um stöðuna. Hann sagði að aftur á móti væri pólskur svæfingalæknir tilbúinn að koma hingað til starfa en heimild hefði enn ekki fengist frá Lækna- félaginu til að hann kæmi og at- vinnuleyfi fengist ekki frá félags- málaráðuneytinu fyrren leyfi Lækna- félagsins lægi fyrir. Hann sagðist þó vonast til að það leyfi kæmi nú í vikunni og ef það gengi eftir yrði sá pólski kominn á sjúkrahúsið eftir viku til tíu daga. Sluppu óirúlega vel pegar flugvél fórst á Bakkaflugvelli Um klukkan sjö á sunnu- dagskvöldið nauðlenti eins hreyfils flugvél frá Flugfélagi Vest- mannaeyja eftir að hún missti afi rétt eftir fiugtak á Bakkaflugvelli. Þrír voru í vélinni og meiddust ótrúlega lítið miðaða við aðstæður. Valur Andersen hjá FV segir að vélin hafi misst mótor rétt eftir að hún fór í loftið af Bakkaflugvelli. „Flugmaðurinn brást rétt við aðstæðum en hann tók upp í norður. Fyrst reyndi hann að koma vélinni inn á austur-vestur brautina en vélin var ekki komin í næga hæð til að það tækist. Flugmaðurinn varð því að lenda vélinni utan brautar og tókst það vonum framar miðað við aðstæður. Mennimir, farþegarnir tveir og flugmaðurinn, hafa sloppið ótrúlega vel miðað við að flugvélin er ónýt,“ segir Valur. Valur segir að í vor hafi verið haldin björgunaræfing á Bakka- flugvelli og hafi reynslan af henni skilað sér í þessu slysi. „Það brugðust allir rétt við. Læknir var kominn frá Vestmannaeyjum upp á Bakka eftir tíu mínútur. Hann ákvað að senda farþegana til Eyja þar sern þeir vom rannsakaðir á sjúkrahúsinu en flugmaðurinn, sem kvartaði um eymsli í baki, var sendur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykja- víkur,“ sagði Valur að lokum. Sjá bls. 15 Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 4813Z (Vetraráœtlun Herjólfs — Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Mán - Lau Kl. 08:15 Kl, 12:00 Sunnudaga Kl. 14.00 Kl, 18.00 aukaferöir föstudaga Kl. 15.30 Kl. 19.00 l-terjólfur (mícwfa/ið Sími 481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.