Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 17.09.1998, Blaðsíða 6
6 Fretiir Fimmtudagur 17. september 1998 Ekki auðvelt að vera skáld og hugsari í Vestmannaeyjum -segir Bjarki Týr Guðjónsson sem hyggur á útgáfu ljóðabókar Það hefur ekki farið niikið fyrir getur allt orðið mér að yrkisefni. Hann út. ungu fólki seni stigið liefur á bak skáldaklárnum Pegasusi í Vest- mannaeyjum. Ekki það að hann eigi ekki leið hér um sem annars staðar og rekur blaðamann minni til að hafa verið viðstaddur Ijóðaupplestur á veitingastaðnum Lanternu síðastliðinn vetur sem var hinn áheyrilegasti. Einn er sá ungur maður sem lagt hefur stund á Ijóðagerð í Eyjum og heitir Bjarki Týr Gylfason. Fréttirfengu Bjarka Tý í spjail á dögunum til að tjá sig um sitthvað varðandi ljóðagerðina og hvernig það sé að yrkja í Eyjum. Hann segist aldrei hafa gefíð út Ijóðabók en hugsnlega muni hann gefa út Ijóðabók ásamt Gísla F. Ágústs- syni. „Eg vil kalla mig ljóðskáld og hugsara," segir Bjarki Týr og glottir út í annað. „Eg er bara að reyna að tjú tilfinningar mínar og koma þeim eins skilmerkilega frá mér og ég get. Og viðfangsefni mitt í ljóðagerðinni er heimurinn eins og ég sé hann.“ Bjarki Týr segist lesa mikið ljóð og hafi alltaf gert, en er hægt að tala um einhverja áhrifavalda, eða einhver skáld sem þú hefur mikið dálæti á? „Já, ég les mikið ljóð og ég hef mikið dálæti á Megasi og Leonard Choen. Pabbi á mikið af plötum með Choen og komst ég í tæri við hann hjá honum og varð mjög hrifinn af textagerð hans.“ Nú hefur Choen verið talinn frekar þungur og dramatískur ert þú eitt- hvað áþeim brautum líka? „Persónulega finnst mér eins og allt sé að fara til fjandans og telst líklega ekki mikill bjartsýnismaður. Annars er mér illa við að flokka hlutí. Eg reyni bara að fást við hlutina eins og þeir eru, eða koma mér fyrir sjónir.“ Er ekki Ijóðagerð sóun á pappír? „Það fer bara eftir því hvernig á það er litið. Það má eins spyrja hvort tónlistarútgáfa sé ekki sóun á plasti.“ Sœkirþú eitthvað sérstaklega efnið í Ijóðagerð þína til Vestmannaeyja og umhverfi eyjanna og þá í framhaldi af því hvort menn eins og Asi í Bœ eða Arni Johnsen Itafi einhver áhrif á þig? „Nei ekki get ég sagt það. Það Þess vegna frétt í útvarpi ef því er að skipta. Ámi Johnsen komst nú ekki lengra frá Eyjum en í Þykkvabæinn og það held ég sé það lengsta sem hann hefur komist frá Eyjum í sinni textagerð. Ég stefni að því að leggja undir mig heiminn án viðkomu í Þykkvabænum. Það er hins vegar ekki formið sem ég er að spá í heldur fyrst og fremst innihaldið. En ég er ekkert mjög meðvitaður um það hvort stuðlar og höfuðstafir, eða rím slæðist inn í ljóðin.“ Annars segir Bjarki Týr að það geti verið erfitt að vera ljóðskáld og hugsari í Eyjum. Það sé þó ekki fólkinu að kenna heldur frekar um- hverfinu. „Það er alltaf einhver ótti við að verða stimplaður. Maður er full einangraður héma í Eyjum og mér frnnst meira frelsi í Reykjavík þar sem maður getur verið nafnlaust andlit í fjöldanum.“ Bjarki Týr segir að hann hal'i byijað að „krota“ eins og hann kallar skrif sín, þegar hann var 13 eða 14 ára. „Þetta var samt ekki mikið þá, en hefur aukist nú síðari árin og sérstaklega eftir að ég kynntist Gísla. Það er líka eitt við að yrkja í Eyjum að maður hefur takmarkaða möguleika á því að kynnast öðrum ungskáldum sem eru í svipuðum pælingum. Kannski gefur maður sér ekki nægan tíma. Það er oft lenska hér að áhuginn dalar og svo hverfur allt að lokum.“ Hvaða leiðir hefur þú notað til að kynna þér það sem aðrir eru að fást við í ljóðagerð? „Ég fer stundum á bókasafnið og les þá einhvem búnka. Svo er líka gott að koma þangað til að losna frá þessu daglega amstri." Bjarki Týr er nú að vinna í Vinnslustöðinni. „Við skulum segja að ég sé í tímabundnu námsleyfi, en ég hef áhuga á að komast í nám í ljósmyndun eða kvikmyndun." Jólaböl Steikin stóð og beið Borðinu. Þá birtist hann og sig út tróð. Kíló oná kíló þrútnar Ekki er gott um jólin að hafa Botnlausan malla kút. I ræktina hann strunsar, Kílóin vill burt. Veltist um og vælir Því matinn lét ei kjurt. Mig vantar nafn Fjólublár spörfugl Læðist upp að mér. Segir mér sögur Höfum að handan. Má ég fljúga burt með þér, á vit hins óþekkta. Svífa brott Sársaukanum frá. þar til sviðinn mínu brjósti, hverfur. Krossför Rísið, logið, lostafullir Djöfullegir ferðalangar. Hvílið, svíðið, eyrðarlausir Himnasendir vemdarar. Brennið, hirðið, morðóðir, Forboðnir hermenn. Nauðgið, rænið, innantómir, Guðlegu arðræningjar. Af hverju fariði ekki heim. Von Ég leit út um gluggann Og sá Hvar þokan læddist yfír eynna. Og fann, Hvernig einangmnin Fyllti mína sál. Og heyrði, raddir þeirra sem Hraktir vom Burt. Og vaknaði. Enn haldandi í vonina. Samheldni um samfylkingu vlnstii manna Vegna úrsagnar Steingríms J. Sig- fússonar, Hjörleifs Guttormssonar og Ögmundar Jónassonar úr þingflokki Alþýðubandajagsins og óháðra var Ragnar Óskarsson spurður að því hvort þessi gjörn- ingur þeirra hefði eitthvað að segja gagnvart Alþýðubandalaginu í Vestmannaeyjum og því samvinnu- ferli sem sem hefur verið í gangi milli Framsóknar, Alþýðuflokks og Alþýðubandalagi í bæjarstórn Vestmannaeyja undir merkjum Vestmannaeyjalistans. Ragnar sagði að vissulega væri slæmt að sjá á eftir góðum félögum, en þetta myndi ekki hafa nein áhrif á gang mála í Eyjum varðandi sam- vinnu og eða sameiningu vinstri- manna í eina fylkingu. „Ég vil ekki kalla þetta pólitískt áfall. Lang- stærstur hluti Alþýðubandalags- manna vill sjá samfylkingu eða samvinnu í einhverju formi. Þetta hefur verið staðfest á landsfundi flokksins. Þeir menn sem ég hef talað við héma í Eyjum varðandi þetta mál em sama sinnis og munu fylkja sér að baki meirihluta landsfundar “ Ragnar segir og að sameiningar- ferlið haldi áfram. „Og ég hef trú á því að þetta sé hægt,“ sagði Ragnar. Friðíinnur með símann góða. Friðfinnur í Eyjabúð fyrsti viðskintavinur Tals í Eyjym Tal hf. hefur nú komið upp GSM símaþjónustu fyrir Vestmanna- eyinga. Þykir mikil bót að komu Tals hf. til Eyja, þar sem mögu- leikar GSM símanotenda aukast til mikilla muna. Friðfinnur Finn- bogason er fyrsti Vestmannaeying- urinn sem fékk síma hjá Tal hf. og segir hann sig vera mjög ánægðan með þá þjónustu sem fyrirtækið veitir. „Almennt er þetta er 10 - 15% ódýrara að skipta við Tal hf. Grunngjald á mánuði er 600 kr. og öll símtöl milli Tal GSM síma eru á kvöld- og helgartexta.“ Friðfinnur segir að ýmis sérþjón- usta, sem fyrirtækið veiti sé frí og nefnir sem dæmi talhólf, textaskila- boð, símtalsflutning, sfmtal á bið, hóptal og númerabirtingu. „Einnig getur fólk valið sér taxta í samræmi við hversu mikil símanotkun viðkomandi er. Þannig er getur fólk valið í samræmi við áætlaða notkun sína. Sem dæmi get ég nefnt ef valið er 60 mínútur er grunngjaldið 1.700 kr. á mánuði þar sem fyrstu 60 mínútumar era fríar. Ef valdar eru 180 mínútur er grunngjaldið 3.800 og fyrstu 180 mínútumar fríar og svo mætti áfram telja,“ og gekk Friðfinnur glaður í bragði til móts við þessa nýju þjónustu. Þess má og geta að Tölvun er umboðsaðili Tals hf. í Eyjum. Til styrkar Birgi Magnúsi Sveinssyni Aðstandendur og velunnar Birgis Magnúsar Sveinssonar sem barinn var til óbóta út í Bremerhaven þann 6. september sl. hafa opnað reikning til styrktar honum í Sparisjóði Vestmannaeyja. Fyrirsjáanlegt er að mikill kostanaður mun fylgja sjúkrahúslegu hans og lögfræðiaðstoð. Þeir sem vildu leggja málinu lið er bent á Trompreikning nr. 300030 í Sparisjóði Vestmannaeyja. Vinir og velunnarar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.