Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 17. september 1998 Mestaðgeraí kringumKeikó Færslur í dagbóki lögreglunnar voru 155 frá 8. september lil 15. sem er ekki ósvipað og vikuna á undan. Lögreglan hal'ði mest að gera í að skipuleggja og sjá um gæslu við komu Keikós. Þá var lögreglan með gæslu við C-17 vélina á meðan hún tafðist hér. Mikiðumslys Lögreglan segir að mikið hafi verið um slys í síðustu viku. Alls voru tilkynnt sjö slys lögreglu, þrjú um- ferðarslys, tvö flugslys og tvö önnur slys. Ekki urðu alvarleg slys á fólki í umferðaslysunum utan þess að ökumaður í einu þeirra kvartaði um eymsli í baki. Fyrra flugslysið varð þegar hjólabúnaður C-I7 flugvélarinnar bilaði í lendingu á fimmtudags- morguninn. Seinna flugslysið varð á Bakkaflugvelli á sunnudags- kvöldið og sluppu þrír menn sem í vélinni voru ótrúlega vel. Þykir það ganga kraftaverki næst. í síðustu viku slasaðist maður þegar hann féll ofan í gryfju í bílageymslu og kvartaði hann um eymsli í ökla. Þá handleggsbrotnaði drengur þegar hann lijólaði á vír við Skipalyftuna. Ýmislegtsmálegt Af öðrum málum rná nefna að í vikunni var ungur drengur staðinn að búðarhnupli í verslun KÁ. Þá voru fimm eignarspjöll tilkynnt til lögreglu, allt rúðubrot. Rúður voru brotnar í bifreið við Sólhlíð, Fram- haldsskólanum, Sparisjóðnum þar sem sökudólgurinn náðist, verslun- inni Smart og í bifreið við Týs- heimilið. Af umferðarlagabrotum er það að segja að það voru ekki nema tveir ökumenn staðnir að því að brjóla umferðarlögin og var um minni-háttar brot að ræða. Er vonandi að ökumenn standi sig eins vel í umferðinni og að undaníornu því lítið hefur verið um kærur vegna umferðarlagabrota. Hins vegar er ástæða til að minna ökumenn og farþega í bifreiðum að spenna beltin. Stutt úr bæiarráðí Bæjanáð fól bæjarstjóra að koma með lillögur um framtíðarhúsnæði sem nýtast mun fyrir verklega þætti bæjarins. Einnig lá fyrir tilboð frá Tölvun í tölvubúnað fyrir grunnskólana og samþykkti bæjarráð það fyrir sitt leyti. Loks lá fyrir bréf frá fjárlaga- nefnd Alþingis þar sem sveitar- stjömarmönnum er gefinn kostur á að eiga l'und með nefndinni dagana 21. til 24. september fyrir hádegi. Bæjarstjóra var falið að útbúa greinargerð til nefndarinnar og panta viðtalstíma. íslendingurmeð erindi Fyrir bæjarráði lá bréf i'rá stjórn íslendings ehf. þur sem óskað er eftir að teknar verði upp viðræður um gerð rammasamnings milli aðila um samstarf vegna vfkinga- skipsins Ragnar Óskarsson var slöðvaður afhermanni á flugvellinum: Fyrst og fremst táknrænt Vegna umræðu í bænum um að Ragnar Óskarsson hafi verið hindraður í því að ganga yfir flugvöllinn í Vestmannaeyjum í nálægð C - 17 flugvélar bandaríska hersins sem laskaðist í lendingu með hvalinn Keikó innanborðs var hann spurður nánar um málsatvik. „Þetta er nú orðið nokkuð ómerkilegt mál,“ segir Ragnar. „Eg frétti af því að maður nokkur hafi ætlað að taka myndir af vélinni innan girðingar, en verið meinað það af hermönnum sem vom við vélina. Mér þótti þetta undarlegt og langaði til þess láta reyna á það hvort þarna gilti íslensk lögsaga eða bandarísk. Fór ég því í gönguferð þama upp eftir og var þá meinað að ganga yfir völlinn. Ég hitti þar tvo kurteisa hermenn sem meinuðu mér yfirgönguna. Ég spurði þá því hvort þeir hefðu einhverja pappíra sent heimiluðu þeim að meina mér að ganga þarna. Þeir kváðu svo ekki vera. Viðræddumsvoþettamál, þangað til þeir sögðu mér að halda ferð minni áfram." Vom þessir menn vopnaðir? „Nei ekki voru þeir það og ekki ég heldur og hvort aðrir menn sem þarna voru við vélina vom vopnaðir veit ég ekki.“ En er ekki bannað að ganga yfir völlinn hvort eð er, óháð því hvort bandarísk flugvél er þama eða ekki? „Það kemur þá í sama stað niður. Það hefðu þá einhverjir Islendingar, sem hefðu lögsögu þama, átt að stöðva mig.“ Það hörmulega slys varð um borð í Danska Pétri VE á föstudags- morguninn í síðustu viku að skipverji missti handlegg þegar verið var að taka trollið. Danski Pétur var þá staddur skammt undan Grindavík og var strax haldið þangað. Lögreglan í Grindavík segir að Danski Pétur hafi verið að hífa trollið upp úr festu rétt þar fyrir utan þegar slysið varð. Var sá sem slasaðist að vinna við hlera. Kræktist vinstri handleggur hans í vímum og lenti inn í blökk með fyrrgreindum afleið- ingum. Verða einhver eftirmál af þessu? „Allavega ekki af minni hálfu. Ég hafði reyndar spurnir af því að þetta atvik ætti að taka upp í bæjarráði, en á hvaða nótum veit ég ekki. Fyrir mér var þetta fyrst og fremst táknrænt til að kannavöld bandaríska hersins hér í Vestmannaeyjum.'1 „Þetta gerðist rétt fyrir klukkan átta á föstudagsmorguninn. Þeir skáru trollið strax frá og héldu til Grindavíkur,“ sagði lögreglumaður sem rætt var við. „Strax voru gerðar ráðstafanir í landi. Læknir fór út með lóðsbátnum á móti Danska Pétri og gekk frá sárinu. Þyrla beið á íþróttavellinum og flutti manninn á Sjúkrahús Reykjavíkur. Veður var gott og gekk bæði fljótt og vel að koma manninnum á sjúkrahús en því miður var ekki hægt að bjarga handleggnum,“ sagði hann að lokum. Hörmulegt slys úti á sjó Nýtt fyrírkomulag f skurðlækniiigumP Að frumkvæði Gunnars K. Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Vestmannaeyja, og Bjarna Arthurssonar, fram- kvæmdastjóra Sjúkrahúss Suður- lands, verður efnt til ráðstefnu á Selfossi í byrjun október þar sem ræddar verða nýjar hugmyndir um fyrirkomulag skurðlækninga á landsbyggðinni. Gunnar sagði í samtali við Fréttir að Jónas Magnússon, yfírlæknir hand- læknisdeildar ríkisspítalanna, og Oddur Fjalldal, yfirlæknir svæf- ingardeildar ríkisspítalanna, hefðu farið yfir skurðlækningar á lands- byggðinni og gert skýrslu um málið. í henni væri varpað fram hugmyndum um nýtt fyrirkomulag í skurðlækn- ingum á landsbyggðarsjúkrahús- unum. Þær hugmyndir gerðu ráð fyrir að skurðlæknar sem ráðnir væru á landsbyggðarsjúkrahúsin störfuðu þar í átta mánuði á ári en síðan myndu þeir starfa á stóru sjúkrahúsunum í Reyjavík í tvo mánuði en tvo mánuði ættu þeir frí. Tilgangurinn með þessu fyrirkomulagi væri að með því að starfa á stóru sjúkrahúsunum gætu læknatnir haldið við víðtækari þjálfun og fylgst með og kynnst nýjungum og nýrri tækni. Gunnar sagði að helsta ástæða þess að nýútskrifaðir skurðlæknar fengjust ekki til starfa úti á landi væri ótti þeirra um einangrun og stöðnun en með því fyrirkomulagi sem lagt væri til í skýrslunni ætti að vera hægt að koma í veg fyrir þessa einangrun. Gunnar sagði að auðvitað fældi það lækna einnig frá að vera á bakvakt allan sólarhringinn alla daga vikunnar en hann sagðist telja að það væri mál sem hægt væri að leysa með góðum vilja. Hugsanlegt væri að ráða tvo menn til starfa sem þá myndu skipta með sér bakvöktum og leysa hvorn annan af og sagðist hann ekki telja að aukinn kostnaður vegna þess yrði óvið- ráðanlegur því bakvaktagreiðslan sem væri stór hluti launanna myndi þá skiptast á tvær stöður. Staðinn að vcrki Á mánudagskuöldið uar læreyskur báuir á leió út úr Vestmannaeyjahöfn sem uæri ekki í frásögu færandi ef hann hefðí ekki skilið eftir sig stóran olíuflekk. Maður, sem staddur var uppí á Heimakletti, sá til bátsíns og náðí að festa atburðinn á filmu. Olíuflekkur breiddist fljótt út og barst inn í Klettsvíkina bar sem háhyrningurinn Keikó svamlar 1 kví sinni. Þetta sést greiniiega á samsettu myndinni hér fyrir ofan. Efst sést rákin á eftir bátnum en á beirri stéru sést hvar olíuflekkurinn berst inn í Klettsvíkina. Viljanálendum undirbæinn Á fundi bæjan'áðs á mánudaginn var samþykkt að ganga til sarnn- inga við Jóhann Pétursson hdl. um að hann vinni fyrir Vestmanna- eyjabæ til að losa alla samninga og réttindi að landi sem hægt er á Heimaey og korna þvf undir bæjar- sjóð. Jafntframt var samþykkt að í framtíðinni verði úthlutun lands til skepnuhalds hagað þannig að sem flestir geti nýtt sér það fyrir tómstundir. Samþykkt var að fela bæjarstjóra í samráði við Náttúru- stofu Suðurlands að gerð verði úttekt á ítölu og gróðurfari á Heimaey. Vilja kaupa Dalabúiö Fyrir bæjarráði iá tilboð að upphæð kr. 1.500.000 í Dalabúið frá Axeli Þ. Sveinbjömssyni og Hallgrími Rögnvaldssyni fyrir hönd óstofn- aðs hiutafélags.Bæjarráð hafnaði. Ellíreyíngar hvaöP Það vakti athygli margra Eyja- rnanna góð og skemtntileg Eyja- mynd sem sýnd var í sjónvarpinu sl. sunnudag. Leiðast var að ekki skyldi farið rétt með allar stað- reyndir í annars ágætri mynd. Talað var um að haldið yrði í Ellirey sem væri norður af Stórhöfða en síðan sást á myndinni að haldið vítr beint í Álsey þar sem rnyndir voru teknar en aldrei sást neitt frá Ellirey. í lok myndarinnar fékk Veiðifélag Ellir- eyinga sérstakar þakkir fyrir veitta aðsjoð. Ymsir hafa velt fyrir sér hvemig standi á þessu brengli og nú hefur Orðspori borist til eyma hvemig málið er í pottinn búið. Reyndin ku víst vera að í upphafi var tekin mynd í Ellirey en þegar til átti að taka reyndist ekki unnt að nota hana í myndina. Bæði var að enginn lundi sást í eyjunni fi'ekar en fyrr og eins þótti ekki við hæfí að sýna í sjónvarpi þær myndir sem teknar voru á kvöldvökunni þar, þar sem Þórarinn í Geisla lék aðalhlutverkið á axlaböndunum við eldavélina. Úr varð því að farin var önnur ferð til Eyja og úteyjaatriðið tekið upp á nýtt í Álsey þar sem kvikmynda- tökumennirnir gátu fest allt það á filmu sem nota átti. Það mun síðan hafa orðið að samkomulagi milli Ellireyinga og framleiðanda mynd- arinnar að veiðifélagið greiddi honum væna fúlgu fyrir að halda textanum óbreyttum frá því í upphaflegu handriti og að þakkit' til þeirra kærnu frant í lok myndar- innar. Þeir eru „orginal" Ellireyingamir og má trúlega vænta þess að eitthvað verði minnst á þetta á lundaballinu á laugardaginn. Tískusýning Eðal- sportserálaugardag Vakin er athygli á að vegna leiks ÍBV og Leifturs ætlar Biggi í Eðal- sporti að vera með tískusýninguna á laugardag kl. 14.30 en ekki sunnudag eins og auglýst er. Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. k 4 *JM I | L m Prentvinna: Eyjaprent chf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 4711. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur. frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt I áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og I Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.